Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 11 Davíð Oddsson forsætis-ráðherra sagði í ræðu áaðalfundi Íslensk-ameríska verslunarráðs- ins í Norræna húsinu í New York að hann tryði því að varnarmál Ís- lands leystust farsællega með við- ræðum við Bandaríkjamenn. Hann sagði að Bandaríkin endurskoðuðu nú fyrirkomulag hersins um heim allan til að mæta nýjum hættum. Um það væri allt gott að segja en íslensk stjórnvöld gætu hins vegar ekki sætt sig við að sú endur- skoðun leiddi til þess að á Íslandi yrðu ekki lengur neinar varn- arsveitir. „Í Bandaríkjunum hafa því mið- ur verið uppi hugmyndir um að leggja niður loftvarnir á Íslandi með því að taka þaðan þær or- ustuþotur sem eftir eru. Málið er enn í óvissu og þar með framtíð varnarsamningsins og hins rúmlega sextíu ára langa varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna óljós. Aðilar eru auðvitað í nánu sam- bandi og ég vil trúa því að málið leysist farsællega í þeim góða anda sem verið hefur milli landanna um svo langt skeið. Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til að ræða allar hlið- ar varnarsamstarfsins. Það er hins vegar skýrt af okkar hálfu að við munum ekki hafa áhuga á að halda varnarsamstarfinu áfram, stæði það ekki undir mikilvægustu skuld- bindingunni um að tryggja öryggi Íslands, með lágmarksviðbúnaði í landinu sjálfu,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að eitt meginverkefni þeirra ríkisstjórna sem hefðu setið á Íslandi frá upp- hafi síðasta áratugar hefði verið einkavæðing. „Það er auðvelt að gleyma því hversu virkur og umsvifamikill þátttakandi ríkisvaldið var í ís- lensku atvinnulífi. Ekkert virtist því óviðkomandi. Rekstur ferða- skrifstofu, fiskimjölsverksmiðja, prjónastofu, prentsmiðju og ýmiss- ar annarrar margháttaðrar starf- semi þótti sjálfsagður. Mestu skiptu þó, hin gríðarlegu tök sem ríkisvaldið hafði á allri atvinnu- starfseminni í gegnum eignarhald sitt á viðskiptabönkum þjóð- arinnar,“ sagði Davíð. Hann bætti því við að einkavæð- ingin hefði verið umdeild í upphafi, andstæðingar hennar hefðu barist hart á móti og reynt að bregða fyr- ir hana fæti með öllum mögulegum aðferðum. Davíð sagði að fram- undan væri næsta stóra skrefið í einkavæðingunni á Íslandi eða sala Landssímans. Hún væri viðamesta einkavæðingin til þessa og fram- undan væri nú að auglýsa eftir þjónustu ráðgjafa til að aðstoða einkavæðingarnefnd við þetta um- fangsmikla og flókna verkefni. Skuldasöfnun var helsta ógnin „Annað meginverkefni íslenskra stjórnmála síðastliðinn áratug eða svo, var að koma böndum á rík- isfjármálin,“ sagði Davíð. „Staða ríkisfjármála við upphaf tíunda ára- tugarins var langt frá því að vera viðunandi. Viðvarandi halli með til- heyrandi skuldasöfnun var að mínu mati ein helsta ógnin sem stafaði að íslensku efnahagslífi á þessum árum. Efnahagskreppan við upphaf tíunda áratugarins sem m.a. fylgdi niðurskurði á þorskveiðum um allt að helming jók einnig á þann vanda sem fyrir var. En þrátt fyrir erfið ytri skilyrði, var ráðist af fullum krafti í að ná tökum á ríkisfjármál- unum. Eitt stærsta verkefni var að leggja niður ýmsa sjóði sem not- aðir höfðu verið til að dæla út skattpeningum til atvinnulífsins. Það segir sig sjálft að það er eitt- hvað bogið við það þegar nota þarf skattpeninga til að halda atvinnulíf- inu gangandi, jafnvel sjálfum Munchausen hefði sennilega ekki dottið slíkt í hug og dró hann þó sjálfan sig upp á hárinu eins og frægt varð.