Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2004 29 FÉLAG um átjándu aldar fræði fagn- ar um þessar mundir tíu ára afmæli sínu og heldur af því tilefni afmæl- ismálþing í Þjóðarbókhlöðu á morgun um sögu félagsins og rannsóknir á 18. aldar fræðum. Félagið er þvervís- indalegt fræðafélag sem hefur að markmiði að efla rannsóknir á sviði 18. aldar fræða og skyldra efna, bæði hér á landi og erlendis, og hefur verið ötult við ráðstefnu- og málþingahald og útgáfu er tengjast málefnum 18. aldar, ýmist eitt og sér eða í samstarfi við aðra aðila. „Átjánda öldin var öld mikilla hörmunga, hamfara, hungurs, hall- æra, farsótta og almennrar óáranar,“ segir Ragnhildur Bragadóttir, sagn- fræðingur og formaður félagsins. „Öldin hófst með stórubólu sem felldi þriðjung þjóðarinnar, nálega 18.000 manns. Árin 1783–84 voru Skaft- áreldar og móðuharðindi fylgdu svo í kjölfar þeirra. En í myrkrinu tírði á ljósi, því öldin markaði líka upphaf upplýsingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmyndastefnu, sem grundvölluð var á skynsemishyggju og trú á getu mannsins til að rækta hæfileika sína. Með fræðslu hugðust boðberar upp- lýsingarstefnunnar uppræta viðtekn- ar venjur og skoðanir og upplýsa menn og fræða. Þeir beittu aðferðum náttúruvísinda til að skoða samfélagið og sýndu fram á náttúru- legt jafnræði manna. Þannig greiddu þeir fyrir auknu frelsi, mannúð og umburðar- lyndi.“ Félagið öllum opið og vel sótt Ragnhildur segir fé- lagið hafa fengið góðar undirtektir frá upphafi og samkomur á vegum þess hafi alla jafna ver- ið vel sóttar, til dæmis hafi 130 manns sótt málþing í febúar sem fjallaði um líf og list á 18. öld. „Skráðir félagar eru 170 talsins og hafa afar mismunandi bak- svið. Þau erindi sem haldin hafa verið á málþingum og ráðstefnum félagsins á tíu ára ferli þess hafa meðal annars fjallað um menningu 18. aldar, sagn- fræði, bókmenntir, ljóðlist, þjóðfræði, heimspeki, vísindi, heilbrigðismál, menntamál, atvinnumál, stjórnsýslu- mál, ættfræði, sem og þekkta einstak- linga,“ segir hún og bætir við að félag- ið sé öllum opið og þar sé lögð áhersla á að hafa framsetningu jafnt aðgengi- lega þeim sem ekki eru sérfræðingar. Að sögn Ragnhildar átti dr. Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, frum- kvæði að stofnun félags- ins árið 1994 og var hann fyrsti formaður félags- ins, en ári síðar var fé- laginu veitt aðild að heimssamtökum félaga um 18. aldar fræði. „Í fyrstu stjórn félagsins sátu ásamt Inga, Matth- ías Viðar Sæmundsson heitinn, dósent í íslensk- um bókmenntum, og Guðrún Guðlaugsdóttir blaðakona í fyrstu stjórn félagsins. Svavar Sigmundsson, for- stöðumaður Örnefnastofnunar Ís- lands, tók við formennsku árið 1999 og gegndi því embætti til ársins 2003.