Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 27
Laugardagur 11. aprll 1981 vísm LA BOHEME Þjóðleikhúsið: ópera eftir Giacomo Puccini Texti eftir G. Giacosa og L. Illica Frumsýning föstud. 3. april 1981 1 aðalhlutverkum: Garðar Cor- tes (Rudolfo) Ólöf Kolbrún Harðardóttir (Mimi) Halldór Vilhelmsson (Marcello), Ing- veldur Hjaltested (Musetta), John Speight (Schaunard), Eiður Gunnarsson (Colline), Guðmundur Jónsson (Alcendoro), Kristinn Halsson (Benoit). Mikill fjöldi aukaleikara og söngvara Sinfóniuhljómsveit tslands Stjórnandi: Jean-Pierre Jac- quillat Leikmynd: Steinþór Sigurðsson Lýsing: Ingvar Björnsson Leikstjóri: Sveinn Einarsson Aðstoðarleikstjóri: Þuriöur Pálsdóttir Um þessar mundir eru rétt þrjátiu ár liðin siðan Þjóðleik- húsið setti á svið fyrstu óperu- sýningu sina. Siðan er mikið vatn til sjávar runnið og ný kyn- slóö söngvara hefur tekið við af þeirri, sem þá bara hita og þunga dagsins. Sú sýning þótti nokkurt áhættuspil, enda reynsla engin að byggja á, hvorki um uppfærsluna sjálfa né viðbrögð almennings við henni. Ahyggjurnar reyndust ástæðulausar. Sýningin heppnaðist eins og best varð á kosið og ekki þurfti að kvarta undan móttökum leikhúsgesta. Nú vita allir, að hægt er að koma upp ágætum óperusýning- um á Islandi, ef rétt er að þeim staðið og framtak,vilji og fé eru fyrir hendi. En að öðru leyti er flest i sama farinu og áöur og sama óvissa rikjandi um fram- tið þessarar listgreinar á landi hér. Að þvi verður vikið hér á eftir. Af þessari sýningu á La Bohéme er það að segja i stuttu máii að hún var um flest ákaf- lega ánægjuleg, þó að ekki væri hún fullkomin fremur en önnur mannanna verk. En sparöatin- ingur um einstök minniháttar atriði sem eitthvaö mætti finna að finnst mér litils verður og ástæðulaus, næstum að segja óviðeigandi, þegar um er að ræðá slikt stórátak vel heppnað um flest það sem máli skiptir. Söngvararnir stóðu sig undan- tekningarlaust með mikilli prýði og komu sumir verulega á óvart. Garðar Cortes hefur ekki áður sungið af viðlika þrótti og glæsibrag. Af Ólöfu K. Harðar- dóttur er aðeins búist við þvi besta og þaö brást ekki heldur hér. Um Halldór Vilhelmsson hefur mér áður fundist að hann færðist i aukana þegar hann er kominn i óperuhlutverk, og svo varð einnig nú. Ingveldur Hjaltested var hér ekki i hlut- verki þeirrar gerðar, sem mundi henta henni best, en lét það ekki á sig fá og lét engan bilbug á sér finna. John Speight og Eiður Gunnarsson eru báðir nýliðar i þessum hópi, en ný- liðar, sem munar um. John er einn af „tengdasonum Islands”, fjölmenntaður tónlistarmaður og ágætt tónskáld, auk þess sem hann er reyndur söngvari, þó að ekki hafi hann áður tekið þátt i óperuflutningi hér. Eiður er einn þeirra islensku söngvara, sem hefur sest að erlendis, um sinn að minnsta kosti, til þess að geta helgað sig list sinni og hef- ur starfað á meginlandinu i ára- tug, siðustu árin við óperuna i Aachen i Vestur-Þýskalandi. Mjög ánægjulegt var að sjá hann nú og heyra á heimasviði, öruggan i fasi og fágaðan söngvara. Þá eru ótaldir Guð- mundur Jónsson og Kristinn Hallsson, sem báðir stóðu i eld- linunni, þegar Þjóðleikhúsið setti á svið fyrstu óperusýningu sina og hafa veriö máttarstoðir þeirrar starfsemi alltaf siðan, — sungu auk þess i La Bohéme i sýningu Tónlistarfélagsins fyrir um það bil 25 