Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ SkarphéðinnNjálsson fæddist á Siglufirði 1. októ- ber 1938. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 6. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Njáll Sigurðsson frá Lundi í Fljótum, f. 20. febr- úar 1906, d. 24. febr- úar 1994, og Hólm- fríður Eysteinsdóttir frá Litla Langadal á Skógarströnd, f. 20. júní 1915, d. 3. maí 1944. Fósturforeldr- ar Skarphéðins frá sjö ára aldri voru Ólafur Sveinsson, f. 5. júní 1902, d. 5. mars 1986, og Lilja Júl- íusdóttir, f. 12. september 1906, d. 10. september 1998. Systkini Skarphéðins eru: Hulda, f. 4. jan- úar 1936, d. 12. september 2000, Daníel Eysteinn, f. 23. mars 1937, og Steingrímur, f. 22. apríl 1942. Hinn 9. október 1959 kvæntist Skarphéðinn eftirlifandi eigin- konu sinni Önnu Margréti Jóns- dóttur, f. 27. janúar 1938. Foreldr- ar hennar voru Jón Helgi Ólafsson, f. 8. júlí 1903, d. 5. október 1981, og Lilja Jónsdóttir, f. 24. október 1913, d. 20. júlí 1943. Fósturfor- eldrar Önnu Margrétar frá þriggja ára aldri voru Jón Jóhannesson, f. ágúst 1983, og Aníta Rós, f. 26. desember 1989. 5) Sigurður, f. 15. júlí 1968, maki Linda Hrönn Birg- isdóttir, f. 29. júlí 1972. Börn þeirra eru Elva Dögg, f. 15. janúar 1995, og Arnór Snær, f. 20. maí 1999. 6) Eysteinn, f. 10. október 1974. Skarphéðinn stundaði nám í Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal, við Héraðsskólann á Skógum og í Reykholti. Hann nam við Garðyrkjuskóla ríkisins í Hveragerði 1957, í garðyrkjuskóla í Skotlandi 1958 og tók próf frá Lögregluskóla ríkisins 1974. Skarphéðinn stundaði bifreiða- akstur, fyrst hjá Bifreiðastöð Steindórs og síðar Sérleyfisbif- reiðum Keflavíkur á árunum 1961–1972. Hann var lögreglu- maður í Keflavík 1972–1977, sett- ur yfirlögregluþjónn á Ísafirði 1978 og starfaði í lögreglunni í Reykjavík frá 1979 og þar til hann lét af störfum haustið 2003. Skarphéðinn starfaði nokkuð að félagsstörfum, m.a. var hann for- maður Bifreiðastjórafélagsins Keilis, formaður Lögreglufélags Suðurnesja, formaður Lögreglu- kórs Reykjavíkur og gjaldkeri Karlakórs Keflavíkur. Jafnhliða öðrum störfum vann hann við öku- kennslu til margra ára. Hann var mikill áhugamaður um söng og söng bæði með Lögreglukór Reykjavíkur og Karlakór Kefla- víkur. Útför Skarphéðins fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 20. desember 1911, d. 30. apríl 1984, og Rannveig Jónsdóttir, f. 17. október 1910, d. 19. ágúst 1979. Börn Skarphéðins og Önnu eru: 1) Rannveig, f. 9. maí 1958, d. 22. apríl 1959. 2) Hólmfríður, f. 9. apríl 1960, maki Ey- þór Jónsson, f. 23. des- ember 1958. Dóttir þeirra er Anna Mar- grét, f. 3. desember 1996. Fyrir átti Hólm- fríður, með Val Berg- manni Kristinssyni, Rakel, f. 8. mars 1977. Sambýlis- maður hennar er Jón Oddur Guð- mundsson, f. 11. ágúst 1974. Börn þeirra eru Birta Dröfn, f. 30. júlí 1996, og Eyþór, f. 22. febrúar 2003. Dætur Eyþórs frá fyrra hjónabandi eru Helga Þórey, f. 9. júní 1978, og Sara María, f. 27. maí 1980. 3) Njáll, f. 18. október 1961. Sonur hans og Ragnhildar Ævars- dóttur er Skarphéðinn, f. 30. apríl 1987. 4) Jón Valgeir, f. 21. janúar 1964, í sambúð með Önnu Andr- ésdóttur, f. 19. júní 1962. Sonur hans og Ragnheiðar Ásu Ingiþórs- dóttur er Ragnar Geir, f. 16. jan- úar 1987. Börn Önnu frá fyrra hjónabandi eru Andrés Þórarinn, f. 18. janúar 1980, Íris María, f. 7. Þú áttir svo góða og göfuga sál að geislar frá kærleikans eldi lýstu upp veginn, það ljós var ei tál, svo lauk þínu síðasta kvöldi. (Rannveig Guðnadóttir.) Pabbi minn. Ég sit hér í stólnum þínum í eldhúsinu og komið er fram á nótt. Minningarnar streyma fram og ylja mér um hjartarætur en minna mig jafnframt á það hvað ég á eftir að sakna þín mikið. Ég man ást þína og væntumþykju sem þú sýndir okkur, allt vildir þú fyrir okkur gera og tókst þátt í öllum okkar sorgum og sigrum. Þú áttir svo stórt hjarta, pabbi minn, hafðir ríka réttlætiskennd og máttir ekkert aumt sjá og varst fyrstur manna til að rétta fram hjálp- arhönd, hvort heldur var okkur börn- unum þínum eða einhverjum þinna minnstu bræðra. Ég man eftir glettninni í augunum þínum þegar þú stríddir mér enda stríddir þú mér oft og ekki laust við að stundum þykknaði í dótturinni þó ávallt stæði það stutt yfir. Þú varst svo kelinn og mikið fyrir kossa og faðmlög. Ósjaldan hallaðir þú þér að mér og sagðir: „Æ, kysstu mig nú á eyrað.