Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 4
Fóstrinn hlustar á lömuðu stúlkuna víetnömsku leika á píanó. Harmkvælabörn, sem eignazt hafa heimili Alkunna er, að Jósefína Baker tók að sér fjölda barna af ólikum kynþáttum og ól þau upp. Ýmsir hafa farið að dæmi hennar. Meðal þeirra er danskur yfirlæknir í Ála- borg, Óli Brems, og kona hans, Lísa. Um þetta leyti eru þau að fá áttunda fósturbarnið, tuttugu mán- aða gamlan dreng frá Tælandi. Af fósturbörnunum átta er aðeins ein telpa, tíu ára gömul, danskrar ættar. Hún heitir Anna María, og var áður munaðarleys- ingi á barnaheimili. Læknishjónin voru eftir þrjú óhöpp, orðin úr- kula vonar um að eígnast barn, og tóku þessa telpu að sér. Þau höfðu ekki þá hugsað sér, að fóst- urbörnin yrðu fleiri, en hafði þó alltaf langað til að eignast mörg afkvæmi. Anna María er ljóshærð og blá- eyg, ein allra barnanna, og í fimm ár var hún eina barnið á heimilinu. Þá fór þeim hjónum að verða hugsað til þess, hve ein mana hún hlyti stundum að vera. Nú leyfa lög í Danmörku fólki ekki að taka nema eitt danskt kjör- barn, og þess vegna fóru þau að skyggnast um eftir barni erlend- is. Þau fundu það á uppeldisheim- ili í Þýzkalandi. Það var ársgömul telpa, sem hét íben — móðirin þýzk, en faðirinn Ghanamaður. Ári síðar bættist við drengur, sem einn ig átti þýzka móður og föður frá Ghana. Hann hét Pétur, líka sótt- ur á uppeldisheimili. Pétur hefur r«ynzt sérlega greindur drengur, greindarvísitalan 148, og þegar orðinn sjóðfróður um marga hlutiy Fjórða barnið var telpa frá Víetnam, Tí, stálpuð orðin, feng- in með hjálp danskra samtaka, sem gengust fyrir því fyrir tveim árum, að særð börn væru flutt til Danmerkur til hjúkrunar. Hún þurfti ekki að fara aftur til síns hrjáða föðurlands. En hún mun aldrei geta stigið á fæturna. Mæn- an skaddaðist, er stálflísasprengja sprakk þar í grennd, sem hún var að leik, og hún er máttlaus fyrir neðan mitti. Hún á einnig við nýrnasjúkdóm að stríða. Hún getur þess vegna ekki dansað eins og hin fóstursystkin- in, en þess í stað hefur hún tekið miklum framförum í píanóleik. Hún er talin gædd tónlistargáfum. Fimmta barnið heitir Lísbet. Hún er ekki nema tuttugu mánaða gömul. Hún er þýzk og alsírsk að ætterni, sótt á barnaheimili eins og hinir kynblendingarnir tveir. Til þess að henni leiðist ekki heima hjá fósturmóður sinni, þeg- ar hin börnin, sem eldri eru, byrja skólagöngu, voru drög lögð að því að fá dreng á svipuðu reki frá Tælandi, Úffa. Það er hann, sem nú er að koma í fóstrið. í fyrra kom enn barn frá Víet- nam, Non að hafni, stálpaður strákur, og fyrir tveim mánuðum bættist Noil í hópinn — telpa frá Tælandi, komin vel á legg. Hún var umkomulaust flökkubarn í Bankok, og þær tvær jafnöldrur saman. Þær áttu hvergi höfði sínu að halla. Dag einn höfðu þær lagzt til svefns á járnbrautarspori. Noil missti hægra handlegginn og vinstri hönd en slapp þó lífs, en stallsystir hennar beið bana. Non er litlu betur á sig kominn, því að fæturnir höfðu verið skotnir undan honum í stríðinu í Víet- nam. ÖIl austurlenzku börnin þrjú hefðu verið dæmd til að veslast upp og deyja aumkunarverðum dauða í ættlöndum sínum, þar sem fleira en svo er af bágstöddu fólki, bækluðu og örkumluðu, að mulið sé undir börn, sem aldrei verður hægt að brúka í stríðinu endalausa. Milljörð- um er ausið í manndrápin og limlestingarnar, en enginn skeytir um foreldralaus, örkuml- uð börn. Bremshjónin hafa aldrei hikað 364 I I IU I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.