Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 14
— Komst þú svo heim, þegar þú hafðir bætt,sjöunda árinu við Danmerkurdvöl þína? — Já. Ég kom heim vorið 1933 og gerðist fyrst kennari við Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga, en vor- og sumarvinnan fór mest í að reyna að koma Skógræktarfélagi íslands yfir erfiðan hjalla. Það hafði ver- ið stofnað á Þingvöllum árið 1930, en nánast legið í dái síðan. Við komum okkur fyrir suður í Fossvogi, þar sem við höfðum fengið land, mest fyrir einstakan velvilja Knuds Zimsens. Þarna vann ég nú næstu árin, ásamt mörgum góðum mönnum. — Voru menn samt ekki mis- jafnlega trúaðir á möguleika og gildi íslenzkrar skógræktar á þess- um árum? — Vissulega voru enn algengir margir fordómar frá gömlum tíma. Meðal annarra sá, að ekki þýddi að ætla að rækta barrtré hér á landi. Jafnvel minn gamli, góði vinur, Einar Helgason í Gróðrar- stöðinni, honum kom ekki til hug- ar, að hægt yrði að rækta barrtré hér. Hann lifði það því miður ekki að sjá tré af erlendum uppruna dafna og ná háum vexti í görðum Reykvíkinga og annars staðar á ís- landi. — Hvenær varst þú skipaður skógræktarstjóri? — Árið 1935. Þá stóðu málin þannig, að eiginlega var ekkert hægt að gera fyrir peningaleysi. Fjárveitingin til skógræktarinnar var það ár hálft áttunda þúsund króna, og fyrir þá peninga varð nú ekki mikið gert; jafnvel þótt haft sé í huga, að hægt var að fá meira fyrir hverja krónu þá en nú. Þá átti skógræktin ekki önn- ur farartæki en tvo hesta, og var annar svo hastur, að honum var alls ekki reitt. En fyrirrennari minn í starfi, Kofoed-Hansen, vildi fyrir hvern mun hafa hasta hesta. Hann var ferðagarpur mikill, en orðinn gigtveikur, og hann sagði, að hastir hestar færu miklu betur með sig á langferðum en þýðir. — Reyndir þú að ferðast um landið ríðandi? — Já. Sumarið 1935 fór ég hringferð um landið á liestum, ásamt Einari Sæmundsen yngra, sem þá var átján ára. Sú ferð tók tvo mánuði. En reyndar var þetta ekki mitt fyrsta langferðalag á hestum. Ég hafði farið hringferð um landið árið 1933, og aðra, nokkru styttri, árið 1930. — Ég mætti kannski spyrja þig, skógræktarstjóri, hvort þú trúir þeirri margfrægu fullyrðingu Ara prests fróða, að ísland hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, þegar Norðmenn komu hingað? Loftmynd af norSurhHS skóg- argirSingarinnar á Hallorms- staS. Hér sést glöggt munur- inn á friSuSu landi og ofbeittu. Skógurinn hefur vaxiS alveg út aS girSingunni, en utan hennar er allt nakiS og bert. Þar geta vatn og vindar leilciS lausum hala, en inni i skógin- um er lygnt og vært, þótf stormur fari yfir og sveigi trjákró.nurnar. HallormsstaSar skógur er talandi dæmi um tvennt: GóS þrif margra teg- unda barrviSar, sem á annaS borS henta þar til ræktunar, og getu birkisins til þess aS klæSa jafnvel gróSurvana land, ef þaS fær friS til þess aS festa rætur og vaxa upp. MeS í kaupinu fylgir skjól og jafnvægi i vatnsbúskap, feg- urS, sem gleSur augaS, og ilmur, sem fyllir vitin. Þannig gætu margar hlíSar landsins verið, ef mannshöndin legði nátfúrunni lið til þess. 374 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.