Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 U ndanfarin ár hafa áhuga- menn um myndlist getað gengið að stórum sýning- um í Listasafni Íslands sem rakið hafa í stórum dráttum listasögu síðustu aldar. Margar þessara sýninga hafa veitt okkur innsýn í bakgrunn og hug- myndaheim listamanna sem settu mark sitt á listasöguna og vonandi eru þeir margir sem bíða óumflýjanlegs framhalds þeirrar sögu. Samhengi í listum er hins vegar eitthvað sem ekki er sjálfsagt þegar horft er yfir söguna og í raun er það tilbúningur einn þegar nánar er hugað að einstaka þáttum – í besta falli til- raun til einföldunar. Sagan er hugarburður eða tilbúningur samtímans til að átta sig á eigin stöðu og um leið tilraun til að ráða yfir framvindu listarinnar. Uppbrot, eða það sem kalla má viðbrögð eru ekki auðskilin, enda eiga þau sér yfirleitt rætur í því sem kallað hefur verið tíðarandi og er hvorki staðreynd né efni. FLUXUS-hreyfingin er af slíkri rót runnin. Síðasta öld var öld hnattvæðingarinnar og listamenn gerðu margar tilraunir til að hnatt- væða hugmyndir sínar og vinna saman að framgangi þeirra austan hafs og vestan. Eina marktæka sögulega tilraunin í þessa átt var DADA á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar, en að auki má nefna veikburða tilraunir fut- urista, súrrealista og smærri hreyfinga. Styrjaldir, samgönguhindranir og innri upp- lausn komu í veg fyrir að þetta tækist. Hug- myndin um alþjóðlega hreyfingu meðal lista- manna er þannig ævagömul, en hana tókst ekki að framkvæma fyrr en með stofnun FLUXUS-hreyfingarinnar í upphafi sjöunda áratugarins. Þar með var brotið blað í lista- sögunni og áhrifa hreyfingarinnar gætir enn þann dag í dag með áberandi hætti og víða um heim. Fram eftir síðustu öld var viðtekið viðhorf að list væri leikni (Kunst komt von können, segja Þjóðverjar), þó svo vissulega kæmu fram marktækar efasemdir um slíkt. Marcel Duchamp sló fram hugmyndinni um að inni- hald listaverks væri fyrst og fremst það sem máli skipti, allt að því óháð birtingarmynd þess eða efnislegri framsetningu. Slík verk voru ekki unnin af listrænni færni og ekki endilega af listamanninum sjálfum (tilbúnir hlutir/ready mades) og því ekki hlaðin tilfinn- ingalegum þáttum sem einkennt höfðu alla list til þess tíma. Þetta þýðir þó ekki að birt- ingarmynd listaverksins sé ekki hlaðin ein- hverjum gildum í sjálfu sér eða frá listamann- inum, því það blasir við að aðrir hlutir en listaverk hafa ákveðna og táknræna auka- merkingu sem skiptir máli fyrir túlkun lista- verks. Það er hins vegar nýtt og óvænt sam- hengi hluta og hugmynda sem flytur túlkunarmöguleika verksins í meira mæli til áhorfenda en áður var þekkt, enda ætlunin að beina athyglinni að hugmyndalegu inntaki listaverksins fremur en ásýnd þess og bein- skeyttum skilaboðum. Þessi hugmynd hafði mikil áhrif þegar fram í sótti og á ákveðnu hundavaði yfir listasöguna má segja að hún öðlist ekki fullgilt líf fyrr en með FLUXUS í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar, en þá vaknar hugmyndin um að „list [sé] ekki sama og listgrein. Að búa til list er ekki endilega háð því að stunda listgrein.