Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 24.02.1963, Blaðsíða 21
fyrri til að búa til um þetta álfasögu og (láta) yrkja hið alkunna ljóð til þess að slá ryki í augu almennings og yfirvalda. Þannig mætti sjálfsagt nefna mörg fleiri dæmi. Þess eru og dæmi, víðar en frá Baulárvöllum, að ráðizt hafi verið á bæjarhús á þennan hátt og fólki síð- an ætlað að trúa, að draugar hafi ver- ið að verki. Tij dæmis réðst „draug- uri1 á bæ í Berufirði aldamótin, sló undan stoð'irnar, réðst á -bóndann o. s. frv. Allir vita, þótt ekkert sannað- ist þá, að hér var á ferðum nágranna- bóndi, sem taldi sér óhag að byggð þarna og vildi með þessu hindra bæj- arbygginguna, sem honum líka tókst. Sama virðisi hafa vakað fyiir þeim, sem gerðu aðförina að Baulárvalla- bæ á liðinni öld. Það hefur sjálfsagt ekki verið tilgangurinn að granda fólk inu eða beita það neinu ofbeldi, held- ur hitt að skapa ógn og óhugnað hjá þvi til þess að hrekja það á brott og koma býlinu þannig í eyði, í bráð og lengd. Enda var konunni ekkert mein gert bemlínis né baðstofunni að talizt gæti, heldur aðeins frambæ og göngum. Væri þetta mjög svo ein- stök tilviljun, ef um náttúruhamfarir einar hefði verið að ræða, hvað þá heldur eiginlegan draugagang, ef menn vildu leggja trúnað á slíkt. Vitanlega er ekki unnt að geta sér neins til um, hvaða menn hafa hér verið að verki eða frá hvaða bæjum, en líklegt er, að þeir hafi hlotið að vera margir saman. í fyrri grein var nokkuð vikið að tildrögum þess, að býli var reist a Baulárvöllum og að það hafi frá því fyrsta verið illa séð af byggðamönnum, beggja vegna fjall garðsins, og þó einkum innan fjalls, að því er síðar kom fram. Er rétt að hyggja að þessu nánar, því að vera má, að þar sé ef til vill að finna nokk- urn „lykil að leyndarmáli" því, sem greinarkorn þetta fjallar um, þótt vit- anlega sé þar ekki á föstu að byggja. VII. Baulárvellir voru upphaflega byggð ir sem nýbýli, fyrir opinbera tilhlut- an og þá „sérlegu konunglegu áhyggju fyrir íslands uppreist, til landsins betri byggingar og fólksfjöldans aukn- ingar“, eins og það er oiðað í ný- býlatilskipuninni. Var það prestur- inn á Helgafelli, séra Grímur Páls- son, sem hafði forgöngu um þetta, en hann hafð'i víða úti klær til fjár- fanga og mun jaínvel hafa ætlað sjálf um sér býli þetta til ábúðar, en af einhverri ástæðu horfið frá þeirri fyr- irætlan, enda flyzt hann á aðra jörð (Þingvelli) ári'ð eftir. Af útmæling- argjörð nýbýlisins 1823 sést, að bænd- ur hafa hreyft mótmælum og talið gengið á sinn rétt og jarðanna, sem og sýnist augljóst mál. Hins vegar virðast þeir ekki hafa haft bein í nefi til þess að halda mótmælum þessum til laga, enda var svo til hag- að, að umboðsmaður jarðanna (Stapa- umboðs), var ekki kvaddur til, sem var ekki annað en lögleysur og hrekkir. Er svo að sjá, sem bændur hafi aldrei fengið neina rétting þess- ara mála og engar bætur fyrir land- rán og réttinda. Hafa þeir því að von- um þótzt hart leiknir. Auk þess var það yfirleitt svo, að bændum á lág- lendinu var frekar lítið gefið um slík afskekkt heiðabýli, svo sem vegna ímyndaðrar sauðaþjófahættu og einn- ig vegna hugsanlegra sveitarþyngsla, ef svo stóð á, að fátækir utansveitar- menn fengu ábúð slikra jarða, eins og hér virðist (stundum) hafa átt sér stað. Og enn bar það til hér, að Baul- árvallabóndi þurfti ekki (í 20 ár), að bera neinar byrðar fátækrafram- færis með öðrum bændum hrepps- ins, sem á þeim tímum voru mjög tilfinnanlegar þar sem annars stað- ar í sveitum landsins. Voru þetta mik- il fríðindi, sem hreppsbúar hafa sjálf- sagt litið óhýru auga, ofan á öll önn- ur rangindi og óhagræði, sem þeir hafa talið sig nafa af nýbýlisstofnun þessari. Munu vera til bréfleg gögn, er hér að lúta í skjalasafni Vestur- amtsins, m. a. frá tíð Páls Melsted, (1840—61), og 1 einu slíku bréfi seg- ir amtmaður berum orðum, að Helg- fellingar hafi þrásinnis „klagað“ yf- ir því, er „byggð var