Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ S póinn er ómissandi hluti af íslenska sumrinu, birtist hér í maí og dvelur fram í ágúst. Hann stikar leggjalang- ur og langnefjaður um móa og mýrar á milli þess sem hann tekur flugið. Hann ver varpstöðvar sínar af mikilli ákefð, hvort sem er gegn ágangi varga eða manna á vappi. Spóinn mun vera algengari hér á landi en annars staðar á útbreiðslusvæði sínu. Á kjörnum stöðum hérlendis verpa allt að 60 pör á hvern ferkílómeter. Samkvæmt upplýsingum frá Einari Ólafi Þorleifssyni, náttúrufræðingi, er talið að hér á landi verpi um 200 þúsund spóapör og að hausti sé stofninn um 610 þúsund fuglar. Í heiminum öllum er tal- ið að spóarnir séu 740.000 til 900.000 og því ljóst að Ís- land er lang mikilvægasta uppeldisstöð ungra spóa. Þegar spóarnir kveðja landið að hausti er næsta víst að leið þeirra liggi suður með vesturströnd Bretlands, niður Frakkland, framhjá Pýreneafjöllum, um Spán og svo suður með vesturströnd Afríku alla leið til Senegal og Gambíu. Sumir fara þó lengra og mun einn spói merktur hér á landi hafa fundist í Togo, um 5° norðan við miðbaug. Karlfuglarnir eru fyrstir af stað í farflugið, síð- an fylgja fullorðnir kvenfuglar og síðastir ungarnir sem elta á sér nefið samkvæmt eðlisávísun og rata á réttan stað. Á spóaslóðum í Afríku halda sig einnig farfuglar á borð við sandlóur, tildrur, maríuerlur og steindepla. Heimildamynd um spóann Í febrúar síðastliðnum héldu þrír Íslendingar í slóð spóanna til Gambíu og Senegals. Gambía gengur eins og mjó tota inn í Senegal. Gambar tala flestir ensku en í Senegal er franska ríkjandi. Þeir Einar Ólafur Þorleifs- son, náttúrufræðingur, Páll Steingrímsson, kvikmynda- gerðarmaður, og Friðþjófur Helgason, kvikmyndatöku- maður, vinna að gerð heimildamyndar um spóann og ferðir hans. Einar stjórnaði ferðinni því hann var hag- vanur á þessum slóðum og talar bæði ensku og frönsku. Verkið á sér nokkurn aðdraganda og fór Einar til Vest- ur-Afríku í apríl 2000 ásamt þeim Jóhanni Óla Hilm- arssyni, formanni Fuglaverndar, Oddnýju Össu Jó- hannsdóttur og Guðrúnu Bjarnadóttur. Erindið var m.a. að undirbúa gerð myndarinnar um spóann. Kvikmynda- gerðarmennirnir komu svo til Gambíu 27. febrúar síð- astliðinn úr nepjunni hér heima í rúmlega 30 stiga hita. Páll skrifaði ferðaannál og lýsti því helsta sem fyrir augu bar. „Landið virkaði ekki mjög tilbreytingasamt, varla mishæð að sjá nema kannski termítahraukar. Allur gróður var hálfsölnaður enda langt í næsta regntíma.“ Hótel þeirra félaga var nálægt ströndinni. Hlý hita- beltisnóttin lagðist yfir um kl. sjö að kvöldi. Þegar þeir félagar komu heim í náttstað fyrsta kvöldið voru hljóð- færaleikarar og dansarar að skemmta hótelgestum. „Þetta voru hreint frábærir listamenn. Hljóðfæraleik- ararnir allir karlkyns en fjórar konur og tveir karlar stigu dans. Dansinn var líflegur og mikil tilþrif í hreyf- ingunum. Þetta var greinilega þrautþjálfað fólk og ekki margir sem lékju kúnstirnar eftir því. Samhæfingin eins og hjá sviðsdönsurum og mikil fjölbreytni í dansinum.