Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 03.10.1971, Blaðsíða 13
þeirra hét einnig Sveinn og var Sveinsson. Heimildir sýna, að hann hefur þótt góður þóndi og notið álits samtíðarmanna sinna. Þó fór nú svo, að „syndin" mun halda nafni hans lengst á lofti. Hann var nefnilega einn hinn seinasti, ef ekki seinasti maður á íslandi, sem dæmdur var til dauða fyrir óleyfi- legar barneignir, þótt dómnum væri reyndar aldrei fullnægt. — Það væri nógu gaman að heyra meira um það. — Hann hafði gengið að eiga konu, Þórdísi Sigurðardóttur, sem var tuttugu árum eldri en hann, en þar á ofan bættust þau býsn, að hún veiktist af holdsveiki skömmu eftir að þau giftust og lá að mestu í kör eftir það. Hún átti aldrei barn. Nú bar svo til, að Eyjólfur bóndi á Felli í Suðursveit andaðist. Stóð þá ekkja hans, Rannveig Jónsdótt- ir, uppi fyrirvinnulaus með mikla ómegð. Þá fékk Jón Helgason, sýslumaður Skaftfellinga, Svein til að flytjast að Felli og veita búinu forstöðu með ekkjunni. En hér fór sem vænta mátti: ástir tókust með Rannveigu og Sveini, enda líkt á komið með báðum, hún nýorðin ekkja, hann í rauninni verr settur en nokkur ekkill. Auk þess voru þau jafnaldra og efalaust blóðheit bæði. Það hefur fylgt þessari ætt. Er ekki að orðlengja það, að árið 1790 fæddist þeim barn. Eftir þágildandi lögum var þeim óleyfilegt að dveljast í sömu sókn, Einar Bragi í garði sínum við Bjarnarstíg £ Reykjavík. þegar svo var komið, og bar sýslu- manni að stía þeim í sundur. En hann lét nægja að krefja þau um tvöfalda hórdómssekt — sem að vísu var líka óleyfilegt. Skömmu seinna mun Rannveig hafa gifzt öðrum manni, og var allt vand- ræðalaust um sinn. Ekki virðist Sveinn þó hafa farið frá Felli að heldur, kannski verði húsmaður þar eða í vinnumennsku hjá hjón- unum. Þetta hjónaband varð þó skammvinnt, því að maður Rann- veigar dó fáum árum síðar. Bloss- uðu þá ástir hennar og Sveins upp að nýju. Þetta var löngu fyrir daga pillunnar, eins og við vitum, enda fæddist þeim annað barngrjón ár- ið 1797. Jón sýslumaður brást eins við og hið fyrra sinni: lét þau greiða tvöfalda hórdómssekt, en málið að öðru leyti kyrrt liggja, og áfram sat Sveinn á Felli. En þegar ein báran rís, er önn- ur vís. Árið eftir eignuðust þau þriðja barnið, og þá var málið komið á alvarlegt stig. Samkvæmt stóradómi var þriðja hórdómsbrot, sem sannaðist, dauðasök. Og hér þurfti enginn að velkjast í vafa, því að Sveinn gekkst jafnan hik- laust við börnum sínum. Rannveig átti að vísu ekki líflát yfir sér vof- andi, þar sem hún var ógift, þeg- ir börnin voru geíin og fædd. En Sveinn átti sína karlægu konu, svo EskifjörSur 1923. Húsið fremst til vinstri reisti Sigurður Jó,‘,annsson skipstjcH árið 1921, og þar fæddist Einar Bragi, Húsið fremst til hægri er spítaiinn, reistur 19ö7. Ljósr,%: Sveinn Guðnason T t M 1 N N SUNNUDAGSBLAÐ 709

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.