“ Davíð sagði engan vafa leika á því að þrátt fyrir tímabundna erf- iðleika í kjölfar uppgjörs í efna- hagsmálunum hefði árangurinn verið sá sem til var ætlast. Frá og með 1994 hefði tekið að rofa til í ís- lenskum efnahagsmálum. Þá hefðu umbætur í efnahagslífinu farið að segja til sín og hagvöxtur tekið við sér. Staða ríkissjóðs hefði styrkst jafnt og þétt eftir því sem árin liðu og nú væri svo komið að skuldir hans væru einungis rúm 15% af þjóðarframleiðslunni, en þær hefðu verið fyrir rúmum áratug 50% af þjóðarframleiðslunni. Þessi árangur í rekstri ríkissjóðs hefði náðst þrátt fyrir að miklum fjármunum hefði verið veitt til lífeyrissjóðs op- inberra starfsmanna og til styrk- ingar Seðlabanka Íslands. Skattalækkun mun efla enn frekar íslenskt atvinnulíf „Jafnframt er nauðsynlegt að hafa í huga að framlög til mennta- mála og heilbrigðismála hafa verið aukin um tugi prósenta á und- anförnum tíu árum. Einnig er at- hyglisvert að skattar hafa lækkað umtalsvert á því tímabili sem hér ræðir. Skattar á hagnað fyrirtækja voru 50% við upphaf tíunda áratug- arins en hafa verið lækkaðir niður í 18%. Tekjuskattar einstaklinga hafa verið lækkaðir nú þegar en á þessu kjörtímabili verða þeir lækk- aðir enn frekar. Gangi áform rík- isstjórnarinnar eftir verða þeir fjórum prósentustigum lægri við lok tímabilsins heldur en þeir voru við upphaf þess. Ég er sannfærður um að þessi skattalækkun mun efla enn frekar íslenskt atvinnulíf og hún leggur grunn að áframhaldandi öflugum hagvexti,“ sagði Davíð ennfremur. Forsætisráðherra sagði að skattalækkanir væru ekki aðeins skynsamleg efnahagsleg aðgerð sem skilaði auknum hagvexti. Hún væri líka staðfesting stjórn- málastefnu, þeirrar grundvalla- hugsjónar að frelsi einstaklingsins væri hornsteinn siðaðs samfélags. „Augljóst er að sá maður sem þarf að borga meirihluta tekna sinna til ríkisins er ekki frjáls mað- ur nema að hluta til. Undan því verður ekki komist að ríkið sinni ákveðinni þjónustu. En því minna sem ríkið tekur úr launaumslagi vinnandi fólks, þeim mun meiri möguleika á það á að taka sjálft ákvarðanir um hvernig það ver af- rakstri vinnu sinnar. Og því meira efnahagslegt vald sem almenningur hefur, því fjölbreyttara og blóm- legra verður mannlífið.“ Lausnarorðið er frelsi Undir lok ræðu sinnar sagði Davíð það hafa verið mikil forrétt- indi að hafa fengið tækifæri til að þjóna landi sínu með þessum hætti í svo langan tíma. Það væri reynd- ar svo að árangur þess sem stjórn- málamenn hrintu í framkvæmd kæmi gjarnan ekki í ljós fyrr en mörgum árum síðar. Kannski ættu þeir stjórnmálamenn sem börðust fyrir takmörkuðum ríkisafskiptum erfiðast hvað þetta varðaði. Þeir settu traust sitt gjarnan á mark- aðinn og markaðurinn þyrfti oft tíma til að finna bestu lausn og oft væri erfitt að spá fyrir hverjar eða hvernig þær lausnir yrðu. „Stjórnlyndir stjórnmálamenn, sem vilja að hið opinbera leysi hvern vanda, eiga auðveldari leik. Þeir geta bent á úrræði sem ríkinu eru fær og eignað sér um leið heið- urinn af þeim aðgerðum sem gripið er til. En sannfæring mín er sú að sagan hafi sannað svo ekki er um að villast að hinn frjálsi markaður leysir að öllu jöfnu svo miklu betur þau vandamál sem samfélagið þarf að fást við. Þrettán ár á stóli for- sætisráðherra hafa gefið mér ein- stakt tækifæri til að sannreyna orð Miltons Friedmans þegar hann heimsótti Ísland á níunda áratugn- um. Hann var spurður til hvaða ráða Íslendingar ættu að grípa til að lagfæra efnahagsmál sín. Svar hans var einfalt: „Lausnarorðið er frelsi.