Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 14.04.1994, Blaðsíða 9
I Inga Sólveig Friöjónsdóttir, 37 ára: Ljósmyndari. Mér finnst kvenbassa- leikarar rosalega töff J „1967 flyt ég sem smástelpa írá Kúbu til Bandaríkjanna." „1976-1981 er ég að æfa írjálsar íþróttir — spretthlaup — hljóp 100 m hraðast á 11:2.“ „Ég eignast Sóleyju dóttur mína árið 1986 og sama ár flyt ég til Islands." „Ég eignast Helenu dóttur mína 1988.“ „Þorsteinn Sindri, yngsta barnið mitt, fæddist svo 1993.“ Hvað er töffari íþínum augutn? „Töffari er svona týpa eins og Linda Hamilton lék í Terminator 3, Judg- ment Day — ákveðin kona sem lætur ekki vaða yfir sig og gerir það sem hún vill. Hún var líka mjög töff í útliti.“ Ertu töffari sjálfí „Já, ég mundi segja það. Ég læt engan vaða yfir mig og er rnjög hreinskil- in, sem mér finnst mjög töff.“ Finnstþérfólk geta búið það til að vera töjfí „Já, mér finnst það. Fólk t.d. með lítið sjálfstraust getur búið sér til álcveðna ytri töffaraímynd sem getur hjálpað því að auka sjálfstraustið.“ Hvaða kona er mesti töffarinn íþítium augum? „Amerísk kona sem heitir Shelley Muldoney, en hún var fyrsta konan til að keppa í kappakstri. Hún náði fljótt sama tíma og karlmennirnir. Mér finnst Toni Morrison, Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum, einnig mjög töff.“ Er kvennalireyfingin gengin sér til húðar? „Þegar ég flutti til Islands árið 1986 var mikill samtakamáttur meðal kvenna og þær voru mjög meðvitaðar um stöðu sína í þjóðfélaginu og vildu bæta hana. Mér finnst þessi samtakamáttur hafa dvínað mjög á síð- ustu árum, sem er slæmt, því það er enn mikið ógert í jafhréttismálum. Mér finnst margar íslenskar konur í dag ekki hafa nógu mikið traust á sjálfúm sér — þær eru ekki nógu hugmyndaríkar og ffumlegar.“ Hvað er töffari íþínum augwtt? „Töffarakonan er kona sem treystir eigin dómgreind og fylgir henni eftir. Hún gefst ekki upp heldur stendur alltaf upp aftur og gerir það með stæl. Töffarakonan getur haft engilblíða ásýnd og mjög mjúkt viðmót en hún getur verið mesti töffari sem þú hittir. Hún er í eðli sínu töffari. Töff kemur útliti ekkert við. Og sjáðu til. Töffarakonur dansa.“ Ertu töffari sjálfí „Fjögurra ára sonur minn segir að ég sé bara töffari í hvítu íþróttaskónum mínum. Og þá er ég algjör töffari segir hann.“ Hvað finnst þér um orðið töffari? „Það á fullan rétt á sér en fólk leggur hins vegar mjög misjafna merkingu í það.“ Hvaða kona er mesti töffaritin t þíttutn auguttt? „Móðir mín, ffú Fjóla í Antikhúsinu, er mesti töffari sem ég þekki. Hún hefúr alið upp í mér töffaraeðlið." Er kvennahreyfingin gengin sér til húðar? „Fráleitt. Það er jafnmikil þörf fyrir hana í dag og alltaf. Ég er búin að fá mig fúllsadda á þessum röddum sem segja að takmarkaður árangur kvennabaráttunnar skuli skrifast á reikning kvennahreyfingarinnar. Sök- in er ekki kvennahreyfingarinnar heldur ákveðinnar tregðu í samfélag- inu. Kvennahreyfingin vinnur gott starf, en því má ekki gleyma að það er líka fúllt af konum út um allt sem eru daglega að vinna sigra en hver á sinn hátt. Það eru margar leiðir í kvennabaráttu og engin ein rétt. Kvennahreyfingin er töffarahreyfing því þar er ekki gefist upp.