Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 39 MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR, Mávahlíð 11, sem lést á Landakoti miðvikudaginn 21. apríl sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 29. apríl kl. 15.00. Sólrún Ólafsdóttir, Þórhallur Bjarnason, Örn Ólafsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Finnur Ellertsson, Gústaf Adólf Ólafsson, Sigríður Jóna Ólafsdóttir, Þorbjörn Gunnarsson, Guðfinnur Ólafsson, Jóhanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eigin- manns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR flugvirkja, Mánatúni 4, Reykjavík. Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur Ingólfsson, Halla Hauksdóttir, Þorsteinn Ingólfsson, Haraldur Már Ingólfsson, Sofía Björg Pétursdóttir, Ástríður Helga Ingólfsdóttir, Kristján Valsson og fjölskyldur. Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR G. WAAGE, Þórustíg 5, Njarðvík, fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 30. apríl og hefst athöfnin kl. 14.00. Elísabet Karlsdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Ásta Andrésdóttir, Anna Andrésdóttir, Óskar Karlsson, Drífa Sigfúsdóttir, Daníel Óskarsson, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Kári Örn Óskarsson. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengda- föður og afa, ÓMARS JÓHANNSSONAR. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Heima- hlynningar Krabbameinsfélagsins og Heima- hjúkrunar Landspítalans. Guðný Rannveig Reynisdóttir, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, Halldór Eyjólfsson, Lúðvík Kjartan Kristjánsson, Hjördís Erla Benónýsdóttir, Sveinn Helgi Geirsson, Ómar Ingi Halldórsson, Sindri Geir Sveinsson, Sóldís Guðný Sveinsdóttir. Ástkær dóttir okkar, ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR SEVERSON, áður til heimilis í Ásgarði 149, Reykjavík, andaðist í Bandaríkjunum laugardaginn 24. apríl. Útförin fer fram í dag í heimabæ Önnu, Kalamazoo Michigan. Fyrir hönd aðstandenda, Ágúst Guðmundsson, Bjargey Stefánsdóttir. ✝ Anna Ágústs-dóttir Severson fæddist í Reykjavík hinn 21. febrúar árið 1943. Hún andaðist í Kalamazoo í Michig- an í Bandaríkjunum laugardaginn 24. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ágúst Guð- mundsson ökukenn- ari, f. 9.12. 1922, og Bjargey Stefánsdótt- ir, f. 30. 4. 1925. Systkini Önnu eru: Margrét, f. 10.8. 1946, maki Aðalsteinn Ólafsson, f. 14.3. 1942; Kristján Júlíus, f. 31.3. 1948, maki Stefanía Sara Gunnarsdóttir, f. 5.9. 1949; Ágúst Björn, f. 17.12. 1954, maki Þórdís Björg Kristinsdóttir, f. 5.5. 1954; Bjarni, f. 22.10. 1956, maki: Þór- dís Lára Ingadóttir, f. 29.9. 1958. Eftirlifandi maki Önnu er Ro- bert John Severson. f. 7.12. 1939. Synir þeirra eru John Raymond, f. 7.7. 1962, og Robert Paul, f. 3.2. 1969. Anna ólst upp í foreldrahúsum hér í Reykjavík og var sem barn nemandi í Laugarnesskólanum. Hugur hennar hneigðist snemma til tónlistar. Hún lærði um skeið á pí- anó hjá Annie Leifs og var í þeim hópi söngfólks sem tók þátt í stofnun Söng- sveitarinnar Fíl- harmóníu undir stjórn Róberts Abra- hams Ottóssonar. Eiginmanni sínum, Robert John, kynnt- ist Anna hér í Reykjavík, en þau fluttust til Banda- ríkjanna í maí 1962 og settust að í Kalamazoo í Michigan þar sem þau bjuggu upp frá því. Anna stundaði nám í tónlist og stjórn- unarfræðum við Háskólanum í Vestur-Michigan. Hún var virkur þátttakandi í tónlistarlífi sem söngvari og tók þátt í flutningi margra stórra tónverka þar í borginni. Anna gegndi marghátt- uðum störfum á sviði stjórnunar- og félagsmála. Hún vann t.d. lengi að því að koma