upp tekin á Baulárvöllum". Þess má geta til gamans, að Baul- árvellir munu með nokkrum hætti hafa verið í slagtogi með hinum dönsku Vesturheimseyjum!, en ný- býlastofnanir hér á landi heyrðu und- ir þá stjómardeild í Höfn, sem sé hið konunglega „vestindiska og guineska rentu- og general- tollkammer“, og ætti kostnaður að greiðast þaðan. Skyldi amtmaður árlega tilkynna toll- kammeri þessu, hvernig nýbýlinu reiddi af, þar á meðal um sérhver „vandhæfi, hindranir og mótmæli", er fram kæmu, enda segist konungur „allranáðarsamlegast vilja hafa í þánka, enn gjörsamlegar með tíman- um að frama og viðhjálpa þessu fyrir- tæki með svoddan náðar lénan sem þau þar við eptir hendinni fyrirfall- andi atvik, og sú þar af væntanlega gagnsemd finnst að útkrefja". — Ef til vill eru Baulárvellir fyrsta nýbýlið, sem reist er á íslandi að opinberri til hlutan, og verður þess vegna ofarlega á blaði, er skrifuð verður nýbýlasaga landsins. Ekki spillir að geta þess, að margir merkismenn eru komnir út af ýmsum þeim, sem tengdir eru sögu þessa býlis, og má þar fyrst fræga telja báða forseta fslands, þá Svein Bjömsson og Asgeir Ásgeirsson. Að fornu munu Baulárvallalönd hafa verið í landnámi sunnanfjalls, og tilheyrandi þeim byggðarlögum, sbr. Landnámuútgáfu Einars Arnórsson- ar, (sjá uppdrátt), enda er slíkt eðli- legt, þar sem vötnum öllum hallarsuð ur af. Er það því fyrir rangindi tía misskilning, að Baulárvellir hafi ver- ið taldir til Helgafellssveitar, enda ’ þvert ofan í öll landfræðileg og sögu- leg rök. VIII. Þegar þess er gætt, sem nú hefur verið sagt um tildrög nýbýlis á Baul- árvöllum, verður ekki betur séð en að það hafi frá því fyrsta verið ólög- legt, enda segir berum orðum i þá- gildandi tilskipun, 15. april 1776, að nýbýli skuli vera „ógilt“, ef fram kemur, að „brúkað hafi verið nokkuð undirferli" í sambandi við stofnun þess, og má fá þetta úrskurðað bein- línis, ef „þar upp á í framtíðinni skeður lögleg ákæra“, og virðist sú ákæruheimild ekki tímabundin. Hér var án alls efa „brúkað undirferli“ og lögleysur á marga lund, enda virð- ist það beint viðurkennt í bréfi amt- manns frá 1859, að „efasamt sé um gildi“ þessara yfirvaldaráðstafana. Er og margt fleira „efasamt" um réttar- stöðu Baulárvalla, svo sem það, hvern ig og hvenær þeir hafa breytzt úr umboðseign í sérstaka einstaklings- eign“, ef það hefur þá nokkurn tima verið. Eftir að Baulárvellir fara í eyði, líklega kringum 1855, virðist býli þetta lenda i eins konar reiðileysi um langa hríð, og reyndar allt fram á þennan dag. Talið er að vísu, að Stykkishólmskirkja hafi eignazt jörð- ina að „gjöf“ (Egils Egilsens, kaup- manns), hvort sem nokkrar skrifleg- ar heimildir aru fyrir því eða ekki. Hins vegar er eftirtektarvert, að á því ári 1882 virðist kirkjan ekki telja til lögaðildar um Baulárvallaeign. Sam- kvæmt landamerkjalögunum, sem sett voru það ar, var „eigendum og umráðamönnum“ jarða, hvort heldur í ábúð eða eyði, geit að skyldu, að „skrásetja nákvæma lýsing á landa- merkjum etc.“, og skyldu fyrirsvars- menn aðliggjandi jarða síðan „rita á lýsinguna samþykki sitt, hver fyrir sína jörð, nema þeir álíti lýsing hans eigi rétta" Þvi næst skyldi þinglýsa merkjabréfinu á næsta manntalsþingi. Þar sem hvorki Stykkishólmskirkja eða neinn annar, er teldi sig „eig- anda eða umráðamann" Baulárvalla, hefur, svo að vitað sé, gefið sig fram til merkjalýsingar fyrir jörðina þá né heldur síðar, virðast þeir ekki, eða neinir aðrir, hafa talið til aðildar fyrir þessa jörð sem lögbýlis eða sér- stakrar eignar. Finnst og ekkert um hana í landamerkja- eða veðmálabók- um sýslunnar nema „lögfesta" ein, frá því löngu fyrr, (1847). Enda sést á landamerkjalýsingum aðliggjandi jarða, að þær viðurkenna heldur ekk; tilvist sliks býlis við Baulárvallavatn né nein landamörk sameiginleg við það. Hefur það skipazt svo í reynd, TÍMINN - SUNNUDAGSBI.AÐ 187

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.