Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG FANN kviðuggalaus hornsíli í útikennslu við Vífilsstaðavatn með krökkum í Garðabæ haustið 2002 en öll venjuleg hornsíli eru með varnargadda á kviðnum. Ég tók upp síli og ætlaði að sýna krökk- unum kviðgaddana en þá voru eng- ir. Þetta er eina vatnið á Íslandi þar sem ég hef fundið kviðgaddalaus hornsíli. Svona stofnar finnast bara á fáum stöðum í heiminum en í Van- couver í Kanada voru þeir einnig með stofna sem ekki höfðu þessa gadda og voru búnir æxla þeim saman við hornsíli sem höfðu gadda og notuðu þá sjávarsíli í það. En með hornsílunum úr Vífils- staðavatni gafst kostur á að æxla saman miklu óskyldari tegundum þar sem hér er allt annað svæði en við Kyrrhafið,“ segir Bjarni Jónsson forstöðumaður Norðurlandsdeildar Veiðimálastofnunar. „Það eru sömu genin sem stjórna kviðgödd- unum í hornsíl- unum og stjórna þroskun aft- urlappa hjá mús- um. Það sem gerðist hjá horn- sílunum í Vífils- staðavatni þegar kviðuggarnir hurfu af þeim er sama og gerðist væntanlega hjá hvölum eða höfrungum þegar þeir gerðust sjávardýr og misstu útlimi eða þeg- ar slöngur misstu lappirnar.“ Bjarni segir að menn hafi viljað vita hversu mörg gen eða hvort eitt ákveðið gen stjórnaði þessari breytingu. Með rannsóknunum á hornsílunum hefði fundist eitt meginsvæði á litningnum sem stjórnaði þessu en áður hefðu menn talið að þetta væru mun flóknara. „Það er á nákvæmlega sama stað og á tilraunamúsunum og í hornsíl- unum sem bendir til þess að við höf- um staðsett gen sem stjórna þrosk- un aftari útlima hjá hryggdýrum, þ.m.t. í mönnum. Það er aðal- uppgötvunin,“ segir Bjarni. Bjarna segir hornsílastofninn í Vífilsstaðavatni og þá í Kanada vera mjög ólíka erfðafræðilega. „Við gátum sýnt fram á að þetta [missir gaddanna] gerðist með sama hættti, þ.e. að það væru sömu genin sem voru þarna að verki. Þetta var raunverulega það sem þurfti til þess að klára dæmið. Þarna var komin óháð staðfesting á því sem menn voru spá út frá fyrri rannsóknum. En með því að æxla saman sílunum úr Vífilsstaðavatni við þau kan- adísku var eiginlega komin sönn- unin sem menn voru að leita að.“ „Ætlaði að sýna krökkunum kviðgaddana“ Bjarni Jónsson KVIÐUGGALAUS hornsíli sem Bjarni Jónsson forstöðumaður Norðurlandsdeildar veiðimálastofn- unar og nemendur hans fundu í Víf- ilsstaðavatni haustið 2002 hafa orðið til þess að varpa ljósi á þróun í dýra- ríkinu og þá hvernig breyting í vænt- anlega aðeins einu geni hafi orðið til þess að hvalir, höfrungar, snákar, sumar smáeðlur og fiskar misstu aft- urlimi eða ugga. Frá þessu er greint í nýrri vísinda- grein í tímaritinu Nature í gær sem Bjarni er meðhöfundur að og hafa ýmsir erlendir fjölmiðlar einnig greint frá niðurstöðunum. Rannsóknirnar voru unnar af vís- indamönnum við Stanford-háskóla í Kaliforníu, háskólanum í British Columbia og Fred Hutchinson krabbameinsrannsóknarstöðinni en segja má að Bjarni og og hornsílin kviðuggalausu í Vífilsstaðavatni hafi lagt til þær niðurstöður sem upp á vantaði en margir aðrir háskólar hafa einnig keppst við að reyna að sýna fram á svipaðar niðurstöður. Í frétt