“ Fræðilegar kröfur í heiðri hafðar Félagið heldur úti vef á slóðinni www.akademia.is/18.oldin/ og gefur út tímaritið Vefni á rafrænu formi á slóðinni www.bok.hi.is/vefnir/. „Þeim sem fást við 18. aldar fræði er boðið að birta þar greinar um mál sem varða þessa öld, og hér er miðað við „langa“ 18. öld – allt frá miðri 17. öld til miðrar 19. aldar. Vefnir er ritrýnt tímarit, en það felur í sér að allar greinar eru yfirlesnar af sérfræðing- um á viðkomandi sviði, þannig að höf- undum gefst færi á að gera á þeim nauðsynlegar breytingar áður en þær eru birtar. Þó að fræðilegar kröfur séu þar mjög í heiðri hafðar, er ekki loku fyrir það skotið að alþýðlegar greinar fái inni, þvert á móti viljum við hvetja fólk til að senda inn stutta pistla eða hugleiðingar um hvað eina sem varðar 18. öldina,“ segir Ragn- hildur. Afmælisþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni á morgun og stendur það frá kl. 13.30–16.30. Þeir fræðimenn sem flytja erindi eru Ás- laug Sverrisdóttir sagnfræðingur, og nefnist fyrirlestur hennar „Félag um átjándu aldar fræði 1994–2004“, Guð- rún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur, flytur erindið „Rýnt í annála átjándu aldar“, Þorfinnur Skúlason íslensku- fræðingur, nefnir sitt erindi „Loðnir lófar og loðinn björn. Eitt lítið dæmi um stöðu rannsókna á 18. öld“ og Skúli Sigurðsson vísindasagnfræð- ingur flytur erindið „Arfleifð upplýs- ingarinnar frá sjónarhóli hugmynda- og vísindasögu“. Fundarstjóri verður Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur. Félag um átjándu aldar fræði fagnar 10 ára afmæli með málþingi Öld hörmunga og upplýsingar Ragnhildur Bragadóttir LEIKLISTARSAMBAND Íslands boðar til Leiklistarþings í Borg- arleikhúsinu á laugardaginn kl. 14–17. Til umræðu á þinginu að þessu sinni er hið breytta landslag í rekstri leikhúsa og leiklist- arstarfsemi og hvernig menn sjá framtíðina í þeim efnum. Frummælendur eru Ulrich Khuon, listrænn stjórnandi Thalia- leikhússins í Hamborg, Þórunn Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, og Magn- ús Árni Magnússon, aðstoð- arrektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst. Spurningarnar sem þau munu velta upp og leita svara við eru m.a.: Hver er framtíðin þegar kemur að fjármögnun og fram- gangi leiklistar? Munum við í auknum mæli þurfa að leita sam- starfs við fyrirtæki í einkarekstri? Hver er ábyrgð opinberra aðila? Er bandaríska módelið að taka við af hinu norræna (eða norður- evrópska)? Ríkir sátt í samfélag- inu um þá fullyrðingu að menning skuli styrkt af almannafé? Að loknum erindum frummæl- enda verða almennar umræður og fyrirspurnir. Þinginu lýkur kl. 17. Ulrich Khuon, leikhússtjóri Thalia-Theater í Hamborg, hefur getið sér gott orð fyrir að ýta undir nýsköpun á sviði leikritunar og þykir hafa einstakt lag á að laða til samstarfs unga leikstjóra með afgerandi leikstjórnarstíl. Það virðist hafa borið góðan ár- angur, því í fyrra var Thalia- Theater útnefnt „leikhús ársins“ í árlegri kosningu leikhústímarits- ins Theater Heute. Þórunn Sigurðardóttir var m.a. stjórnandi Reykjavíkur Menning- arborgar árið 2000 og er nú list- rænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Magnús Árni Magn- ússon er aðstoðarrektor Við- skiptaháskólans á Bifröst frá haustinu 2001 og deildarforseti viðskiptadeildar frá 2003. Magnús var við nám í Leiklistarskóla Ís- lands 1989–1991 og sat á alþingi sem 15. þingmaður Reykvíkinga 1998–1999. Framtíðin í leikhúsrekstri Magnús Árni Magnússon Þórunn Sigurðardóttir Ulrich Khuon LISTASAFN Íslands stendur á þessu ári fyrir