Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 4
Indíánar á helmaslóSum i Arizona, búnlr aS siSvenju ættkvíslar sinnar. SIGRÍÐUR THORLACIUS: ( Indíánabyggð Fyrir nokkrum árum ?afst mér kostur á að ferðast um Bandarík- in í tvo mánuði og velja sjálf hverju ég óskaði helzt að kynnast. Meðal þess, sem ég valdi, var að kynnast kjörum Indiána, því mér hefur stundum gramizt hve ein- hliða lýsingar við höfum íengið á atferli þessara frumbyggja hins ívikla meginlands. Flestar lýsingar hafa snúizt um, að þar hafi ein göngu verið á ferli villimenn, sem réðust svo að segja að tilefnis- lausu að næturþeli á saklausar fjöl skyldur hvítra manna, og viðhöfðu hinar hroðalegustu pyndingar, ef þeir náðu yfirhöndinni. Miklu sjaldnar hefur veri® sögð sagan af hinum frumstæðu þjóð- flokkum, sem stóðu skilningsvana gegn hugmyndaheimi hvítra manna, skildu til dæmis lítið í því, að það væri þjófnaður að tileinka sér annarra eigur, því að þeir voru vanastir sameign. Enn síður skildu þeir, að aðkomumenn, sem komu mörgum öldum á eftir þeim í kostaríkt land, hefðu einhvern heilagan rétt til þess að leggja það undir sig. í augum Indíánans var Fyrri hluti frásagnar um sérkennilega kyn- kvísl Indíána, trúar- hugmyndir hennar, líf og sögu jörðin móðir alls lifanda lífs, mannsins sem annars, og enginn gat átt hana, nema hvað ættbálk- urinn gat helgað sér landsvæði með því, að á móti kæmi viss þjónusta við andana, sem lífinu stjórnuðu. Þaðan af síður gat nokk ur selt öðrum manni jörð. Indí- ánahöfðinginn, Tecumseh, sem vildi stofna víðtæk samtök Indí- ánaættflokka, en mistókst það, sagði: „Selja land? Hvers vegna seljum við þá ekki loftið, skýin og hafsjóinn? Skapaði hinn mikli andi ekki þetta allt, svo að börn hans mættu njcia þess?“ Saga Indiánanna í Ameríku hin- ar síðustu aldir, er að ýmsu leyti harmsaga og hefur margt komið til. Það eru ekki nema tæp hundr- að ár síðan bandarískur hershöfð- ingi sagði: „Því fleiri Indíána, sem við drepum í ár, þeim mun betra. Þá eru færri til að drepa í næsta stríði. Skilningsleysi á báða bóga vegna algerlega ólíks menningar- stigs, orsakaði endalausar blóðsút hellingar, og hallaðist víst ekki á um, hvor grimmari var, hinn hvíti eða rauði maður. „í dag er gott að deyja“, sögðu Sioux-Iníánr, er þeir réðust á virki hinna hvítu. En saga Indíánanna er líka saga Bandaríkjanna og í formála fyrir ritverki um hina mörgu kynþætti þeirra, sagði Kennedy heitinn for seti, að þeir væru líklega misskild- ari og óþekktari en nokkrir aðrir íbúar landsins. En hann sagði líka, 7oa T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.