Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 8
úr völnunum hafi verið að verki og loks, að magnaður draugur eða aftur- ganga, ekki af betra taginu, hafi hér gengið um garða. Kkki mun fólk almennt hafa lagt mikinn trúnað á þá skýringu, að kon- an hafi sjálf sett þessa atburði á svið, — og þá auðvitað til þess að' komast burtu frá Baulárvöllum, — þegar af þeirri ástæðu, að hún hefði vart haft líkamsburði til slíkra stór- ræð’a, sérstaklega ef þekjur allar hafa verið gegnfrosnar, sem frásagnir greina. Enda íylgdi það sögunni, að bærinn hafi verið byggður upp aftur og konan þess vegna búið þar áfram, sem ekkeit hefði í skorizt. Eftirtekt- arvert er, að hreppstjóri sá ástæðu til þess að láta fram fara sérstaka skoðunargerð, þar sem vottað er, eins og áður segir, að „engir mennskir menn“ hafi hér verið að verki. Er líkast sem einhver grunur hafi fall- ið á konuna í þessu sambandi eða frá- saga hennar þótt svo ótrúleg, að rétt hafi þótt að taka þegar af allan vafa. Er konan þar með augljóslega sýkn saka. Stundum var þess getið til, að ein- hvers konar náttúruhamfarir myndu hafa grandað bænum, hvirfilstormur eða úrfelli, eða t.d. jarðhræringar, svo sem vegna frostþenslu eða sprungna í jörðu o. s. frv. Ekki virð- ist slíkt ýkja trúlegt, enda stóð bær- inn á þurrlendum grunni. Annars eru þess dæmi hér á landi, að bæir hafi orð'ið fyi'ir snöggum hristingi vegna frostbresta í jörðu, til dæmis hef ég heyrt um eitt slíkt tilfelli úr ísafjarð- ardjúpi í tíð Vilmundar landlæknis, en þar hélt fólkið helzt, að kominn væri heimsendir, en honum hafði ein- mitt verið spáð það kvöld. í þessu sambandi rifjast upp, að mikið var talað um torkennileg hljóð, drunur og dynki, sem stundum heyrð- ust að vetrarlagi utan af vötnunum við Baulárvelli. Settu sumir þetta í samband við þjóðsögur og skrímsli í vötnunum, samanber og örnefnin Baulá og Baularvelli, en aðrir töldu hér einungis vera um frostdynki að ræða. Stundum þóttust menn hafa séð ísinn bólgna, lyftast og brotna, líkt eins og einhver ógurleg skepna væri að bylta sér undir ísskorpunni. Hafa frá þessu sagt merkii’ og sannorðir menn, sem ekki er ástæða til að rengja, enda munu tiltækar eðlileg- ar skýringar á slíkum fyrirbærum, að því er náttúrufræðingar telja. Þá var það stundum haft við orð, að stórgripir myndu hafa komizt upp á bæinn og brotið hann niður. Eng- in deili vissu menn þó á slíku, sízt á þessum árstíma, né heldur var trún- aður á það lagður. Sama máli gegn- ir um þá tilgátu, sem stundum var hieyft, að bjarndýr kunni að hafa lagt leið sína yfir fjallgarðinn og orðið til þess að brjóta niður bæinn. Sagt var, að dýrið hefði þá komið á land einhvers staðar norður á Strönd- um og rölt suður Hvammsfjörð á ísi, en vitað er, að bjarndýr ganga stundum óraleiðir inn um land, til dæmis gekk bjarndýr eitt sinn úr Héraðsflóa yfir Möðrudalsöræfi alla leið niður í Axarfjörð. Óhugsandi virðist, að nokkur þess- ara skýringa geti haft við rök að styðjast, enda var þeim heldur ekki trúað í byggðarlaginu, þótt þær bæri stundum á góma, þegar rætt var um Bauláivallaundrin. Sannleikurinn var sá, að fólk vissj ekki, hvað það átti að halda eða hverju að trúa um þessa dularfullu atburði. Þá var það, að hug- myndafluginu var stundum gefinn lausari taumur og leitað enn langsótt- ari „skýringa", þótt þær lægju jafn- vel utan og ofan hinnar skilvitlegu tilveru. Ekki svo að skilja, að á þær væii almennt lagður trúnaður að heldur. Þjóðsagan um skrímsli eða óvætti í Baulárvalla- og Hraunsfjarðarvötn- um er til orðin í grárri fomeskju. Segir í Landnamu, að eitt sinn hafi torkennilegur hestur, apalgrár, kom- ið í hross Auðuns stota, landnáms- manns í Hraunsfirði, en um kveldið horfið i vötnin og aldrei sézt síðan. Varð hesturinn svo að skrímsli því, sem síð'an hefur hafzt við í vötnum þessum og gert mönnum margar skrá- veifur. Ýmis munnmælj voru um ófreskju þessa, allt fram á þennan dag að kalla, og þóttust margir hafa orðið hennar varir, smalamenn elt- ir, bát Selvallabónda nær hvolft, skepnur limlestar og drepnar, enda var fyrirgangur hennar stundum svo ferlegur, að „stór stykki hrukku úr bökkum vatnsins“, o. s. frv., eins og Helgi Hjörvar drepur á í héraðslýs- ing sinni. Oft voru dunur og dynkir og torkennileg umbrot undir ísskorp- unni, eins og fyrr var sagt. Loks varð ókind þessi stundum í tali fólks að einhvers konar samblendi dýrs og draugs, draugakynjuð ófreskja, að sínu leyti eins og Þorgeirsboli eða þess háttar fénaður, sem ekki er óþekktur í þjóðtrúnni. Enda minnt- ust menn nú örnefnisins Draugagils við Baulárvallavatn, sem áttj sér sína sögu. Datt fólki sumu hverju þess vegna í hug að setja hinar ferlegu aðför að Baulárvallabæ í samband Framhald á bls. T88. Baulárvellir og vatnið á miðjum uppdrætti. Land- námsmörk samkvæmt útgáfu Einars Arnórssonar, er telur Baulárvelli í landnámi sunnanmanna. 176 T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.