fimm Laugardags- stefnum, en markmið þeirra er að opna umræður um stöðu myndlistar í landinu og búa til vettvang þar sem frjó samræða um myndlist á sér stað. Önnur Laugardagsstefnan fer fram á morgun milli kl. 11–13 í sal 1 í lista- safninu og þar verður sjónum beint að myndlistinni og markaðnum. Velt verður upp spurningum um stöðu myndlistar í verðmætasköpun fyrir samfélagið og hvernig markaðurinn horfir við myndlistarmönnum. Frum- mælendur stefnunnar eru Edda Jóns- dóttir, listamaður og eigandi Gallerí i8, Kristinn E. Hrafnsson myndlist- armaður og Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Stjórnandi pallsborðsumræðna er dr. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, en gert er ráð fyrir umræðum að framsöguerindum loknum. Aðspurður segist Vilhjálmur Bjarnason vera áhugamaður um myndlistarmarkað- inn og hafa fylgst með honum síðan seint á sjöunda áratug síðustu aldar. „Á þessum tíma hefur markaðurinn farið í gegnum ýmsar hremmingar, ekki síst fölsunarmálin sem hafði töluverð áhrif á verðlagninu mynd- verka og áhuga kaupenda. Margir tala reyndar um kaup á myndverk- um sem fjárfestingu, en ég dreg það nú í efa vegna þess að samkvæmt hefðbundnum mælikvarða fjárfest- inga þá er hægt að áætla fjár- strauma eigna í framtíðinni, en það er ekki hægt með listaverk. Vissu- lega er hægt að selja verk aftur og góð listaverk halda verðgildi sínu, en maður fórnar hins vegar ávallt arð- inum af þeim. Þegar þú t.d. kaupir skuldabréf þá gefa þau ákveðnar framtíðargreiðslur, en listaverk gefa ekki af sér neinar framtíðargreiðslur nema ef verkin eru seld. Listaverk eru hins vegar varanleg neysluvara sem valdið geta mikilli ánægju og um- fjöllun um ókomin ár.“ Meðal þess sem Vilhjálmur ætlar að ræða á morgun er hvernig stórfyrirtæki standa að mynd- listarkaupum. „Mörg stórfyrirtæki láta byggja vegleg hús á sínum vegum þar sem arkitektúrinn er oft á tíðum nokkuð góður, en klára síðan ekki verkið hvað sjónræna útfærslu varðar. Og í stað þess að mynda sér heildræna stefnu í listaverka- kaupum sem byggð er á faglegri þekkingu, þá er sjónmenntin látin sitja á hakanum. Þannig má velta fyrir sér hvernig listaverkaeign fyrirtækja sé saman sett. Alltof oft samanstendur hún af litlu öðru en misgóðum portrettum af gömlum forystu- mönnum og myndverkum sem hafa verið tekin upp í skuldir.“ Spurður hvers vegna mikilvægt sé að fyrirtæki myndi sér heildræna stefnu í listaverkakaupum segir Vilhjálmur það jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og einstaklinga. „Því það er auðveldlega hægt að eyðileggja tvö góð málverk með því að stilla þeim upp saman. Allir sem eiga við myndlist verða að vita hvað þeir eru að gera og það er ekki hægt að sulla öllu saman. Þannig eyðileggur þú t.d. góða mynd eftir Karl Kvaran við hliðina á góðri mynd eftir Jón Stefánsson,“ segir Vilhjálmur að lokum. Önnur Laugardagsstefna ársins haldin í Listasafni Íslands Myndlistin og markaðurinn Vilhjálmur Bjarnason Bókaforlagið Bjartur hefur gef- ið út Opnun kryppunnar: brúðuleikhús eftir Oddnýju Eir Æv- arsdóttur. Bókin kemur út í rit- röðinni Svarta lín- an en hún er helguð verkum sem eru á mörkum tveggja eða