Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 HIÐ sögulega eldgos í Vesúv- íusi sem lagði rómversku borg- irnar Pompeii og Herculaneum í rúst árið 79. e. Kr. er sögu- svið nýjustu spennusögu breska rithöf- undarins Ro- berts Harris. Bókin nefnist Pompeii og er sagan látin gerast á síð- ustu dögum fyrir eldgosið. Sagan segir frá Marcus Att- iliusi Primusi aðalverkfræðingi Augusta-vatnsveitunnar sem flytur vatn frá hæðunum í ná- grenni borgarinnar til strand- borga á borð við Napólí. Þegar vatnsskorts fer hins vegar að verða vart á lokavikunum fyrir eldgosið fer Marcus að leita svara sem ekki birtast honum fyrr en skömmu áður en eld- fjallið gýs. Harris þykir fara vel með viðfangsefnið að mati gagnrýnanda New York Times sem segir hann ná að forðast með öllu þá hástemmdu dramatík sem til þessa hefur einkennt skáldsögur um Pompeii, auk þess sem honum takist einkar vel að halda lesandanum spenntum þrátt fyrir að endirinn sé öllum kunnur. Dauð lína BRIAN McGrory, dálkahöf- undur hjá dagblaðinu Boston Globe, sendi nýlega frá sér sína þriðju skáldsögu Dead Line. Bókin segir frá blaða- manninum Jack Flynn sem reynir að sanna að borgar- stjóri Boston og sonur hans hafi gerst sekir um listaverka- þjófnað. Skrif sín byggir McGrory að hluta til á raunverulegum at- burðum sem hann færir í nýj- an búning, en atburðirnir sem um ræðir eru þjófnaður á ómetanlegum listaverkum frá Isabella Stewart Garner- safninu 1990 og sögu Bulger- bræðranna. Annar þeirra varð áhrifamikill í Demókrata- flokknum á meðan hinn lét til sín taka í undirheimum og eru þeir fyrirmyndin að borgar- stjóra Boston og bróður hans í verki McGrorys. Leikið tveimur skjöldum NÝJASTA bók Percival Ever- ett, Erasure, fær góða dóma hjá gagnrýnanda breska dag- blaðsins Guardi- an sem segir hana einkar góða ádeilu. Aðalsöguhetja bókarinnar er blökkumaðurinn Thelonious Elli- son, fræðimaður og rithöfundur, sem á fyrir til- stilli gagnrýn- enda í sífellt meiri erfiðleikum með að selja verk sín. Hann tekur því upp á því í reiði sinni að skrifa bók upp úr hrærigraut þekktra skáld- verka sem fjalla um líf blökku- manna – bóka á borð við Purp- uralitinn – undir öðru nafni en sínu eigin, því slíka bók myndi hann aldrei sjálfur setja nafn sitt við. Bók „rithöfundarins“ Stagg R Leigh My Pafology mætir hins vegar miklum vin- sældum og er hrósað í hástert af gagnrýnendum og kollegum Ellisons þrátt fyrir hávær mót- mæli og skammaryrði hans sjálfs. ERLENDAR BÆKUR Undir eldfjallinu Robert Harris Percival Everett U ndanfarna daga eða vikur hafa lesendur Fréttablaðsins getað fræðst um það á forsíðunni að 73% fólks á höfuðborgarsvæð- inu lesi blaðið. Þetta kemur fram í föstum dálki sem kallast „Nokkrar staðreyndir um Fréttablaðið“. Upplýsingunum er miðlað með súluriti þar sem standa raunar tvær súlur; blá, hnarreist súla með áletruninni „73% Fréttablaðið“ og grá súla, aðeins hoknari, en á henni stendur „58% Morgunblaðið“. Neðst er svo vísað í heimildina: „Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallups í des. ’03“. Viðkomandi dálkur er dæmi um fjölmiðlaefni sem svo sterk hefð er fyrir að maður hættir smám saman að taka eftir því. Það er ekki þar með sagt að slíkt efni geri ekki sitt gagn; það hreiðrar þvert á móti um sig í undirmeðvitund lesandans. Súlurit- inu