Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER SKIPTI IIM NAFN OG SKILDI SKULDIRNAR EFTIR I kjölfar mikilla erfiðleika og yfirvofandi nauðungar- sölu seldu eigendur Steypuverksmiðjunnar Óss hf. fyrir- tœkið. Pað fór þó ekki langt því kaupandinn var fyrir- tœki sömu eigenda; Ós hf. húseiningar. Stór hluti lánar- drottna Óss situr nú uppi með kröfur á gamla fyrirtœkið, sem á nánast engar eignir og er ekki með neina starf- semi. Óvíst er hversu miklu þeir munu tapa á þessum nafnbreytingum en fullvíst talið að það skipti hundruð- um milljóna króna. Sagan af nafnbreytingunni hjá Steypuverksmiðjunni Ósi ersjálfsagt langstœrsta dœmið um það þegar eigend- ur fyrirtœkja skipta um nafn á rekstrinum og skilja lán- ardrottnana eftir með svo til ónýtar kröfur í höndunum. Fyrirtœkið er engin tískubúð eða myndbandasjoppa heldur eitt af stœrstu iðnfyrirtœkjum landsins með um 600 til 700 milljóna króna veltu og skuldir sem eru hátt í einn milljarð. „Þetta er svo opið hér á landi. Það er ekki fyrr en fyrra fyrirtækið verð- ur gjaldþrota að það er kannað hvort þessi eignatilfærsla hafi verið eðlileg," sagði Gylfi. Ós hf. húseiningar verður að stað- greiða allt sement í dag. LÍTIÐ HÆGT AÐ GERA Tollstjórinn í Reykjavík vildi ekki tjá sig sérstaklega um málefni Steypuverksmiðjunnar Óss. „Við getum nú lítið gert í því,“ sagði Björn Hermannsson, Tollstjór- inn í Reykjavík, um nafn- og kenni- tölubreytingar almennt. „Mönnum er frjálst að stofna og kaupa fyrirtæki. Hvert félag fyrir sig er persóna samkvæmt lögum og það verður ekkert blandað á milli þess gamla og þess nýja ef það er stofnað til þeirra á lögformlegan hátt.“ PRESSUNNAR eru pappírar útgefn- ir af Ósi ekki taldir gjaldgengir hjá þessum fyrirtækjum. Einn af starfsmönnum verðbréfa- fyrirtækjanna orðaði það svo sterkt að hann myndi ekki þora að koma nær Ósi en í mílufjarlægð. Fyrir nokkrum árum var Ósi sparkað út úr viðskiptum við Iðnað- arbankann, eins og Ólafur Björns- son orðaði það á sínum tíma. Eftir það komst fyrirtækið hins vegar í viðskipti við Landsbankann í Mjódd. Heimildamenn PRESSUNNAR innan bankakerfisins segja það í sjálfu sér hneyksli að Landsbankinn skuli hafa fyrirtækið í viðskiptum og þá ekki síst vegna nafnbreyting- anna fyrir síðustu áramót. „Það er ekkert einsdæmi að menn kaupi eignir frá öðru fyrir- Hátt i 50 millióna króna söluskattsskuld varð efftir i gamla ffyrir tækinu, á þriðja tug milljóna skuld við Sementsverksmiðjuna auk ff jölda annarra skulda Eftir eigendaskiptin situr lang- stærstur hluti skuldunauta fyrirtæk- isins uppi með svo til ónýtar kröfur. Ein fárra núverandi eigna Bygging- arfélagsins Óss, það er gamla fyrir- tækisins, er afmarkað rými í kjallara hússins í Fákafeni 11. Þessi eign fer á þriðja og síðasta uppboð klukkan fimm í dag. Þeir lánardrottnar sem eiga veð í eignum sem fylgdu með rekstrinum í kaupunum standa heldur ekki vel. Bæði verksmiðjan sjálf í Suður- hrauni og vélar og tæki fyrirtækis- ins eru veðsett upp í topp. Uppboð á verksmiðjunni hefur verið yfirvof- andi nú í rúmt ár. MIKILL UPPGANGUR Á SKÖMMUM TÍMA Steypuverksmiðjan Ós er ekki gamalt fyrirtæki. Fyrir um sex árum lagði það í byggingu röra- og hellu- steypu og fékk til þess lán frá iðnþró- unar- og iðnlánasjóði. Síðan var byggð önnur verksmiðja við þessa og framleiðir sú holplötur, sem not- aðar eru í gólfplötur í