Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 25.10.1990, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. OKTÓBER Manni nokkrum bauðst að taka forstofuherbergi á Melunum á leigu, í húsi konu á miðjum aldri. Konan vildi sem minnsta röskun á eigin högum. Herberginu fylgdi því hvorki aðgangur að baði né salerni. Hins vegar voru baeði rafmagn og hiti inni- falin í leigunni þar sem ekki var hægt að koma öðru við. En til þess að koma í veg fyrír að leigan ætist upp í óheyrilegri raf- magnsnotkun leigjandans setti konan manninum þau skilyrði að honum væri óheimilt að hafa nokkur rafmagnstæki í her- berginu. Þar sem mikil húsnæðisekla var í Reykjavík á þessum árum sætti maðurinn sig við þetta og tók íbúðina á leigu. Eftir fáeina daga bað maðurinn konuna leyfis að fá að nota straujárn í herberginu svo hann gæti gengið sómasamlega til fara. Konunni fannst mikið til um snyrtimennsku mannsins og féllst á þetta. Hins vegar brá svo við þeg- ar hún fékk næsta rafmagns- reikning, að hann var mun hærri en hún hafði átt að venjast. Hana grunaði að maðurinn hefði lætt fleiri raf- magnstækjum inn í herberg- ið og ákvað að kanna það meðan hann væri fjarver- andi. En þrátt fyrir ítrekaða leit fann hún ekkert. Eftir sem áður óx grunur konunnar og hann magnað- ist enn þegar henni fannst sem matarlykt legði frá her- bergi mannsins um kvöld- matarleytið daginn eftir. Hún leitaði því enn í herberginu næsta dag en allt kom fyrir ekki. Eina rafmagnstækið sem hún fann var straujárnið. Um kvöldmatarleytið þarnæsta dag fann hún matarlyktina aftur þegar hún gekk fram hjá herbergi mannsins. Hún bankaði létt á dyrnar og tók í húninn, en það reyndist læst. Eftir smástund kom maðurinn til dyra. Konan snusaði út í loftið og fann matarilminn enn greinilegar en áður. Þrátt fyrir að konan litaðist um i herberginu fann hún enga skýríngu á hvaðan þessi matarlykt gæti komið. Það var ekki fyrr en hún reif upp hurðina á fataskáp mannsins að hún fann ástæðuna fyrir lyktiríhi. í botni skápsins lágu tveir múrsteinar og hafði straujárnið verið skorðað þará milli þannig að botninn sneri upp. Straujárnið var stillt á hæsta hita og ofan á botninum var stór pottur, fullur af ilmandi kjötsúpu. r r r Hvern langar ekki til að syngja eins og Pavarotti? Nýjasta tðfratækið á tóm- stundamarkaðnum heitir Karaoke og á gera hverj- um sem er kleift að láta rödd sína hljóma engu miður en rödd hvaða stór- söngvara sem vera skal. Það fullyrða a.m.k. for- ráðamenn Ölvers, sem nú bjóða gestum sínum upp á að þenja raddböndin á sviðinu við undirleik stórhljómsveit- ar á geisladiski. Hér áður fyrr var mönnum iðulega fleygt út af skemmtistöðum ef þeir gerðust of háværir, en það er sennilega liðin tíð. Eins og fleiri uppfinningar á þessu sviði er þetta tæki japanskt að uppruna og fer um þessar mundir mikla sig- urför um heiminn. Undirleik- urinn er á geisladiski og söngvarinn hefur til hliðsjón- ar sjónvarpsskerm, þar sem textinn birtist jafnóðum og lagið er flutt á myndbandi. Það eina sem þarf að gera er að syngja. Þetta tæki hefur fram að þessu verið tiltölulega óþekkt hér á landi, enda ekki langt síðan það kom á markað. í Ól- veri hyggjast menn bjóða gestum sínum að stíga á svið og syngja við undirleik tækis- ins og segja að jafnvel hinn versti söngvari muni óhjá- kvæmilega fá góðar undir- tektir. Það fylgir sögunni að gárungar hafi þegar fundið íslenskt heiti fyrir Karaoke — „Meðhjálparinn". Pavarotti? Ekkert mál, segja forsvarsmenn Ölvers, sem hafa nú innleitt Karaoke á ís- landi. 