í Fréttablaðinu má þannig líkja við kynning- arstef útvarpsstöðvar þar sem hamrað er á því að Bylgjan sé brosandi útvarp eða að Rás 2 sé fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Fréttablaðið vill koma því á framfæri að það sé hávaxnasta (mest lesna) dagblað landsins. Blaðið storkar með sínum hætti hinni gamalgrónu setningu á forsíðu Morgun- blaðsins: „Stofnað 1913“. Fyrst þegar Fréttablaðið tók upp á að birta upplýsingar um hæð sína var þessu reyndar öðru- vísi farið. Þá var Morgunblaðssúlan hærri en Fréttablaðssúlan, að minnsta kosti ef sýndur var meðallestur dagblaðanna. Fréttablaðið tyllti sér að vísu stundum á tær með því að sýna ýmsar aðr- ar staðreyndir, svo sem meðallestur afmarkaðra aldurshópa á höfuðborgarsvæðinu. Þá var líka al- gengt að þriðja súlan stæði við hlið hinna tveggja. Þetta var hin rauða, snubbótta súla DV og aldrei brást að bláa Fréttablaðssúlan skagaði næsta örugglega upp fyrir hana. Hægt er að líta á súluritið í Fréttablaðinu sem þátt í markaðsstarfi útgáfufélagsins, ekki aðeins gagnvart lesendum heldur einnig (og jafnvel að- allega) væntanlegum auglýsendum. Ljósvaka- miðlarnir, ekki síst Ríkisútvarpið, hafa um langa hríð staðið fyrir sambærilegum áróðri í kjölfar fjölmiðlakannana, oft með ærnum tilkostnaði, í því skyni að fjölga auglýsendum. En það má líka líta á súluritið sem mikilvægan drátt í sjálfsmynd Fréttablaðsins, fjölmiðils sem átti í erfiðleikum í æsku en hefur nú komist í gegnum gelgjuskeiðið og hreykir sér af að hafa vaxið hinum eldri í fjöl- miðlafjölskyldunni yfir höfuð. Og víkur þá sögunni að DV. Þegar Frétt, út- gáfufélag Fréttablaðsins, tók við útgáfu DV á liðnu hausti sögðu nýir ritstjórar að þeir hygðust gera blaðið beittara en áður og leita þar í smiðju hinnar svokölluðu gulu pressu stærri þjóða. Breytinga var vissulega þörf. Meðallestur blaðsins (rauða súlan) hafði minnkað dag frá degi um langa hríð og rekið fyrri eigendur í gjaldþrot. Fyrstu tölublöð hins endurfædda DV í nóvem- ber voru vísbending um framhaldið. Ný fjölmiðla- könnun Gallup kom eins og himnasending fyrir ritstjórnina, sem sló því upp sem stórfrétt að ákvörðun fréttastjóra Stöðvar 2 um breyttan út- sendingartíma kvöldfrétta hefði verið kolröng. Áhorf á fréttirnar hefði hrapað niður úr öllu valdi. Helst var að skilja af málflutningi blaðsins að fréttastjórinn fengi brátt að taka pokann sinn; að minnsta kosti ætti hann ekkert betra skilið. Hér kvað við nýjan tón, að mér virtist. Ekki var um það að ræða að einn fjölmiðill væri að hreykja sér af því að standa sig betur en annar í samkeppni um neytendur eða auglýsendur. Það var fremur að það hlakkaði í DV yfir bágri útkomu Stöðvar 2. Markmiðið var líklega að búa til æsilega frétt, sýna og sanna að DV væri frakkur fjölmiðill. Ekki leið á löngu þar til fréttastofa Stöðvar 2 brást við ögruninni með því að gagnrýna nafn- og myndbirt- ingar DV á grunuðum afbrotamönnum. Samskipti fjölmiðlanna tveggja fóru harðnandi. Sömu ritstjórnarstefnu hefur verið fylgt í fleiri málum á síðum DV á undanförnum vikum og mán- uðum. Blaðið hikar ekki við að beina fingri sínum að mönnum og málefnum og hía hressilega, stund- um án sýnilegrar ástæðu. Andstætt væntingum nýrra eigenda hefur meðallestur á blaðinu þó ekki vaxið. Þvert á móti. Samkvæmt Gallup