Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 16
Göngum á röðina í ríkinu Hrafinhildur Valbjömsdótt- ir, eigandi verslunarinnar Heimsljóss í Kringlunni og tyrrverandi íslandsmeistari í vaxt- arrækt, leyfði PRESSUNNI að líta inn í vínskápinn sinn þessa vik- una. Hrafnhildur er sannkallaður fagurkeri á vín og mikil áhuga- manneskja um það þótt hún drekki ekki að sama skapi mikið — sjaldnast nema tvö til þrjú glös í senn. „Ég er mest fyrir freyðivín, kampavín og rauðvín og drekk þau má segja einungis. Mér finnst gaman að grauta i og smakka á öllum sortum af slíkum vínum. Ég les mér mikið til um vín — er svona að tuða um hverju ég er ekki sammála um í vínbókunum. Ég og nokkrir vinir mínir — með svipaðan vínsmekk og ég — hitt- umst stundum til að smakka vín. Það þarf ekki að vera neitt merki- legt. Við göngum bara á röðina í ríkinu og prófum nokkrar sortir í hvert skipti og strikum út það sem okkur finnst vont. Kampavín er að vísu svo dýrt að ég nenni ekki að hafa áhuga á því.“ Hrafn- hildur á þó ýmsar aðrar tegundir af áfengum drykkjum en léttvín, en það er fýrir gesti — foreldra, tengdaforeldra, vini og kunningja. Mér sýnist á skápnutn að þú sért tneð eindœtnutn gestrisin. „Það er gott að eiga örugglega það sem fólk vill. Ég er búin að eiga margt af þessu í mörg ár. Annars gengur þetta ekki nógu vel út — ég hlýt að vera svona leiðinleg að fólk vill ekki koma til mín! Flestir sem ég þekki vilja t.d. gin og tónik eða romm og kók eða hvað þetta heitir allt saman og auðvitað koníak. Síðan á ég líkjör- ana aðallega handa mömmu og tengdó. Ég hef nú smakkað alla lí- kjörana mína en ég fæ rosalegan hausverk af líkjör af því ég þoli illa svona sætt — er með hálfgert sykuróþol að þessu leyti — og mér finnst þeir ekki það góðir að ég nenni að fórna hausnum á mér fýrir þá. Apríkósulíkjör finnst mér góður og mömmu líka og hann á ég handa henni. Galliano-líkjörinn er líka góður (í löngu mjóu flösk- unni sem hún heldur á á mynd- inni), svona einn „hot shot“ en ekki meir. Ég er alltaf svolítið ítölsk í mér — veik fýrir Ítalíu.“ Áttu engan bjór? „Það er oftast til Heineken-bjór á heimilinu því maðurinn minn drekkur hann, en mér finnst hann ekki góður og drekk hann ekki.“ Hvaðfinnst þér utn vítiin í ríkinu? „Þau eru yfirleitt mjög góð fýrir minn smekk nema hvítvínin. Þau eru yfirhöfuð vond nema eitt, Po- illy-Fuissé. Það vantar gott hvítvín í ríkið. Það er nú ekki til mjög mikið af freyðivínum þar en ég á mína uppáhaldstegund, sem er Cordon Vert — og hún er líka á góðu verði. Það er þurrt freyðivín og mér finnst það best.“ Þúferðast mikið erlendis. Notarðu þá ekki tœkifœrið ogfjárfestir í víni í leiðitmi? „Jú, jú, þá kaupi ég kampavín og rauðvín — eitthvað nýtt.“ Þegar Hrafnhildur verður gömul ogfer á elliheimili œtlar hún að vera dálítið hress og þess vegna eiga alltaf lager af ísköldu freyðivíni og kampa- víni inni á herbergi, þ.e.a.s. ef Guð gefur hetini góða heilsu til að þola sukkið. „í morgunmat ætla ég að fá mér kampavín og ristað brauð, í há- deginu samloku og kampavín, með kajfinu ostapinna og kampavín og í kvöldmat pasta eða fisk og kampa- vín. “ Þess má geta að Hrafnhildur er líka með glasadellu. „Ef ég mætti ráða þá ætti ég herbergi fullt af glösum. Ég flyt náttúrulega sjálf inn glös. Ég er mjög glysgjörn og að sama skapi nýjungagjörn þannig að ég á ekki mjög mörg af hverri sort.