1 SJÚKDÓMAR OG FÓLK Meira um sjálfsmorð í síðustu PRESSU var grein um sjálfsmorð ungl- inga á íslandi sém vakti gíf- urlega athygli. Greinin fjall- aði um þá ógnvekjandi staðreynd, að hópur ungs fólks tekur þá ákvörðun á ári hverju að vilja ekki lifa lengur og bindur enda á líf sitt á einn eða annan veg. Sjálfsmorðstíðni á íslandi hefur um nokkurt skeið verið lág í samanburði við mörg önnur lönd. Við höf- um verið í 16da sæti með 14 sjálfsvíg á 100.000 íbúa eða 34 á ári. Sjálfsmorð eru algengari bæði í Dan- mörku og Svíþjóð, og í Ung- verjalandi eru þau hvað flest í heiminum, 40/ 100.000 íbúa. En sjálfsvíg- um ungra manna á aldrin- um 15—24ra hefur fjölgað um leið og er nú svo komið að hérlendis eru framin 31,2 sjálfsmorð á 100.000 í þessum aldursflokki en aðrar þjóðir eru mun lægri. Ungverjar eru t.d. með 21/ 100.000 íbúaogSvíar 16,9/ 100.000 íbúa. ENDANLEG UPPGJÖF Sjálfsmorð er endanleg uppgjöf manneskjunnar gagnvart þeim heimi sem hún lifir í. Eftir það verður ekki aftur snúið og engu breytt. Eftir sitja aðstand- endur og ástvinir, fullir af sektarkennd og efasemd- um, og spyrja sig hvort eitt- hvað hefði mátt gera til að koma í veg fyrir verknað- inn. Algengast er að sjálfs- morðið sé ruglingslegur verknaður, framinn í stund- arörvilnan augnabliksins, þar sem skipulagning og fyrirætlanir eru á stöðugu reiki. Einstaklingurinn get- ur hugsað sér dauðann sem frelsun frá einhverju vanda- máli eða tækifæri til að komast á brott um tíma. Það er svo tilviljunum háð hvort lausnin verður end- anleg eða ekki. Þar sem kringumstæðurnar eru oft ákaflega ruglingslegar er erfitt að meta hvort um sjálfsmorð eða slys var að ræða. HVERJIR FREMJA SJÁLFSMORÐ? Þegar persónuleiki og geðhöfn eru skoðuð kemur í ljós að margir þeirra sem fremja sjálfsmorð hafa átt við and- leg vandamál að stríða lengi. Algengust eru þung- lyndi og mikill kvíði, auk andlegrar óheilsu, sem staf- að getur af einhverjum stóráföllum. Drykkja og misnotkun vímuefna eru mjög algeng meðal þeirra sem fyrirfara sér. Sjálfs- morð unglinga eru oft erf- iðari viðfangs og stundum ókleift að gera sér grein fyr- ir orsökum þeirra. SJÁLFSMORÐSTIL- RAUNIR Sjálfsmorðstil- raunir eru mun algengari en sjálfsmorð og stundum er talað um 30 sjálfsmorðs- tilraunir fyrir hvert sjálfs- víg. Slíkar tilraunir ein- kennast af miklum vafa og efasemdum; þegar þessir einstaklingar eru spurðir eftir á hvað fyrir þeim vakti segist einungis 'A hafa ætlað sér að deyja, ‘A kveðst hafa ætlað sér að sofna smástund og hræða og hefna sín á umhverfinu, 'A neitar að hafa ætlað að fyrirfara sér. Oft ræður því tilviljun ein hvort sjálfs- morðið tekst eða ekki; hversu margar töflurnar eru