Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 20
lagðir þannig, að annar var langs eftir veggnum, en sá næsti þvers- um og náðl þannig lengra inn f vegginn. Svo var mokað mold upp í lagið og troðið fast og vandlega. Þannig var hlaðið lag eftir lag, unz veggurinn var orðinn nógu hár. Þannig gerðir veggir gátu staðið lengi. Á hverium bæ var fjósbaðstofa, þannig að kýrnar voru undir bað- stofulofti. Helzt of lágt var þar til lofts, og birta naum. Flórinn hellu- lagður og bássteinar hraunhellur. Baðstofan — uppi — var port og ris. Portið. það er veggurinn ofan lofts, tvö til þrjú fet. Ofan á stoða- endum var langtré, heitir móleð- ur — á því stóðu sperrurnar. Loft- bitarnir hétu palltré, endar þeirra geLrstallaðir út í stoðirnar. Oftast var skarsúð á sperrunum, stund- um þó lanebönd og reisifjöl. það er borð lögð hlið við hlið. upp og niður. Til voru baðstofur undir rafti aðeins. Bæjarhúsin voru krossreist. sperrukverkin réttur vinkill. það þótti mátulegur halli á þekju. Stafnar bæjarhúsa sneru í suð- ur. Baðstofuglugginn var á suður- gafli, off líka minni gluggi á norð- urgafli eða á vesturhlið, eða hvort tveggja. Lengi voru gluggar litlir, fjórar til sex smárúður. Utan á súðina var raðað mel- stöng. og var þetta mellag oft tíu til tólf þumlungar. Væri melurinn vel lagður, hratt hann af sér vatni, og þekjan varð vel slétt. Ofan á melinn var svo lagt torf, tvöfalt eða þrefalt, var þá þekjan orðin þykk og hlý? Oftast var inngangurinn um bæjardyr, sem var átta til tíu feta breitt hús með lilöðnum torfveggj- um. Göng voru til beggja hliða, önnur til baðstofu, hin í eldhús. Stundum var eldhúsið innar af bæjardyrunum, annars var oftast afþiljað búr í norðurenda bæjar- dyra. Oft var loft á bitum í bæj- ardyrum. Göngin gegnum veggina voru sex til átta feta löng, og voru þau því jafnan skuggaleg. Yzt i baðstofugöngunum var dyraum- búnaður og hurð á hjörum, helzt svo umbúið, að hún féíli sjálfkrafa að stöfum. Stundum var önnur hurð innar í göngunum. Innst í göngunum eða innan við þau var stigi upn á loftskörina, og við hlið- ina á stiganum voru Iitlar dyr inn í fiósið. Oftast var dyraumbunaður og hurð við stigagatið uppi, ekkl þó alls staðar. Baðstofan var átta til tólf álna löng og fimm til sex álna breið eða stærri á mannmörg- um heimilum. Á sumum bæjum var afþiljað herbergl í suðurenda baðstofu, hjónahús. Rúmin voru hvert við endann á öðru, og voru föst. þann- ig að efri stuðlar voru festir við vegginn og einfaldur gafl milli hverra tveggja rúma. Þau voru þannig í röð með veggjum húss- ins, öðrum eða báðum megin eft- ir atvikum. Oftast var túða — strompur — á mæni baðstofunnar til loftræstingar. Einatt áttu hjón lausarúm. sem mátti færa til og taka sundur. Ef gengið var vel frá þessum húsum. voru þau rakalaus og sæmilega hlý, og fjósalykt ekki svo, að áberandi væri. enda var sumarfjós alltaf fjær bæ. Sums staðar var sérstakt svefn- hús handa sumu af fólkinu. Þá var setið í baðstofu til vökuloka. Ekki var notalegt að fara í þessi framhýsi eftir vöku. því að jafnan voru þau æðiköld, enda voru þau óvíða. Eldhús var oftast níu til tíu álna langt, fjögurra til firnrn álna breitt, í öðrum (suður) enda voru hlóðir, bálkur hlaðinn úr grjóti og