“ 1) Listin er sköp- uð af listamönnum og List sprettur af List. Undanfarin ár hefur áhugi manna á FLUXUS-tengdri myndlist aukist og fyrir því liggja vafalaust margar ástæður. Vel má hugsa sér að þeir póst-módernísku tímar sem við nú lifum geti ekki alið af sér hreyfingu í líkingu við FLUXUS og því sé forvitnilegt fyrir okkur að skoða hana sem þá alþjóðlegu hreyfingu sem heimurinn þarfnast (ef hann þarfnast einhvers yfir höfuð), en FLUXUS er síðasta stóra hreyfing listamanna og hugs- anlega sú síðasta sem heimurinn mun nokkru sinni eignast. Einnig má geta sér þess til að þörfin fyrir samhengi, sem ég nefndi í upp- hafi, sé slík að við verðum að ráðast í að skilja þann tíma sem næst okkur stendur og í þriðja lagi má geta þess að FLUXUS er forvitnilegt fyrir þær sakir að það er fyrsta listhreyfingin sem nær því að kallast „altæk“ í listrænu samhengi. Með því er ekki aðeins átt við list- rænt svið sem spannar tónlist, myndlist, leik- list, kvikmyndir, bókmenntir og rafræna miðla, heldur einnig aðra félagslega virkni sem hugsanlega getur rúmast undir þeirri stóru regnhlíf sem FLUX-arar settu yfir starfsemi sína. Þarna rætist í fyrsta skiptið hugmyndin um „totalkunst“ eða „Gesamt- kunstwerk“ í þeim skilningi að landamæri eru útmáð, en ekki í þeim upphafna skilningi sem lagður var í það hugtak í upphafi og birtast átti í óperum og síðar kvikmyndum (þetta síð- astnefnda er raunar ágreiningsefni sem ég verð að sleppa hér, þrátt fyrir áhugavert um- hugsunarefni um merkilegt listform og hand- ónýta meðferð á því eins og málum er nú háttað). Rætur FLUXUS-hreyfingarinnar, og hug- myndalegur kjarni hennar, liggja hjá George Maciunas. Í manifesti sem hann skrifaði árið 1963 setur hann í fyrsta skipti fram hug- myndina um FLUXUS. Orðið sjálft merkir stöðuga hreyfingu, óhindrað flæði án sérstaks upphafs eða endis. Það er hins vegar eins og saklaus fyrirsögn um hrikalegan atburð, enda var innihald stefnuyfirlýsingarinnar mergj- aðra en lengi hafði sést. „Hreinsum heiminn af sjúklegum smáborgarabrag, „vitsmuna- legri“, faglegri og markaðsvæddri menningu, HREINSUM burt dauða list, eftirlíkingar, gervilist, abstraktlist, blekkingarlist, stærð- fræðilist, – LOSUM HEIMINN VIÐ „EVR- ÓPUHYGGJU“!“ Þetta síðasttalda var síðar leiðrétt í „AMERIKANISMA“. Og síðar: „Höldum á lofti byltingarkenndum vexti og flæði listarinnar, höldum fram nýlistum, and- list, höldum fram LISTLAUSUM VERU- LEIKA sem almenningur skilur að fullu, en ekki aðeins gagnrýnendur, fagurkerar og fag- menn. BRÆÐUM saman leiðandi öfl menn- ingarlegrar, félagslegrar og pólitískrar bylt- ingarstarfsemi í sameigninlega hreyfingu og aðgerðir.“ Árið 1966 er þetta manifest orðið mótaðra og á margan hátt líkara því sem telja má einkennandi fyrir næstu 20–30 árin (sjá manifest 1966). Þetta eru viðbrögð við einhverju ástandi sem má með góðu móti segja að hafi verið mótdrægt nýrri hugsun í myndlist. Og þó ekki. Þetta var bara tími umbrota og útaf- skiptinga í samfélagi sem átti nóg með sjálft sig. Ástandið í myndlist þessa tíma var með eindæmum gott að mörgu leyti og svipar á margan hátt til samtímans í fjölbreytileika, þó krafturinn sé allt