Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 A LLAR þjóðir hafa sín ein- kenni, við ekki síður en aðrir. Þau mótast af aðstæðum. Þar má fyrst nefna umhverf- ið sem hefur mótað okkur gegnum aldirnar, lagað okk- ur að aðstæðum og eflt ákveðið lífsviðhorf sem verð- ur einskonar reisupassi á langri leið inn í sí- óvænta framtíð. Það safnast margt og mikið í klyfjar þessarar ferðar, sumt týnist á leiðinni, annað er varðveitt og notað á hverju sem gengur. Mörg orð hafa horfið í málinu sem voru brýn og nauðsynleg á sínum tíma, en ekki lengur. Önnur hafa tekið við og tjáð nýjan veruleika; nýtt um- hverfi. En kjarninn er þó heill, ef að er gáð. Og þá má spyrja – en hversu lengi? Þótt öllum sé vit- anlega ljóst að tungumál breytast og laga sig eins og annað að nýjum aðstæðum, verður að rækta þau. Þar skilur milli feigs og ófeigs. Aðalatriðið er að kunna skil á því sem ég hef séð kallað siðmenningarleg gæði en þau eru inngróin arfleifðinni og hljóta að bera henni eitt- hvert vitni. Listamenn sækja, ekki síður en aðrir, í sameiginlegan sjóð, sameiginlega arfleifð, sem Jung lagði áherzlu á; við getum kallað þetta gagnasafn genanna þar sem þekking og reynsla genginna kynslóða er varðveitt sem arfleifðarleg gæði og þá að sjálfsögðu veigamikill þáttur sið- menningarlegrar reynslu samfélagsins. I Í inngangi sr. Bjarna Þorsteinssonar að Ís- lenzkum þjóðlögum er þess getið með táknræn- um hætti, hvernig Íslendingar hafa unnið úr menningargeymd sinni, en það virðist vera ein helzta forsenda þeirrar andlegu reisnar sem fylgt hefur bókmenntum okkar gegnum tíðina. Sr. Bjarni segir: „En nú eru menn þó farnir að sjá það í öðrum löndum, hvílík uppspretta fyrir tónskáldin er fólgin einmitt í þjóðlögunum; og þar þykir það nú orðið kostur á sérhverri laga- smíð, smárri sem stórri, að hún sé byggð á þjóð- legum grundvelli; ekki þannig að tekin séu heil eða hálf þjóðlög, eða minni hlutar þeirra, og flétt- aðir inní hin nýju söngverk; ekki þannig að eitt þjóðlag sé tekið, því vikið dálítið við, og búið til úr því nýtt þjóðlag; ekki þannig, að maður þekki neitt ákveðið þjóðlag í hinu nýja söngverki; – heldur þannig, að hið nýja söngverk hafi á sér reglulega þjóðlegan blæ, að tónskáldið hafi „lifað sig inn í“ anda þjóðlaganna og einmitt fyrir það geti látið hið nýja söngverk sverja sig í ættina til síns eigin föðurlands og sinnar eigin þjóðar. Í þessu efni eiga hin íslenzku tónskáld komandi tíðar mikið verkefni fyrir höndum.“ Þegar ég hugsa um þetta dettur mér í hug lítil hefð sem nú er orðin arfleifð, ávarp fjallkonunnar 17. júní. Ástæðan er sú að ég hef átt þó nokkurn þátt í þessu fyrirbrigði og tel mér heiður að því ekki sízt vegna þess að hér er um sérstæða ís- lenzka hefð að ræða. Þótt hún stingi nokkuð í stúf við óljóðvænt umhverfi okkar nú um stundir, svo að notað sé það tungutak sem gildir á þeim þjóð- lega býsnavetri sem við erum að basla við, þá er þetta góð áminning um þau verðmæti sem bezt hafa dugað okkur og átt ríkulegan þátt í þjóð- areinkennum okkar gegnum tíðina. Þá á ég auð- vitað við bókmenningu okkar sem hefur bæði verið harla sérstæð og langseig. Hún hefur að mestu staðizt tímans umrót og raunar heldur hallærislegt