frá Stanford-háskólanum segir að rannsóknirnar á hornsílun- um hafi leitt í ljós að aðeins þurfi breytingu í einu geni til þess að valda missi afturlima. Sýnt hafði verið fram á að breytingar á þessu geni í rottum leiddu til minnkunar útlima en þær dóu skömmu eftir fæðingu. Umdeilt hefur verið hvernig dýr hafa misst útlimi þar sem verulegar genabreytingar hafa orðið á þeim og því erfitt að staðsetja gen sem ollu útlimamissinum. Þegar ferskvatnssílunum kvið- uggalausu frá Kanada og þeim kvið- uggalausu úr Vífilsstaðavatni var blandað saman hafi aftur á móti orð- ið til afkvæmi sem voru nákvæmlega eins og foreldrar þeirra, þ.e. án kvið- gadds, og skiptir sú niðurstaða miklu máli þar sem þessir stofnar eru víðs fjarri hvor öðrum og hafa þróast hvor á sínum stað í þúsundir ára. Þykir þetta benda til þess að eitt og sama genið hafi valdið því í báðum stofnum að kviðgaddar hurfu af hornsílunum. Hornsíli í Vífilsstaðavatni varpa ljósi á þróun spendýra Morgunblaðið/Jim Smart Hópur nemenda við rannsóknir við Vífilsstaðavatn með Bjarna Jónssyni. FULLTRÚAR Rafiðnaðarsam- bands Íslands, RSÍ, og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir nýj- an kjarasamning í fyrrinótt. Fyrir páska hafði tekist að ná ramma- samkomulagi um helstu atriði samningsins, svo sem hækkun lægstu launa á samningstímanum, og á miðvikudag settust samn- inganefndir aftur að verki og luku því um kl. hálftvö í fyrrinótt. Guð- mundur Gunnarsson, formaður RSÍ, segir að helstu markmið raf- iðnaðarmanna hafi verið að færa lágmarkslaun nær raunlaunum og hafi flest markmið í þeim efnum náðst. Kveðst hann þokkalega ánægður með samninginn. Almennar hækkanir þær sömu og hjá öðrum Samningstíminn er til ársloka 2007. Gildir hann fyrir um helm- ing félagsmanna í RSÍ eða um tvö þúsund rafiðnaðarmenn. Almenn- ar launahækkanir eru þær sömu og í öðrum samningum sem gerð- ir hafa verið að undanförnu eða 3,25% frá 5. apríl, 3% frá byrjun næsta árs, 2,5% frá 1. janúar 2006 og 2,25% frá 1. janúar 2007. Við undirritun hækkar því lágmarks- taxti rafiðnaðarmanna án sveins- prófs í 116.227 krónur og verður kominn í 131.820 krónur eftir síð- ustu hækkunina. Lágmarkstaxti rafiðnaðarmanna með sveinspróf verður við undirritun 152.501 króna og við lok samningsins verður hann kominn í 172.960 kr. Taxti rafiðnaðarmanns með að minnsta kosti 5 ára sveinspróf og meistararéttindi verður 176.856 krónur við undirritun og hækkar í 200.582 krónur við lok samnings- tímans. Guðmundur undirstrikar að hér sé um lágmarkslaun að ræða og fjöldi félagsmanna RSÍ sé á hærri launum. Hann segir að auk þess að færa taxta að raunlaunum hafi ýmis atriði kjarasamningsins ver- ið gerð skýrari, ákvæðisvinnu- grunnur endurskoðaður svo og ákvæði um slysatryggingar verði endurskoðuð til hækkunar. Bókun um fjölskyldustefnu Bókun um fjölskyldustefnu er nýmæli í samningnum og er því beint til fyrirtækja í rafiðnaði og starfsmanna að hugað verði að mörkun fjölskyldustefnu til að samræma megi sem best fjöl- skyldulíf og vinnu. Kemur þar og fram að slík stefna byggist á sveigjanleika sem aukið geti starfsánægju, framleiðni og tryggð við