árum. Nærvera þeirra hér, þótt i smáhlutverk- um væri, var sérstakt fagnaöar- efni. Það er ekki aðeins i hópi ein- söngvaranna sem ungt fólk hefur tekið við af þeim sem nú eru að reskjast. Þjóðleikhúskór- inn virðist einnig hafa verið „yngdur upp” og var óvenju- lega hress og kvikur á sviðinu. Hljómsveitin hljómaði einnig betur en oftast áður úr undir- djúpunum. Stjórnandinn stýrði sinu fjölmenna liði á sviðinu og undir þviaf mikilli röggsemi og skörungsskap með léttleika og gáska, þar sem það átti við en meginhluti verksins er i þeim tón en með viðkvæmni og trega i lokaatriöinu, sem var mjög fagurlega sungið og leikiö af Ólöfu og Garðari. Astæöa er til að nefna þau Tom Gligoroff, Carl Billich og Agnesi Löve sem önnuðust kórstjórn, æfingar söng og undirleik á æfingum og hafa sýnilega unnið mjög gott starf. Leikmyiidin var veglegur rammi um1 þessa ágætu sýn- ingu, og leikstjórnin, eftir þvi sem ég kann að dæma um hana, virtist mér frábærlega vel af hendi leyst að öllu leyti, sem teljandi máli skiptir. Þaö má segja að þessi sýning sé enn ein sönnun þess, að „vilji er allt sem þarf” til þess að koma hér upp visi að skipulegri óperustarfsemi. Þjóðleikhúsið á lögum samkvæmt að sýna óper- ur og innan veggja þess er eini staðurinn, þar sem -slikar sýn- ingar geta farið fram með sæmilegum hætti, þótt ýmsu sé þar ábótavant. En Þjóðleikhús- ið hefur hvorki söngvurum né hljómsveit á að skipa og er m.a. af þeirri ástæðu vanbúið að rækja þetta hlutverk nema i igripum. Söngvurum er það eðlilega brennandi áhugamál að hér verði brotið blað og tekið myndarlega á málum. Þeir hafa stofnað með sér samtök i þvi skyni, tslenskuóperuna og þeim hefur áskotnast gildur sjóður til styrktar málefninu. Þriðji aðil- inn sem hér þarf að koma til er Sinfóniuhljómsveit tslands þvi án hennar verður engin óperu- starfsemi rekin hér um fyrir- sjáanlega framtið. Skipulegt samstarf þessara þriggja stofnana er algert skil- yrði þess og forsenda að varan- legog viöhlitandi bótverði ráðin á þeim vanda sem hér er við að glima. Hver þeirra um sig er lit- ils megnug, en sameinaðar geta þær lyft Grettistökum. Það er ef til vill ekki vandalaust að koma á sliku samstarfi með þeim hætti að allir telji sig geta við unað. En á þaö verður aö reyna. Ég leyfi mér að skora á hæst- virta rikisstjórn, þá er nú situr og hét þvi i upphafi ferils sins að beita sér sérstaklega fyrir framgangi menningarmála að láta þetta mál til sin taka. Fyrsta skrefið gæti verið að setja á stofn samstarfsnefnd, skipaða fulltrúum þriggja fyrr- nefndra stofnana sem undir for- ystu hlutlauss aðila kannaði málið frá sem flestum hliðum og leitaðist við að finna færar leiðir til úrbóta. Þær leiðir eru örugglega til. Minnumst þess, að „vilji er allt sem þarf”. Jón Þórarinsson kjallaranum Samúð hans með Vanek og skoðanabræðrum hans hafði alltaf undirtóna hræsni og tvi- skinnungs jafnvel þótt hún hljómaði vissulega sannfær- andi. Mismæli (sem ég er að vona að hafi verið leikbragð!), kvef i nefi og eilif leit að vasa- klútnum, hikstakenndur mál- flutningur og vandræðaleg hlaup úr einu i annað, tilgerðar- leg umhyggja hans fyrir vellið- an Vaneks — allt gaf þetta til kynna óhugnalega innri spennu. Erlingur var ómerkilegur, barnalegur, hégómalegur en samt aðlaðandi og vorkunnsam- ur. Rúrik sömuleiðis náði alveg réttum tökum á