var meðal- lestur á DV á landinu öllu 22,6% í september, 19,8% í nóvember og 14,9% í desember. Þróunin á DV-súlunni er þannig þveröfug við þróun Frétta- blaðssúlunnar. Hún er hins vegar í ágætu sam- ræmi við núverandi sjálfsmynd DV sem leggur kapp á að leika hið vandasama hlutverk enfant terible í íslensku samfélagi. Undanfarið hefur mikið verið rætt um áhrif þess að Fréttablaðið, DV og Stöð 2 séu að meira eða minna leyti í eigu sömu aðila. Ég er ekki sann- færður um að setja þurfi lög til að bregðast við þessum breytingum en ég held að forvitnilegt verði að sjá hvort eignarhaldið hafi áhrif á sambúð þessara fjölmiðla innbyrðis. Er það ef til vill tákn- rænt að Fréttablaðið birtir ekki lengur rauðu DV- súluna við hlið þeirrar bláu og gráu á forsíðunni? FJÖLMIÐLAR SAMBÚÐ ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA Hér kvað við nýjan tón, að mér virtist. Ekki var um það að ræða að einn fjölmiðill væri að hreykja sér af því að standa sig betur en annar í samkeppni um neytendur eða auglýsendur. J Ó N K A R L H E L G A S O N Það hefur hins vegar ekki komið fram áð- ur í þessum umræðum, að dæmin úr bók minni, sem Gauti tók í ritdómnum, voru öll fengin frá Helgu Kress. Dagana áður en þeir Gauti og Páll Baldvin Baldvinsson fluttu dóma sína í ljósvakanum við mikinn lúðraþyt, hafði Helga sent einhverjum vinum sínum tölvuskeyti með nákvæm- lega þeim dæmum, sem Gauti og Páll Baldvin notuðu, og þessir vinir Helgu framsent skeytin í allar áttir. Hef ég undir höndum afrit af sumum þessum tölvu- skeytum, þótt ég hirði ekki að sinni um að birta þau. Gauti Kristmannsson hefur hvað eftir annað sakað mig um að eigna mér hug- myndir annarra, þótt ég tæki fram í eft- irmála bókar minnar, að ég styddist að sjálfsögðu við minningabækur Halldórs, þegar ég lýsti ævi hans, og vitnaði marg- sinnis í þær. En var Gauti sjálfur ekki að eigna sér verk Helgu Kress, þegar hann notaði dæmin frá Helgu í ritdómi sínum? Fer þá ekki að vera spurningin, hver var höfundur ritdómsins í Víðsjá, Gauti eða Helga? Hver var að tala um að skreyta sig með stolnum fjöðrum? Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kistan www.visir.is/kistan „Uppspuni Hannesar“ Nú hefur Hannes aftur gripið til ósann- inda í rökþröng sinni og heldur því fram á Kistunni að ég hafi stolið dæmunum sem ég notaði í ritdómi mínum frá Helgu Kress með „hennar vitund og vilja“ (?) og það sé tortryggilegt vegna þess að hún geti ekki talist „óháður og sjálfstæður fræðimaður“ og er langt síðan ég hef séð jafn lágkúrulega vegið að heiðri eins fræðimanns eins og með þessum orðum. Helga Kress hefur sýnt það og sannað að hún er sennilega einhver óháðasti og sjálfstæðasti fræðimaður sem starfar við Háskóla Íslands. Hannes gefur í skyn að hann hafi undir höndum einhver tölvu- skeyti sem eiga að sýna að ég hafi fengið dæmi mín frá Helgu. Hann getur ekki s[e]nt nein slík skeyti til mín því þau eru ekki til. Það er hreinn uppspuni Hannesar að ég hafi fengið dæmi mín frá henni og jafnvel þótt svo væri er ekkert við það að athuga. Hafi einhverjir aðrir fundið sömu dæmi og ég sannar það aðeins eitt; að menn hafa séð hvers konar aðferðum Hannes hefur beitt [...]