Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.05.1971, Blaðsíða 15
Blágreni á Mörkinni í HallormsstaSarskógi. Þessi tré voru gróðursett áriS 1905, en myndin tekin 1968. í Fljótsdal hefur veriS stigiS fyrsta sporiö í þá átt aS gera skógrækt aS búgrein. Vöxtur fjölmargra barrviSartegunda hefur reynzt árvissari á þessum slóSum en túngrasa, sem hvaS eftir annaS hafa orSiS kali aS bráS. — Þar þarf ekki að tala um trú eða vantrú. Þetta er sannleikur. Landið hefur allt verið viði vaxið, nema þar sem voru nýrunnin hraun eða ótræðismýrar. — Hvernig getum við, nútíma- menn, verið vissir um, að svo hafi verið? — Gerðu þér það ómak að líta í íslenzkt fornbréfasafn eða Jarða- bók Árna og Páls. í Fornbréfa- safninu eru ófáar heimildir um skóga, þar sem nú er skóglaust land, jafnvel blásið. Og hið sama verður uppi á teningnum, þegar maður flettir Jarðabókinni. Það er til dæmis gaman að sjá, hverjar upplýsingar hún gefur um Fnjóskadalinn. Þá — árið 1712 — eru í dalnum 45 býli, og skógur á 39. Aðeins sex bæir eru skóglaus- ir. En um seinustu aldamót skrif- aði Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri lýsingu á skógunum í Fnjóskadal, og kemur þar fram, að aðeins er eftir skógur á sex bæjum. Dæmið hafði sem sagt snú- izt algerlega við frá því, er Árni Magnússon og Páll Vídalín voru þar á ferð tæpum tveim öldum fyrr. Um jörðina Skóga í Fnjóska- dal segja þeir félagar: Engið er smáfengið innan um skóginn. Og Hróarsstaðir fá þessa umsögn: Engið er mjög smáfengið uppi á heiðinni, innan um skógarrunna. Nú eru þessar jarðir alveg skóg- lausar og mikill hluti landsins ör- foka. Svipuð orð eru höfð um átta aðra bæi í dalnum. Alls staðar eru bændurnir að kvarta undan engja- leysi, og telja þær aðallega vera í „smálágum innan um skóginn“. Af þessu verður það meðal annars ráðið, að Fnjóskadalur hefur allur verið undir skógi fyrir tæpum tveim öldum. Og hann er ekkert einsdæmi. Frjórannsóknir sein- ustu ára sanna svo ekki verður véfengt, að þannig hefur þetta ver ið nær því um allt land, og um- mæli Ara fróða engar ýkjur. Meira að segja hérna í kringum Reykja- vík sjást enn leifar kjarrs. Uppi í Heiðmörk hafði það staðizt tím- ans tönn, allt þangað til núlifandi menn tóku að hlynna að því. Og fyrst þetta var svona á ótal stöðum á landinu, jafnvel fyrir tæpum tveim öldum, hvernig halda menn, að það hafi þá verið ennþá fyrr? Nei. Sannleikurinn er sá — hvað sem öll okkar viðtekna söguskoðun segir — að fyrri kyn- slóðir íslendinga fóru ekkert ákaf- lega illa með landið, hver og ein. En það seig alltaf á ógæfuhliðina, jafnt og þétt. Og það sígur það enn. Það hefur engin ein kynslóð farið eins illa með land sitt og sú, sem nú lifir. Þetta máttu undir- strika eða setja með feitu letri. — Einhver kynni nú að vilja fá nánari rökstuðning fyrir svo ákveð inni fullyrðingu. — Rök fyrir þessu eru mörg, og sum þeirra liggja nokkurn veg- inn í augum uppi. Við höfum til dæmis aukið áhöfn landsins að miklum mun, miklu meira en nokkurn tíma hefur áður þekkzt. En við höfum ekki ræktað landið nærri því eins mikið og þurft hefði að vera, ef samræmi hefði átt að vera í gerðum okkar. Tún- in hafa vissulega stækkað og hey- skapur aukizt stórlega, satt er það. En hvernig er allur þessi mikli afli fenginn? Að langstærstum hluta er hann fenginn með tilbúnum áburði. Hvað halda menn að það gangi lengi að pína upp gróður, hvernig sem viðrar og hvað sem hver segir, með utanaðkomandi efnum, jafnvel gen'iefnuru? Líf T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 375

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.