Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 8
verða, svo að &g gengi frá þeim kaupum, ætti ég á annað bort kost á jörðinni til ábúðar. Þó vissi ég, að Þórarinn í Herdísarvík var tal- inn dýrt seldur, einkum á fé sitt. Hann gat því alveg eins átt það allt til næsta árs. Þórarinn var einn af þessum hreinskiptu mönn- um, sem seldi þegar hann seldi, og gaf þegar hann gaf, sem hann gerði víst oft rausnarlega. Nú átti Þórarinn allt sitt fé í Hei’dísarvík, ýmist í heimahögum eða á fjalli. Tæki einhver Herdísvarvíkina sem gæti ekki eða vildi ekki kaupa fé Þórarins, lá vitanlega ekki annað fyrir en láta það allt í sláburhús. Þar eð meginhluti fjárins var mylkar ær og lömb, upp og niður að vænleika, og markaðsverð mjög lágt — allt var þá i kreppudal millistríðsáranna írá 1920—1940 — mátti féð því ekki verða mjög dýrt. Þegar ég skýrði Þórarni frá er- indi mínu við Einar Benediktsson, sagði hann mér frá manni þeim, sem Einar hafði minnzt á við mig, að væri að fala Herdísarvíkina, en sagðist enga trú hafa á, að úr því gæti nokkuð orðið. Spurði ég nú Þórarinn um féð og yfirleitt það, sem hann ætti á jörðinni, sem var, auk fjárins, timbur á rekanum, heyfyrningar nokkrar og öll hús, önnur en léleg og Títil íveruhús. .,Ég hef hérna“, svaraði Þórar- inn, „lista yfir ailt það, sem ég á á Herdisarvikinni, og verð það, sem ég vil fá fyrir það“. Ég leit á blaðið og undraðíst margt, sern ég sá þar, svo greini- Iega og fagurlega skrifað, að vand- fundið var annað eins. Hið fyrsta, sem undraði mig, var hve féð var niargt; og nákvæmlega fram talið, enginn fyrirvari á mistalningu né misminni — hér átti allt að stand- ast. Einnig undraði mig, hve hátt verð þar var á öilu, einkum þó énu, því að um verð og verðlag því taldi ég mig vita sem næst orugglega. Um verðið á húsunum, heyinu og timbrinu gat ég ekki dæmt um, þar eð ég var þeim hlut- um öllum algerlega ókunnugur — gat þó búizt við, að allt væri þar of hátt metið. Allt þetta útskýrðr ég fyrir Þórarni, en hann sagði, að þetta værj verðið og virtist mjög fastur á því. Ég sagði þá, að þetta væri meira forvitniferð, heidur en bláköld alvara, þar eð allt væri enn í óvissu, hver jörðina hreppti. Þórarinn bað mig afsaka, að hann 368 gæti ekki gert mér neitt gott, því að Ólöf, kona hans, lægi í rúminu, hefði fengið snert af lungnabólgu. Vitanlega bað ég hann að minn- ast ekki á góðgerðir, ég skildi vel aðstöðu hans — bað aðeins fyrir kveðju til konu hans með ósk um góðan og skjótan bata. Þegar við Þórarinn kvöddumst, sagðist ég óska eftir því, að við ættum bráðlega aftur tal saman og þá í meiri alvöru og góðri vin- semd. Þetta myndi aðeins vera inn- gangur að því, sem á eftir færi. Að fjórum dögum liðnum hafði ég samband við Einar Benedikts- son, sem sagði mér, að nú stæði mér Ilerdísarvíkin laus frá sinni hálfu. Ég kvaðst bráðlega myndu koma og gera út um þetta mál, og tók Einar því vel. Ég skýröi Einari frá samtali okkar Þórarins, og hversu mér virtist það horfa þunglega. „Já“, segir Einar, „en hann verð- ur að gæta að því, sá góði maöur, að hann ræður engu lengur í Her- dísarvik, og getur viðtakandi gert honum mjög erfitt fyrir með það, sem hann á þar enn, ef út í ó- samkomulag fer. Ég held þvi, að þú þurfir ekkert að