Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 28.08.1966, Blaðsíða 15
ur þessi vegur fyrir Kaldbaks- og Kollafjörð liggur hátt og er afar hrikalegur fyrir botni fjarðanna. Eft- ir að komið er fyrir Kollafjarðar- botn, er ekið eftir strönd fjarðarins að norðanverðu. Þar eru býli á strjál- ingi út með firðinum. Næsta þorp, sem komið er að, er Hósvík (Þórs- vík). Nokkru seinna ókum við fram hjá hvalstöð, rétt áður en komið var til Hvalvíkur. í Hvalvík fór ég úr bílnum og var ferjaður yfir sundið að Oyri (Eyri). Þar beið mín bíll, sem flutti mig til Eiðis. Norðan við Oyri stendur þorp, sem heitir Oyrarbakki (Eyrarbakki). Þess verður að geta, að þegar ég steig á land við Oyri, var ég kominn til Eystureyjar (Austureyjar). Alla leiðina frá Þórshöfn hafði verið úr- hellisrigning. Frá Oyri var haldið norður eftir vesturströndinni og þrátt fyrir rigninguna, blasti austurströnd Straumeyjar við með ótal sprænum, sem runnu niður hlíðarnar með fossa- föllum. Einna mest er Fossá. í henni eru fallegir fossar, sem dansa niður hlíðina í sjó fram. Rétt norðan við Hvalvík er sundið á milli eyjanna svo mjótt, að brú þar yfir gæti varla taiizt mikið mannvirki. Þar sem sigl- ingar eru- um sundið, yrði brúin að standa hátt, og við það vex vandinn við að ráðast í brúargerð þarna. Nokkru norðar á Straumey er kaup- túnið Haldersvík (Halldórsvík). Þar er áttstrend kirkja, hin eina í Fær- eyjum. Sú saga er til um ástæðuna fyrir því, að kirkjan var byggð átt- strend, að kirkjusmiðurinn hafi ekki þekkt höfuðáttirnar og því hafi kirkj- an fengið þetta lag. En söguna verður sjálfsagt að taka varlega. Nokkru síðar lá leiðin niður nokk- urs konar „Kamba“ og inn í þorpið Eiði. Þetta er fremur lítið þorp, en fjarska fallegt og vinalegt í fögru umhverfi. Þorpið er næststærsta byggð á Austurey. Austan við plássið er lítið stöðuvatn, sem er aðskilið sjó af mjóum granda. Frá Eiði blasir við Slættaratindur, sem er hæsta fjallið í Færeyjum, 882 m. Er sagt, að af honum sjáist yfir allar eyj- arnar. Norðan við Eiði er Kollur, 343 m á hæð, og Litli-Kollur, sem er áfast ur Kolli rétt yfir sjávarmál. Og nyrzt við Koll standa drangarnir Risinn og Kelling, umflotnir sjó. Áður en kom að Eiði, hafði Sig- urður Joensen hringt í kennara þar, Heina að nafni, sem tók á móti mér. Þarna í þorpinu býr ein dætra Sig- urðar og er kennari þar. En þau hjón voru nú í sumarleyfi og ætlugu að dveljast í Norðureyjunum. Sigurð- ur sagði mér, áður en ég fór til Eiðis, að hefðu þau verið heima, hefðu þau farið með mig að Gjógv, en þaðan er hann ættaður. Þetta er afar falleg gjá, þar sem lengi hefur verið báta- uppsátur. Klukkan var rúmlega tíu, þegar ég kom til Eiðis. Þar tók Heini á móti mér og bauð mér heim með sér. Eins og áður er minnt á, var rign- ing, þegar ég kom, en á meðan við vorum að drekka kaffið, kom glaða- sólskin. Við fórum þá út og gengum um þorpið og umhverfis vatnið, en þegar við vorum staddir á grandan- um austan við, það skall á skúr. Flýtt- um við okkur þá heim til Heina. Þar voru þá komnir þrír gestir til hans. Einn þeirra var ungur Dani, annar var maður frá Fuglafirði og svo ung- ur piltur um fermingu, frændi Heina. Nú var setzt að borði og snæddur hádegisverður — knettir. Heini spurði mig, hvort ég kannaðist við þennan rétt. Ég svaraði því til, að þetta væri algengur réttur á íslandi og væri þar kallaður fiskibollur. Strax að lokinni máltíðinni var hald ið af stað upp á Koll. Nú var komið sólskin, og hélzt það allan tímann, sem við vorum í fjallgöngunni. Fyrst var haldið upp aflíðandi grasbrekku. Þá tóku við björgin og'gengum við lengi eftir klettasyllum,-utan í fjall- inu. Fyrir ofan okkur vour þverhnípt björgin, en fyrir neðan, líklega um tvö hundruð metrum neðar, grængol- andi sjórinn. Þessar klettasyllur voru víðast hvar breiðar og greiðfærar. En einu sinni brast mig kjark, og ég harðneitaði að fara yfir flughálar klappir, votar af vatnsrennsli, sem auk þess hölluðust að sjó. Yrði manni fótaskortur þarna hlaut ferðinni að Ijúka í sjónum. Mig furðaði mest á því, að Daninn fór þetta hiklaust. Fuglafirðingurinn ætlaði ekki að fara, en Heini leiddi hann yfir og bauðst til að leiða mig líka yfir, en ég hætti ekki á neitt og sat sem fastast og beið þeirra. Þetta var krókur, farinn til þess að skoða gjá, sem klauf berg- ið frá sjó og upp á brún. Þegar þeir roru komnir aftur, héldum við áfram. Engin leið var önnur fær en upþ skorning í berginu. Þarna skreið mað T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 735

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.