Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.2002, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 5. JANÚAR 2002 E KKI er langt síðan Erna Ómars- dóttir útskrifaðist úr einum eft- irsóttasta skóla Evrópu á sviði nútímadanslistar, Performing Arts Research and Training Studios í Brussel í Belgíu. Frá útskrift árið 1998 hefur hún tek- ið þátt í fjölmörgum danssýn- ingum víða um Evrópu og starfað í danshópi belgíska listamannsins Jan Fabre. Hefur Erna bæði tekið þátt í flutningi og sköpun dansleik- verka Fabres sem sýnd hafa verið í Theater de la Ville í París, Hebbeltheater í Berlín, á alþjóð- legum dans- og leiklistarhátíðum og leikhúsum í fjölmörgum borgum í Evrópu. Fyrir rúmu ári fékk Erna hlutverk í sóló- dansleikverki í leikstjórn Jan Fabre, sem frum- sýnt var í Avignon í Frakklandi sem var menn- ingarborg árið 2000. Verkið ber heitið My Movements are alone like Streetdogs (Hreyf- ingar mínar eru einar líkt og götuhundar), og er grunnhugmynd þess byggð á ljóðinu Le Chien (Hundurinn) eftir Léo Férre. Verkið var frumsýnt á Festival Avignon og hlaut afar já- kvæðar umsagnir gagnrýnenda í frönskum dagblöðum, á borð við Le Monde, Le Figaro, Liberation og Provence og varð gagnrýnend- um ekki síst tíðrætt um sprengikraft hins unga dansara frá Íslandi. Þá taldi gagnrýnandi dag- blaðsins Le Monde danssýninguna einn athygl- isverðasta listviðburð menningarársins í Av- ignon. Síðan sólódansverkið var frumsýnt hefur Erna haft í mörgu að snúast. Verkið hefur nú verið sýnt um alla Evrópu m.a. í Palais des Beaux Arts í Brussel, á alþjóðlegri danshátíð í Vín og nú síðast í stærsta leikhúsi Parísarborg- ar, Theater de la Ville. „Ég hef verið einstaklega heppin með at- vinnutækifæri eftir að ég lauk náminu. Það að komast að í danshópi Jan Fabre var mjög stórt skref fyrir mig, en hann er einn fremsti nútíma- danshöfundur í Evrópu,“ segir Erna þegar hún er spurð út í annir undanfarinna missera. „Fyrsta hlutverkið sem ég fékk eftir útskriftina var í sýningu eftir Fabre og kom ég þar inn sem staðgengill eins sólódansarans, sem hafði veikst skömmu fyrir sýningu. Þetta var lítið hlutverk og lék ég þar skúringarkonu sem þreif gólfið með líkama sínum. Í kjölfarið fékk ég sí- fellt stærri hlutverk, og því líki ég þessu stund- um við hálfgert Öskubuskuævintýri sem endaði með þessari sólódanssýningu á Theater de la Ville,“ segir Erna og hlær að samlíkingunni. Erna segist hafa tekið ákvörðun um að helga sig dansinum að loknum menntaskóla. „Ég hef haft gaman af því að dansa og sprikla síðan ég var barn, og kannski hefur löngunin til að spreyta mig á þessu sviði alltaf blundað í mér. Ég sótti dansnám í Listdansskólanum meðan ég var í menntaskóla, og eftir stúdentsprófið ákvað ég að freista þess að láta fjarlægan draum rætast og fara í nám í nútímadansi er- lendis. Ég bjóst varla við að nokkuð yrði úr því, en komst hins vegar strax inn í Listdansskól- ann í Rotterdam.“ Erna segist ekki hafa fundið sig nægilega vel í þeim skóla, sem var að henn- ar mati of hefðbundinn. Hún sótti því um í P.A.R.T.S. í Brussel og líkaði mjög vel. Skólinn er mjög opinn fyrir alls kyns tilraunastarfsemi og þar er nemendum gefið meira frelsi til að skapa eigin verk. Liststrænn stjórnandi skól- ans er Anna Teresa de Keersmaeker, en hún er mjög virt á sínu sviði.“ Erna bætir því við að Brussel og Belgía sé mikil miðstöð nútímadans- listar og þangað sæki fólk frá ýmsum heims- hornum til að reyna fyrir sér. „Þetta er mjög frjótt umhverfi enda hafa stjórnvöld leitast við að skapa listamönnum á þessu sviði góðar að- stæður. Dönsurum sem eru að reyna fyrir sér bjóðast til dæmis ýmsir möguleikar til að leita styrkja og annars konar stuðnings. En auðvit- að er samkeppnin líka mikil og er ég því mjög heppinn að hafa fengið svo mikið að gera.“ Mikil vinna Sólódansverkið My Movements are alone like Streetdogs, er upprunnið úr einum hluta dansverksins As long as the World needs a Warrior Soul eftir Jan Fabre, og er fyrir 11 dansara, leikara og tónlistarmenn. Hugmyndin að sólóinu er síðan unnin áfram í tengslum við ljóðið um Hundinn. Verkið fjallar um mann- eskju sem er í stöðu götuhundsins, þ.e. hún er úrkast og reiðist hlutskipti sínu, fyrst með mót- mælum en síðan með ögrun. „Verkið má ef til vill skilja sem tjáningu listamannsins, sem und- irseldur er velvilja og áliti áhorfendanna,“ segir Erna. „Verkið unnum við Jan Fabre í mikilli sam- vinnu en ákvörðun um að vinna verkið tókum við mjög stuttu fyrir hátíðina. Það er því í raun samið á nokkrum dögum, og æfðum við m.a. á eldhúsgólfi gistiaðstöðunnar í Avignon. Við tókum þannig dálitla áhættu og bjuggumst ekki við miklu. Því komu hin jákvæðu viðbrögð okkur mjög ánægjulega á óvart. En þetta varð auðvitað til þess að verkið hefur selst mjög víða og hef ég verið í meira en fullu starfi með þetta eina stykki.