þessum mennt- aða andófsmanni, litillátur, hræddur og fullur vantrausts, þar sem hann sat með skólausar kaldar fætur og vissi ekki hvernig hann á'tti að taka orða- flaumi Staneks. Ég sé ekki ástæðu til að rekja niðurstöður þeirra félaga, til þess er leikritið sjálft. En vist er, að þegar mótmælaskjal frá Tekkóslóvakiu verður næst birt i vestrænum fjölmiðlum, mun ég hugsa meir um þá sem ekki skrifa undir en hina, sem skrifa. Alla vega á annan hátt. Einþáttungur Pavels Kohout þótt mér siðri og hef grun um að það sé fremur uppsetningu að kenna en höfundi. Hér er um að ræða mann, rithöfund úr hópi andófsmanna, sem kemur til að skrá hundinn sinn. Þrándur i Götu verður viða á vegi hans: maðurinn er upp á kant við yfir- völd, hann er ekki i neinu félagi, hann fullnægir ekki skilyrðum hundamálaráðuneytisins, þ.e. rikisins. Hundurinn getur ekki orðið fullgildur meðlimur i sam- félagi hunda. Enn er viðfangs- efnið hræsni, sýndarmennska ótta blandin samúð, sem að visu beinist ekki að andófsmannin- um heldur hundi hans og hund- um landsins yfirleitt. Ýmsar skringilegar persónur koma til sögunnar: verkfræðingur á eftirlaunum, sem hafði útlit bresks lords, dóttir félaga for- manns, sem hafði útlit vændis- konu, félagi forstöðukona, sem virtist geðveik, félagi frú Bláza, sem hafði útlit elskulegrar barnfóstru og andófsmaður, sem reyndar leit út fyrir að vera andófsmaöur þótt litillæti hans keyrði nær um þverbak. Þessi einþáttungur er fyrst og fremst hlægilegur, spaugileg at- vik og orðaskipti sitja i fyrir- rúmi og á þessi spaugilegheit hefur "'leikstjóri lagt rika á- herslu. Svo rika, að sýningin verður farsakennd og brodd- laus. Dágóð skemmtun. Vissu- lega skrýtla á kostnað flokksins og skrifstofubáknsins en meö alvarlegu ivafi, sem ég veit ekki hvort ég er ein um að missa þvi sem næst alveg af. Leikararnir og leikstjórinn virtust mér ekki þekkja nægilega til þeirra mannvera, sem þeir voru að lýsa, né til þeirrar sögu, sem i rauninni var verið að segja. Þeir fóru yfir markið, leikurinn var of hátt stemmdur. Um um- búnað sýninganna beggja er ekki annað hægt að segja en að hann virtist sannfærandi. Þýð- ing Jóns Gunnarssonar hljóm- aði sérstaklega vel. Þó sýnist jafnvel ljósara en oft áður að orðin huglægur og hlutlægur eru ekki fullnægjandi þýðing á subjectiv og objectiv en þar er auð vitað ekki Jóni aö kenna. 27 hvað, hvar..? John Neville (Tommy Lee Jones) Ieiöbeinir Láru Mars (Faye Dunaway) I skotfimi. Páskamynd Nýja BIós, Maöurinn meö járngrimuna er að hluta byggð á sögu Alexand- ers Dumas. Með aöalhlutverk fara feðgarnir Loyd og Beau Bridges og leikkonurnar Ursula Andress og Silvia Cristel. Karl- mennimir taka til hendinni viö slagsmál og skylmingar, en friðar frúr flækja allan mála- rekstur kappanna. Þetta ætti aö vera bærileg afþreying fyrir þá sem hafa gaman af ævintýra- myndum... Tónabló sýnir Háriö marg- fræga liklega enn um helgina, en kvikmyndahúsið mun aö lik- indum fá Hri'ngadrottins sögu (The Lord of the Rings) til sýn- ingar um páskana. Þetta er skemmtileg teiknimynd byggð á vinsælum sögum J.R.R. Tolkiens... Times Square I Regnboganum fjallar um tvær stúlkur, lif þeírra meðal ann- arra unglinga, pönkið og rokkið og afskipti fullorðinna af þeim stallsystrum... 