Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 11 V O R T Ó N L E IK A R m iðvikud aginn 28.ap rílkl.20 íH afnarb org m m tud aginn 29.ap rílkl.20 íH afnarb org laugard aginn 1.m aíkl.16 íG rafarvogskirkju K A R L A K Ó R IN N ÞRESTIR Jóhann Sigurðarson • JónasÞórir SAMKOMULAG milli ríkisvaldsins og Reykjavíkurborgar um skipulag lóðar Landspítala – háskólasjúkra- húss vegna ákvarðana um framtíðar- uppbyggingu spítalans og stofnana Háskóla Íslands var undirritað í gær. Tekur samningurinn til lóða við Hringbraut, í Fossvogi og Arnarholti. Þá var kynnt í gær áfangaskýrsla nefndar um uppbyggingu LSH og er þar lagt til að fram fari hönnunar- samkeppni um skipulag lóðarinnar við Hringbraut og deiliskipulagi lokið eigi síðar en 2006. Miðað við það gætu framkvæmdir hafist 2009 og þeim verið lokið 2018. Heildarkostnaður yrði nærri 37 milljarðar króna. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Þórólfur Árnason borgarstjóri undirrituðu samkomulagið en það var kynnt í rík- isstjórn í gærmorgun og borgarráði einnig. Mikilvægur áfangi Jón Kristjánsson sagði að hér væri mjög mikilvægum og stórum áfanga náð og lagður grunnur að frekari uppbyggingu. Hann sagði brýnt að halda áfram þeirri vinnu og taka næstu skref. Hann kvaðst mundu kynna sér áfangaskýrslu nefndarinn- ar og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann óska eftir framlagi til að tryggja áframhaldandi undirbúnings- vinnu. Hann sagði flókin og umfangs- mikil mál nú komin í réttan farveg. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði að með samningnum væri tryggt að stærsti vinnustaður í Reykjavík yrði áfram á miðborgarsvæðinu. Hann sagði skipulag svæðisins flókið og því tengdust svæði við Valsheimilið og Umferðarmiðstöðina, flutningur Hringbrautar og almenningssam- göngur. Hann sagði samninginn enn eina staðfestingu á góðri samvinnu ríkis og borgar í þessum efnum. Með samningnum er mætt lóða- þörf spítalans á Hringbrautarsvæð- inu og auk færslu Hringbrautar er kveðið á um uppbyggingu og rekstur bílastæðahúsa og skipulag almenn- ingssamgangna. Einnig tekur sam- komulagið til lóða á vegum LSH í Fossvogi og Arnarholti. Svæðið við Hringbraut skerðist nokkuð miðað við fyrstu hugmyndir vegna flutnings götunnar en í staðinn fær LSH svæði sunnan við Hringbraut eftir flutning- inn. Þá afmarkast lóð spítalans í Fossvogi við Áland að norðan og Háaleitisbraut að vestan og núver- andi íbúðabyggð að austan og sunnan en áður hafði spítalinn einnig umráð yfir lóðarhluta vestan Háaleitisbraut- ar. Samið um lóðir, bílastæði og samgöngumál Samanlögð stærð lóðar LSH við Hringbraut með nýja samningnum er 21,61 hektari og heimilt er að byggja þar alls rúmlega 196 þúsund fer- metra. Langmest verður byggt á lóð- inni þar sem núverandi spítalabygg- ingar eru en síðan á svæðinu þar sem Hringbraut liggur nú og í þriðja lagi við Læknagarð. Heimilt er að reisa um 25 þúsund fermetra byggingar á svæðinu sunnan Læknagarðs og um 23 þúsund fermetra við Umferðar- miðstöðina. Reykjavíkurborg tekur þátt í upp- byggingu bílastæða og bílastæðahúsa á lóð LSH og leggja til þess 500 millj- ónir króna á verðlagi síðasta árs. Seg- ir í samkomulaginu að tryggja skuli að bílastæðin á reitnum sem tengist miðborgarstarfsemi skuli nýtast þeim sem sækja þjónustu til spítalans til jafns við aðra. Þá lýsir borgin sig reiðubúna að gera þjónustusamning við LSH um rekstur bílastæða eða húsa. Auk ákvæðanna um bílastæði segir í samningnum að Reykjavíkurborg muni tryggja að leiðakerfi almenn- ingsvagna í borginni verði skipulagt með þeim hætti að áhersla verði lögð á bættar samgöngur almennings- vagna við LSH og að hönnun umferð- armannvirkja sem hafi áhrif á að- gengi að spítalanum og tengdum stofnunum muni verða unnið í sam- ráði við LSH og Háskóla Íslands. Tillögur um næstu skref Nefnd sem skipuð var í október 2002 til að halda áfram að vinna að uppbyggingu á LSH skilaði í gær áfangaskýrslu sem heilbrigðisráð- herra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær. Nefndinni var falið að halda áfram starfi nefndar um framtíðar- uppbyggingu LSH sem lagði til að spítalinn yrði byggður upp á lóðinni við Hringbraut. Ragnheiður Haralds- dóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu, sagði að í skýrslunni væru settar fram tillögur um næstu skref, áherslur LSH um forgangsröð- un framkvæmda, tíma- og fjárhags- áætlun og ýmislegt fleira. Fram kem- ur að framkvæmdum megi skipta í fjóra áfanga og verði fyrst unnið að uppbyggingu slysa- og bráðaþjón- ustu sem ráðgert er að kosta muni 12,8 milljarða, í þeim næsta hugað að rannsóknarstofnunum og stoðstarf- semi sem kosta 8,6 milljarða, þriðji áfangi, sem ráðgert er að kosti 11,5 milljarða, yrði