Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 8
 g§ggl ‘M • T ■?SjK<Ö» * '' hef af- rekað hitt og þetta, bæði smátt og stórt Sagnfræöingur og framkvæmdastjóri I vitsmunalegum skilningi er ég mjog toff _________________/ „Ég á fjögurra ára stelpu sem mér finnst heil- mikið afrek í þessum harða heimi. Ég er mjög stolt af Núllinu og ég er mjög stolt af því þegar ég og Sæunn vinkona mín fengum Ladda til þess að gráta af gleði á 22. Ég minn- ist þess varla án þess að fá tár í augun sjálf.“ Hvað er töffari? „Orðið töffari er hálfgerð klisja sem er yfir- leitt tengt leðri og mótorhjólum og svoleiðis töffaraskap. Þetta gildir bæði um karlmenn og konur. Mér finnst konur vera mun meiri töffarar þegar þær leyfa sér bara að vera kon- ur og leyfa hinum kvenlegu yfirburðum — líkamlegum og andlegum — að njóta sín. Annars finnst mér orðið töffari vera hálfhall- ærislegt hugtak. Ég nota það sem blótsyrði sjálf. Ef vinkona mín myndi segja: Djö... ertu töff í kvöld þá gæti það hugsanlega þýtt vinslit. Beysi er voðalega töff og þá er það ekki í niðrandi merkingu.“ Ertu töffari sjálf? „Nei, ég lít nú alls ekki á mig sem töffara. Ég á einhverjar bernskuminningar frá því ég var svona fimm eða sex ára þegar mér fannst ég vera rosalegur töffari. Þá var ég yfirleitt ein í herberginu mínu að gera eitthvað sem mér fannst rosalega töff þegar enginn sá til. 1 dag finnst mér ég voðalega lítill töffari. Ég er meira bara lítið fiðrildi sem flögrar heldur en einhver töffari. Ég var að vísu pínulítill töff- ari áðan, en það var svo lítið að það er ekkert til að tala um. Mér finnst töffaraskapur vera litlir atburðir sem á ekkert að vera að segja frá. Það er eiginlega alveg ósjálfrátt. Ef það er plat þá er það ekki töff. Það getur verið alveg rosalega misheppnað þegar fólk er að reyna að vera töffarar — alveg agalegt — og þá er- um við að tala um töffaraímynd.“ Líturðu á þig sem femínista? „Já, að mörgu leyti. Femínismi hefur að vísu fengið á margan hátt svo ljótt orð á sig, — það er næstum því orðið blótsyrði að vera femínisti. Mín lcynslóð hefur það ffarn yfir konurnar sem stóðu í kvennabaráttunni á finnst kvenréttindi Þetta er orðið sínum tíma að okkur miJdu sjálfsagðari hlufur. miklu afslappaðra í dag en það var. Við ungu konurnar getum alveg Seyft oldcur að vera konur og verið alveg afslappaðar með það og það er alveg frábært." Hvaða kona er mesti töffarinn í þínum aug- um? „Hún Sólveig Sveinbjörnsdóttir myndlistar- nemi er mikill töffari af því hún er svo klár og góð stúlka — er alveg hún sjálf. Hún er töff að eðlisfari.“ Er kvennahreyfingin gengin sér til húðar? „Kvennahreyfingin er auðvitað mjög þörf. Hún hefúr gert heilu og hálfu kraftaverkin fyrir konur og margar konur innan hennar ættu skilið að verða teknar í dýrlingatölu. Mér finnst þær samt fara stundum dálítið út í öfgar. Maður hefúr á tilfinningunni að þær sitji heima hjá sér og safni skeggi fýrir ffarnan sjónvarpið og neiti að þvo upp og skúra í skjóli jafnréttisbaráttunnar.“ Ingibjörg Bjarnadóttir 31 árs: Sýningarstjóri Leik- félags Reykjavíkur. Akureyringur „Hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1991, hafði útskrifast sem sýn- ingarstjóri skömmu áður, frá „The Guildford School of Acting and Dance“ í Bredandi. Áður en ég fór í nám var ég sýningarstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar." Hvað er töffari í þínum augum? „Ég mundi það en svo gleymdi ég því.“ Ertu töffari sjálf? „Nei.“ Hvaða kona er mesti töffarinn íþínum augum? „Mafnma, Lilja systir og allar aðrar konur sem vita hvað þær vilja.“ Er kvennahreyfingin gengin sér til húðar? „Nei, það getur aldrei gerst, ekki hjá þeim konum sem vita hvað þær vilja.“ Hvað finnst þér um kvenna- baráttuna eins finnst að Mér öll barátta ef fólki finnst rétt eigi ser þao þurfa að berjast lyr nhveq Hvað er töffari íþínum augum? „Það er ekki ritstjóri PRESSUNNAR.“ Ertu töffari sjálf? „Já, auðvitað. 1 vitsmunalegum skilningi er ég mjög töff. Ég á svo auðvelt með að mynda mér ffumlegar og greindarlegar skoðanir sem ég kem svo vel og örugglega á framfæri. En hvort ég er töffari í úditi eða ekki verða aðdáendur mínir að dæma um. Það er að visu ekki hægt að vera töff með umbúðunum einum saman, þær geta kannski gefið loforð um innihaldið en innihaldið verður náttúrulega alltaf að standa fýrir sínu.“ Hvaða kona er mesti töffarinn íþínum augutn? „Mér finnst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alveg ótrúlega töff, því það er mjög töff að ná því að verða bjartasta von Reykvíkinga út á alvöru pólitík og feminíska hugmynda- fræði í samfélagi sem er hugmyndafbæðilega gelt og flestir halda að alvöru pólitík samanstandi af ólundarleg- um köllum sem þora!“ Er kvennahreyfingin gengiti sér til húðar? „Þetta er alveg ótrúlega ótöff spuming. Hverjum datt hún í hug? Auðvitað er kvennahreyfingin ekki búin að vera. Forspilinu er rétt að ljúka og mín kynslóð er að gefa tóninn fýrir ffamhaldið. Við emm að hita upp fýrir þungarokkið." Hvað finnst þér um það að Kvennalistinn útiloki karl- mennfrá því að bjóðafram á sínum vegum? „Markmið Kvennalistans var að gefa konum rými í pól- itík. Enn sem komið er hafa konur helst rými innan Kvennalistans. Þær hafa ekki þetta rými innan annarra flokka á forsendum kvenna. Kvennalistinn á fullan rétt á sér. Er ekki ágætt að Kvennalistinn ali upp foringja sem hinir geta komið sér saman um?“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir 25 ára: Katrin Olafsdottir, 24 ara: Ritstjórnarfulltrúi tímaritsins „O Naomi nokkur Woolf, einn helsti gúrú kvenna- baráttunnar um þessar mundir, leggur áherslu á að konur skríði út úr fórnarlambsskelinni og temji sér hugsunarhátt sigurvegarans. Með hugrekkinu geti konur mótað nýja kvenímynd sem sé í senn kynæs- andi og viðeigandi í stað þess að vera kynlaus og hrokafull. — Við kjósum að kalla þessa nýju kventýpu töffara, kven- töffara. Töffara sem í senn geta verið femín- istar, og að sjálfsögðu í jákvæðustu merkingu þessa orðs. Konur með stóru K-i sem láta ekki vaða yfir sig 8B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.