skemmur og iðnaðarhúsnæði. Fljótlega kom í ljós að verk- smiðjan var alltof stór fyrir íslensk- an markað og segja heimildamenn PRESSUNNAR að hún hafi afkastað allt að fjórum sinnum meira en markaðurinn þurfti. Sökum þess var ákveðið að nota verksmiðjuna til venjulegrar steypuframleiðslu einnig. Auk þessa stundaði Ós byggingu og sölu á íbúðar- og iðnaðarhús- næði. Fyrirtækið stóð til dæmis að því að breyta Hamarshúsinu við Tryggvagötu í íbúðarhús og missti í kjölfar þess byggingarleyfi í Reykja- vík. Meðan á þessu fór fram varð um- talsverður samdráttur í steypusölu og byggingarframkvæmdum yfir- leitt. SÖMU EIGENDUR AÐ BÁÐUM FYRIRTÆKJUNUM Um mitt ár í fyrra var staða fyrir- tækisins orðin það slæm að verk- smiðjuhúsnæðið í Suðurhrauni 2 var sett á nauðungaruppboð. Á því hvíldu um 300 milljónir króna og var iðnlánasjóður stærsti lánardrott- inninn. Til stóð að eignin færi á aðra og síðari nauðungarsölu í septemb- er í fyrra en henni var frestað að ósk iðnlánasjóðs. Þessi frestur varir enn. í nóvember gerðist það síðan að Ós hf. húseiningar keypti rekstur Steypuverksmiðjunnar Óss og verk- smiðjuhúsnæðið í Suðurhrauni af Byggingarfélaginu Ósi. Að báðum þessum fyrirtækjum standa sömu eigendur; Ólafur Björnsson og kona hans, Jónína Helga Jóns- dóttir. Auk þess er sonur þeirra hjóna, Jón Þór Ólafsson, skráður fyrir hlut svo og framkvæmdastjóri Óss, Einar Þór Vilhjálmsson, og kona hans, Þórey Ólafsdóttir. Ós hf. húseiningar var áður skráð eig- andi eignarinnar í Suðurhrauni 2a. Hér var ekki um venjuleg eig- endaskipti að ræða heldur miklu frekar nafnbreytingu, þar sem sömu eigendur stóðu að báðum fyrirtækj- unum. En þrátt fyrir það standa þeir lánardrottnar Steypuverksmiðjunn- ar Óss, sem ekki höfðu fasteignaveð fyrir lánum sínum, uppi með nánast ónýtar kröfur. 50 MILLJÓNIR HJÁ TOLLINUM OG 30 HJÁ SEMENTSVERKSMIÐJUNNI Þar sem gamla fyrirtækið er ekki farið í gjaldþrot er ekki ljóst hvað þessir aðilar munu tapa miklum fjármunum. Það gefur hins vegar hugmynd um umfang málsins að Tollstjórinn í Reykjavík er með kröfu á gamla fyr- irtækið upp á um 50 milljónir og Sementsverksmiðjan á Ákranesi með hátt í 30 milljóna kröfu. Auk þessara aðila eru síðan fjölmargir aðrir með svimandi kröfur á þetta fyrirtæki, sem á nánast ekkert og stundar ekki starfsemi. „Það eru fleiri en við sem höfum lent í þessu og sumir með stærri kröfur," sagði Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri sementsverk- smiðjunnar. Hann sagði að sementsverksmiðj- an væri nú að vinna að því að fá skuld steypuverksrniðjunnar viður- kennda með dómi. Áður en það ger- ist getur sementsverksmiðjan ekki krafist gjaldþrotaskipta. Það væri ekki fyrr en í gjaldþrotaskiptunum að rannsókn færi fram á því hvort eðlilega hefði verið staðið að eigna- skiptum. Björn sagði að fyrir um tveimur árum hefði verið nokkuð algengt að fyrirtæki skiptu um nafn en væru áfram í eigu sömu eigenda. Það hefði hins vegar minnkað að undan- förnu. SKULDABRÉFAÚTGÁFA OG ÚTTEKTIR Á STEYPU Eins og áður sagði mun ekki koma í ljós hversu miklu lánar- drottnar gamla fyrirtækisins tapa fyrr en það fer í gjaldþrot. Þar sem nýja fyrirtækið tók yfir allar veð- skuldir þess eru það einkum þeir lánardrottnar sem ekki höfðu veð- tryggingar fyrir lánum sínum sem sitja í súpunni. í dag er nánast ómögulegt að segja til um hversu margir þeir eru eða