öfugmæli að þola ekki eitt slíkt ávarp í sviptivindum popps og pönkara sem hafa leikið hlutverk lúpínunnar í íslenzkri náttúru, innflutt og frekt til fjörsins, en stendur ekki und- ir sínum bláu fyrirheitum, a.m.k. ekki til lang- frama. Hún er samt ágæt, lúpínan, til síns brúks og kannski nauðsynlegur innfluttur lággróður til að ýta undir einkennameiri íslenzkan birkivöxt í hrjóstrugu umhverfi. Ávarp fjallkonunnar leiðir hugann langt aftur í aldir og minnir á málsmenn- ingarhefð okkar og dýrmæta arfleifð. Hún er lítið dæmi um ræktun, lítið dæmi um hvíslandi nið milli kynslóða, áminning um það hver við erum. En þó kannski öllu fremur – hver við erum ekki! Hvað sem því líður er slík ræktarsemi mik- ilvæg. Hún leiðir hugann að því sem við erum, eða öllu heldur því sem við viljum vera; a.m.k. á hátíðlegum stundum. Hún er krafa um að muna, en það er ein helzta forsenda siðmenningarlegra gæða. Óþjóð man ekki stundinni lengur hver hún er. Orðið á ekkert skylt við óljóð sem Jóhannes úr Kötlum notaði til að minna á að hægt væri að yrkja á íslenzku án stuðla og höfuðstafa. En það er ekki verra að nota þá; minna þannig á sérstöðu okkar, einkenni okkar; og hvíslandi niðinn. Þegar ég hugsa um þessa geymd dettur mér í hug sú gleymskutilhneiging sem birtist í skáld- sögu Salmans Rushdie, Jörðin undir fótum henn- ar, en þar segir: Bombey gleymir sögu sinni við sólsetur, en endurritar hana við sólris, eins og sögumaður, ljósmyndarinn Raj, kemst að orði. Sem sagt, fortíð og framtíð mætast í sjálfheldu nútímans, félagslegum framförum til óþurftar. Þessi nýja arfleifð, ávarp fjallkonunnar, er með allt öðrum brag en ef reynt væri að taka upp hirðskáldastellingarnar, svo að dæmi sé nefnt, og gera þær að einskonar uppákomu í samtímanum. Að vísu var gerð tilraun til þess við konungskom- una 1921, en þá var Einar Benediktsson fenginn til að flytja Kristjáni X drápu á samkomu stúd- enta í Iðnó, að viðstöddu skrautklæddu fyrirfólki. Þar vantaði víst ekki sundurgerðina, ekki frekar en nú á dögum. Árni Thorsteinsson tónskáld samdi tónlist og Eggert Stefánsson söng. Einar flutti konungi sjálfur drápuna, en við- brögð hins síðarnefnda voru fálæti. Skáldið fékk engan gullhring á spjóðsoddi fyrir kvæðið, held- ur rétti konungur honum höndina lauslega, sneri sér að Eggert og átti dágott samtal við hann. Skáldinu þótti sér misboðið og hóf síðar bar- áttu gegn nýlendustefnu Dana á Grænlandi! Lík- lega hefur konungur ekkert botnað í því heldur! Af samtímafrásögnum og ævisögu Einars eftir Guðjón Friðriksson virðast þessi skrípalæti hafa verið hinn mesti farsi og kannski sá fáránlegasti sem sýndur hefur verið í Iðnó – og er þá mikið sagt! Slíkt á ekkert skylt við varðveizlu eða end- urnýtingu gamalla verðmæta. Né virðingu fyrir mikilvægri arfleifð. Gamlar lummur verða ekki endurnýttar, allra sízt ef þær verða að hégómleg- um eða hlægilegum klissjum. Hirðskáldskapur átti sinn tíma, enda skildu konungarnir það sem íslenzk skáld fluttu. En það þýðir ekki lengur að bjóða fólki upp á kjólföt og stóra svarta slá, sem krækt er saman með silf- urspennum og fóðruð með gráu silki! Nei, slíkt minnir fremur á Odd á Skaganum en samtíma- veruleika. Og því dæmt til að