“ Ég þakka þér, pabbi minn, fyrir leiðsögn þína og það veganesti sem þú gafst mér út í lífið. Það veganesti er mér svo dýrmætt, það besta sem nokkurt foreldri getur gefið barni sínu og þær gjafir sem ég svo gjarn- an vildi gefa dætrum mínum. Mikið óskaplega á allt eftir að verða tómlegt án þín en við munum reyna að halda hvert utan um annað eins og þú hefðir gert. Bænir mínar og óskir, ást mín og þakklæti umvefji þig, pabbi minn, nú er þú leggur upp í það ferðalag sem bíður okkar allra. Eftir sit ég og ylja mér við kærar og góðar minningar og ekki er laust við að ég bíði eftir að hvíslað verði í eyra mér blíðum rómi: Æ, kysstu mig nú á eyrað. Hólmfríður. Hinsta kveðjan yljuð heitri þökk harmljóð flytur blærinn sár og klökk. Yfir þína minningu bjarma ber birtu vafin. Drottinn fylgi þér. (Þ.H.) Elsku pabbi minn, hjartans þakkir fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir mig. Bænir mínar fylgja þér og minningarnar lifa með mér um ókomna tíð. Njáll. Elsku pabbi minn, ekki hvarflaði að mér þegar ég fékk símtal frá Hólmfríði á mánudagskvöldið að hlutirnir færu á þessa leið. Margar góðar og mætar minningar hafa leit- að á huga minn síðustu daga og er mér efst í huga þakklæti fyrir allt það góða og hve vel þú reyndist mér alla tíð. Þú vildir alla tíð allt fyrir Ragnar Geir gera og tókst svo vel á móti Önnu og krökkunum þegar ég kynnti þig fyrir þeim. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár, pabbi minn. Hafðu ástarþökk fyrir allt og algóður Guð geymi þig. Ó, minning þín er minning hreinna ljóða, er minning þess, sem veit hvað tárið er. Við barm þinn greru blómstur alls þess góða. Ég bið minn Guð að vaka yfir þér. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Jón Valgeir og fjölskylda. Þegar mamma hringdi á mánudag- inn, 5. apríl, kom að því. Símtalið sem maður er svo oft búinn að ímynda sér að kæmi einhvern tímann sökum vinnu minnar. Þegar tilkynnt yrði að einhver nákomin hefði veikst eða slasast. En þetta er svo allt öðruvísi og óraunverulegt. Ég var nýkominn heim frá mömmu. Hafði kíkt í smá- kaffi. Var að byrja að borða og taka mig til á næturvakt. Mamma sagði mér að þú hefðir farið á æfingu hjá Lögreglukórnum en hún hefði reynt að fá þig ofan af því, því þú varst hálf- slappur. Ég glotti nú bara því ég vissi hvernig þú varst, söngurinn var orð- inn líf þitt og yndi, hvort sem það var Karlakórinn eða Lögreglukórinn, ekki síst eftir að þú hættir að vinna sl. haust. En þú hafðir hnigið niður á æfingunni og varst fluttur á Land- spítalann þar sem þú lést eftir nokk- urra klukkustunda aðgerð. Þú hafðir ekið þína síðustu kílómetra og var það við hæfi að þeir væru á kóræf- ingu. Síðan ég man eftir mér hefur þú alltaf unnið mikið og oftast tengdist það akstri og samskiptum við annað fólk. Ófáa rúntana fór maður með þér á rútunni, vörubílum, leigubílum og svo á lögreglubílum eftir að þú byrj- aðir í lögreglunni. Þú varst einn mesti dýravinur sem ég þekkti og máttir ekkert aumt sjá og voru þau ófá dýrin sem þú komst með heim af lögreglustöðinni þegar ég var gutti því þú gast ekki hugsað þér að þau yrðu kannski að dúsa ein í einhvern tíma niðri á stöð. Hundar voru þér einkar hugleiknir og áttum við þá nokkra og var Kolur sá síðasti og eru margir pabbi sem minnast þín með hann í göngu eða hjólandi enda var hann einn sá glæsilegasti Schäfer sem sést hefur, enda varst þú nú líka ekkert smámontinn af honum. En ég er viss um að þeir eru þarna allir fyrstir í röðinni að taka á móti þér, Kátur, Vinur, Betzy og