Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.10.1967, Page 13
hjálpina. Gylliboð um gott atlæti og ekkj óhóflega vinnu freista ýmsra, en búið er að ráðstafa tím- anum hjá flestum. Veður eru bezt um þetta leyti árs og vegir færir til allra átta. Þegar ég hef ákveð- ið að láta ekki á mig ganga og fara heldur ein en sitja heima, fæ ég loks eina til að lofa mér því að vera á vist með mér a.m.k. viku. Varla trúi ég, að konulaus bóndi yrði fegnari jáyrði konu, en ég var að þessu sinni. Ég hafði frétt af því, að vinnukapp væri svo mikið á Hveravöllum, að menn hefðu lítt hirt um að búa í haginn fyrir matseld og fram- reiðslu. Við þetta bættíst svo, að til stóð að fjölga mannsk'ap. Sum- ar er stutt, og freista skyldi þess að koma upp nothæfu húsi til bú- setu á næsta vetri. Og iaugardaginn 17. júli skyld- um við Gudda leggja af stað. Ekki hét meðhjálpin Gudda réttu nafni hún gaf sér sjálf þetta nafn að því tilefni, að hún sagði að starf sitt myndi svipað að virðingu og hjá hinum svokölluðu „messagutt- um“ og taldi því, að Messa-Gudda væri við hæfi. Og Guddu-nafnið bar hún, meðan hún dvaldist á fjöllum Ekki var ónæðislaust að ferð- búast. Um tíuleytið hringir sím- inn, er þá kominn Flosi Hrafn og mælir nú í talstöð. Hafði hann skroppið til Hveravalla daginn áð- ur og vildi láta mig kaupa ýmis- le?t og hafa í fari mínu. Tímrnn var naumur, þar sem allar búðir lokuðu klukkan 12, þó för skyldi ekki hefjast fyrr en tvö. Ekki heyrðist allt vel, sem Flosi sagði, en ærið nóg var að kaupa. Mér fannst hann vera eitthvað að tala um kókakóla, en afneitað þeim drykk í næsta orði, og mér var ekki unnt að skilja, hvað hann vildi drekka i staðinn, sem ^kki var von, því þegar til Hveravalla kom, var það kalkkfetur, sem hann vildi, að ég keypti. Þessu vöndumst við á Hveravöllum. að talstöðvarnar skiluðu ekki öliu, sem beðið var um. Einn nagla- pakki kom kannske í staðinn fyr- ir nokkur kíló, og bíllinn, sem við héldum, að kæmi sunnan yfir Hvítá, kom frá Blönduósi. En misheyrnir urðu bara gamanmál, því alltaf var hægt að bjargast 'einhvern veginn. Greinarhöfundur við skrlfborð sitt að rifja upp Hveravallaminningarnar. Og sólskinsmælirinn á Hveravöllum skráir líka sínar minn- Ingar. T t M I i\ N - SUNNUDAGSBLAfi 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.