Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.04.2004, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8.30. B.i.12 ára Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. Viggo Mortenson í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu!  Kvikmyndir.is „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l i ll l i EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.40, 8 OG 10.20. B.I. 12 ÁRA. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50, 5.40, 8 og 10.20. B.i.12 ára FORSÝNING Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 16. Kl. 5.40 og 8. Enginn trúir því að hann muni lifa af þetta villta og seiðandi ferðalag. i tr ir í i lif f tt illt i i f r l . Viggo Mortensen í magnaðri ævintýramynd byggð á sannri sögu! „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL  SV. MBL Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 6 og 8.  Kvikmyndir.is F r u m s ý n d e f t i r 9 d a g a „Frábærar reiðsenur, slagsmálatriði, geggjaðir búningar og vel útfærðar tæknibrellur“ Fréttablaðið i , l l i i, j i i l f i ll l i Fyrsta stórmynd sumarssins VG. DV  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Í SNERTINGU VIÐ TÓMIÐ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B.i. 12 ára. Það er óralangt síðan ég sá jafn skelfilega grípandi mynd. Án efa ein besta myndin í bíó í dag. KD, Fréttablaðið SKONROKK Valin besta breska myndin á BAFTA verÐlaunahátíÐinni „Þetta er stórkostlegt meistaraverk“ ÓÖH, DV DRÁPSÆÐI Brúðarinnar lýkur í Bana Billa 2 (Kill Bill Vol. 2) sem var vinsælasta mynd helgarinnar í íslenskum kvikmyndahúsum. Hafði hún toppsætið af annarri framhaldsmynd, Scooby Doo 2, sem fer þó ekki lengra en í ann- að sæti. Margir voru ósáttir við þá ákvörðun leikstjórans Quent- ins Tarantinos að skipta Bana Billa í tvo hluta en þær óánægju- raddir virðast almennt hafa hjaðnað þar sem framhaldið fær jafnvel enn betri dóma en sú fyrri. Því eiga ábyggilega mun fleiri Íslendingar eftir að sjá Umu Thurman í vígahug heldur en þeir 8.500 sem hafa nú þegar séð myndina. Aðeins eru tvær aðrar nýjar myndir á listanum. Það eru Snerting við tómið (Touching the Void), sem er í þriðja sæti og Tímamörk (Timeline), sem er í því fjórða. Snerting við tómið fjallar um sanna atburði sem áttu sér stað í Andesfjöllum um miðjan níunda áratuginn. Tveir ungir fjall- göngumenn unnu það einstæða afrek að komast fyrstir á 7.000 metra háan, efsta tind Sula Grande í Perú. Niðurleiðin er skelfileg hrakningasaga af ótrú- legum mannraunum og hetjudáð- um. Spennumyndin Tímamörk er hins vegar byggð á samnefndri metsölubók eftir Michael Cricht- on. Prófessor í fornleifafræði finnur ásamt nemendum sínum tímavél í frönskum klaust- urrústum. Heldur síðan rakleitt í ferð aftur til miðalda en kemst ekki til baka. Þá reynir á hugvit nemendanna. Bana Billa var vinsælasta mynd helgarinnar                                            !   "#      $   %&" !                !  "   # $       % &  &  $ ' ($ &  )   $  *   %   )    '   ' )+  "    ,-'  ./         " ' " " ( ) * + , '( - '+ . '' / 0 / '1 ', / ! ' ( ' ' ( ) + , , '+ * * * + / ( / ) - /  " ' $ ''7$' * $  +(  '0'$  8% ($$ '*$$9' '*+% ( ).!( ! #$8/'  23456 572345 348  349&585:&!35;24345:5<&  ;2434  349&5:  23456 572345 348  23456 572345 348  23456 723456 5 348  349&5;243458  349&5:5;2434585:&!3  23456 585:&!3  349&585:  349&5;243453&   349&5:58  34:5:&!3  349&5:5:&!3  34:5;2434585:&!3 ;2434 ;2434 ;2434 Brúðurin er búin að vega morðhundana O-Ren Ishii (Lucy Liu) og Vernitu Green (Viveca A. Fox) og þrír eru enn eftir á listanum: Elle (Darryl Hann- ah), Budd (Michael Madsen) og sjálfur Billi (David Carradine). Drápsæði á toppnum Stríðið hans Foyles 4 (Foyle’s War 4) Spennumynd Bretland 2002. Skífan. VHS (103 mín.) Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Jeremy Silberston. Aðalleikarar: Michael Kitchen, Anthony Howell, Honeysuckle Weeks, Paul Brooke, Charles Dance. ÞÁ ER komið að fjórða og loka- kafla sjónvarpsmyndaflokksins breska, kenndum við stríð Foyles, lögreglustjóra í Hastings. Síðari heimsstyrjöldin heldur áfram af fullum krafti og er sem fyrr bak- grunnur af- brotanna sem framin eru í frið- sælum strandbæn- um við Erm- arsundið. Foyle (Kitchen) og Milner (Howell), að- stoðarmaður hans rann- saka morðmál unnið í skjóli loft- árása og komast að því að hinn myrti var bílstjóri sem tók að sér flutninga á dýrgripum í safni í London. Munina flytur hann á öruggan stað undir yfirborði jarð- ar í kolanámuhéraði í Wales. Með- an á rannsókninni stendur er son- ur Foyles tekinn, grunaður um föðurlandssvik og annað dularfullt morð er framið. Foyle karlinn hefur yfrið nóg að snúast sem fyrr, nú bætast við persónuleg vandamál, aukakrydd í heillandi forvitnilega veröld drott- inssvika og annarra myrkra þátta styrjaldarrekstursins, sem sjaldan koma upp á yfirborðið í afþreying- arefni. Sá fáséði gæðaleikari, Charles Dance, kemur aftur til sögunnar og hressir upp á loka- þáttinn sem gefur þeim fyrri lítið eftir þó horfið sé nýjabrumið. And- rúmsloftið kynngi magnað, lyktar beinlínis af löngu liðnum tímum, sakamálið forvitnilegt og leikurinn aðdáunarverður. Kitchen hefur lagt manna mest af mörkum til að gera þáttaröðina jafn spennandi og trúverðuga og raun ber vitni og framleiðslugæðin eru ámóta og í vandaðri bíómynd. Þremenning- arnir ásjálegt og smekklega sam- valið teymi sem er óneitanlega nokkur eftirsjá í.  Myndbönd Veður öll válynd Sæbjörn Valdimarsson FIMM manna sveitin Melódikka verður með tónleika Cafe Kulture annað kvöld. Sveitin var stofnuð í janúar á síðasta ári og vakti nokkra lukku þegar hún spilaði á tónlist- arhátíðinni Iceland Airwaves í fyrra. Sveitina skipa Þorvaldur Þor- valdsson sem spilar á trommur og syngur, Valgerður Jónsdóttir syng- ur og spilar á píanó líkt og Harpa Þorvaldsdóttir, Haraldur Ægir Guð- mundsson spilar á kontrabassa og syngur og Þórður Sævarsson er gít- arleikari. „Við syngjum öll nema reyndar gítarleikarinn sem syngur ekki mik- ið. Við hin skiptumst á að syngja. Þrjú okkar eru í söngnámi. Ég er að taka burtfararpróf frá FÍH í vor og svo er Þorvaldur að taka 8. stig í Söngskólanum og Harpa er að taka 7. stigið,“ segir Valgerður, sem verð- ur fyrir svörum. Byrjuðu sem söngkvartett „Við byrjuðum sem söngkvartett, vorum þá öll nema gítarleikarinn. En svo komumst við að því að við vorum að spila á sitthvor hljóðfærin og langaði að prófa að vera með hljóðfæri. Þá fengum við Dodda gít- arleikara, sem er kærastinn minn, til að vera með okkur,“ segir Valgerður og segir þessa tilraun hafa gengið það vel upp að lítið hafi heyrst í söng- kvartettinum síðan. Þau eru ekki eina parið í hljóm- sveitinni. „Það er búið að vera rólegt hjá okkur því Harpa og Halli voru að eignast barn í vetur. Það eru tvö kærustupör í hljómsveitinni og trommari,“ segir hún. „Meirihlutinn af dagskránni verð- ur okkar lög,“ segir Valgerður um tónleikana á morgun. „Svo blöndum við inn í af og til koverlögum,“ segir hún en þau taka lög eftir Noruh Jon- es, Jeff Buckley og Nick Cave á tón- leikum. „Það er þessi rólega stemmning,“ segir hún. Hún segir að þeirra eigin lög séu fjölbreytt. „En við erum öll að semja þannig að hvert lag fær sinn eigin karakter. En þetta er allt frekar á rólegu nótunum því við erum með kontrabassa og það er ákveðin stemmning sem fylgir því. Við notum líka mikið raddanir, það kemur skemmtilegur hljómur út úr því og veitir ákveðinn fjölbreytileika.“ Rólegheitastemmning í Alþjóðahúsinu Tvö pör og trommari Hluti hljómsveitarinnar Melódikka. „Við erum með kontrabassa og það er ákveðin stemmning sem fylgir því. Við notum líka mikið raddanir, það kemur skemmtilegur hljómur út úr því og veitir ákveðinn fjölbreytileika,“ segir Valgerður um tónlist sveitarinnar í viðtalinu. á tónleikum Melódikku Melódikka er með tónleika á Cafe Kulture í Alþjóðahúsinu á morgun, fimmtudag, klukkan 21 stundvíslega. Ókeypis aðgangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.