“ Dulinn næringarskortur Lífaldur manna er að lengjast, a.m.k. á Vesturlöndum. Menn eru sammála um það. Far- aldrar, skyrbjúgur og svartidauði eru útdauð, en það er samt ekkert tilhlökkunarefni að vita til þess að þessi tíu viðbótarár byggjast á að eta úr heilum lyfjagámi, „plásturs- lyf‘ við hinum og þessum krank- leikum og sjúkdómum sem voru afar sjaldgæfir áður fýrr. Orsök? Dulinn næringarskortur. Það deyja fleiri ótímabærum hægfara dauð- daga á Vesturlöndum en í þriðja heiminum vegna hans. Menn spyrja sig hvort fæðið okkar sé ekki orðið fúllkomið, allt til alls í versl- unum. Svo virðist ekki vera. Græn- meti og ávextir verða snauðari og snauðari af næringarefnum. Vaxt- arhraði þeirra er keyrður áfram undir svipu hormóna- og eiturefna í snauðum jarðvegi. Sama gildir um kjötið, þó ekki hér á íslandi. Dýrin eru keyrð upp á sterum og hormónum, eta snauðan og ólíf- rænan gróður eða fæði. Þeim er síðan slátrað, bestu bitunum skellt í kjötborðið en afgangurinn of-unn- inn og mixaður með fleiri eiturefh- um, soðinn og yfirsaltaður og komið fyrir í velútlítandi umbúð- um og plantað í hillur og frystikist- ur verslana. Síðan bætum við við sykri, kaffi, (sígarettum), hvítu hveiti, smjöri, smjörlíki, majónesi, við brösum og ofsjóðum og skol- um öllu saman niður með ólíf- rænni, gerilsneyddri og fitu- sprengdri mjólk. Maginn og melt- ingarfarvegurinn taka við öllu, en 80-100 trilljónir frumna líkamans bíða daglega eftir sinni 98 oktana næringu til endurnýjunar og vaxtar en fá aðeins 78 oktan! Hægt og hægt gefur líkamsvélin sig. Skortur á amínósýrum og próteini fær hin- ar viðkvæmu taugafrumur til að leggjast í þunglyndi og kvíða. í kjölfarið fá frumur líkamans gusur af neikvæðum tilfinningum og orku sem ábæti. Magi og þarmar verða eins og úldin og slímug borðtuska sem hindrar alla upp- töku ef ske kynni að vítamín, snef- ilefni og steinefni ættu leið fram- hjá. Hin agnarsmáa ffumuvél hætt- ir smátt og smátt að hafa mátt og orku til skilja út og losa sig við úr- gang og eiturefni og þau setjast í vöðva og húð. Vöðvabólga og ex- em koma í ljós. Þykkt kólestrólið flýtur um slagæðarnar og farvegur blóðsins þrengist og þrengist. Hjartað stoppar. Fitufrumurnar eru í stanslausri át-orgíu og harð- neita að skila af sér fitunni, hvorki vilja né geta enda lamaðar af stjórnleysi, leti og biluðum losun- arútbúnaði. Eftir langvarandi nær- ingarskort umbreytast frumurnar úr því að vera brennsluvél í gerjun- armaskínu, gefast upp eins og nið- urnídd bygging yfirfull af krimm- um og dópistum í formi krabba- meinsfrumna sem fjölga sér og dreifa sem innbrotafaraldur um allan líkamann. Þegar í óefni er komið er sjúk- lingnum rétt „plásturslyf ‘ til að lifa af daginn, halda áfram við næring- arsnauðu fæðuna, auk þess að púla í sjötta gír á þol- og eróbikkstöðv- 16B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994 Kynlíf /^\ f/ fx n % & ■ W • f XflB w il N 11^ W iii yy inyi anneskjan er í eðli sínu sveimhugi. Lætur sig dreyma um ýmislegt ann- að og meira en hún framkvæmir. Sem betur fer kannski í sumum tilvikum. Aðr- ar fantasíur væri ekki úr vegi að láta eftir sér. Varðandi kynlíf virðist meðfærilegur leikfélagi(ar) allt sem þarf. Hugur flestra starfar eins og gildir þá nánast einu hvort um er ræða karl- eða kvendýrið. í könnun sem gerð var í henni Ameríku meðal fólks á aldrin- um 18 til 34 ára — nánar tiltekið meðal lesenda tímaritsins Deta- ils sem maður þorir að veðja að séu nokkuð forvitnilegir ekki síður en blaðið — kemur fram að um 60% karlmanna dreymir um að eiga mök við tvo í einu, en aðeins 24% hafa látið það eftir sér. Fjórðung kvenna dreymir sama draum. Framkvæmdagleðin er þó hlutfallslega hærri þar, því 13% kvenna hafa látið til skarar skríða. Það sama gildir um þá sem dauðlangar að fylgjast með öðr- um í ham, langtum fleiri dreymir en reyna það! Nærri helming karlmannanna dreymir um hóp-reið, aðeins 13% hafa prófað og ekki nema 4% kvenna, þótt 21% þeirra blóðlangi. Hvernig væri fyrir þá sem dreymir blauta leðurdrauma að gera eitthvað í málunum? Leðurfatnaður er á hverju strái og hefur aldrei verið ódýrari. 