Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Side 2
I SNORRI SIGFÚSSON: Gömuí minnlng um Jón sinnep og fétaga hans á götum Akureyrar Jón sinnep — vel dúðaður, þótt um hásumar sé og jarðargróðinn í blóma. Þessi mað ur var enginn friðarengill á strand ferðaskipunum, og hvergi þótti dælt að mæta honum, þegar hann var drukkinn. En það var hann hvenær sem hann gat. Þó að hann væri alls ekki meira en meðalmaður á vöxt, var hann bæði illskeyttur og ófyrir- látsamur, enda stóð fólki mikill stuggur af honum. Sunnudagsblaðið minnti mig á þennan gamla kunningja, sem ég sá í æsku minni arka um götur Akureyrar með kaffortið sitt á bakinu. Þar var hann nefndur Jón mæða og þótti skrítinn fugl, — og voru þar saman í slagtogi — Jón með koffortið á bakinu og annar með hjólbörur, sem hinn þriðji sat i. Fóru þeir kveðandi um götur eða raulandi, en stönzuðu við og við og fengu sér brennivínssopa. Þegar stanza skyldi, kallaði sá, sem í hjóibörunum var, til þess, er ók þeim: „stopp kúsk!“ og varð hann þá að stanza samstund- is. Tók þá Jón líka kotffortið af baki sér og settist á það, en allir drukku af stút og báru sig konung- lega. Síðan var haldið af stað aftur, og fengu þeir þá stundum í fylgd með sér börn og unglinga, sem þótti þetta skemmtileg nýlunda. En ekíki þótti alitaf gott að mæta Jóni mæðu. Hann átti það til, þeg- ar þannig lá á honum, að ganga beint framan að mönnum og hraékja á þá. Er mér það í minni, þegar við eitt sinn, haustið 1903, stóðum við tröppur gamla barna- skólans á Akureyri, að Jón mæða kemur kjagandi norðan götuna, koffortslaus að vísu en sönglandi og með höfuðfat sitt í hendinni, og er sjáanlega í góðu skapi. £n sunnan og otfan götuna frá amt- mannshúsinu kemur amtmanns- frúin gangandi í sínu fína pússi og ætlar norður eftir. En þá vind- ur Jón sér að henni eins og ör- skct og hrækir á hana, Jg non hrákurinn hafa lent á brjósti henn- ar. Rak hún upp hátt vein og sneri við heim til sín, en Jón þaut gólandi suður veginn. Þetta mun nú hafa haft ein- hverjar óþægilegar afleiðingir fyr- ir Jón. En kannski var það þó þetta haust, sem hann var ; skip- rúmi hjá Árna væna á Akureyri, ásamt Jóhannesi mógol eða blá- pung, er sumir nefndu svo. og er atf allmikil saga En sjáÞur kall- aði hann sig oft „aumingja' . Um þessa skipshöfn var þjtta kveðið: Árni væni ýtir Grænbarðan- um, mið á syndir marhnúta með mæðutind og aumingja. Árni væni var kunnur '„sjósókn- ari“ á Akureyri um þe^sar mund- ir. En ekki hefur samt skiprúm hjá honum getað veGð neitt eftir- sótt, ef marka má þessa lýsingu á aflabrögðunum: Árni væni ýtir Grænbarðan- um, frekt þó aldan freyði hvít. — Fær þó aldrei nema skít! 842 T l'U I N N - SUNNUDAGSBLAÐ I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.