“ Félagarnir heimsóttu mörg búsvæði fugla til að leita fiðraðra Íslendinga. Einn fyrsti staðurinn var akurlendi þar sem vatni var veitt með handafli. „Það sem dró fuglana á svæðið undir rökkur var veituvatn sem fólkið ýmist bar eða veitti á ræktarreitina. Vatnið var greini- lega það sem fuglarnir sóttu í.“ Vertíðarstemmning í Vestur-Afríku Gambar stunda fiskveiðar í hafinu og Gambíufljóti sem rennur eftir landinu endilöngu. Á þriðja degi fóru félagarnir í tvö fiskimannaþorp og mynduðu fugla í ná- grenni þeirra. Það bar vel í veiði og náðust bæði spóar, maríuerlur og tildrur á mynd. Lífið í fiskiþorpunum mótast af aflabrögðum eins og víðar við sjávarsíðuna. „Bátar voru að koma að landi. Ekki hefði Binna í Gröf þótt aflinn mikill. Okkur sýndist að þrjár eða fjórar vatnsfötur rúmuðu meðalaflann. En stemmningin við ströndina var eins og á síldarplani, eða í Vestmannaeyja- höfn í páskahrotu á árum áður.“ Í dagrenningu daginn eftir voru fiskimennirnir voru að ýta bátum sínum úr vör og lífið fagnaði nýjum degi. Róið var frá hafnlausri strönd, opnir bátar knúnir utan- borðsvélum settir á hlunnum og sætt lagi við sjósetn- ingu, líkt og sandasjómenn gerðu hér af Landeyjasandi á öldum áður. Síðdegis fóru bátarnir að koma aftur að landi. Það var slegið upp fiskmarkaði og kraðak af fólki við löndun og burð á aflanum. Sannkallaður landburður af fiski. Konurnar báru smáfiskinn í plastfötum á höfð- inu en karlarnir lönduðu stórfiskinum. Í landi var gert að aflanum. Sumt fór á flutningabíla og með þeim á fjar- læga staði. Annað var hengt til þerris á grindur, saltað eða reykt. Óðalsspóar verja lendur sínar Á þessum slóðum er mikið landbrot af völdum sjávar og margra kílómetra löng strandlengja þakin föllnum trjám sem sjórinn hefur skolað undan. Þarna urðu þeir félagar vitni að sérkennilegri hegðun spóans. „Spóinn helgar sér óðul á ströndinni til fæðuöflunar. Mér sýndist að hver spói ætti 50 til 150 m langa spildu. Hver varði sitt svæði af fullri hörku. Þetta sönnuðum við með því að stilla upp tveimur „ginnungum“ (tálfuglum), hvorum á sínu óðalinu. Annar var plastfugl, keyptur í veiðibúð, hinn uppstoppaður. Óðalseigandi óð í þann uppstoppaða af fullri grimmd. Felldi hann með eldsnöggu áhlaupi og skildi hann eftir liggjandi í sandinum. Honum hefur ef- laust þótt þetta heldur auvirðilegur andstæðingur. Plastfuglinn fékk svipaða útreið hjá hinum óðalseigand- anum, en stóð af sér atlöguna enda plastfuglinn njörv- aður í þéttan sandinn með tveimur tréhælum.“ Aðalfæða Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Spóinn hefur vetursetu á vesturströnd Afríku, m.a. í Senegal og Gambíu. Fyrst fara þangað fullorðnir karlfuglar, síðan kvenfuglar og síðast elta ungarnir eðlisávísunina suður. Lengra en nefið nær Spóinn er einn þeirra farfugla sem hafa vetursetu í Afríku. Guðni Einarsson gluggaði í dagbók Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmanns sem fór ásamt fleirum á spóaslóðir í Gambíu og Senegal. Maríuerla spókaði sig í heitum sandinum. Páll Stein- grímsson kvik- myndagerð- armaður og Friðþjófur Helga- son kvikmynda- tökumaður að störfum á ströndinni. Heimamenn fylgjast áhuga- samir með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.