Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 12

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Page 12
MINNINGABROT UM MEULENBERG BISKUP A árunum fyrir 1940 vann ég við Ktnnslu í Landakotsskóla í Reykja- vík. Marteinn Meulenberg var þá biskup. Hann var ættaður frá SuSur- Þýzkalandi. Meulenberg var sannur kirkjuhöfðingi í sjón og raun. Þótt hann væri mjög lágur vexti, þá hafði hann fas þeirra stórmenna, sem eru ess umkomin að láta allt og alla íúast um þau sjálf, þar sem menn ru saman. Lýsing Jóns forna á Stefáni Skál- oltsbiskupi getur harla vel átt við Ieulenberg: Frá ég hann tæpan meðalmann meiri að vexti fleiri, en&svo var eins og sýndist hann séggjum flestum meiri hjá allri annarri þjóð. — Bæði af honum gustur geðs og gerðarþokki stóð. Meulenberg hafði mikla elsku á inn. — Meulenberg leit yfir hópinn þessu augnaráði, sem gaf hverju barni til kynna, að biskupinn hefði sérstakan áhuga einmitt á þessum eina. Þannig var hann; enginn þóttist afskiptur í nærveru Meulenbergs. Sú konunglega gáfa var honum gefin í óvenjurikum mæli. Börnin þarna í stofunni voru lang- flest frá efnuðum og góðum heimil- um. Öll vel hirt og hrein, sum rík- mannléga búin. — Nema eitt. Það var drengur, nýkominn í skólann. Hann var svo óhreinn, að þvottur- inn í skólanum dugði ekki til að af- má langvarandi óhirðu. Fötin voru eftir þessu — rifin og blettótt, hárið hafði auðsjáanlega ekki verið klippt langalengi. Drengurinn sat einn. Bæði vildu hin börnin ekki sitja hjá honum — og hann var stoltur og tortrygginn og afsagði að sitja hjá öðrum. Biskup stóð kyrr og horfði ar, Róm, Mikligarður, Jórsalir, Suð- urgöngur, pílagrímsferðir. — Hann las á spjöld sögunnar með augum hins rómverska preláta: Ógæfa íslands, dauði Jóns biskups Arasonar, Kristján III., — Einokun- arverzlunin. Konungsvald Dana lukt- ist um íslendinga eins og kínverskur múr, sem enginn komst lengra fyrir en til Danmerkur. — En nú eru nýir tímar að ganga í garð. íslendingar munu hætta að stranda j Kaupmanna- höfn. Suðurgöngur munu hefjast á ný. — Böls mun allt batna. — Ég hlustaði alltaf með fögnuði og lotningu á þessar ræður Meulen- bergs biskups. Á nokkrum árum hafði mér tekizt að draga saman peningaupphæð, sem skyldi notuð til pílagrímsferðar, eitthvað, ein- hvern tíma. AUt var það mál óljóst fyrir mér. Biskup vissi um þetta. Einhvern dag, þegar skóla var að ljúka, kernur Meulenberg. ’veldur SIGURVEIG Pj/fl Viíti Ifi TT GUÐMUNDSDÓTTIR: Jllit i PÍLA GRÍMSFERÐ íslendingum. Taldi hann alla þjóð- ina sanna afkomendur konunga og stórmenna, og gerði engan mismun á mönnum í viðmóti, hver sem í hlut átti. Ég sá hann heilsa Ingiríði, núverandi Danadrottningu, með hirð- niannlegri kurteisi — og ég sá hann sýna Fjósa-Gunnu úr Flókadalnum slík hofmannlegheit, að gamla kon- an ljómaði öll. Þó er mér eitt atvik sérlega minn- isstætt í sambandi við ást Meulen- bergt og traust á göfugu höfðingja- blóði ísbendinga: Einn morgun var ég að kenna níu ára bornum í annarri kennslustof- unni niðri í Landakotsskólanum. Þá var allt í einu lamið bylmingshögg á dyrnarv og hurðinni hrundið upp. Biskup geystist inn, fasmikill eins og hanS' var vandi. Ég hrökklaðist ofan, úr kennarastólnum, og allir krakkarnir stukku líka upp. Við stóð- um öll steinþegjandi, hátíðleg, tein- réít — eins og rekið hefði verið ofan f okkur prik. Allir voru fullir eftirvæntingar og niðurbældrar áfíægju undir hinu stífa kurteisis- fasi. Meulenberg var elskur að börn- um, og þau voru auðvitað fljót að finna -það, eins og börnum er títt. Biskup hneigði sig fyrir mér. Ég kiknaði í hnjáliðunum af eintómri virilingu. Það var allt að því ósæmi- legtý að kennslukonutetrið skyldi vera hærra vexti en sjálfur biskup- i óvenjulengi á þennan eina dreng. Alít í einu tók biskup viðbragð, sneri sér að mér og segir: „Ég tek þennan dreng með mér!“ Strákur ljómaði af ánægju, biskup þreif hönd hans og rauk út. — Eftir eina tvo tíma kemur biskup aftur með drenginn. Þá voru nú heldur en ekki orðin á honum umskipti. Klipptur, þveginn og slrokinn, klæddur í ljósgrá jakkaföt, sem voru í tizku hjá ríkismannasonum bekkj- arins. Nýir skór og sokkar, skyrta og bindi. — Krakkarnir gláptu, furðulostnir. Strákur settist, heldur en ekki rogginn, og leit allt í kring- um sig sigri hrósandi. Biskup vatt sér að mér og segir: „Ég gat ekki horft á þetta!“ Sagði hann mér að mæta í skrifstofu sinni að loknum skólatíma og fór síðan út. Þegar þangað kom, fór biskup að benda mér á upplitið og fasið hjá þessum fátæka dreng, þegar skipt hafði veiið um búnað hans: „Sáuð þér ekki, hvað hann varð fallegur! Þetta barn er af góðu fólki. — Allir fslendingar eru af góðu fólki!“ Síðan kom ræða: Heim kirkjan hámenning íslands á miðöldum heimsborgaralegt viðhorf þjóðarinn en ekki gustmikill. Ég stóð þráðbein eins og á hersýningu. „Viljið þér fara til Búdapest!“ Þetla hljómaði eins og skipun. Ég hafði mjög óljósa hug- mynd um Búdapest, — og enga hug- mynd um helgistaði eður dýrlinga þeirrar borgar. Samt svaraði ég sam- stundis: „Já“. „Farið þér þá! Ég mun skrifa fyrir vður til ferðaskrif- stofu Cooks í Kaup”'annahöfn“. — Þá var þetta fastákveðið. Biskup skýrði nú fyrir mér, að senn yrði mikil þjóðhátíð meðal Magyara eða Ungverja. Þjóðhetja þeirra og höfuðdýrlingur Stefán konungur hinn helgi, hafði fallið í orrustu fyrir þúsund árum, þegar hann var f þann veginn að brjóta hina heiðnu Magyara til kristni. Var sá dauði konungs svo dýrlegur, og með slíkum stórum jarteiknum, að eftir fall Stefáns konungs köstuðu Magyarar heiðinni villu og tóku trú rétta, — þaðan í frá lofandi Guð og hinn sæla Stefán konung — Skyldu nú Ungverjar halda hátíð mikla í Búdapest í maímánuði 1938, og var hátíð þessi kirkjuleg, þar sem Stefán kcnungur féll einmitt fyrir trúna í Búdapest. — Og einnig þjóðhátíð, þar sem Stefán konungur var sjálfur 180 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.