atvinnulaus- um til sjálfshjálpar. Anna verður jarðsungin í Kalamazoo í dag. Það var vor og angan í lofti af vaknandi lífi þegar síminn hringdi og fréttin kom um að Anna Ágústs- dóttir Severson, vinkona okkar og velgjörðarmaður, hefði kvatt þenn- an heim vestur í Bandaríkjunum þar sem hún hefur átt heima sl. 42 ár. Hún hafði barist við erfiðan sjúkdóm síðustu mánuðina af hug- hreysti og sigurvissu. Samt erum við ávallt illa undirbúin þeirri óaft- urkræfu breytingu sem dauðinn færir okkur og hugurinn leitar úr skugga sorgarinnar á vit bjartra daga. Kynni okkar hófust á þeim tíma er heimurinn skókst í átökum fá- tækrar bændaþjóðar austur í Asíu sem varðist mesta herveldi heims- ins. Mörgum okkar sem héldum á lofti málstað lítilmagnans svall móð- ur í brjósti er herveldið loks hopaði. Það atvikaðist þá að leið fjölskyld- unnar lá vestur til Bandaríkjanna, en þar var mikil spenna og upp- lausn vegna þess stríðs sem var að tapast, glataðra mannslífa og fjölda ungra manna sem sneru heim úr herleiðingunni meira og minna ör- kumla á sál og líkama. Ég, nýlentur og hálf utanveltu, hlýt að hafa blundað í stúdentaíbúðinni minni við Michigan Avenue, vaknaði um miðj- an dag við að einhver var kominn inn. Mér varð ekki um sel, óreyndur í landi tækifæranna. Hvað var að gerast? Orðaflaumurinn streymdi viðstöðulaust af vörum hennar þar sem hún stóð á miðju gólfi, ákafur hjartsláttur, ég milli svefns og vöku, en létti er í ljós kom að þessi fallega stúlka hafði ekkert annað erindi en að fagna því að loksins skyldi Ís- lendingur innritast í Háskóla Vest- ur Michigan, en hafði í óðagotinu gleymt að berja að dyrum. Ég varð hissa en fljótur að jafna mig er hún sagðist vera Íslendingur, heita Anna og hafa búið í bænum í 12 ár. Á meðan tíndi hún eitt og annað upp úr innkaupapoka til að hygla þeim nýkomna. Fyrr en varði hafði Anna virkjað hóp fólks, nágranna sína og vini, kór- og kirkjufélaga til stuðnings okkur þessum íslensku námsmönnum. Íbúðin var tekin í gegn og dubbuð upp með eldhús og bað í amerískum stíl. Fólk lagði í púkk til að barnafólkið gæti fengið síma og fatnaður barst óbeðinn úr afkimum ókunnra klæðaskápa þess- arar allsnægtaþjóðar. Undir stjórn Önnu var allt gert til að okkur og stelpunum gæti liðið vel. Áhugamál fóru líka saman. Hún var sjálf í námi við tónlistardeild háskólans og kunnug listalífinu í Kalamazoo. Áhugi hennar var óslökkvandi, bæði sem virkur tónlistarmaður, þátttak- andi í sönglífi borgarinnar og einnig ástríðufullur óperuunnandi. Hún var mjög stolt af því þegar Gillmore bræðurnir komu Kalamazoo síðar á landakort tónlistarinnar með því að efna þar til stórra tónlistarhátíða sem vakið hafa heimsathygli. Vet- urinn okkar í Kalamazoo kynntumst við líka fjölskyldu Önnu, Robert Severson manninum hennar og drengjunum, Robie og John, sem nú eru báðir fulltíða menn. Síðan eru liðin 30 ár. Þegar tækifæri hafa gef- ist höfum við notið gestrisni og sam- veru þeirra, nú síðast sl. haust, er þau voru hér í heimsókn. Það var einmitt um það leyti sem í ljós kom að vinkona okkar gekk ekki heil til skógar. Lyndiseinkunn Önnu var þannig að hún hafði einlægan áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur og fylgdi því eftir af alvöru. Hún var greiðvikin og hjálpsöm. Söngur og tónlist áttu hug hennar allan. Á starfsferli sínum vann Anna meðal annars að því að hjálpa at- vinnulausum til sjálfshjálpar og náði í því eftirtektarverðum árangri. Í veikindum Önnu síðustu mánuðina fann fjöldi þessa fólks sig knúinn til að votta henni þakklæti sitt, en það hefur nú misst tryggan vin og stuðningsmann. Kynni okkar hófust á umbrota- tímum