Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 24
DAGLEGT LÍF 24 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ w w w. l e t t o g l a ggo t t . i s w ww. l e t t og l a ggo t t . i s w ww. l e t tog l a g got t . i s ww w. l e t t o g l a g go t t . i s ww w. le tt o g la gg ot t. is ww w. let tog lagg ott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is www.lettoglaggott.is VILTU VINNA FERÐ TIL ÍTALÍU? LENGI býr að fyrstu gerð og því er mikilvægt að hugað sé vel að öllu því sem stuðlar að því að börn dafni vel og þroskist eðlilega. Nær- ingin skipti miklu máli og með því að stuðla að góðum fæðuvenjum strax á fyrsta ári má leiða að því líkum að grunnur sé lagður að heilsamlegum mat- arvenjum síðar meir. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á hversu holl móðurmjólkin er, ekki bara fyrir barnið heldur móðurina, fjölskylduna og samfélagið. Brjóstagjöfin hefur jákvæð áhrif á heilbrigði, næringu, ónæmiskerfi, þroska, sálræna líðan, félagslega velferð, fjárhag og umhverfi. Ef barnið dafnar vel og er vært er móðurmjólkin næg næring fyrstu fjóra til sex mánuðina. Látið barnið ráða ferðinni Langflestar konur geta haft barn sitt á brjósti, en viðhorf þeirra til brjóstagjafar skiptir máli, þ.e. að hafa vilja til að láta brjóstagjöfina ganga vel. Konan þarf líka næði, góða næringu, nægileg hvíld og stuðning frá fjöl- skyldu og fagfólki. Til að móður og barni líði sem best við gjöfina er mikilvægt að koma sér vel fyrir og að barnið nái góðu og réttu takin á geirvörtunni. Rétt stelling og rétt sog barnsins dregur auk þess úr hættu á sárum geirvörtum. Til að forðast stíflur í brjóstum á að láta sér ekki verða kalt, gæta þess að föt þrengi ekki að brjóstunum, halda ekki raka að geirvörtum og að láta barnið drekka vel í hverri gjöf. Barnið ætti að ráða ferðinni fyrstu mánuðina og því oftar sem barnið sýgur brjóstið því meiri mjólk myndast. Mikilvægt er að fá sem fyrst úr- lausn ef vandamál skjóta upp koll- inum einkum fyrstu vikurnar. Hægt er að leita ráða hjá starfs- fólki ungbarnaverndar á heilsu- gæslustöð og kvennadeildum sjúkrahúsa. Einnig eru starfandi hér á landi brjóstagjafaráðgjafar sem fyrrtaldar stofnanir geta veitt upplýsingar um. Ef barn er ekki á brjósti af einhverjum ástæðum eða þarf aðra næringu fyrstu mán- uðina á að gefa því þurrmjólkurblöndur ætlaðar ungbörnum. Þá þarf að huga að því að blanda sam- kvæmt leiðbeiningum, að hitastigið sé rétt og að hreinlætis sé gætt. Brjóstagjöf hefur marga kosti  Með móðurmjólkinni fær barnið góða vörn gegn sumum sýk- ingum.  Brjóstamjólkin er alltaf fersk og við rétt hitastig.  Móðurmjólk minnkar sennilega líkur á ofnæmi og astma.  Móðurmjólkin er auðmelt og minnkar líkur á hægðatregðu.  Næturgjöfin er auðveldari; það þarf ekki að fara fram úr um miðjar nætur til að hita mjólk.  Brjóstagjöf fylgir enginn þvott- ur eða sótthreinsun pela.  Brjóstamjólk kostar ekki pen- inga.  Þegar byrjunarörðugleikar eru úr sögunni er brjóstagjöfin yf- irleitt notaleg samverustund fyrir móður og barn. Við gerð þessa pistils var meðal annars stuðst við bæklinginn, Næring ungbarna sem gerður var af Manneldisráði – Lýðheilsustöð og Miðstöð heilsuverndar barna. Hann er hægt að nálgast hjá þess- um stofnunum og heilsugæslu- stöðvum sem og á www.manneldi- .is Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur.  FRÁ LANDLÆKNISEMBÆTTINU Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brjóstagjöf – lengi býr að fyrstu gerð Æ fleiri rann- sóknir sýna fram á hversu holl móður- mjólkin er. Svanhildur Sif Haralds-dóttir man eftir sér fimmára uppi á Skaga að ýtabarnavagni á undan sér og hefur síðan verið að passa börn á einn eða annan hátt. Hún á tvö sjálf, tvítuga dóttur og fimmtán ára son, en á sumrin fjölgar börn- unum allverulega þegar allt upp í hundrað börn dvelja hjá henni og samstarfsfólki hennar í sumarbúð- unum Ævintýralandi. Að stofna og reka sumarbúðir var gamall draumur hjá Svanhildi, allt síðan hún var sjálf tvö sumur á Ökrum á Mýrum sem