Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 14
að vandséð var, hvernig höfði hans yrði bjargað. Þá brá Jón sýslumað- ur Helgason á það ráð, að hann lokaði augunum, lézt ekki hafa hugmynd um siðferðið á Felli, sagði ekki orð. Þó var ekki því að heilsa, að Sveinn og Rannveig fengju að sitja að synd sinni í friði. Prófastur kærði framferði þeira fyrir stifts- yfirvöldum, og þá var ekki að sök- um að spyrja. Yfirvöldin settu Jón frá sýslunni fyrir vanrækslu í þessu máli og fleiri, og ári síð- ar var hann dæmdur frá embætti. Hann bar þó höfuðið hátt og sýndi kollegum sínunm í lögspekinnt fyllstu fyrirlitningu: hann hrækti á dómaraborðið, þegar dóm- urinn um embættismissi hafði verið upp kveðinn. Hann fékk sýsluna aldrei aftur, en dó embættislaus 1809 — og er það í rauninni hið eina, sem sorglegt getur talizt í sambandi við þetta málastapp. Ég held, að afskiptaleysi Jóns hafi fyrst og fremst verið sprottið af mannúð- legu hugarfari: hann hefur skilið, að menn höfðu fátt annað sér til skemmtunar í Skammdeginu en þetta gamla góða. Þegar réttvísin hafði losað sig við Jón, var til bráðabirgða settur yfir sýsluna ólöglærður maður, en framgjarn vel: Kristján nokkur Vigfússon, sonur séra Vigfúsar Benediktssonar á Kálfafellsstað (Galdra-Fúsa). Og sá hafði nú eng- ar vöflur á. Hann dæmdi Svein heima í héraði til að „missa sitt höfuð með öxi eftir stóradómi, vilji ekki kóngur meiri miskunn á gjöra“. Árið eftir kom málið fyr- ir lögþingisréttinn. Sveinn var þar mættur og staðfesti á n þess að glúpna fyrri játningu sína, að hann væri faðir allra barnanna. Sýslumaður Mýramanna, Guð- mundur Ketilsson, var skipaður verjandi hans. Málsvörn Guðmund ar var hreinasta afbragð og á skil- ið að geymast. Hún er svohljóð- andi: Pro memoria Hver sem úthellir mannsins blóði, hans blóð skal úthellast. Þau lög liafa gilt á öllum öldum og hjá öllum þjóðum. En í Austur- Skaftafellssýslu á næstliðnu ári er skeð ein exception (undantekning) frá þessari reglu, þar sýslumaður þar C. Vigfússon hefur á sama degi, nefnilega þann 20. október 1798, ei einasta dæmt, heldur sótt og dæmt í einu Svein nokkurn Sveinsson, gamlan, gagniegan, fróman mann til lífleysis — og hefur þó þessi Sveinn iítið sem ekki til saka. Það liangir þannig saman: hann að foriögunum gift- ist einum kvenmanni, sem strax eftir þeirra brúðkaup verður kar- læg og síðan ekki rís úr rekkju, verðcr lionum allt so lireint óhæf til að fjölga með henni mannkyni, sem er sú fyrsta og helzta ekta- skaparpligt. Ei að síður forstend- ur þessi Sveinn bú sitt utan sem innan bæjar vel og dánumannlega, betalar Kóngi árlega skatt og und- irlieldur þurfalinga fram yfir skyldu árlega. Þetta ber mér trúa, að sýslumanni Jóni Helgasyni þyki vel fara, því tekur liann þennan Svein og bú hans og set- ur til ckkju, sem á ómegð mikla. Maðurinn hlýðir, for- stendur vel búið eins og fyrr hafði gjört fyrir sjálfan sig. Ekkjan, sem hann nú daglega um- gengst með, er ung og annarslags en hans veika kona, hvar fyrir hann með henni utan sem innan húss forstendur búið ágætlega, so allt það lifandi er á heimilinu ávaxtast, kýr, sauðfé og fuglar, og goldnar eru öllum tekjur sínar. Nú verður þessi heilsugóða ekkja Sveini leiðitöm, þar hann var feng- _______MIíkIÍSÍHBHMRHMB _________________ jjBBjjjpH Gömlu verbúðirnar i Mikley i Hornaflrði, þar sem bátar af Austfjörðum höfðu viðlegu á vetrarvertíð. Nú er þar auðn og tóm. Ljósmynd: Sveinn Guðnason. 10 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.