sem teknar eru inn og hvernig umhverfið er í stakk búið til að fást við slíkar tilraunir. Oftast virð- ist sjálfsmorðstilraunin vera ákall um hjálp og at- hygli frá þeim sem næst standa. Af þeim sem ein- hvern tíma hafa gert slíka tilraun deyja 20% síðar á ævinni fyrir eigin hendi og af þeim sem tekst að fyrir- fara sér hafa 40% gert til- raun áður. 80% þeirra sem fremja sjálfsmorð hafa áður talað um það. Það verður að taka sjálfsmorðstilraunir og -hótanir í fullri alvöru. SJÁLFSMORÐSÞRÓUN Sjálfsmorðið og sjálfs- morðstilraunir eru oftast þættir í þróun eða ferli sem einstaklingurinn gengur í gegnum. Hann verður þunglyndur, svartsýnn og upplifir vonleysi eigin lífs og fer að líta á dauðann sem kærkomna lausn frá þessu öllu saman. Næsta stig þessarar þróunar er þegar einstaklingurinn óskar þess að hann væri dá- inn og fer að velta því fyrir sér hvernig hann geti bund- ið enda á jarðvist sína. Ef hugsunin verður viðvar- andi fer manneskjan að skipuleggja sjálfsmorð, jafnvel undirbúa það. Sum- ir velja sér einhverja ákveðna aðferð og eiga hana í fórum sínum um skeið. Ef þessi einstaklingur notar áfengi eykst hættan á sjálfsmorði, þar sem áfengi minnkar allar hömlur og eykur þor einstaklingsins til að vinna sér tjón og dregur jafnframt úr dóm- greind og raunsæi. Annað sem oft hrindir fólki út í sjálfsmorð er óvænt áföll og félagslegir erfiðleikar. SJÁLFSMORÐSFAR- ALDRAR Stundum ganga yfir eins konar faraldrar og nokkrir einstaklingar úr sama byggðarlagi eða sömu fjölskyldu fyrirfara sér. í slíkum tilvikum virð- ist einstaklingurinn fá kjark til að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd þegar hann sér að aðrir gera það. Þetta hefur stöku sinnum sést úti í heimi eftir dauðs- föll vinsælla manna og kvenna. Fjölmörg ung- menni sviptu sig þannig lífi bæði á Bretlandi og í Nor- egi eftir morðið á John Lennon. VARNAÐARAÐGERÐIR Sjálfsmorðshótanir eru merki um geðlægð og upp- gjöf sem alltaf þarf að taka af fullri alvöru. Slíkt tal ber vott um vonleysi sem síðar gæti leitt til þess að við- komandi einstaklingur gerði alvöru úr hótunum sínum. Það verður því að taka á því af fullum krafti. Þegar reynt er að fyrir- byggja sjálfsmorð verður að meðhöndla þunglyndi og kvíða með lyfjum, við- tölum og einstaklingsmeð- ferð. Ein besta fyrirbyggj- andi aðgerðin er að stemma stigu við alkó- hólneyslu. Foreldrar sem uppgötva að unglingur á heimilinu er óvenjudapur og fullur vonleysis og kvíða eiga að gefa honum gætur og reyna að tala við hann og aðstoða eftir föngum. Ef tekst að koma í veg fyrir að einhver svipti sig lífi í stundaræði er mikið unnið. Oft gengur þunglyndið yfir. Einstaklingurinn sem velti fyrir sér sjálfsvígi í fullri alvöru getur stundum séð áætlanir sínar og hug- myndir í spaugilegu ljósi eftir á, þegar hann er farinn að sjá aftur til sólar gegnum þokubakka þunglyndisins. Þess vegna ber alltaf að reyna til þrautar að hjálpa þeim sem eiga svo erfitt að þeir eygja enga von. Öll él styttir upp um síðir, þó hinn þunglyndi eigi oft erfitt með að koma auga á það.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.