vinnustað. Framlag atvinnurekenda í sam- tryggingarlífeyrissjóð hækkar með sama hætti og í öðrum samn- ingum sem náðst hafa að und- anförnu. Hækkar framlagið í 7% frá næstu áramótum og um leið fellur niður skylda til að greiða 1% fast í séreignasjóð óháð fram- lagi starfsmanna. Frá 1. janúar 2007 hækkar iðgjaldið í 8% sam- hliða 0,45% lækkun almenns tryggingagjalds. Hafin er kynning á samningn- um á fundum innan Rafiðnaðar- sambandsins um landið allt og á henni að ljúka í lok næstu viku. Greiða á atkvæði um hann með póstkosningu og verða atkvæða- seðlar sendir út um miðja næstu viku. Segist Guðmundur búast við að þeir berist skrifstofu RSÍ fljót- lega eftir aðra helgi. Verða nið- urstöður hennar kynntar á sam- bandsstjórnarfundi RSÍ sem haldinn verður á Egilsstöðum 29. og 30. apríl næstkomandi. Formaður Rafiðnaðarsambandsins þokkalega ánægður með nýjan samning Lágmarkslaun að mestu færð nær raunlaunum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á fertugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals með því að framvísa yfirlýsingu um sjálfskuld- arábyrgð í banka í desember 1997 sem hann vissi að var fölsuð. Sjálfskuldarábyrgðin var lögð fram í bankanum vegna yfirdráttar- láns ákærða en á hana hafði verið falsað nafn annars einstaklings sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Brotið var kært til lögreglu í júlí 2002 en í dómi héraðsdóms kemur fram að fyrstu rannsóknaraðgerðir lögreglunnar hafi átt sér stað rúmum 15 mánuðum síðar. Ákærði var fyrst spurður út í kæruatriðin við skýrslu- töku hjá lögreglu í lok október sl. og í janúar sl. Ákæra á hendur honum í byrjun mars og birt fyrir honum ásamt fyrirkalli fjórum vikum seinna. Af þeim ástæðum og að virtum sakarferli ákærða þótti dóminum rétt að skilorðsbinda refsingu ákærða. Málið dæmdi Róbert R. Spanó, settur héraðsdómari. Verjandi ákærða var Hilmar Ingimundarson hrl. og sækjandi Guðjón Magnússon, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Tveggja mán- aða fangelsi fyrir skjalafals HÁSKÓLI Íslands mun greiða hluta þess 500 þúsund króna málskostnaðar sem þrír dóm- nefndarmenn skólans í meiðyrða- máli Bjarna F. Einarssonar forn- leifafræðings voru nýlega dæmdir í Hæstarétti til að greiða Bjarna. Mun skólinn ekki taka þátt í kostnaði nefndarmanna við greiðslu 100 þúsund króna miska- bóta en Hæstiréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og dæmdi tvenn ummæli í dóm- nefndaráliti um Bjarna ómerk og taldi þau röng og meiðandi. Hins vegar mun skólinn greiða þann kostnað sem dómnefndarmenn urðu að greiða sínum lögmönnum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum fær þetta mál sömu meðhöndlun og tvö sambærileg mál þar sem ummæli í dómnefnd- aráliti urðu tilefni málaferla. Í báðum tilvikum axlaði skólinn ábyrgð með dómnefndarmönnum með greiðslu málskostnaðar, en ekki miskabóta eða annarra sekta. Kostnaður við þátttöku skólans í kostnaði af fyrrnefndu meiðyrða- máli hefur ekki verið tekinn sam- an, samkvæmt upplýsingum frá HÍ. Háskóli Íslands tekur þátt í málskostnaði í meiðyrðamáli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.