Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 11
NÖFN SÍMNOTENDA Talsímastöð: Nöfn, , tala: I*ar af ættarn.: Ættarnöfn %: Patreksfjörður: 214 13 6.17% Flateyri: 89 3 3.37% Vesturland samt.: 303 16 5.28% Dalvík: 282 3 1.03% Húsavík: 318 2 0.62% Norðurland samt.: 600 5 0.83% Egilsstaðir: 175 2 1.14% Djúpivogur: 89 0 0.00% Austurland samt.: 264 2 0.76% Grindavík: 210 6 2.85% Selfoss: 486 22 4.56% Suðurland samt.: 696 28 4.02% Símnotendur: 1863 51 2.73% NÖFN FERMIN GARB ARNA þegar börn þjóðkunnra manna kenna sig við skírnarnafn föður- ins, þótt sjálfur skrifi hann sig með ættarnafni. Eigi að síður eru þetta lofsverð og eftirtektarverð fordæmi. Og það er ekki hlaupið að því að komast að raun um, hvort fleiri eða færri fylgja því. Fyrir nokkrum mánuðum kynnt ist ég ungri stúlku, sem hafði lagt til hliðar ættarnafn sitt, komið frá Danmörku með afa hennar. Hún lagði nafnið ekki niður af því það væri ljótt, né af því að hún skamm- aðist sin fyrir það eða ætt sína. Fjarri fór því, enda sízt ástæða til, að ég bezt veit. Hún leit á sig sem alísienzkan þegn og vildi lieita alíslenzku nafni að alíslenzkum sið. Og hún fór sínu fram með festu og reisn og það þó það kost- aði sárindi heima fyrir. Frá svona dæmum má gjarna segja. Ekki hafa allir unglingar slíka hugdrifð til að bera, að leggja ætt arnafnið alveg til hliðar. Kæra sig ef til vill ekki um það. Þeir taka annan kost, nefnilega að kalla sig bæði föðurnafni og ættarnafni. Það er drjúgt skref í áttina að íslenzka siðnum, og eftir að það hefur verið tekið, er lokaskrefið auðstigið. Hve útbreidd eru ættarnöfn á íslandi? Ekki er mér nógu kunnugt, hve víðtækar rannsóknir hafa verið gerðar á því, hver er fjöldi eða hlutfallstala ættarnafna hér — eða hefur verið á ýmsum tímum. Nú hef ég gert tvíliða könnun, úrtakskönnun, til að fá hugmynd um, hvernig málin standa á þessu herrans ári 1971. Annars vegar voru könnuð nöfn 1126 fermingarbarna í Mosfells- sveit, Reykjavík, Kópavogi, Garða hreppi, Hafnarfírði, Keflavík og 1 Rangárvallasýslu, birt í blöðum um sumarmálin. Hins vegar nöfn 1863 einstaklinga, sem skrifaðir eru fyrir einkasímum á 8 símstöðv- um, 2 á Vestfjörðum, 2 á Norð- urlandi, 2 á Austurlandi og 2 á Suðurlandi. Verið igetur, að hægt sé að ná strangvísindalegra úr- taki en þessu, en samanlegt er þetta að minnsta kosti þrefalt fjöl- mennara úrtak en við hlustenda- könnun ríkisútvarpsins, sem talin mun hafa verið nógu fjölmenn. Ætti útkoman úr könnuninni að igefa nokkuð rétta mynd af hlut- fallstölu ættarnafna á íslandi. Nöfn alls: 1126 Svona lítur þetta út. Má af þess- ari athugun ýmsar ályktanir draga. Tvennt má hafa í huga, sem mögulegt er að hniki aðeins til tölu ættarnafna meðal fermingar- barna. Það er ef útlendingar (gest- ir) eru þar á meðal. Gerir það töl- una hærri. Svo hitt, ef ætt- arnöfn dyljast á meðal föðurnafna drengja (Bjarnason, Bjarnarson, Gíslason). Lækkar það töluna, ef til væri. Ekkert ættarnafn af þeirri gerð kom þó fram hjá fermingar stúlkunum. Hvernig eru svo þau ættarnöfn, sem í leitirnar komu? Af 58 nöfnum fermingarbarna voru aðeins tvö eins. Langar mig nú til, og vona ég, að enginn finni ástæðu til að misvirða, að birta hér með þessi 57 nöfn, svo hver og einn sjái, hvar við erum á vegi stödd. Nú þegar heita þegnar þjóðar- innar þessum sundurleitu og fram- andi nöfnum, og sjálfsagt er það, sem kemur í ljós í þessu úrtaki, a|Seins lítill hluti allra þeirra af- bngðilegu tilbrigða, sem fyrirfinn- ast. Þar af ættarnöfn: Ættarnöfn % 58 5.15% Jetzek Haukdal Eyland Guidice Fenger Kiernan Sen Vídalín Löve Bachmann Wright Thoroddsen Waage Leifs Petersen Bender Andersen Hvid Jensen Bridde Kjærnested 0‘Brien Heiðdal Herlufsen Færseth Mathiesen Kendall Clausen Nordgulen Schiöt Morthens Flygenring Fjeldsted ísberg Höjgaard Ólsen Fredriksen Þormar Bernburg Kristmanns Christensen Nielsen Schram ísfeld Steinsen Holton Hlíðberg Höiriis Thorarensen Blöndahl Blomsterberg Kolsöe Hjaltested Gröndal Hansen Sörensen Örvar Johansen Getur svo hver og einn dæmt pt frá eigin smekk og málkennid, hvort ekki er ástæða til að hugsa sig tvisvar um, og þrisvar þó, áð- ur en bætt ey við fleiri nöfnum í stíl við þessi, eða öðrum frá enn fjarlægari ströndum og þjóðum. T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 707

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.