1 Regnboganum gefst enn tækifæri til aö sjá Fllamanninn einhverja ágætustu mynd sem hingaö hefur borist i langan tima. I henni er sagt frá lifi og dauöa viöundursins Johns Merricks. I þessarri svart-hvitu mynd David Lynch svifur and- rUmsloft fyrstu hryllingsmynd- anna yfir vötnunum, en athygli áhorfandans er beint að áköfum áhuga nUtfmamanna fyrir hinu afbrigðilega og óeölilega. Myndin er væmnislaus frásögn af tilfinningallfi þess sem sjálfurer viðundur... Laugarás- bló sýnir Punktur punktur komrna strik, kvikmyndina um æsku Andra Haraldssonar. Sólveig K Jónsdóttir skrifar Andri og félagar hans braila sitt af hverju, en myndin fjallar þó ekki fyrst og fremst um ein- staklinginn heldur dregur upp myndirUr islensku þjóöfélagi á árunum 1947-1963. Kvikmyndin hefur fleira sér til ágætis en skemmtanagildi en er þó framaröðru allra spaugilegasta gamanmynd... Gamla Blósýnir ófrcskjuna, hrollvekju i anda Þokunnar eftir John Carpenter sem kvikmyndahúsið sýndi siðastiiöiö haust. Einhverjir ættu aðgeta hrokkið við i Gamla Bfói... Boddy Deerficld með A1 Pacino i aðalhlutverki er á boöstólum.i Austurbæjarbiói en þetta er litt þekkt mynd hins fræga leikara... Borgarbióiö sýnir Dauðaflugiö, dæmigerða stórslysamynd, nú er það Con- cord sem farast á með manni og mús... SKJ Stjörnubíó: Augu Láru M ars Leikstjóri: Irvin Kershner. Aöalleikarar: Faye Dunaway, Tommy Lee Jones, Bandarisk árgerð 1979. John Carpender, höfundur handritsins að „Augu.Láru Mars” gerir það ekki enda- sleppt viö hryllingsmyndirnar en bíógestir muna eflaust eftir kvikmyndum hans „Þokan” og „Arás á lögreglustöö 13”. „Augu Láru Mars” er firna vel tekin og leikin og atburðarásin þrælspennandi ef frá eru talin nokkur klaufaleg ástaratriöi. Myndin fjallar úm tiskuljós- myndarann Láru Mars sem skyndilega er altekin skyggni- GoIIum ræöst á Sam og reynir aö ná hringnum eftirsótta I Hringadrottinssögu. gáfu. Söguþráöurinn snýst fram og aftur um skelfingu Láru vegna sýnánna og spurninguna um það hver sé bófinn i bió- myndinni. I myndinni kemur fram örlítil siðaboöskapur varð- andi ofbeldi en verður léttvægur fundinn. Flestum ætti að takast að hrökkva sæmilega i kút tvis- var til þrisvar sinnum meðan á sýningur myndarinnar stendur og fyllast óhug og viðbjóöi allt aö fjórum sinnum. Sumum finnst.þetta alveg nóg, en aðrir gera enn meiri kröfur til hryllingsmyndar. Háskólabió: 39 þrep Leikstjóri: Don Sharp. Aðal- leikarar: Robert Powell, Eric Porter og David Warner. Bresk, árgerö 1978. Kvikmyndin 39 þrep byggir á samnefndri skáldsögu eftir John Buchan. Myndin sem nú er sýnd i Háskólabiói er sú þriðja er gerð er eftir sögunni en Al- fred Hitchcock tók söguna fyrstur til .meðferöar 1935. „39 þrep” Sharps þykir ná vel fram anda hinnar upphaflegu sögu um ódæði og samsæri undir sléttu og felldu yfirborði áranna kringum fyrrl heimsstyrjöld. Aðalpersónan Hannay, ratar i margskonar erfiðleika og fer viða, um London. Skotland og Kent. Ekkert vantar á hraða og spennu i uppbyggingu myndar- innar, en ef til vill hefði enn verið hægt aö auka á eftir- væntirguna með þvi að leyna þvi hverjir illvirkjarnir eru þar til undir lokin. Kvikmyndataka Johns Coquillion er viða snilidarleg og mörg atriði myndarinnar minna á meistara Hitchcock, t.d. lokaatriðið þeg- ar Hannay hangir á minútuvisi Big Ben. „39 þrep” er i heild hressilegasta sakamálamynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.