“ Aðspurð segir Erna flutning sólóverks af þessu tagi, í mörgum af virtustu leikhúsum Evrópu, vitanlega reyna mjög á, bæði andlega og líkamlega. „Sólódansleikverk á borð við þetta krefst mikils af flytjandanum. Ég er á fullu allan tímann og nota líka röddina. En sýn- ingin í Theater de la Ville var ekki síður krefj- andi vegna þess hversu stórt leikhúsið er, en sólósýningar eru frekar sniðnar að rýmum sem bjóða upp á meiri nálægð við áhorfandann. Þetta gekk samt vel, og þó svo að mér hafi fundist að oft hafi gengið betur, voru viðtökur áhorfenda góðar.“ Erna bætir því við að þrátt fyrir að hafa unnið mjög mikið undanfarin þrjú ár, sé hún alltaf taugaóstyrk fyrir sýningar. „Hver sýning er mér áskorun og í hvert skipti sem ég er að fara að stíga á sviðið hugsa ég – „lifi ég þetta af?“. Ég hef hins vegar vanist álaginu og lært að takast á við það.“ Eftir áramót mun Erna halda áfram sýning- um á sólódansverkinu fram í júní. „Ætli ég verði ekki búin að fá mig fullsadda af því þá,“ segir Erna og hlær. „Við munum m.a. fara til Stokkhólms, Ósló, Amsterdam, Vín og Barc- elona. Á næsta ári munum við líklega fara eitt- hvað út fyrir Evrópu, þ.e. að segja ef ég verð enn uppistandandi,“ segir Erna og brosir. „Á seinni hluta ársins mun ég taka þátt í nýju verkefni, sem hópur listafólks stendur að. Um er að ræða einleiksverk fyrir leikara og dans- ara, og verður verkefnið samvinnuverkefni þeirra sem að því koma. Þetta er mjög spenn- andi verkefni sem verður sett upp í leikhúsum í Brussel og Amsterdam, sem jafnframt fjár- magna verkið.“ Erna segist leggja mikla áherslu að geta unnið að sjálfstæðum verkefnum, samhliða samningsbundinni vinnu. Þess má geta að Erna er einn stofnandi Dansleikhúss með Ekka, sem vakið hefur nokkra athygli fyrir dansuppsetningar sínar hér á landi. Þá var hópnum boðin þátttaka á Alþjóðlegri nútíma- danshátíð í Vilnius árið 1998. „Mér finnst mjög mikilvægt að fást við að semja eigin verk, og að kynnast samvinnu við listafólk af ólíku tagi. Hér úti hef ég getað unnið nokkur slík verkefni, og fengið til þess styrki, m.a. tók ég þátt í samvinnuverkefni dansara, arkitekta og hljóðtónlistarmanna fyrir menn- ingarborgirnar Brussel, Helsinki og Reykjavík árið 2000. Þá hef ég unnið að ýmsum verkefn- um með unnusta mínum sem heitir Frank Pay og er tónlistarmaður.“ Erna bendir á að samvinna sé ákaflega veigamikill þáttur í vinnubrögðum við nútíma- danssköpun, jafnvel þegar unnið er undir stjórn leikstjóra. Þannig tekur dansarinn virk- an þátt í að útfæra dansinn og hreyfingar.“ Erna bætir við að samvinnan við Jan Fabre og stíft sýningahald hafi verið henni ómetanleg reynsla. „Hann hefur alla tíð verið mjög um- deildur, og hér áður fyrr gekk hann mjög fram að áhorfendum sínum með framúrstefnulegum verkum. Nú eru áhorfendur ef til vill farnir að læra betur að skilja verk hans, eða kannski hafa þeir bara vanist betur hinum ögrandi stíl hans. Á síðasta ári var honum til dæmis veittur sá heiður að setja upp verk á stóru útisviði í Avignon sem er nokkurs konar heiðurssvið. Þannig er hann eftirsóttur í Frakklandi um þessar mundir, en einnig í Belgíu og Þýska- landi.“ Framtíðin óráðin Aðspurð segist Erna ekki hafa tekið ákvörð- un um framtíðina, hún taki fremur einn dag í einu. „Eins og málin standa nú lifi ég hálfgerðu ferðatöskulífi og hef ekki tíma til að sinna öðru en sýningum á sólódansleikverkinu. Mikið er um ferðalög en við Frank unnusti minn höfum náð að aðlagast því nokkurn veginn, þar sem hann starfar á svipuðum vettvangi. Í framtíð- inni vil ég leggja áherslu á að geta starfað alfar- ið sjálfstætt, þ.e. sem verktaki fremur en samn- ingsbundin. Ég vonast til að hafa nægilegan sveigjanleika til að vinna að ýmsum verkefnum. Ég er til dæmis með eitt verkefni í bígerð með íslenskum tónlistarmanni, sem kemur síðar í ljós hvað er,“ segir Erna að lokum. Erna Ómarsdóttir ásamt hundinum Nicky, „mótdansara“ sínum í dansleikverkinu My Movements are alone like Streetdogs. „HVER SÝN- ING ER MÉR ÁSKORUN“ Erna Ómarsdóttir dansari hefur átt annríkt undanfarin miss- eri, en nýlega flutti hún sólódansverk á sviði stærsta leikhúss Parísarborgar, Theater de la Ville. HEIÐA JÓHANNS- DÓTTIR náði tali af Ernu þegar hún kom heim í jólafrí. heida@mbl.is Úr tilraunadansmyndinni Move-e eftir Ernu Ómarsdóttur og Frank Pay.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.