Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 22
Þið þekkið hann Vilia Framhald af 895. síðu. í augun og neri fast. Síðan leit hann út aftur. Ekkert var sjáanlegt. Það var ekkert, þar sem gamli, digri trjá- stofninn nam við jörð, nema rykugt kögur af skrælnuðu grasi. Hann nötr- aði á beinunum og horfði niður yfir ruslaralegan garðinn, líkt og hann hefði aldrei séð jafnfagra sjón Það var blessun og fró að flæðandi tungls birtunni. Harði hnúturinn sem verið hafði í höfði hans, losnaði og rakn- aði, og hann fann, að hann var aftur ungur og sterkur. Hann langaði til að hrópa hástöfum og stökkva um her- bergið. Winnie Mae muldraði eitthvað í svefninum, og hann sneri sér við og leit á hana. Þunnur náttkjóllinn 1á í fellingum uppi' undir höndum, og þarna lá hún, með krosslagða fætur, og það glampaði á hvítan belginn á henni í tunglsljósinu. Hún kumraði við, þegar hún reif af sér svefninn, og lukti síðan örmum utan um þung- an líkamann, sem hvíldi ofan á henni. „Þú manst eftir mér“. hvíslaði hann. „Það er Villi. Þú þekkir hann Villa". Hún flissaði og dró hann fastar að sér Andardráttur hennar fór að verða hraðari, og fingurnir klóruðu bak hans eins og kisuklær. Hún engd- ist undir honum, og hendurnar fikr- uðu sig hærra og hærra, upp um herðarnar á honum, upp eftir háls- inum . . . Skyndilega varð eins og spreng- ing undir honum og hræðilegt angistaróp. Villi kipptist aftur á bak, þegar neglur hennar ristu niður and- litið á honum, og síðan fann hann líkt og nísfandi sting, þegar hún keyrði hnén upp Hann staulaðist frá rúminu, með hendurnar fyrir blóð- ugu andlitinu. Hendurnar á honum! Tímjnn stöðv aðist í ægilegri martröð, þegar fing- urgómarnir sendu þau skilaboð gegn um taugaendana, að á berum skall- anum hefði allt í einu þotið upp þykkur, stífur hárlubbi Hann rykkti höndunum niður og hélt holum lóf- unum fyrir sér. Ferskt blóðið var svart í tunglsbirtunni — og ekki að- eins blóðið! Hann snarsneri sér að brotna speglinum, og þá fyrst sá hann sjálfa sig. Hvapmikili líkaminn með slappri ístru var horfinn f hans stað kominn líkami af þeldökkum ókunnugum manni — en þó ekki ó- kunnugum! Fingurnir þreifuðu sig eftir enn- inu og þukluðu eftir litla, rauða skotgatinu, það var þar ekki 'lengur. Og tíminn tók aftur á rás Winnie Mae hélt áfram að hljóða, og þungir fætur ruddust upp stigann úr eld- húsinu., Hann reyndi að gefa skýringu. en það var ný mýkt í röddinni, sem gerði allt að iygi, sem hann reyndi að segja. Þegar dyrunum var hrundið upp; stóð hann við andartak og rétti fram hendurnar biðjandi. „Nei“, kjökraði hann. „þetta er Villi. Þið þekkið hann Vilia.