dag- og göngudeildir og í fjórða áfanga yrðu byggðar upp legudeildir og stjórnsýsla en kostn- aður vegna þeirra eru fjórir milljarð- ar. Tímaáætlun gerir ráð fyrir að und- irbúningur standi í fimm ár og ljúki í árslok 2008 og í ársbyrjun 2009 myndu framkvæmdir við fyrsta áfanga hefjast. Þeim myndi ljúka árið 2011 og þá yrði ráðist bæði í annan og þriðja áfanga og stefnt að því að þeim lyki árin 2013 og 2014. Síðasti áfang- inn stæði síðan fram á árið 2018. Má ekki seinna vera Magnús Pétursson, forstjóri LSH, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi framkvæmdatími mætti ekki seinni vera. Hann sagði að á næstu vikum og mánuðum myndi ljúka margs konar vinnu varðandi áherslur og forgangsröðun spítalans sem stað- ið hefði yfir að undanförnu. Í skýrsl- unni kemur fram að fulltrúar nefnd- arinnar hafi rætt við fram- kvæmdastjórn spítalans og fulltrúa læknaráðs og hjúkrunarráðs. Þá kemur fram að nefnd um hlutverk LSH, undir forystu Jónínu Bjart- marz, muni skila tillögum fyrir sum- arfrí en henni er ætlað að marka spít- alanum skýrari stöðu í heil- brigðisþjónustunni en verið hefur. Er henni bæði ætlað að skilgreina verksvið LSH og Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri sem hátækni- sjúkrahúsa. Einnig er að störfum nefnd spít- alans sem stjórna á vinnu notenda við undirbúning byggingar nýs spítala við Hringbraut. Tekur verkefni henn- ar til líklegrar þróunar á umfangi starfseminnar og endurskipulags. Er litið til áætlana um þróun mannfjölda, aldurssamsetningar og búsetuþróun- ar svo og breytinga sem sjá má fyrir um tíðni sjúkdóma og fleira. Einnig eru metin áhrif tækniþróunar á möguleika til meðhöndlunar og eft- irlits utan sjúkrahúsa. Allir möguleikar verði skoðaðir Varðandi fjármögnun uppbygging- arinnar leggur nefndin til að skoðaðir verði allir möguleikar á tilhögun framkvæmda og fjármögnunar. Bent er á að sjúkrahúsbyggingar séu með flóknustu mannvirkjum og krefjist gríðarlegs undirbúnings með mikilli samvinnu við notendur. Áfangaskipt- ing er sögð gefa svigrúm í fram- kvæmdahraða og fjármögnunarleið- um. Þá er bent á að kostur opinberrar fjármögnunar sé að fjármagnskostn- aður verði í lágmarki en gallinn sé mikil fjárútlát í upphafi. Kostir einka- fjármögnunar eða einkaframkvæmd- ar séu þeir að útgjöld ríkissjóðs dreif- ist á endingartíma eignarinnar og verði í formi leigugjalda. Ríki og Reykjavíkurborg semja um lóðamál fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús Hönnunarsamkeppni vegna uppbyggingar við Hringbraut                                                              Morgunblaðið/Ásdís Skrifað undir samkomulag um Landspítalalóð: Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Ragnheiður Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, Þór- ólfur Árnason borgarstjóri og Björn Ingi Sveinsson borgarverkfræðingur. MEGINTILLÖGUR nefndarinnar um næstu skref á Landspítalalóð eru eftirfarandi: Lagt er til að hönnunarsam- keppni fari fram um skipulag Land- spítalalóðar við Hringbraut og grunngerð nýbygginga. Á grund- velli niðurstöðu úr samkeppninni verði unnið deiliskipulag lóðarinnar í samráði við Reykjavíkurborg og því lokið fyrri hluta árs 2006. Lagt er til að fengnir verði ráð- gjafar til að meta hvernig best er að ná sem mestu hagræði í starfsemi sjúkrahússins með þeirri end- urskipulagningu sem ný bygging gefur kost á. Það er mat nefnd- arinnar að vænta megi verulegra samlegðaráhrifa við að sameina starfsemi Landspítala – háskóla- sjúkrahúss á einum stað, en til þess að ná fram hámarksárangri er nauðsynlegt að undirbúningur sé vandaður. Lagt er til að í uppbygg- ingu spítalans verði hugað sér- staklega að skipulagðri þátttöku einkaaðila við hönnun, byggingu og fjármögnun hans. Til þess að und- irbúa þátttöku einkaaðila er nauð- synlegt að kynna verkefnið op- inberlega og jafnframt að skilgreina hlutverk þeirra og hins opinbera skilmerkilega. Jafnframt þarf að huga áfram að fjölþættri fjár- mögnun eftir efnahagslegum að- stæðum í samfélaginu hverju sinni. Lagt er til að nefndin starfi áfram að yfirstjórn verkefnisins þar til frumathugun er lokið og komið að áætlanagerð. Nú þegar verði ráðinn verkefnisstjóri sem starfi með nefndinni. Lagt er til að fjármagn verði tryggt til undirbúnings framtíð- aruppbyggingar LSH þegar á næsta fjárlagaári. Hugað verði að þátttöku einkaaðila Í kjölfar samnings Reykjavíkurborgar og heilbrigðisráðu- neytis um lóðamál við Landspítala – há- skólasjúkrahús verður nú unnt að halda áfram vinnu við uppbyggingu spítalans við Hring- braut. Framkvæmd- ir hefjast vart fyrr en í ársbyrjun 2009 og áætlaður kostn- aður er tæpir 37 milljarðar króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.