Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.03.2004, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN 52 SUNNUDAGUR 28. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Dagskrá: • Hvað er grænt bókhald? Halla Jónsdóttir, ráðgjafi Iðntæknistofnun • Grænt bókhald - hvers vegna? - Þórdís Rún Þórisdóttir, gæðastjóri Sjóvá-Almennra • Reynsla OR af grænu bókhaldi - Ingunn Elfa Gunnarsdóttir, jarðfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur Skráning er á heimasíðunni: www.stjornvisi.is Verð fyrir félagsmenn er 2.000 kr., en 4.000 kr. fyrir aðra. Stjórnvísi, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 103 Reykjavík, s. 533 5666 Um þessar mundir er rétt rúmt ár síðan reglugerð 851/2002 um grænt bókhald tók gildi, þar sem starfsleyfisskyldri atvinnustarfsemi er gert að færa efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi, aðallega í formi tölulegra upplýsinga. Fyrstu skil á slíku bókhaldi eiga að vera þann 1. júní 2004. Á morgunverðarfundinum verður fjallað um ávinning af grænu bókhaldi, hugsanlegar hindranir í gerð þess og leitast við að skýra gildandi reglugerð. Fundarstjóri: Einar Ragnar Sigurðsson, gæðastjóri SKÝRR. Grænt bókhald Morgunverðarfundur 31. mars kl. 8.30–9.30 í Víkingasal Hótel Loftleiða Einar Ragnar Sigurðsson Þórdís Rún Þórisdóttir Halla Jónsdóttir Ingunn Elfa Gunnarsdóttir DAGMÆÐUR á Íslandi sinna mikilvægu starfi við gæslu og umönnun ungra barna á meðan dagheimili taka ekki við börnum fyrr en um tveggja ára aldur. Þar sem fæðing- arorlof getur sam- anlagt lengst orðið 9 mánuðir er þörf á þjón- ustu dagmæðra fyrir þá foreldra sem kjósa að halda aftur til starfa sinna á vinnumark- aðinum. Fyrir stuttu síðan gaf félagsmálaráðu- neytið út drög að reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Það er fagnaðarefni að ráðuneytið láti sig þetta viðkvæma málefni varða en ég vona að þessi drög rati ekki óbreytt í reglugerð því í þeim er að finna nokkrar óskyn- samlegar tillögur. Vegna gagnrýni sem komið hefur fram nú þegar hefur félagsmálaráð- herra skipað sérstakan starfshóp til að fjalla um reglugerðardrögin. Ekki er gert ráð fyrir fulltrúum við- skiptavina þjónustunnar í þennan hóp, þ.e. foreldrum þeirra barna sem nú njóta dagvistar hjá dag- mæðrum. Það kemur svo sem ekki á óvart enda helsti munurinn á op- inberum stofnunum og sjálfstæðum fyrirtækjum sá að stofnanirnar setja sjálfar sig nær ætíð í fyrsta sæti á meðan heilbrigð fyrirtæki tylla við- skiptavinum sínum á þann stall. En ráðuneytið telur sig s.s. hafa umboð foreldra til að skerða þessa þjónustu frá því sem nú er, hækka verð henn- ar um 25% og fækka dagmæðrum sem allra mest. Ekki fleiri en tvö börn undir 12 mánaða aldri Á fundi með dagmæðrum 18. desem- ber 2002 kom fram endurtekin gagn- rýni á fjölda barna sem þeim er heimilt að vista. Skv. núverandi reglugerð má dagmóðir sem starfað hefur án athugasemda í eitt ár taka að sér 5 börn, en þó mega ekki fleiri en tvö vera undir eins árs aldri. Nú hefur sú þróun átt sér stað að und- anförnu að flest börn komast inn á leikskóla í kringum tveggja ára ald- ur. Það er því furðulegt að þessar reglur skuli staðfestar í nýjum drög- um þegar „barnavelta“ dagmæðra hefur aukist og því líkurnar á að börn séu á svipuðum aldri mun meiri en t.d. fyrir 10 árum. Ég leyfi mér að fullyrða að dagmóðir sem starfað hefur áfallalaust í nokkur ár og staðist öll próf og eftirlit sinnir öllum börnum vel, hvorum megin við eins árs aldurinn sem þau eru stödd. Starfsaldur og reynsla einskis metin Í drögunum kemur hvergi fram vilji til að meta starfsaldur og reynslu dagmæðra. Ég hélt reyndar að flestir opinberir starfsmenn teldu starfs- aldur sinn í mínútum og sekúndum, svo mjög virðist hann þeim vera hugleikinn í þeirra eigin samningum en kannski voru drögin ekki samin af ríkisstarfsmönnum. Persónulega þætti mér eðlilegt að dagmóðir sem starfað hefur áfallalaust í nokkur ár öðlist rétt til að gæta 6. barnsins all- an daginn eða að vild. Hún gæti þá líka notað þann rétt hluta úr degi þegar dagvistunartíma barna í hálfs- dagsgæslu skarast í einhvern tíma. Ef reglugerðin verður eins og gert er ráð fyrir í drögunum er hins veg- ar líklegt að dagmömmur hætti að taka börn í hálfsdags vistun. 20% fækkun plássa Sú breyting sem hefur mest áhrif er sú tillaga að minnka hámarksfjölda barna sem samtímis njóta vistunar úr fimm í fjögur. Þessi afstaða er tekin þrátt fyrir áður nefnda gagn- rýni dagmæðra um fjöldatakmark- anir sem hamla hagræðingu í rekstri þeirra. Dvalartími barna í gæslu hluta úr degi má í engum tilvikum skarast þannig að fjöldi barna fari yfir fjögur börn. Í könnun sem gerð var í desember 2001 kom fram að 355 dagmæður starfa á höfuðborg- arsvæðinu. Flestar þeirra fullnýta fjöldaheimild sína og því má vel reikna með að 75 nýjar dagmömmur þurfi að hefja störf á svæðinu til að anna sama fjölda barna og nú eru í vistun. Þá er ekki tekið með í reikn- inginn líkleg fækkun dagmæðra vegna breyttra starfsskilyrða. Ég minni á að dagvistunarframboð fyrir yngstu börnin er nú eins og svo oft Hver bað um breytingar? Bryndís Loftsdóttir fjallar um þann fjölda barna, sem dag- mæður mega annast Bryndís Loftsdóttir Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.