mistakast. Hitt er svo annað mál að Einar Benediktsson orti tvö kvæði við þessa konungskomu og í Kveðj- unni til Kristjáns konungs hittir hann ómeðvitað í andanum á kjarna þess sem skapað hefur ís- lenzka þjóð, en í upphafi 3ja erindis segir: Þú leizt á, hvað þrautseiga þolið hér geymdi, hvað þjóðin hér mundi, er heimurinn gleymdi... Við höfum sótt áhrif og andagift í allar áttir og ævinlega unnið úr þessu hráefni, breytt því í ís- lenzkan veruleika. Við höfum verið eins og laxinn sem leitar á fjarlægar slóðir, étur skeldýr og kemur aftur í gömlu árnar, ekki sem skeldýr heldur lax. Við ættum að halda áfram að taka hann okkur til fyrirmyndar. Mér er nær að halda við höfum gert það hingað til með bærilegum ár- angri og ef ég væri spurður um, hvort óþjóðin sé á næstu grösum í rótleysi samtímans, mundi ég hiklaust segja: Það er lax í ánni! Meðan svo er höfum við ekki brugðizt þeim skyldum sem framtíðin hefur lagt okkur á herðar. Tröllkonur kasta fjöreggi á milli sín segir í þjóðsögunni um Hlina kóngsson. En við ættum að geta varðveitt það nú sem fyrr án þess að glutra því niður. Það væri mikil ógæfa úr því sem komið er. Tilefnislaus og skammarleg. En það er líklega alvarlegri áminning en mað- ur gæti haldið í fljótu bragði þegar Bjarni Thor- arensen bendir okkur á að lasta ekki laxinn sem leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa. Mundi hann ekki vera að brýna okkur og vara okkur við þeim hættum sem hann nefnir í stór- brotnu kvæði sínu, Íslandi. Kannski hann hafi upplifað það eins og við að ungu fólki hættir til að gleyma. Það gengst oftar en ekki upp við tízku og tildri. Í Svo kvað Tómas segir á einum stað: „Ljóð eru minning þess sem var.“ Þau eru sem sagt vitnisburður um þá ræktun sem ég hef drepið á. Ljóð geta þá ekki síður verið vitnisburður um þjóðlega ræktun og mikilvæg verðmæti. Ljóð geta speglað þá skugga sem framtíðin kastar inn í nútímann, svo að vitnað sé í Tómas. Þannig er list sem er nógu góð til að lifa af í senn fortíð sem vitjar nútímans og lifir í honum og nútími sem tengist framtíðinni órjúfandi böndum. Þegar þjóð á engan slíkan vitnisburð eða hættir að rækta hann og einblínir á stundleg gæði og gróðavon er óþjóðin á næsta leiti. Öll mikilvæg verðmæti eru hólmganga við tím- ann. Og tortíminguna. Sú þjóð sem gerir sér grein fyrir því er á réttri leið. Hún er ekki á villi- götum. Eru Íslendingar slík þjóð? Mér er nær að halda að svo sé. Hún er ekki gróf eins og Auden sagði í frægu kvæði, ekki enn! Það var þannig engin tilviljun að Tómas var beðinn um að yrkja þjóðhátíðarkvæðið 1974. Nú þykir slíkt ekki lengur nauðsynlegt. En það er samt uppörvandi að ávarp fjallkonunnar má rekja til skáldskapar Eggerts Ólafssonar og Jón- asar og svo skáldskapar Tómasar eftir lýðveld- istöku. Og meðan sú minning er í heiðri höfð er okkur allvel borgið, hvað sem öðru líður. Tökum annað dæmi, nærtækt: mundi okkur ekki vera allvel borgið meðan Yggdrasill er heiti á verzlun með lífrænt ræktaðar afurðir? Hún er við Frakkastíg og stingur engan veginn í stúf við umhverfið að öðru leyti. En erum við byrjuð að gleyma? Eða á það við okkur nú sem Tómas sagði í samtölum okkar: Við deyjum dálítið á hverjum degi, eða