Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 53 SAMKVÆMT frétt sem er í nýjasta tölublaði íþróttatímaritsins Sports Illustrated, einu mest lesna tímaritinu í Bandaríkjunum, sem þessa dagana er að koma til áskrifenda, hefur Dallas Mavericks sett upp veftengil við match.com-vefsíðuna. Match.com er fyrir- tæki sem sérhæfir sig í að gefa áskrifendum færi á að finna fólk til að fara á stefnumót með eða jafnvel finna framtíðarkærustu eða -kærasta. Einhleypir sem gerast áskrif- endur fyrir 19. apríl geta unnið stefnumót með nýliðanum Jóni Arnóri Stefánssyni eða einni af klappstýrum Mavericks, hinni ljós- hærðu Lindsay Should- ers. „Þetta er bara enn ein leiðin til að gera eitthvað skemmtilegt,“ sagði hinn eldhressi netsérfræðingur og eigandi Mavericks, Mark Cuban. Aðdáendur Lindsay og Jóns Arnars geta fundið myndir af þeim á vefsíðu Mavericks. Mavericks bregður á leik með Jóni Arnóri Jón Arnór „ÞAÐ kom eins kafli hjá okkur í fyrri hálfleik núna og í síðari hálfleik í fyrri leiknum við Val. Við hættum hrein- lega að spila og erum að rembast maður gegn manni úti á velli. Síðan kom Elvar mjög sterkur í markið og Arnar kom líka sterkur í síðari hálf- leiknum. Það býr mikið í honum og hann er í gríðarlega góðu formi þessa dagana,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, þjálfari FH, ánægður í leikslok. „Það eru svona leikir sem gefa bolt- anum gildi. Við erum að puða frá því í maí í fyrra við að komast í svona leiki og þegar færið gefst er um að gera að njóta þess eins og kostur er. Við ætl- um alveg örugglega að njóta þess á laugardaginn að leika fyrir fullu húsi og ég á von á virkilega skemmtilegum leik þá,“ sagði Þorbergur. Hann sagði að Hálfdán yrði með á laugardaginn þó svo að Svavar kæmi í liðið. „Svona leikir gefa boltanum gildi“ Heimamenn komust tveimurmörkum yfir snemma leiks, 6:4, en Valsmenn gerðu sex næstu mörk og komust í 10:6. Þetta líkaði FH-ingum alls ekki og gerðu á næstu mínútum fimm mörk á meðan Valsmenn létu sér nægja að skora eitt. Staðan jöfn 11:11 og eftir það var jafnt á flestum tölum þó með þeirri undantekningu að Valur náði tveggja marka forystu í upphafi síð- ari hálfleiks, 16:14 og svo 18:16 skömmu síðar, en þá hafði dómurum leiksins verið einstaklega uppsigað við FH-inga og rekið þá út af í tíma og ótíma. Valsmenn voru oftast fyrri til að skora en heimamenn jöfnuðu jafn- harðan eða allt þar til staðan var 23:22 fyrir Val, þá gerðu heimamenn fjögur mörk í röð og tryggðu þar með sigurinn og oddaleik á laugar- daginn. Varnir liðanna voru fínar og gam- an var að fylgjast með varnarleikn- um því FH lék flata vörn á meðan Valsmenn léku 3-2-1. Vörn Vals virk- aði sterkari framan af leik, sérstak- lega þegar slæmi kaflinn kom hjá FH og staðan breyttist úr 6:4 í 6:10. Á þessum kafla var það bæði vörn Vals og markvarsla Pálma Péturs- sonar sem gerði það að verkum að gestirnir náðu góðri forystu. Ekki má heldur gleyma því að heimamenn léku ekki sem lið á þessum kafla, leikmenn reyndu allt of mikið sjálfir úti á velli og komust hvorki lönd né strönd. Valsmenn voru í raun klaufar að halda ekki forystu sinni eða auka hana fyrir hlé, því leikur FH var ekki mjög burðugur á þessum tíma. En það átti eftir að breytast. Arn- ar Pétursson var settur í hlutverk skyttu vinstra megin og hann hrökk heldur betur í gang. Heppnislegt fyrir FH-inga að honum var ekki sýnt rauða spjaldið um miðjan fyrri hálfleik þegar hann braut illa af sér, greinilega til að hefna sín að því er virtist. Hvað um það Arnar nýtti sér styrk sinn og þrek í síðari hálfleik og gerði þá sex mörk í öllum regnbog- ans litum. Elvar Guðmundsson kom mjög sterkur inn af varamanna- bekknum og í mark FH-inga um miðjan fyrri hálfleik og stóð sig mjög vel. Hjörtur Hinriksson átti einnig fínan leik, en annars var það sterk liðsheild og barátta sem færði FH- ingum sigur í gær. Vert er að geta framgangs Pálma Hlöðverssonar í vörninni, þar stóð hann vaktina af prýði. Hjá Val var Pálmar góður í mark- inu, Heimir Örn Árnason átti fínan fyrri hálfleik og Hjalti Þór Pálmason stóð fyrir sínu en mætti að ósekju skjóta meira. „Þetta var virkilega skemmtilegt. Svona eiga þessir leikir að vera, margir áhorfendur og vel tekið á því. Mér fannst við vera með góð tök á leiknum lengst af en við fengum varla að sækja í lokin, dómararnir settu höndina upp sem merki um leikleysu allt of snemma að mínu mati. En svona er þetta. Þetta var hörkuleikur og ég sé ekki annað en það verði annar eins heima á laug- ardaginn,“ sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir leikinn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimir Örn Árnason var markahæstur Valsmanna gegn FH í Kaplakrika í gær með 8 mörk. Hér er hann hins vegar stöðvaður af Magnúsi Sigurðssyni og Arnari Péturssyni. FH tryggði oddaleik MEÐ baráttu og þrautseigju tókst FH-ingum að leggja Val að velli í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í hand- knattleik. Lokatölur urðu 27:24 og liðin þurfa því að mætast á ný í oddaleik á laugardaginn og þá verður leikið að Hlíðarenda, heima- velli Valsmanna. Það má með sanni segja að þetta hafi verið „al- vöruleikur“ því bæði lið léku til sigurs, hart var tekist á og jafnt á með liðunum lengstum. Staðan í leikhléi var 13:12 fyrir Val. Skúli Unnar Sveinsson skrifar    /:&;) ':/*(!%;) % # *<<=> *< ;%/ -/ -)$ F+ &  ? @ E E 9 9 9 44 9 B 8 7 7 F+ &  ?  >*%  7 5   3 @B B9 A@ 5= 5= >>&     3 A8 @B @C             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.