Kolur. Við eigum öll eftir að sakna þín mikið því að félagslyndari mann er erfitt að finna og leið þér aldrei betur en þegar allt var fullt af fólki í kring- um þig. Það er synd að barnabörnin og barnabarnabörnin fái ekki að hafa þig lengur því þú vissir ekkert skemmtilegra en að galsast í þeim og var þá ekki spurt að því þó að mikil læti og hávaði hlytist af og hugsa ég að þau séu sammála um að stríðnari afi var ekki til. Ég hafði alltaf hugsað mér að fara með þér í ferðalag um landið okkar því þú þekktir á því hvern stein og þúfu eftir áralanga vinnu á rúntinum í gamla daga og svo í vegalögreglunni þegar hún var og hét. Ekki er langt síðan við vorum að skoða húsbílinn og skipuleggja breytingar á honum og ætluðuð þið að ferðast mikið í sumar og bjóða krökkunum með. En þetta verður allt að bíða betri tíma. Það er svo margt sem mig langar til að skrifa, þú hafðir hjálpað mörg- um hvort sem var í lögreglunni, öku- kennslunni eða öðru. En eitt er víst, elsku pabbi, að við munum hugsa vel um mömmu og styrkja hana og okkur öll í sorginni. Þinn sonur, Sigurður. Elsku pabbi minn. Þá ertu farinn. Þú varst einstakur maður með mikl- ar tilfinningar og alltaf varstu maður sem vildir hjálpa til bæði mönnum og dýrum. Ég mun aldrei gleyma blikinu í augum þínum er við fjölskyldan vor- um að afreka hluti. Ég mun aldrei gleyma ástinni og væntumþykjunni sem þú sýndir mér og styrknum sem þú veittir mér á mínum íþróttaferli og er ég útskrifaðist úr mínu námi. Ég veit að þú ert með ástvinum sem hafa farið yfir móðuna miklu á góðum stað og gætir okkar. Ég elska þig af öllu mínu hjarta og við munum styðja við mömmu. Guð blessi þig. Þinn sonur, Eysteinn. Afi. Ég skildi pabba ekki alveg þegar hann sagði mér að þú værir dá- inn og farinn til Guðs. Það er svo stutt síðan þú varst að koma að ná í mig á leikskólann. Við vorum að laga til í bílskúrnum og svo að skjótast niður í Karlakórshús þar sem við æfðum okkur að syngja Gamla Nóa í SKARPHÉÐINN NJÁLSSON Ástkær bróðir okkar og frændi, EINAR BJÖRNSSON frá Ingunnarstöðum, Kjós, sem lést á Reykjalundi mánudaginn 5. apríl, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Guðný Guðrún Björnsdóttir, Birgir Hannesson, Kristín Björnsdóttir, Guðmundur K. Stefánsson, Lárus Björnsson, Eva Erlingsdóttir, Finnbogi Björnsson, Ásrún Atladóttir, Arndís Björk Brynjólfsdóttir, Elín Anna Lárusdóttir, Björn Finnbogason, Brynjar Þór Birgisson, María Björk Lárusdóttir. Elskuleg dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 31, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 1. apríl síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og samúð. Sérstakar þakkir til Óskars Þ. Jónssonar læknis, heimaþjónustu Karitasar og starfsfólks líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Ása Eiríksdóttir, Guðlaugur Pálsson, Kolbrún Elsa Jónsdóttir, Jón Örn Guðlaugsson, Þorsteinn Már Guðlaugsson, Guðrún Ósk Guðlaugsdóttir, Eiríkur Þorsteinsson, Unnur Viggósdóttir, Einar Þorsteinsson. Hjartkær eiginkona mín, KATRÍN HÉÐINSDÓTTIR, Stórholti 37, andaðist á LSH Fossvogi fimmtudaginn 1. apríl síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Jónsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ANNA S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Seyðisfirði, verður jarðsungin frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Mikael Jónsson, Lilja G. Ólafsdóttir, Lovísa Jónsdóttir, Hafsteinn Steindórsson og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og tengdadóttir, MAGDALENA S. GISSURARDÓTTIR, Flúðaseli 12, lést á gjörgæsludeild Landspítans í Fossvogi laugardaginn 10. apríl. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju mánu- daginn 19. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag langveikra barna. Ragnar Guðsteinsson, Birgir Karl Ragnarsson, Óskar Ragnarsson, Berglind Ragnarsdóttir, Gerda Guðmundsson, Guðsteinn Magnússon, Ragna Hermannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.