Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 16
SVERRIR HARALDSSON: STEINKUDYS Burt frá dagsins önn og ys einmana ég göngu þreyti, staðnyemist hjá Steinku- dys, stórri urö með þessu heiti; sezt á háan hellustein. Hugans vitjar gömul saga konujinar, er bar hér bein. Bergmáil löngu gleymdra daga. Liðni timinn líður hér, llkt og myndir yfir tjaldið. Og það nafn, sem urðin ber, enn þá fœr mér trega valdið. Hér fœr þögnin máttugt mál, minninganna sögu rekur. Og í minni eigin sál óttablandna hrifning vekur. Þú, sem forðum bein hér barst, bráðum gleymd á vorum dögum, syndug kona, sakf&lld varst, siðan dœmd að mannalög- um, máttir þola mannlegt böl. meir en nokkur skilið getur. Allt þitt líf vár eintóm kvöl, au.ðnulitla Steinkutetur. Gengileysi, gœfutöp, grýtta braut með þungum raunum, örlög köld og eítruð sköp, ástin fcerði þér að launum. Ævisögu enginn veit, eins og þína, dapra, svarta. Samt var ást þin heil og heit, heillum flúna konuhjarta. Meðan beiðstu hjartahrelld hinzta eftir lausnardegi, œgikvölum ofu,rseld, ein á dau.ða.ns myrka vegi, bað þá ekki syndug sál sjálfan guð hinn mildi- ríka? Veitti ekki viðkvœmt mál vonarinnar huggun slika? Heima biðu börnin ung, bjargarlaus í koti sínu. Örvœntingin ofurþung um sig bjó i hjarta þlnu. Hvar var lifs og líknarvon, Ijósgeisli i myrkn sendur? Litla dóttur, Ijúfan son leiddi bœn i drottins hendur. Þega.r biður syndug sál sjálfan guð i þungum raunum, hlustar hann á hjartans mál, huggun veitir svo að laun- um. Og um blessun baðstu heitt, breyska kona, gœfuflúna. Drottinn sagði: — Víst skal veitt, veika döttir, bœn þin núna. — Brauztu, að vísu barnið mitt, boðorð min í þessum heimi. Held ég samt, að hjarta þitt hreinan kjarna enn þá geymi. Móðurást og trausta trú tel ég þar að megi finna. Iðrun sönn þér opnar nú inngöngu til barna minna. Síðan engli sinum bauð sjóli hœða jarðar vitja: — Þreytta sál úr þungri \ nauð þú skalt hingað til min flytja! Burt frá lífsins sáru scrg sendiboðinn Steinku leiddi. Inn i himins bjarta borg bœnin hennar veginn greiddi. Dagurihn, sem dimmur rann, dreifði sundur rökkur- tjöldum, og í klefa fangann fann framliðinn á beði köldum Friðarbros um föla kinn flestir sáu, enginn skildi. Sýndi allur svipurinn sálarró og hjartamiidi. Þegar liðið hafði hold hlotið da.uðuns likn og nceði, vildi enginn vigða mold veija fyrir grafarstœði. Utangarðs í djúpri dys dœmdist hún í sekt að hvíla. Fjarri dagsins önn og ys urð og klappir beinum skýla. ★ 904 T í M I V fí — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.