óttast. Hann hlýtur að komast að góöu sam- komulagi við þig, eða þið hvor við annan“. Þótt mér væru allar þvingunar- aðferðir algerlega á móti skapi, þá-tók ég á þeirri stundu heima á Herdísarvikinni með þá góðu von í huga, að við Þórarinn yrðum að lokum á eitt sáttir um okkar við- skipti, sem og reyndist að lokum. Herdísarvíkina byggði Einar með tveim ær-kúgildum, sem fráfar- andi átti að skila, ásamt öllum gögnum og gæðurn, fyrir sex hundruð krónur i peningum þann 1. nóvember ár hvert. Einar sagðist verða, að þrem dögum liðnum, 1 Hafnaríirði og þar á hótelinu og yrði þá með byggingarbréfið, ásamt lyklum að bænum. Verð ég að viðurkenna, að ég beið þessa dags í allmiklu ofvæni, en allt fór þar eins og til var sett. Einar var á ákveðnum tíma með byggingarbréfið í tvíríti, og eftir að hafa lesið það gaum- gæfilega, skrifuðum við báðir und- ir, og á ég enn mitt eintak. Einn- ig afhenti Einar jnér lykil að Her- dísarvíkurbæ. Enn minnist ég þess, sem kon- an mín sagði mér mörgum árum seinna, þegar Herdísarvíkin og bú- skap þar bar í mál, að aldrei hefði hún, hvorki fyrr né síðar, séð mig jafn glaðan í bragði og þegar ég hafði lagt lykilimn að Herdísar- víkinni á borðið fyrir framan hana. Þegar lykillinn var kominn í mínar hendur, mátti segja, að ég hefði unnið Einar Benediktsson, og var þá eftir að vinna Þórarin. Þrátt fyrir verð það, sem hann, til að byrja með, setti á eigur sínar, Tif- andi og dauðar, hafði ég samt góða von um, að saman gengi með okkur að lokum. Tíð var góð til heyskapar, og gekk því óðum á það óslegna. Þegar kom fram í fyrstu viku ágústmánaðar, fórum við alvarlega að hugsa til heyöflunar í Herdísar- vík. Við töldum, að við hjónin gætum með góðu verið laus við heyskap okkar á Hvaleyri þann 10. ágúst. Ég sendi Kristmundi skeyti og sagði þar, að við yrðum í Her- dísarvík þann 12. ágúst. Þar með átti að ganga eftir heit það, að ef' ég fengi Herdísarvíkina til ábúðar, skyldum við Kristmundur nytja túnið saman til helminga þetta ár, þar eð ég ætlaði að vera þar fyrsta veturinn aðeins með sauðfé og einn hest, én kona mín yrði með fólkið og kýrnar á Hvaleyri til næsta vors. Ég þyrfti því vonandi ekki mikil hey í Herdísarvík. Þess utan átti Þórarinn nokkrar fyrn- ingar, sem mér þótti líkl.egt, að ég keypti, því að alltaf bjóst ég við því, að saman gengi með okkur. Það hlaut svo að fara. Áður en við hjónin færum til Herdísarvíkur, íór ég til Reykja- víkur til viðtals við Þórarin. Upp úr þeirri ferð hafði ég ekkert nema gestrisni og þægilegheit. Þórarinn sat nokkuð fastur við sinn keip um verðlagið. Þó fannst mér hann heldur linari, vissi að nú var komin alvara í málið. Föstudagurinn 12. ágúst 1927 rann upp heiðskír og fagur. Við bjuggum um farangur þann, sem nauðsyn bar til að fara með, svo sem nauðsynlegan fatnað, áböld til matar- og kaffigerðar, þar eð ekki var mjólkin, þótt svo færi, að Stakkavíkurhjónin, næstu ná- grannar okkar, bættu úr því eftir ýtrustu getu og vel það, að ég ætla. Þá voru einnig verkfæri öll til heyskapar með, þar á meðal lít- ill steðji og klappa til Ijáklöppun- ar, þar eð enginn var hverfisteinn- inn. Eitt og annað mun hafa tínzt til fleira, sem talið var, að í ferð- T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.