Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 25.11.1962, Blaðsíða 18
sínum hafði hann fjallag mikið um niðurlægðar og auðmýktar manns- sálir. En fram að þessu hafði hann ekki verið trúaður. Nú greip hann sterk trúarþörf, og honum áskotnað- ist eintak af Nýja testamentinj, en það var eina bókin, sem leyfilegt var ag lesr innan veggja fangelsisins. Hann las það aftur og aftur bæði fyrir sjálfan sig og meðfanga sína, og hann kenndi meira að segja einum fangelsisbróður sínum að iesa á það. Inni í þessari bók, sem varð honum svo hugfólgin. fann hann fimmtíu- rúblna seðil, og það voru einu auð- æfi þessa heims sem honum áskotn- uðust á þessum árum. Hann fékk enga aðstoð frá fjölskyldu sinni; hún hafði snúið við honum bakinu. Fangelsisvistin og hermennskan þar á eftir hafði slæm áhrif á heilsufar hans, en ,andj nans var óskemmdur og öflugri en nokkru sinni fyrr. All- ar þær þjáningar, sem lífig hafði fært honum, gáfu hinum meiri inn- sýn í sálarlíf mannanna. Og þegar hann var loks látinn laus árið 1859, kom hann fram á sjónarsviðið sem hinn mikli sálkönnuður. Hann flutt- ist til Pétursborgar, og þar kom út fyrsta bók hans eftir tiu ára hlé; „í húsi dauðans", og fjallar sú bók um veruna í Síberíu. Ekki löngu síðar gaf hann út „Glæp og refsingu", sem gerði hann frægan, bæði i heimalandi sínu og utan þess, og mun það vera sú bóka hans, sem þýdd hefur verið á flest tungumál, meðal annars á íslenzku. Þegar hann var hermaður í Síberíu kynntist hann ungri frú, sem hét María Dimitrievna Isaev, og varð hann mjög ástfanginn af henni. Mað- ur hennar, sem var drykkjumaður, lézt skömmu eftir að kunningsskap- ur þeirra Dosfojevskijs og hennar hófst, og bað hann hennar þá. Hún var mjög hrærð vegna ástar hans og tók honum, en sennilega hefur það og ráðið miklu, að hún stóð ein uppi eftir dauða manns síns, félaus og fyrirvinnulaus. Þau giftust 1857, en hjónaband þeirra varð þeim báðum til mikillar. óhamingju. Hún hafði viðbjóð á flogavéikisköstum hans, var sjálf mjög heilsutæp og andaðist eft ir átta ára hjúskap. Nokkrum árum síðar kvæntist Dostojevskij einkaritara sínum, sem var mörgum árúm yngri en hann. Hún elskaði hann og reyndi það, sem hún gat, til þess að gera honum lífið léttbært. En hún var að mörgu leyti yfirborðsleg og skildi ekki skáldskap hans. Dostojevskij var fljótur að koma því fé í lóg, sem honum áskotn aðist fyrir bækur sínar, og eyddi hann meðal annars miklu í útgáfu tímarita, sem ritskoðun ríkisins bann aði, og hann varð að flýja land vegna ásókna lánardrottna sinna. Þau komu fyrst til Berlínar, en þar kunni skáld ið ekki við sig, svo að þau héldu ferðinni áfram til Dresden. Dostojevskij var haldinn mikilli heimþrá og í þessari dvöl hans erlend is breyttust skoðanir hans; hann hafði áður verið heimsborgaralega sinnaður, en nú dýrkaði hann Rúss- land og hinn slavneska kynþátt. Hann tók nú að spila fjárhættuspil af miklum móði til þess að útvega fé til heimfeiðarínnar, en tapaði stöðugt, svo að þau urðu að veðsetja allar eigur sínar til þess ag geta dregið fram lífið. Við þessar aðstæð ur varð honum heldur stirt um skrif, en engu að síður skrifaði hann tvær merkar bækur á þessu tímabili, „Hálfvitann“, og „Hina djöfulóðu“, sem var nokkurs konar uppgjör hans við nihilistanna, sem voru meðal öfgafyllstu byltingarsinna. Góðvinir hans útveguðu honum fé, svo að þau. hjónin gætu flutzt til Genúa, og þar fæddist honum dóttir, sem hann fékk mikla ást á, en hún dó úr lungnabólgu honum .til mikillar sorgar. Árið 1871 sneri hann loks aftur heim til föðurlands síns og settist að í Pétursborg. Hafð'i kona hans þá aftur fætt honum dóttur. Höfðu þau þá verig utanlands í fjögur ár. — Skömmu síðar eignaðist hann son. sem hann kallaði Fjodor. Þegar lánardrottnararnir fengu veður af því, að skuldunautur þeirra væri heim kommn, köstuðu þeir sér yfir hann af mikilli grimmd og hót- uðu honum skuldafangelsi Honum varð það til hjálpar, að hann fékk ritstjórastöðu við tímarit, sem fursti, að nafni Meshcerskij gaf út. Hann hafði lítinn tíma aflögu til að sinna skáldskapargerð og varð að grípa til þess- örþrifaráðs, sem svo margur annar listamaður, að skrifa á næt- urnar, þegar aðrir sváfu. — Síðar Framhald á 909 síðu. Fangelsisvlstin varS Dostojevskij öriagarík. 906 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.