““ Davíð Oddsson forsætisráðherra ávarpaði aðalfund Íslensk-ameríska verslunarráðsins Trúir því að varnar- málin leysist farsællega Í ræðu á aðalfundi Íslensk-ameríska versl- unarráðsins í Norræna húsinu í New York á miðvikudagskvöld leit Davíð Oddsson for- sætisráðherra yfir liðin ár í stól forsætis- ráðherra og fjallaði um þann árangur sem ríkisstjórnir hans hefðu náð. Morgunblaðið/Einar Falur Davíð Oddsson ávarpar aðalfund Íslensk-ameríska verslunarráðsins í Victor Borge-salnum í Norræna húsinu í New York. Á ANNAÐ hundrað manns sátu fjáröfl- unarkvöldverð fyrir nýstofnaðan íslenskan menningarsjóð í Norræna húsinu í New York í fyrrakvöld. Sjóðnum, sem er á vegum Am- erican Scandinavian Foundation, er ætlað að styrkja kynningu á íslenskri menningu í Bandaríkjunum. Davíð Oddsson forsætisráð- herra og eiginkona hans, Ástríður Thor- arensen, voru heiðursgestir á samkomunni. Kvöldverðurinn var haldinn í Volvo- salnum í Norræna húsinu að afloknum aðal- fundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins í ráðstefnusal hússins. Íslensk og bandarísk fyrirtæki, á borð við Landsbankann, KB- banka, Alcoa, Time Warner og Atlantsskip, höfðu „keypt“ borð á samkomunni og buðu gestum. Ólafur Jóhannn Ólafsson, rithöfundur og stjórnarmaður í menningarsjóðnum, var veislustjóri. Hann tjáði viðstöddum að for- sætisráðherra hyggðist leggja fyrir rík- isstjórn tillögu þess efnis að ríkið styrki sjóð- inn um 100.000 dali, eða sem nemur sjö og hálfri milljón, á næstu þremur árum. Þetta er fyrsti styrktarsjóður sinnar teg- undar innan American Scandinavian Found- ation. Formaður sjóðsins, Kristján Tómas Ragnarsson læknir, þakkaði öllum við- stöddum fyrir vinsemdina í garð sjóðsins og væntanlegrar starfsemi hans. Hann þakkaði forsætisráðherra sérstaklega og sagði Krist- ján að Davíð og ríkisstjórnir hans hefðu stutt starfsemi American Scandivanian Found- ation rausnarlega gegnum árin. Þannig hefði Ísland verið fyrst norrænu landanna til að styrkja byggingu nýja Norræna hússins við Park Avenue. Þegar gestir komu til aðalfundar versl- unarráðsins var vatn á göngum hússins, en vatnslögn hafði gefið sig um morguninn með þessum afleiðingum. Kristján sagði stjórn- endur stofnunarinnar hafa viljað færa fund- inn og kvöldverðinn í aðra byggingu, en Ís- lendingarnir í stjórninni aftóku það, þrátt fyrir að húsið væri vatnslaust og útvega þyrfti bráðabirgðasalerni. „Við Íslendingar erum ekki vanir að kippa okkur upp við lít- ilræði,“ sagði hann. Bandarískur leikari las fyrir gesti smásögu Davíðs Oddssonar um samnefndan borg- arstjóra Reykjavíkur, sem staddur er í Moskvu, og vakti mikla lukku. Þá færði Thor Thors yngri, varaformaður Íslensk-ameríska verslunarráðsins, forsætisráðherra gjöf sem þakklætisvott fyrir stuðninginn; eftirmynd Frelsisstyttunnar. Fjáröflunarkvöldverður fyrir íslenskan menningarsjóð Morgunblaðið/Einar Falur Thor Thors yngri er hylltur af gestum í kvöldverðarboði Íslensk-ameríska verslunarráðsins, en það var haldið til að safna fé fyrir nýjan íslenskan menningarsjóð á vegum American Scand- inavian Foundation. Formaður stjórnar sjóðsins, Kristján Tómas Ragnarsson, er í pontu en við hlið Thors eru Ástríður Thorarensen og Ólafur Jóhann Ólafsson, sem situr í stjórn sjóðsins. New York. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.