annar. Poplistin var komin til sögunnar með sitt pródúkt sem ná- tengt var neysluhyggju samtímans, þó með ólíkum hætti væri austan hafs og vestan. Og mínimalískar hræringar voru á upphafspunkti sínum vestanhafs og konseptlist var farin að láta á sér kræla í Evrópu. Allt voru þetta listastefnur sem höfnuðu abstraktlistinni og þá sérstaklega expressjónismanum. Margir listamenn þessa tíma fundu sér farveg ein- hvers staðar (mitt) í umrótinu og gátu með góðu móti skrifað undir allar tilraunir til að brjóta listinni nýtt land. Fjöldi listamanna sem nú er þekktur undir öðrum afmörkuðum kimum listasögunnar tók þátt í þessari hreyf- ingu og markaði henni þá leið sem hún fór. Þeir áttuðu sig á því að íhugul gagnrýni þeirra á þá list sem var orðin viðurkennd og sjálfsögð leiddi til afhjúpunar á henni sem leiðinlegri og smáborgaralegri framleiðslu- vöru. Og með sams konar sjálfskrítík gátu þeir komið í veg fyrir að FLUXUS yrði sögu- laust slys sem félli í gleymsku. Það tókst í raun með því að gera hreyfinguna að lífsstíl og þar með samfélagslegu afli sem hafði slíkt umburðarlyndi gagnvart nýjum hugmyndum að þær gátu rúmast innan þeirra eigin hóps. FLUX-arar voru þannig móttækilegir fyrir allt að því hverju sem var og létu gamminn geisa á öllum sviðum svo eftir var tekið. Svokölluð FLUXUSLIST á sér nokkur ein- kenni sem vel má skoða, en í ljósi hugmynd- arinnar um uppbrot listarinnar (afhelgun) eins og hún var sett fram í áðurnefndu mani- festi er hreinlega rangt að tala um hana sem „stefnu“. Hingað til hef ég eingöngu notað orðið „hreyfing“ sem safnheiti um FLUXUS og í því ljósi er nær að tala um einkennin sem „ástand“ eða „anda“ þess sem gert er, fremur en stíl. Enda lögðu FLUXarar á það áherslu að allir gætu tekið þátt í listaveislunni og framleitt eða lagt sitt af mörkum og ekkert væri bundið á klafa hefðbundinna efna eða meðferðar þeirra. Einfaldleiki í framsetningu, tildursleysi, skemmtun og umfram allt þátt- taka voru lykilorð og í því ljósi ekki endilega ástæða til að binda sig við tiltekinn stíl. Og í raun má segja að hollara hafi talist að líta ekki á listaverkin sem endanleg, heldur sem hluta af lífrænu ferli sem allt eins væri brennimerkt forgengileikanum. Þetta var andinn og þessar hugmyndir lifa ennþá góðu lífi og mörg verka þessa tíma eru aðeins til í heimildarformi sem textar eða ljósmyndir o.þ.h. Samruni listgreina eða þversumma þeirra í margs konar samvinnuverkefnum meðal FLUX-ara er líka einkennandi og mörg áhugaverð listaverk komu út úr slíkri vinnu. En þrátt fyrir alla þessa opnun og leitina að „andanum í efninu“ má með sanni segja að mörg verk FLUXUS-listamanna séu með því allra fágaðasta og besta sem fram hefur kom- ið í myndlist síðustu áratuga. Það er hins veg- ar ekki stærsta afrekið, heldur miklu fremur hitt, að opna listina til þeirra ógreinilegu eða hverfandi landamæra sem segja má að ein- kenni hana í dag. Það tel ég fyrst og fremst FLUXUS að þakka. Hvernig snertir svo FLUXUS íslenska myndlist? Voru og eru áhrif frá hreyfingunni greinanleg á Íslandi? Það er ekki alveg laust við að svo sé. Í samræmi við áform FLUXUS í upphafi um að hafa áhrif á gervalla