“ Þeir komu hægt og hægt út úr og þá beið hann ekki boðanna. Hann tók eitt skref hægt aftur á bak, síðaii tvö, og þegar hann fann gluggasylluna nema við kálf- ana á sér, snerist hann á hæli og vatt sér út um gluggann út á hall- andi þakið Þegar hann kom til jarð- ar, reyndi hann enn að gefa skvr- ingu, en þá mundi einhver eftir byfs- unni sinni. Hefði Villi verið hann sjálfur, mundu þeir hafa elt hann uppi ú fyrstu mílunni, en nýi, fjaðurmagnaðj líkaminn hans bar hann áreynslu- laust gegnum náttmyrkrið. Ef ekki hefðu verið hundarnir, hefði hann ef til vill komizt undan. Einhver hafði á sér spil, og þeir drógu allir. Pete Martin dró lægst, óg hann varð að fara heim og sækja benzínið. K. E. þýtlili. LÍKNESKI ÓLAFS HELGA - Framhald af 894. sí3u. létta ófögnuðinum af staðnum. Fólk- ið gerir sér að venju að hneigja sig fyrir líkneskjunni. Hinn 26. september 1706 er meist- ari Jón biskup Vídalín að vísitera á Kálfafellsstað. Hann lætur bóka: „In ornamentis og instrumentis á kirkjan þetta: — prédikunarstól af panel- verki,' málaðan með olíufarfa, gler- glugga yfir prédikunarstól og annan yfir altari, item Ólafs kóngs líkneski hefur presturinn tillagt". Og árin líða. Séra Jakob situr Kálfa fellsstað til æviloka 1717, full 28 ár, án þess að verða meint. Álögum völvunnar er hrundið. Ólafur kóngur trónar á kórbitanum, og fólkið held- ur áfram að hneigja sig fyrir hon- um, enda lætur hann ekki að sér hæða. Kristján Vigfússon sýslumaður gerðist til þess í gáska að höggva einn fingur af dýrðarmanninum, og hófst þá ólánsferill hans; Kristján endaði sem niðursetningur í Suður- sveit, en prestur staðarins l.ét smiða nýjan fingur á Ólaf helga. Seint á 19. öld var byggð ný kirkja á Kálfafellsstað. Ólafur fékk sinn stað á kórbitanum, en var nú látinn horfa inn í kór ; stað þess að horfa fram og taka við lotningu safnaðar- ins, er hann gekk í kirkju. Menn kunnu þessu illa og þótti sem verða mundi upphaf ernhverra óhappa, enda fauk kirkjan skömmu síðar og brotn- Lausn 37. krossgátu aði í spón. En eftir veðrið fannst líkneskið úti í skafli, stóð þar upp- rétt og hafði ekki sakað, Þótti mönn- um þá sem enn væri eigi þrotinn kraftur Ólafs konungs, er hann lét líkneski sínu þyrmt i slíkum voða- Og verður því þó eigi neitað, að horf- inn var fagur farfi af hinu sögn- fræga átrúnaðargoði, þegar kirkjan gaf það Fomgripasaíninu árið 1388, tveimur árum eftir skaðaveðrjð. Meistari Jón hefur sýnilega ekki amazt við því, þótt presturinn gæfi kirkju sinni þessa helgimynd, enda sýna fleiri dæmi, að nokkur dýrkun Ólafs konungs hefur ekki verið lög<5 mönnum til lýta löngu eftir siða- skipti.. Líkneskið er ekki eftirlegu- kind úr pápísku, heldur hefur þa’Ö verið nýtt, þegar séra Jakob fékk það handa kirkjunni, iíklega smíðaö í Noregi. s r ;• . p ó 11 F fí l l M fi P u R > fí L L fl K •c g T í u N D 1 N fí' s ■9 s T 0 p p V s> 'V p W T .ö r N p 0 Ú (5 í.„ n R i F |É s N J fí & fl w Æ R ó fi T u ■R í > T <r b T u i i P S Ó M I L l ul r 1 T i K U s u P s E L J A ’k u S É s K E M s T > S Ó u # s V E N D 9 R i fi p! E s K £ i 5 fl r R N N i S K K K fi É £ :,9 N & fí R fi ft fí p K fl s T Á. 0 N s fí N il R R i T b F Æ 0 ■r R fí Ð 2 E % i D fi w fl N fi n s É K fí F F * E Ð U R T Tf T M i R fl N P N N fi •R E l< A a N 1 R l fl U K P § T, 0 | s K á N 1 bk fí' R fi *T V í S. fl' S T fí R K 0 S s 1 R fl u s 9L P R V" E T É fi' H L m U F y 7, i R i B í L V rt -> K £ R U s T. U P ft F 910 T í M I N N — SUNNUDAGSBLA®

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.