barn. Æv- intýralandið flyst nú úr Hrútafirði í Borgarfjörðinn, nánar tiltekið á Hvanneyri sem er draumastaður, að sögn Svanhildar. Sumarbúð- irnar hafa aðstöðu í heimavistar- húsnæði Landbúnaðarháskólans og börnin fá nú að kynnast land- búnaði og umhverfisvernd í sam- vinnu við bústjórann á Hvanneyri. Val, virðing og sköpun Val, virðing og sköpun má segja að séu lykilorð í starfi sumarbúð- anna „Mér fannst svo freistandi að stofna sumarbúðir þar sem krakk- ar hefðu alls konar afþreyingu og virðing væri borin fyrir þeim og óskum þeirra. Ég hugsaði þetta sem barn og hugsa það enn í dag. Ég vil ekki setja öll börn undir sama hatt, heldur eiga þau að velja sjálf.“ Börnin velja m.a. hvernig námskeið þau vilja sækja á hverjum degi vikudvalar sinnar í sumarbúðunum; grímugerð, lista- verkagerð, kvikmyndagerð, leik- list, íþróttir eða dans. Starfsfólkið í sumarbúðunum hefur undantekningalaust mikla reynslu af starfi með börnum og leggur Svanhildur áherslu á það. Einn starfsmaður er á hver fimm börn og í kringum hundrað börn geta dvalið í Ævintýralandi í einu. Börnunum er skipt í litla hópa eftir aldri en þau eru á aldrinum 7–12 ára, auk þess sem 12–14 ára fá sérstakt tímabil í kringum verslunarmannahelgina. „Við er- um að sá fræjum til framtíðar og það skilar sér. Við tölum um ein- elti við börnin og hvernig við kom- um fram við aðra. Það er svo margt sem skiptir máli í lífinu og mikilvægt að koma því til barnanna á auðskiljanlegan máta.“ Starfsmannahópurinn sýndi leikrit um einelti í fyrra sem hafði mikil áhrif á börnin. Það hef- ur m.a. leitt til væntanlegs sam- starfs Sumarbúðanna Ævin- týralands við samtökin Regnbogabörn í haust. Öryggi og vellíðan mikilvægast Svanhildur segir að eftir sex sumur hafi starfið þróast mikið. Börnin eru spurð álits með könn- un eftir dvölina og starfið þróað með tilliti til óska þeirra. Ramm- inn í sumarbúðunum er skýr en börnin hafa mikið frelsi innan hans. „Öryggi og vellíðan þeirra skiptir mestu máli og þar á eftir koma fjölbreytt námskeið og ótelj- andi afþreyingarmöguleikar sem þau fá að velja um.“ Með Svanhildi starfa tvær syst- ur hennar við sumarbúðirnar, Helga Haraldsdóttir sálfræðingur sér m.a. um undirbúningsnám- skeið fyrir starfsfólk og Guðríður Haraldsdóttir heldur m.a. utan um vefsíðuna og kemur og dekrar við sumarbúðabörnin um helgar, eins og Svanhildur orðar það. Sumar- búðirnar, sem eru fjölmenningar- legar og óháðar í trúmálum, eru opnar átta vikur á sumri, frá júní- byrjun og fram yfir verslunar- mannahelgi.  SUMARBÚÐIR | Ævintýraland fyrir börn á Hvanneyri Sá fræjum til framtíðar Litrík andlit: Grímugerð er meðal þeirra námskeiða sem eru í boði. Ævintýralandið: Nú á Hvanneyri en áður í Hrútafirði þar sem þessar myndir voru teknar. Morgunblaðið/Ásdís Sumarbúðastjórinn: Svanhildur Sif Haraldsdóttir tekur á móti mörgum börnum á Hvanneyri í sumar. steingerdur@mbl.is LYGARAR koma gjarnan upp um sig með því að taka meiri tíma í að svara spurningum en þeir, sem hafa hreinan skjöld og segja satt, samkvæmt nýrri rannsókn, en vísindamenn hafa nú uppgötvað að óheiðarleiki þarfnist mun meiri hugs- anaflæðis en sannleikurinn. Sérfræðingarnir telja að hefðbundnir lygamælar, sem m.a. hafa mælt hjartslátt og blóðþrýsting, séu óþarflega flókin tæki og án nægjanlegrar nákvæmni því mun auðveldara sé með hjálp einfalds tölvuprófs að reikna út hversu langan tíma menn taka sér í að bregðast við spurningu, að því er fram kem- ur í Evening Standard. Próf þetta sýni um 90% nákvæmni. Dr. Aiden Gregg hjá sál- fræðideild Southampton- háskóla, sem fór fyrir rannsókn- inni, segir að rannsóknin sýni það svart á hvítu að lygin taki fólk lengri tíma en sannleik- urinn og hún sé í senn bæði ruglingslegri og erfiðari við- fangs. Niðurstöðurnar ásamt tölvu- prófinu voru kynntar nýlega á ársfundi breskra sálfræðinga og telur rannsóknarhópurinn að nýja prófið geti orðið lögregl- unni gagnlegt tæki við yf- irheyrslur.  SÁLFRÆÐI Lygarar þurfa meiri umhugsun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.