heims- byggðina og breyta hugmyndum manna um listina og hlutverk hennar er óhætt að segja að það hafi tekist hér á landi. Strax í upphafi, á sjöunda áratugnum, var Dieter Rot, þá bú- settur á Íslandi, kominn í samband við mik- ilvæga menn í FLUXUS og miðlaði upplýs- ingum og áhrifum í frjóan svörð. SÚM var þá tekið til starfa og saman tókst mönnum að fá hingað merka listamenn og listalífið blómstr- aði við hefðbundið íslenskt mótlæti – svo ekki sé meira sagt. Um 1970 er SÚM orðið virkt afl í umróti evrópskrar myndlistar og hingað streymdu listamenn næsta áratuginn eða svo. Þessar hræringar leiddu síðan til þess að Myndlista- og handíðaskólanum var hreinlega umturnað og ekki varð aftur snúið til náðugra daga módernismans (1975). Innan skólans, og síðar Nýlistasafnsins, sem hreinlega má segja að hafi verið stofnað til að safna og vernda (alþjóðlega) FLUXUS-list, dafnaði hugmynd- in um frjálsa listsköpun. Ástandið í íslenskum myndlistarheimi var þannig ekki ólíkt því alþjóðlega að því leyti að berjast þurfti við ákveðin íhaldssöm öfl og færa út kvíarnar í listrænum skilningi. Landamærin urðu þó með tíð og tíma að grónum götum sem vart sér móta fyrir í landslagi listarinnar í dag, enda fáfarnar af léttstígum sauðum. Landamærin horfin. Það er arfleifð FLUXUS-hreyfingarinnar. Spurningunni um líftíma listastefna og hreyfinga listamanna, upphaf þeirra og endi, er oftlega slengt fram þegar settar eru upp sýningar og menn líta í baksýnisspegil lista- sögunnar. Hvað FLUXUS varðar held ég að slík spurning sé á margan hátt fráránleg eða í það minnsta gamansöm. Lifir FLUXUS eða er það dauð hreyfing? Svörin geta verið margvísleg. Hugmyndirnar lifa góðu lífi – þær sjáum við víða á sveimi í samtímanum og ekki síst meðal ungra listamanna. FLUXUS sem skipulögð hreyfing var hugsanlega aldrei til og verður það varla úr þessu! Það var ástand og líklega mun andi hreyfingarinnar lifa svo lengi sem nokkur FLUX-ari dregur lífsandann og jafnvel þrátt fyrir að allir lista- menn hreyfingarinnar hverfi yfir móðuna miklu. Hvað sem því líður er ljóst að listin verður ekki söm og áður. Áhrifa þessarar hreyfingar gætir enn á listamenn samtímans og því má allt eins spyrja hvað FLUXUS sé í dag og hvað verði úr FLUXUS þegar fram líða tímar? Það flæðir enn – í allar áttir. Heimildir: 1) Magnús Pálsson. Gunnar Árnason; Á mörkum hins sýnilega. Sýningaskrá, Kjarvalsstaðir 1994. Sjá ennfremur: Kunstforum. Fluxus-ein nachruf zu Lebzeiten. Bd. 115, 1991. ÞAÐ FLÆÐIR ENN Höfundur er myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningarinnar Flúxtengsl – íslensk verk í Listasafni Íslands. Filmustafli Josephs Beuys verður á sýningu Listasafns Íslands. E F T I R K R I S T I N E . H R A F N S S O N Hugmyndina um alþjóðlega hreyfingu meðal listamanna tókst ekki að framkvæma fyrr en með stofnun FLUXUS-hreyfingarinnar í upphafi sjöunda áratugarins. Þar með var brotið blað í listasögunni og áhrifa hreyfingarinnar gætir enn þann dag í dag. Hér er fjallað um tilurð og áhrif þessarar hreyfingar í tilefni af sýningum um hana sem opnaðar verða í Listasafni Íslands í dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.