þangað til við deyjum. Þá hættum við að deyja! Ætli sé komið að því að við hættum að deyja hvað úr hverju? Spyr sá sem ekki veit. II Og þá að tungunni, en ekkert einkenni okkar er mikilvægara en hún. Íslenzk tunga er hvergi töluð annars staðar en hér á landi, ekki svo að orð sé á gerandi. Og hér hefur hún varðveitzt. Ann- ars staðar hefur hún glatazt. Hún er þannig öðru fremur vitnisburður um málsmenningararfleifð okkar, ræktarsemi; hirðusemi. Hún ber þjóðleg- um metnaði vitni. Í henni, ekki sízt, er fólgin reisn okkar, ekki sízt vegna þeirra sérstæðu verðmæta sem hún á ein í bókmenntum og bók- legri arfleifð. Það eru mikil forréttindi að eiga hana og varðveita. Þetta segi ég þrátt fyrir að mér sé vel ljóst að skáld eða rithöfundur væri betur í sveit settur, ef hann skrifaði á eitthvert alþjóðamál, t.a.m. ensku, spænsku eða rússnesku. Ég tala nú ekki um mandarínsku! Þess má þá geta að Kínverjar eiga 2.500 ára gamla ljóðlist sem varðveitt er á mandarínsku. Allt menntað fólk getur lesið þessi ljóð enn í dag. Fyrirmynd sem við ættum að tileinka okkur – eða mundi slíkt ekki geta verið okkur hvatning; uppörvun? Í Kína eru talaðar margvíslegar mál- lýzkur, en bókleg arfleifð, ekki sízt ljóðlistin, er einskonar sameiningartákn – og þá ekki síður ómetanlegur fjársjóður. Íslenzka veitir ekki neina heimsfrægð. Allt tal um slíkt er út í hött. Allt það bezta sem hefur ver- ið skrifað á íslenzka tungu er í raun óþýðanlegt – eða hvað um verk Þórbergs og helztu skáldverk Hagalíns. Og ljóð Einars Benediktssonar, óþýð- anleg? En það eykur mikilvægi varðveizlunnar. Fyrst engir aðrir en við geta notið tungunnar til fulls, er okkur mikil ábyrgð á herðar lögð. Okkur ber raunar skylda til þess, úr því sem komið er, að glopra ekki niður þessari einstæðu áskorun; glopra ekki niður þessum einstæða vitnisburði um afrek þjóðarinnar og einkenni. Við ættum að hafa öll tök á að rækta þessa geymd og mér er nær að halda að það sé almennur vilji til þess. En þá þarf að taka á, bíta á jaxlinn. Íslenskan er jafn erfitt viðfangsefni og það er brýnt. Og mikilvægt. Við verðum að laga hana að nýjum tíma eins og ávallt hefur verið gert. Til þess þarf víðsýni og þor; þolgæði. Ef við værum orðin óþjóð, hefðum við engar áhyggjur af tung- unni; né neinni annarri arfleifð. Þá hefðum við það eins og Óli Maggadon, hann sagði einfald- lega: Lago –, eins og góði dátinn Sveik, og allt fór í bendu! Sakleysingjar vita aldei hvað þeir gera. En þegar þjóðir lenda í svipuðum sporum, að þær vita hvorki, hvað þær gera né hafa áhyggjur af því eða vilja til að taka á og mæta áskorun, er sjálfur lífsháskinn á næstu grösum. En leiðtogar þjóðanna eru því miður ekki alltaf neinir jón- arsigurðssynir, engir siðmenningarlegir götu- sóparar sem verja umhverfið ágangi. Þeir eru fína fólkið og oftar en ekki í gíslingu fjöldans. Eigum við eftir að verða fórnardýr þessarar nafnlausu óræktuðu mergðar sem sækir alltaf í þann breiða veg óþjóðarinnar, hunzar ræktun af því hún veit ekki hvað ræktarsemi er, hunzar geymd og verðmæti af því hún hefur ekki hug- mynd um hvað geymd er, heyrir ekkert hvísl, heyrir engan nið aldanna og heldur að arfleifð og einkenni þjóðar séu síðasta myndbandið