. Gauti Kristmannsson Kistan www.visir.is/kistan Morgunblaðið/Jim Smart Hið póstmóderníska ástand í hnotskurn! HANNES OG GAUTI I Á Íslandi hefur það verið í tísku um nokkurt skeiðað fórna höndum þegar póstmódernisma ber á góma og segja: Hvað er nú það? Veit það einhver? Það hefur einnig verið í tísku hér á landi síðustu ár að setja sig upp á móti þessum isma og þá á þeim forsendum að hann stæði umfram allt fyrir ein- hverja voðalega vonda og illkynjaða afstæðishyggju. Nú síðast var lýst stríði á hendur áhangenda þessa fyrirbæris vegna þess að þeir væru umfram allt marxistar eða öllu heldur fólk með eðlisfar vinstri- manna. II Til þess að geta tekið þátt í umræðu um póst-módernisma er nauðsynlegt að hafa eftirfarandi í huga. Það er að minnsta kosti hálf öld síðan það fór að móta fyrir nýrri hugsun eða aðferðafræði í hugvísindum sem síðar átti eftir að verða kennd við póststrúktúralisma og póstmódernisma. Sumir líta á fyrstu bók franska fræðimannsins Roland Bart- hes, Skrifað við núllpunkt (1953), sem upphaf póst- strúktúralisma en hún kom nýlega út í íslenskri þýðingu (2003). Þar má finna hugmynd um hinn opna texta, sem Barthes kallaði síðar svo, en í hon- um mást burt mörk á milli andstæðra afla, sem strúktúralisminn hafði gert mjög út á, til dæmis milli höfundar og lesanda en í hinum opna texta renna þessar tvær meginpersónur í sögu bókmennt- anna saman í eitt. Og með sífellt aukinni áherslu á upplausn eða afbyggingu slíkra andstæðutvennda í ýmsum aðstæðum verður póststrúktúralisminn til á sjöunda áratugnum, ekki síst í verkum Frakkanna Michels Foucault, Jacques Derrida og Rolands Barthes. IIIPóststrúktúralisminn átti eftir að hafa gríð-arleg áhrif á hugvísindi næstu áratugina, segja má að enginn fræðimaður hin síðari ár hafi komist hjá því að annaðhvort nýta sér aðferðafræði hans eða taka skýra afstöðu til hans í rannsóknum sín- um. Þegar hinn víðsýni og aldni félagsfræðingur, Zygmunt Bauman, var spurður í viðtali hér í Les- bók fyrir rúmu ári hvað honum þætti um þá gagn- rýni að póstmódernískir fræðimenn væru ekki ábyrgir í skrifum sínum svaraði hann: „Ég held að þessi gagnrýni eigi ekki rétt á sér nema að takmörk- uðu leyti. Framlag póstmódernismans hefur verið mjög mikilvægt, kannski ekki síst vegna þess að hann hefur verið ákaflega gagnrýninn. Hann hefur fært okkur mörg tæki til að rýna í ástand samtím- ans, fletta ofan af hinum póstmódernu tímum. Ég sé ekki að við hefðum getað gert það með aðferðum módernismans.“ IV Þegar talað er um póstmódernisma er þvíiðulega verið að tala um tvennt: Annars vegar ástand samtímans – við lifum á póstmódernum tímum – og hins vegar ákveðna hreyfingu í hugvís- indum sem varð til á sjötta og sjöunda áratug síð- ustu aldar og hefur verið nefndur póststrúktúral- ismi. Þessi rannsóknaraðferð hefur fært okkur mörg tæki til að rýna í ástand samtímans, eins og Bau- man bendir á, og sennilega hefðum við ekki jafn víðtækan skilning á gangverki hinna póstmódernu tíma ef ekki hefði verið fyrir þetta nýja sjónarhorn. V Þegar fræðimaður segist vera póstmódernisti erhann væntanlega að tala um að hann sé póst- strúktúralisti, að hann nýti sér aðferðir þeirra fræða. Þessir sömu fræðimenn og allt annað fólk, sem lifir þessa óljósu tíma, eru hins vegar póstmód- ernistar í þeim skilningi að þeir eru hluti af í hinu póstmóderníska ástandi samtímans. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.