Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 10
Efsta myndin: Gömul hús meö sérkennum sins tíma i túnfæti á Dvergasteini. — Næsta mynd: Svarthamar i Áiftafirði dregur nafn af lágu, svörtu klettabelti í hlíðinni ofan við bæinn. Hér fæddlst Jón Indíafari 4. nóvember árið 1593. — Neðst: Svarfhóil I Álftafirði, bær ungu hjónanna, sem settust þar að, þegar jörðin hafði verið i eyði húsalaus i tíu ár. Innar með Hrðinum eru bæirnir Hlíð, Svarthamar, Svarfhóll og Sel.ia- land, og er þá komið í fjarðarbotn. Svarfhóll fór í eyði fyrir allnokkru, og var þá ölium bæjarhúsum rutt brott. En tæpum tíu árum síðar flutt- ust þangað ung hjón, sem tóku þráð- inn að nýju, byggðu sér lítinn, snotr- an bæ og hafa ræktað þar mikið land, enda góð skilyiði til slíkra athafna. Af þessuin slóðum er ekki óravegur suður í Dýrafjörð í Lambadal eða vestur í Önundarfjörð i Korpudal eða Heatdal, en yfir firnindi mikil og veg- leysur að fara. í fjallinu inn frá Seljalandi er gljúf- ur mikið', sem heitir Valagil. Þegar Jón Indíafari var barn heima í Álfta- firði og þekkti ekki það líf, sem skyttur í sjóliði Danakortungs áttu við að búa, bar það við, að kona sú, er er Bóthildur hét, lagði leið sína yfir fjöllin vestur í Önundarfjörð, og hafði með' sér dreng, sem hét Ketill, eins eða tveggja ára gamlan. Virðist það ekki hafa þótt tiltökumál, þótt kona færi þessa leið fylgdarlaust með ó- göngufært barn. En glæfralegt myndi það talið nú á dögum. Ferð' konunnar virðist hafa gengið að óskum vest- ur yfir, og þegar hún hafði lokið er- indi sínu, sneri hún sömu leið til baka. Var það á Maríumessu fyrri, með öðrum orðum í fyrri hluta ágúst- mánaðar. í þetta skipfi hreppti hún þoku á fjallinu og villtist. Komst hún að Valagili og lagðist þar fyrir, örþrota af langri göngu með barnið á baki sér. Er skemmst af því að segja, að konan dó þarna á gilbarminum, og var ekki að henni leitað', því að Ön- firðingar vissy ekki annað en hún hefði komizt á leiðarenda og Álft- firðingar höfðu ekki spurnir af ferð- um hennar. Nú bar svo til, að menn í Álftafirði heyrð'u kveinstafi mikla í fjallinu, og héldu þeir helzt, að þetta væru hljóð í einhverju dýri. Virðist þeim hafa stað ið allmikill stuggur af þessum hljóð- um Prestur þessara sókna var si'. Jón Grímsson, og b]ó hann á Svarfhóli, næsta bæ utan við Seljaland. Skrifaði hann nú boðseðil, sem hann lét ganga bæja á milli og skipaði hverjum bónda í byggðarlaginu að koma hið skjótast á vettvang með vopn í hönd, því að forvitnast skyldi um það, hvað dýra ýlfraði í f jallinu. Hefur það ekki þótt góður gestur og tryggast að gera því þegar aðför. Þegar þetta gerðist, höfð'u fyrir skömmu verið sendir til landsins þrí- skúfað'ir atgeirar að fyrirlagi konungs, og mun þ»ið hafa verið árangur af viðleitni Magnúsar prúða til þess að koma á vopnaburði í landinu að nýju. Skattbændur í firð'inum komu nú með atgeira sina heiín á prestsetrið og 896 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.