á leig- unni? Þekkir engin siðmenningarleg gæði. Vonandi ekki. Vonandi verður einhver metnaður það aðhald sem úrslitum ræður, eins og alltaf hefur verið á Íslandi. Það er alþýða landsins sem skilaði okkur arfleifðinni, ekki endilega fínt fólk sem veltist um í dönsku hrognamáli reykvískrar niðurlægingar á sínum tíma og týndi áttum í viðskiptum sínum við kóng og Kaupinhafn. Einar Benediktsson sagði einhverju sinni: „Orðin koma sjálf upp í fangið á mér. Tungan er svo auðug. Það er ekki vandi að yrkja á íslenska tungu enda er hún það eina, sem við eigum eða munum eignast, sem máli skiptir. Og það megum við þakka – að málið glataðist ekki – húsgangs– körlunum sem fóru milli bæja, lúsugir, hungraðir og hálfnaktir, með rímur og þulur sem þeir kváðu fyrir fólkið á bæjunum.“ Og Borges sagði í samtölum okkar: „Norrænir menn skópu heimsmenningu, sem er einsdæmi. Þess vegna er ég kominn hingað. Ég er þakk- látur fyrir að vera hér. Ég mun aldrei gleyma þessu landi. Að þessi draumur skuli hafa rætzt! Ég hlusta á fólkið tala íslenzku. Ég heyri sama málið og forfeður þess, sem ég dái, töluðu sín á milli. Kannski með svolítið öðrum brag. Ég hef mínar hugmyndir um það, en samt sem áður lifir þessi tunga hér. Hvernig eigum við að þakka ykkur fyrir að hafa varðveitt þessar bókmenntir, þessa sögu og þessa tungu? Ég gerði mér fljót- lega ljóst að blómi germanskrar menningar er varðveittur hér. Norræn menning er kóróna hennar.“ Sem betur fer voru þeir einnig margir sem átt- uðu sig. Jón Sigurðsson sagði að ekki væri unnt að skilja að sjálfstæðisbaráttuna og rétt tung- unnar. Hélt því fram klippt og skorið að Íslend- ingar gætu ekki né þyrftu að taka alvarlega þau lög sem einungis væru skráð á dönsku. Þessir menn sögðu ekki Lago, heldur Hingað og ekki lengra! Þess vegna lifðum við umrótið af, þegar brestur kom í einangrunarhleðsluna. Annars værum við óþjóð hrognamálsins sem skaut rót- um í Reykjavík á síðustu öld. En prentsmiðju- danskan dó drottni sínum, sem betur fer; ekki vegna þess hún hætti að deyja, heldur vegna þess hún gat ekki lifað. Hafði grunnar rætur arfans og náði ekki að næringarkjarnanum. Latína var heimsmál langt inn í myrkar aldir og raunar með ólíkindum að hún skyldi ekki lifa af ásókn tímans. Frá Ænesar-kviðu Virgils og fram eftir öllum öldum var latína alls ráðandi heimsmál á Vesturlöndum og fóstraði þau sið- menningarlegu gæði sem úrslitum ráða; latína var sem sagt alþjóðamál miðalda. En það dugði ekki til. Hún var orðin jafn lúin og heimsveldið sem var viðfangsefni hennar, þegar það var kom- ið að fótum fram. Og af einhverjum ástæðum var hún rótfúnari en mandarínska. Samt voru öll mikilvægustu rit heimsins skrifuð á latínu og varðveitt í þessum sígilda búningi. Það hefði því ekkert átt að geta hróflað við lat- ínunni, ekki fremur en rómverska heimsveldinu. ÍSLAND – ÚTLAND HVAÐ ÞJÓÐIN HÉR MU Matthías Johannessen flutti síðastliðið haust erindi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands er nefndist Þjóð eða óþjóð? og birti Morgunblaðið frásögn af því. Hér á eftir fer nýr, áður óbirtur kafli um sama efni. E F T I R M AT T H Í A S J O H A N N E S S E N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.