í kjölfar mikilla hörmunga í heiminum. Nú, á kveðjustund, eru aftur of margir sem horfa með kvíða til morgundagsins, okkur ber- ast fréttir af tortryggni og van- trausti milli þjóða. Ég veit að Anna deilir þeirri ósk með okkur að stríðshörmungum megi linna og mannkynið læri af mistökum sínum. Hugur okkar er nú hjá foreldrum Önnu, eiginmanni, sonum, systkin- um og fjölskyldum þeirra. Við vott- um þeim okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum langa vináttu og samfylgd. Sigursveinn, Sigrún, Diljá og Ólöf. Fyrir um 13 árum tókum við hjónin okkur upp með dætur okkar og fluttumst til Bandaríkjanna til að láta gamlan draum rætast um að búa tímabundið erlendis við fram- haldsnám. Áfangastaðurinn var bærinn Kalamazoo í fylkinu Michig- an, staður sem við höfðum aldrei heyrst á minnst. Fljótlega eftir komuna þangað komust við að því að um fimm fjölskyldur bjuggu þar, þar sem annað hjónanna eða bæði voru Íslendingar. Brátt kynntust við elskulegum hjónum, þeim Mar- gréti Ágústsdóttur og Aðalsteini Ólafssyni og í framhaldi af því kynnti Margrét okkur fyrir systur sinni Önnu og manninum hennar Robert (Bob) Severson, en þær systurnar höfðu sest að í Kalamazoo með fjölskyldum sínum. Þetta varð upphafið að kynnum okkar við Önnu og Bob og vináttu sem haldist hefur síðan. Það er ekki sjálfsagt að fólk opni heimili sín fyrir bláókunn- ugu fólki, eingöngu af því að við er- um Íslendingar, en Anna eins og all- ar hinar fjölskyldurnar tók okkur strax opnum örmum. Það var meðal annars þessi gestrisni og sú vinátta sem mætti okkur, sem gerir þennan tíma með þeim eftirminnilegasta í lífi okkar. Anna var heillandi kona, glaðleg og hláturmild. Það geislaði af henni lífsþrótturinn og það var eins og hún hefði áhuga á og gæti rætt um allt milli himins og jarðar. Hún var ávallt tilbúin að rétta hjálparhönd og hafði ásamt Bob mikinn áhuga á að við fengjum sem mest út úr dvöl okkar í Bandaríkjunum. Áttu þau sinn þátt í að svo varð. Anna og Bob voru óvenju sam- hent hjón og leyndist engum sem þeim kynntust að þau báru mikla virðingu og kærleik hvort til annars. Umhyggja Önnu fyrir fjölskyldu sinni var aðdáunarverð og bar glæsilegt heimili hennar og Bobs þess ríkan vott. Fágað yfirborð og snyrtimennska í fyrirúmi, en um leið heimilislegt og vingjarnlegt andrúmsloft, sem lét mann finnast maður væri heima hjá sér. Heimili hennar stóð okkur alltaf opið og eru þær ófáar minningarnar, frá heim- sóknum og veislum þar sem mikið var spjallað og hlegið. Anna og Bob höfðu mikla ánægju af að fyrsta barnabarnið var komið í heiminn á þessum tíma, en þau munu nú vera fimm talsins, sem syrgja ömmu sína. Þó leiðir hafi skilið þegar við héldum aftur heim til Íslands, hélt Anna alltaf sambandi þegar hún kom í heimsókn til Íslands. Þrátt fyrir að mörg ár liðu á milli, var allt- af eins og við hefðum hist í gær. Einlæg vinátta og umhyggja Önnu stóðst tíma og vegalengdir. Þannig eru sannir vinir. Síðasta heimsókn Önnu til Ís- lands var í nóvember sl. haust, ör- lögin höguðu því svo að í þeirri heimsókn greindist hún með það mein, sem að lokum hafði yfirhönd- ina, það var öllum mikið áfall að heyra af veikindum Önnu og fljótt ljóst hvert stefndi. Við vottum Bob og sonunum John og Robert og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Einnig Margréti og Alla, öldruðum foreldr- um og systkinum Önnu og öðrum aðstandendum. Megi minningar um góða konu styrkja ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Önnu Sever- son. Guðmundur Guðmundsson, Ruth Sigurðardóttir. ANNA ÁGÚSTS- DÓTTIR SEVERSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.