Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 9
j*rá sýnlngu Þióðlelkhgssins á leikritlnu Horft af brúnni: Lelkslok. ARTHUR MILLER FJALL- AR UM SlN EIGIN VERK VIII. Nú víkur Miller að því, að sér hafi ppnazt ný útsýn við samningu leik- títsins í deiglunni. Hann drepur á það, að fólk hafi mjög oft vitnað til bíblíunnar við réttarhöldin í Sai- em. Og þótt trúin hafi á engan hátt dregið úr grimmd þeirri, sem sýnd var, þá rísa sumir sakborningarnir til vegs í krafti hennar. Og Miller getur þess jafnframt, að oft hafi ofsóknir Íf þessu tagi bitnað harðast á trú- neigðasta fólkinu. Þá' er enn fjallað um raunsæisstefn una í leikritun, og Miller spyr, hvort það sé raunsæisstefna eða eftirlíking raunsæisstefnu, sem staðið hafi í vegi fyrir því, að merking leikrita komist til skila. — Þá segir Miller, að ýmis tæknileg atriði í uppbyggingu leikrits ins Sölumaður deyr hafi gert sér kleift að skilja, hve auðvelt það er að bregða nýrri bót á gamalt fat. Hann segir enn, að leikhúsmenn hafi skipað til- finningunum í öndvegi. Leikritið í deiglunni fjallar um skipti manna við Guð, og Miller hélt fyrirfram, að raunsætt leikrit um þetta efni myndi lenda utan sviðs raunsæisstefnu sam- tímans. Því kom honum það ekki á óvart, að ýmsir gagnrýnendur töldu leikinn bera vitni um kaldlyndi, þótt ekkert verk hans væri í rauninni skrifað með meiri ástríðuþunga. Miller telur það órækt, að áhorf- endur hafi ekki skilið f deiglunni rétt. Leikrit þetta hefur verið sýnt oftast verka Millers og hlotið því betri viðtökur því fjarlægari sem hinn svokallaði McCarthyismi varð, en um hann var það sagt fjalla. Miller hyggur, að samtímaviðburðir hafi blindað mönnum sýn, þegar leik- ritið var frumsýnt, svo að þeir komu ekki auga á hið raúnverulega við- fangsefni: framsal samvizkunnar. Þessi blindni leiddi til þess, að í næsta leikriti sínu, Horft af brúnni (A View from the Bridge), gerði Miller glögg skil á milli þess, sem gerðist á sviðinu, og merkángar verks ins. Þulurinn, fulltrúi höfundar, kom fram á sjónarsviðið. Sögu þá, sem liggur að baki Horft af brúnni, hafði Miller heyrt löngu áður en hann tók til við samningu leikritsins. Stundum fann Miller hjá sér hvöt til þess að gera einhverjar breytingar á söguþræðinum, en þar kom, að efnið varð í huga hans að staðreynd, sem ekki var unnt að túlka á neinn sérstakan hátt. Miller kaus að vera þlutlaus gagnvart því, sem fram fór í Ieikritinu, svo að áhorfand- inn gæti tiftkað allt, sem gerðist eftir eigln geðþótta, óbundinn af mati Millers. En Miller leggur þá merkingu í þetta leikrit, að í því komi fram fimbulkraftur ástríðunnar, sem rýfur allar hömlur og hefur einstaklinginu að leiksoppi og leiðir hann til tor- tímingar. Einþáttungurinn Minning tveggja mánudaga (A Memory of Two Mon- days) var sýndur með Horft af brúnni. Þennan einþáttung kallar Miller átak anlegan gamanleik. Unglingspiltur vinnur með fólki í nokkur ár, kynnist vonum þess, sigrum þess og and- streymi. Þegar komið er að kveðju- stund, væntir hann þess, að það komi fram á einhvern hátt, að hann hefur átt margvísleg skipti við þennán hóp. En starfsfólkið er svo bundið í fjötra T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 7?

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.