hversu miklum fjármunum þeir munu tapa. í fyrsta lagi er hér um að ræða venjulegar viðskiptaskuldir; það er greiðslu fyrir ýmsar vörur og þjón- ustu sem Steypuverksmiðjan Ós hefur fengið gjaldfrest á. Þær skuld- ir fyrirtækisins eru dreifðar víða. í öðru lagi hefur Ós verið í mjög takmörkuðum bankaviðskiptum mörg undanfarin ár. Til að halda sér gangandi hefur fyrirtækið greitt fyr- ir vöru og þjónustu með skuldabréf- um og úttekt í steypu. Þessi skulda- bréfaútgáfa hefur verið mjög mikil, enda stóð fyrirtækið í umfangsmikl- um húsbyggingum, bæði íbúðar- og iðnaðarhúsnæðis. EKKI GJALDGENGIR PAPPÍRAR HJÁ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKJUM Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR hafa þessi skuldabréf farið víða. Þau hafa þó ekki farið inn í verðbréfafyrirtækin fjögur, Kaup- þing, Verðbréfamarkað íslands- banka, Fjárfestingarfélag íslands og Landsbréf. Samkvæmt heimildum tæki og það sé allt saman löglegt, þó ég ætli ekki að leggja neinn dóm á svona gerðir almennt. En eftir því sem ég veit best keyptu þeir þetta fyrirtæki á fullu verði," sagði Bjarni Magnússon, útibússtjóri Landsbankans í Mjódd. LÍTIÐ FENGIST FYRIR EIGNINA Á ALMENNUM MARKAÐI Eins og áður sagði hefur annarri og síðustu nauðungarsölu á hús- eigninni í Suðurhrauni 2 verið frest- að allt frá því um haustið 1989. Sú frestun er einkum til komin vegna óska iðnlánasjóðs, sem er lang- stærsti kröfuhafinn. „Þetta er fyrirtæki sem hefur átt í erfiðleikum og er að reyna að klóra sig út úr þeim. Við erum mjög vin- samlegir viðskiptamönnum okkar og viljum að þeir fái að klára sig,“ sagði Bragi Hannesson, forstöðu- maður iðnlánasjóðs, um ástæður frestunarinnar. Iðnlánasjóður á í miklum erfið- leikum vegna Óss. Fyrirtækið er einn af stærstu skuldunautum sjóðs- ins. Lán hans eru tryggð með veð- um í verksmiðjunni í Suðurhrauni en hæpið er að hátt verð fáist fyrir hana ef sjóðurinn leysir hana til sín á uppboði. Ef núverandi rekstur steypuverksmiðjunnar fer í þrot fær iðnlánasjóður því stóran skell. Aðrir stórir lánardrottnar munu einnig verða fyrir áfalli þar sem fast- eignirnar í Suðurhrauni eru veðsett- ar fyrir um 400 milljónir króna. NÝJA FYRIRTÆKIÐ VEÐSETT UPP í TOPP En iðnlánasjóður kemur þó betur út úr nafnbreytingunum frá því um síðustu áramót en þeir lánardrottn- ar sem ekki hafa veðtryggingar fyr- ir skuldum sínum. Eins og áður sagði er skuld gamla fyrirtækisins við Tollstjórann í Reykjavík ein upp á um 50 milljónir og sementsverk- smiðjan á hátt í 30 milljónir hjá þessu fyrirtæki, sem hefur ekki stundað neinn rekstur frá því í nóv- ember í fyrra. Þetta eru einungis tveir af lánar- drottnunum. Það er því ekki neitt vafamál að lausaskuldir gamla fyrir- tækisins skipta hundruðum millj- óna. Engar tryggingar eru fyrir greiðslum á þessum skuldum aðrar en fáeinar fasteignir, sem nú eru á nauðungaruppboði. Fyrirtækið sem tók við rekstrin- um tók þó við hreinu borði að öðru leyti en því að það tók yfir veðskuld- ir þess gamla. Það þarf hins vegar ekki að greiða neitt af lausaskuldun- um. Eftir sem áður er útlitið ekki bjart hjá nýja fyrirtækinu, þar sem eignir þess eru veðsettar nánast upp í topp. Heimildir PRESSUNNAR úr við- skiptalífinu segja að hverfandi Jíkur séu á að fyrirtækið geti staðið undir þessum skuldum í framtíðinni. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.