“ Töffarar þurfa ekki að monta sig af afrekum sínum Debbie Blyden, 31 árs: Líkamsræktarþjálfari. „1970-1974: Kaupi fýrstu Led Zeppelin-plötuna og er „hooked“ á rokkinu upp ffá því. Yfirgef foreldra- hús og gerist „sjálfstæður" einstaldingur. Fer á Höfri í Hornafirði að vinna í fiski. Bý á verbúð og kynn- ist ástinni. 1976-1979: Eignast dóttur mína Sigríði Rögnu. Flyt til Reykjavíkur aftur. Vinn sem ritari hjá SlS gamla og skemmti mér konunglega á Óðali og Hótel Borg. 1979: Hitti aftur stóru ástina á verbúðini. Hefjum sambúð. Kynnist pönkinu. 1980: Eignast fyrstu alvöru myndavélina og áhuginn kviknar á ljósmyndun 1980-1984: Pönkið í algleymingi. Vinn við hitt og þetta, t.d. í tískuverslun og við umboðsmennsku. Er að fyllast einhveijum óróleika. Það vantar einhvem tilgang í þetta allt saman. 1984-1988: Fer í listaskóla í San Francisco og finn tilganginn. Ein bestu ár ævi minnar. Kem heim fúll bjartsýni. Nú hlýt ég að fá draumastarfið við eitthvað skapandi og skemmtilegt. Geng á milli manna í leit að atvinnu. Gefst fljótlega upp á karlaveldinu og ákveð að einbeita mér að listinni með ljósmyndun sem tjáningarmiðil. 1989: Fer í ógleymanlegt ferðalag um Rússland og held sýningu í Leníngrad. 1990: Við Sigga og Guðlaug hönnum enn einn bar, mikið gaman. 1990-1994: Lífið er töff. Atvinnuleysi, íhlaupavinna, held áffam að sýna hingað og þangað um heiminn og vona að íslendingar fari að viðurkenna ljósmyndun sem listgrein.“ Hvað er töffari íþtnum augutn? „Töffari er, í stuttu máli, manneskja sem þorir að vera hún sjálf, þ.e.a.s. klæða sig, tjá sig og haga sér eins og henni er eðlislægt án þess að hafa áhyggjur af kreddum þjóðfélagsins.“ Ertu töffari sjálfí „Það er svona álíka hallærislegt að segja að maður sé töffari eins og að vera misheppnaður töffari. Ég væri kannski svakalega „cool“ ef ég hefði haldið áffam að spila á bassann og vera í hljómsveit. Mér finnst kvenbassaleikarar rosalega töff.“ Hvaða kona er tnesti töffarinn íþtnum augum? „Cindy Sherman fyrir að vera meiriháttar ljósmyndari. Hún er sko ekki hrædd við að taka kvenímynd- ina og umhverfa henni gjörsamlega. Mér finnst líka töff við hana hvað hún veitir sjaldan blaðaviðtöl. Andrea Gylfadóttir er töff fyrir að vera eina konan sem stendur sig í rokkinu á lslandi.“ Er kvennahreyfitngin gengin sér til húðar? „Ekki á meðan ennþá er launamisrétti og konur fá ekki sömu atvinnutækifæri og karlar. Hins vegar þarf að huga að því hvernig við viljum hafa samskipti kynjanna í ffamtiðinni. Viljum við konumar vera svo sterkar og sjálfstæðar, t.d. í sambúð, að karlmenn breytist í einhverjar pissu- dúkkur sem nenna ekki að taka neina ábyrgð?“ / Eg er mjög hreinskilin, sem mér finnst mjög töff FIMMTUDAGURINN 14. APRÍL 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.