23% karlmanna dreymir um að lenda í leður- leik og 16% kvenna, en helmingi færri af báðum kynjum hafa reynt. Þetta er bara spurning um að finna rétta aðilann. Dæmið fer þó að verða svolítið öfugsnúið þegar kemur að flengingum, því meira en helmingi fleiri hafa tekið þátt í slíkum leik en virðast vilja það. Og það sem meira er: fleiri konur en karlar hafa tekið þátt í flengingum, eða 34% kvenna en 29% karla. Maður veit ekki hvort það borgar sig að mæla með þessari hugaríþrótt. Það má a.m.k. benda á það að hún getur dregið dilk á eftir sér. En 38% karlmanna dreymir um að sofa hjá bestu vin- konu eiginkonunnar/kærustunnar og 13% hafa látið það eftir sér. Konur með slíka óra eru ekki eins margar, eða 19%, og 8% hafa sofið hjá besta vininum. Það sem vekur kannski samt mesta forvitni er að langflestir hafa látið eftir sér að gera það úti á víðavangi, meira að segja fleiri en hafa látið hugann um það reika. Yfir helmingur bæði karla og kvenna hefur gert það á því sem kallast opinberir staðir. Óvenjulegir staðir þar sem fólk hefur framkvæmt þessa athöfn eru hins vegar mýmargir. Sem dæmi hefur einn gert það í leigubíl og það með leigubílstjóranum, annar gerði það undir jólatré, einn komst yfir ráðherradóttur ofan á teppi í forstofunni heima hjá ráðherranum, bílaþvottastöð varð fyrir barðinu á pari einu, verönd prests nokkurs í öðru tilfelli. Þá sagðist einhver hafa tek- ið í ofan á þvottavél í almenningsþvottahúsi, á brautar- stöð, aftur í skutbíl sem faðir einnar keyrði og svo koll af kolli. & um — svona til að losna við hann sem fýrst af yfirborði jarðar enda sjúkdómskerfið orðið staurblankt. Krabbameinsfrumurnar fá gusur af banvænum geislum enda dugar ekkert minna en atómsprengja á krimmabyggðina. Gósentíð lyfja- iðnaðarins verður endalaus og nær smátt og smátt yfirráðum yfir pen- ingum jarðarinnar — og læknum. Rót vandamáls- ins er geymd sem ríkisleyndarmál og aldrei opin- beruð. Einstaka sjúk- lingar fara aðra leið. Leita sjálfir að rótum vand- ans. Breyta fæðu- vali sínu sam- kvæmt makró- bíótískum kenn- ingum þar sem lífrænt fæði er uppistaðan og sam- setning þess háþroskuð fræði. Leysa upp neikvæðar tilfinningar, forrita huga sinn upp á nýtt og stunda rólegar en hnitmiðaðar hreyfingar af austrænum uppruna, samhæfðar fýrir líkama og sál. Hvort sem viðkomandi hlýtur bata eður ei, eftir því hve alvarlegur sjúkdómurinn er, deyr hann a.m.k. sáttari en ella þó að hann sé for- dæmdur af læknastéttinni, kirkj- unni og bókstafstrúarsöfnuðum fýrir að stunda austrænt kukl. Uppskrift dagsins Vertu jákvæður, farðu að sofa fýrir miðnætti og sofðu í 7-8 tíma. Upprættu nei- kvæðar tilfinn- ingakreppur sem fljóta um eins og geislavirk þrumu- ský í staðnaðri hringrás. Endur- skoðaðu heila- og hugarforrit þitt sem samfélagið hefur innprentað þér frá unga aldri og auktu víðsýni þína. Vandaðu fæðuval þitt og bættu sköpunar- gleði og kærleik í matreiðsluna. Stundaðu skynsamlegar líkamsæf- ingar sem auka andlegan og líkam- legan styrk en slíta hvorki liðbönd, vöðva né liðamót.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.