torfi, um eða rúmlega tvö fet á hæð. í hlóðum var op eða skarð, öskustó — ónn — þar yfir var lögð slétt liella með gati eða tvær hellur, sem féllu saman, og þá lít- ið skarð í annarri. Um þetta gat kom trekkurinn, sem blés lífi í eldinn. Oftast voru göng úr ösku- stónni út í gegnum vegginn — gaflhlaðið — til þess að fá betri og meiri trekk. Þessi göng hétu undirgos eða undirblástur. Að inn- an var þá stónni lokað með torfu-, snepli — óntorfu —. Víða voru tvö eldstæði í sömu hlóðum. Uppi yfir hlóðunum var stór járnkrók- ur. þar hékk potturinn. Þessi krók- ur hét hór, festin lióband — bit- inn, sem hóbandið var fest í, hét hótré. Slundum var hórinn smíð- aður úr tré, líkur mannsfæti. Pott- urinn var þá hengdur á ristina. Sums staðar stóð pottur'inn á grind eða steinum. Meiri hluti eldhúss- ins var eldsneytisgeymsla, kallað taðstál. Uppi yfir eldstæðinu var stromp urinn, gerður úr tré. Stundum var það tunna, sem báðir botnar voru teknir úr. Á strompinum var skjól, haft til þess að reykurinú gengi betur upp. Oftast var það svo út- búið, að vindurinn sneri þvi — vængjaskjól — annars varð að fara upp og snúa skjólinu. Fremur voru þessi eldhús óvist- leg, einatt kalt á moldargólfi, gluggar litlir og mikil reykjar- svæla, þegar logn var eða óhag- stæð vindátt. Þó gátu margar kon- ur búið þar til fyrsta flokks mat. Á sumum bæjum var stofa í húsi öðru megin við bæjardyr. þá gangur bak við þær til baðstofu eða eldhúss. Á sumum bæjum var útieldhús. þannig að ekki var inn- angengt í það ú r bæ.jardyrum, heldur var farið um útidyr. Þetta var óþægilegt í slæmum veðrum. einkum að vetri tii. Til að bæta úr þessu var gerður forskáli milli dyra. Hann var þannig gerður, að þunnur veggur, fjögur til sex fet, var frá húsagöflunum. gaflhlað í báðum endum og gert yfir þessa tóft skúrmyndað þak af röftum og torfi. Dyr forskálans voru fram af bæjardyrum. Ekki var bæjar- prýði af þessari byggingu. en hún hlúði að bænum og mikilsvert að komást hrakningslaust til eldhúss eða annarra húsa. sem oft þurfti að ganga um. Forskálinn var rif- inn í grunn á vorin. Skemma, ein eða tvær, voru svo í bæjarröndinni. sums staðar smiðja yzt húsa, eða laus við. Á bæjardyrahúsi var oftast heil- þil, svo og á skemmum. Á fjósbað- stofu oftast hálfþil, það er hlaðið gaflhlað upp að bita. svo timbur- þil. Á eldhúsi var oftast hálfþil, en þó stundum torfgafl alveg. Venjulega voru þessi hús, önn- ur en baðstofa og svefnhús. ef til var, undir rafti, þannig að á sperr- urnar vorú fest langbönd: Neðst var vegglægja, svo eitt eða tvö langbönd um miðja sperru og svo mæniás, Ofan á langböndin komu svo raftar með litlu millibili, helzt sem þéltast reft. Á raftana var svo lögð melstöng og svo torf tvöfalt. Ef þessi þök voru vel gerð, voru þau lekalítil og entust nokkuð. Á einstaka bæ var baðstofa und- ir rafti eða reisisfjöl á langhönd- um. Húsaþll voru úr tonmiuborð- um og mjóir listar negldir á rif- urnar, þllin oftast tjörguð. Stund- um voru vindskífur og gluggaum- gjörð málað ljósum lit. Vindskífur heita fjalir, sem festar eru efst á þilið á alla borðsendana. Þær gefa þilinu svip og verja vindi að kom- ast undir þakið. Ekki var dæma- 380 T í m I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.