fleiri bókmenntagreina. Sögumaður verksins er undarleg gömul kona sem rifjar upp ferðalög sín frá endimörkum Íslandsbyggðar til útjaðra erlendra stórborga. Hún lýsir samskiptum sínum við íslenska bændur og erlenda geðlækna, brúðuleikhúsmenn, rithöfunda, spek- inga og geðsjúklinga. Síðast en ekki síst greinir hún frá samskiptum sín- um við Gosa, torkennilegan brúðu- svein sem lifir með henni á mörkum draums og vöku og leggur sitt af mörkum við að fylla beitarhús ís- lenskra öræfa af evrópskri menn- ingu. Oddný Eir Ævarsdóttir er náms- maður búsett í París og er þar að leggja lokahönd á doktorsritgerð í heimspeki og mannfræði. Prentun: Oddi hf., kápuhönnun Ásta S. Guðbjartsdóttir, verð kr. 1.480. Bókaforlagið Bjart- ur hefur gefið út verkið 39 þrep á leið til glötunar eftir Eirík Guð- mundsson. Bókin kemur út í rit- röðinni Svarta lín- an en hún er helg- uð verkum sem eru á mörkum tveggja eða fleiri bók- menntagreina. Vestfirðingur með skaddað hné ákveður að kveðja fósturjörðina í blóma vorsins og fljúga til Mexíkó. Hann er vart farinn að venjast hitanum og hinu einkennilega suðræna sam- félagi þegar lögreglan fangelsar hann fyrir óljósar sakir. Er nema von að les- andinn spyrji hvers vegna maðurinn hafi tekið sig svona upp, slitið sig frá lífsgleðinni í íslenskum fjölmiðlum, menningarlífinu í Perlunni og kaup- mennskunni í Smáranum? Hvernig honum hafi dottið í hug að snúa baki við forsetahjónunum, ríkisstjórninni, áramótaskaupinu, geitungnum á svöl- unum, meira að segja sinni heittelsk- uðu vinkonu fyrir vestan? „Eiríkur Guðmundsson hefur á und- anförnum árum stjórnað þættinum Víðsjá á Rás 1 og flutt þar snarpar, andríkar hugleiðingar um íslenskan veruleika á þessum síðustu og verstu tímum. 39 þrep á leið til glötunar geymir helstu niðurstöður þessara hugleiðinga, niðurstöður sem eru í senn óhuggulegar og fyndnar, ágengar og út í hött,“ segir í kynningu. Prentun: Oddi hf., kápuhönnun Ásta S. Guðbjartsdóttir, verð kr. 1.480. Svarta línan                            ! "  #    $  % & '"      ( )"  )" *" +   %&   ,  - )"  .   ./  0   ./   .  1" & "   ./  2 ! " #      3   . 4.  ./  5 ,6"- *  74&8  * %& " /9 " :"    %    ; .*  & 1 <    PÍANÓKONSERT nr. 2 eftir Rachmaninov var á dögunum kosinn uppáhaldstónverk hlustenda bresku útvarpsstöðvarinnar Classic FM fjórða árið í röð að því er greint var frá á netmiðli BBC í vikunni. Verkið sigraði Klarinettukonsert Mozarts með aðeins níu stiga mun, en Mozart er það tónskáld sem á flest verk á listanum þó þeim hafi fækkað úr 23 í 20 frá árinu áður. Næstur á eftir Mozart kemur Beethoven með 19 verk, og þar á eft- ir fylgja þeir Tsjajkovskíj með 14 verk og J.S. Bach með 12 verk. Hástökkvari listans var hins veg- ar Sir Peter Maxwell Davies með verk sitt Farewell to Stromness, en verkið hækkaði sig um 214 sæti og komst í 76. sæti listans. „Ég er ekki haldinn þeirri sjálfsblekkingu að þetta sé betra verk en píanókonsert Griegs, en ég er engu að síður mjög snortinn,“ sagði Davies. Eina kvikmyndatónverkið sem komst á lista er tónsmíð Howard Shore fyrir Hringadróttinssögu. Rachman- inov í mestu uppáhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.