Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 9 J ón Jónsson segir í Sögu íslenska fánamálsins að engar sögur fari af því hvort Ísland hafi haft nokkurt skjaldarmerki eða innsigli á lýð- veldistímanum. Í Ágripi af sögu skjaldarmerkis Íslands vitnar Birgir Thorlacius til franskrar bókar um skjaldarmerki, sem talin er skráð á árunum 1265–1285. Þar birtist merki konungsins yfir Íslandi; merki Noregskonungs sem konungs Íslands eftir at- burðina 1262–64. Birgir rekur álit P. Warm- ing, lögfræðings og skjaldarmerkjaráðunauts í Kaupmannahöfn, sem leiðir rök að því, að Ísland hafi átt skjaldarmerki fyrir 1262, sem tekið hafi verið tillit til við samsetningu merkis konungsins yfir Íslandi. Það merki hafi verið skjöldur með tólf þverröndum, hvít- um (silfruðum) og heiðbláum til skiptis og hugsanlega það merki, sem Hákon konungur fékk Gissuri Þorvaldssyni í Björgvin 1258 til staðfestu jarlstignarinnar. Það er svo þegar Íslendingar eru komnir undir Danakóng, að þorskurinn er tekinn upp í merki Íslands. Jón Jónsson segir frá íslenzku skinnhand- riti, sem skrifað var nálægt 1360, og á er dregin mynd af flöttum þorski úti á spássíu án nokkurs samhengis við efni bókarinnar. Sömuleiðis hafi þorskmyndin verið í innsigli Íslandsfarafjelagsins í Hamborg um 1500, en skreið var þá áreiðanlega aðalútflutningsvara Íslendinga. Kristján III sendi vorið 1550 Lauritz Mule, fógeta, með bréf til Íslendinga og kemur þar m.a. fram, að innsigli fylgi, sem kóngur von- ast til að Íslendingar noti við opinberar bréfagerðir. Af þessu innsigli er síðan ekkert að frétta og ekkert má ráða af bréfinu um gerð þess. Alþingi 1592 var Jóni lögmanni Jónssyni falið að ganga á konungsfund og bera undir hann úrskurði um landsins gagn og nauðsynjar; þar með að fá innsigli handa landinu. Bréf kóngs um innsiglið er dagsett 9. maí 1593 og má líklegt vera, að það sé hið sama og hann sendi Íslendingum fjörutíu og þrem- ur árum fyrr. Á því er óflattur, afhausaður þorskur með kórónu konungs á strjúpanum og veit því sporðurinn niður. Á skildinum sitt hvorum megin við þorskinn stendur ártalið 1593, en umhverfis er letrað: Sigillv insvlæ Islandiæ. Þar með er þorskurinn endanlega orðinn löggilt merki Íslands. Þorskurinn fer óflattur inn í ríkismerkið danska á gullpeningum, sem slegnir voru 1591; tveimur árum áður en kóngur sendi Íslendingum síðara innsiglis- bréf sitt, en á peningum frá ofanverðum dög- um Kristjáns IV er búið að fletja þorskinn. Og þannig var hann allar götur þangað til fálkinn leysti hann af hólmi. Fálkinn vinnur á þorskinum Þegar kemur fram á 19ndu öld, fóru Ís- lendingar að amast við krýnda þorskinum í merki Íslands. „Það er skamt til þess að gera síðan að alþýða á Íslandi, fór að amast við þorskinum sem ímynd eða einkenni sjálfra sín í ríkismerki Dana,“ segir Pálmi Pálsson 1883 í Andvaragrein; Um merki Íslands. „Sigurður Guðmundsson, mál- ari, mun fyrstur manna á Íslandi hafa reynt til að brjóta stallann undan þessu goði með því að benda mönnum á, að fálkinn íslenzki væri sæmilegra merki lands og þjóðar en þorskurinn, og fá menn til að marka hann á skrautblæjur sínar. Gerðu menn víðs vegar um alt land svo góðan róm að þessari hug- mynd eða tillögu, að á fám árum hafði fálkinn svo mjög rutt sjer til rúms í huga þjóð- arinnar, að hann einn var talinn merki henn- ar fullgilt. Raunar var mönnum fulljóst, að þorskurinn sat enn óhaggaður í ríkismerkinu og prýddi það að maklegheitum, enn ljetu sjer ekki annt að svipta það þeim skrúða fyr enn færi gæfist. Enn þess varð kostur vonum bráðar. Það var þegar alþingishúsið var reist (1880). Menn vildu nýja merkið en náðist ekki.“ Pálmi segir, að flatti þorskurinn hafi aldrei verið í lög tekinn á Íslandi og vill skipta hon- um út fyrir fálkann, enda „þorskurinn í hverri mynd sem er … óhæfilegt merki lands og þjóðar.“ Þegar Alþingishúsið reis, vildu flestir setja fálkann þar við hlið ríkisskjaldarmerkisins, en það hafðist ekki fram fyrir andstöðu Nellemanns ráðherra, Finsens landshöfðingja og Mehldal byggingameistara. Þessi úrslit fengu fálkanum enn betri byr undir báða vængi. Auk greinar Pálma, sem fyrr er nefnd, segir Jón Jónsson frá því, að „nokkrir tilkvaddir menn í Reykjavík komu saman á „Hótel Ísland,“ 30. janúar 1883 að undirlagi kaupmannanna Þorláks Ó. John- sons og Eggerts Gunnarssonar til þess að af- henda foringja póstsskipsins „Laura“, Christ- iansen skipstjóra, hið íslenska fálkamerki, sem hjeðan í frá skyldi fylgja nefndu skipi. Hjeldu menn síðan á skipsfjöl undir lúðraþyt og var fálkamerkið dregið upp á framsiglu skipsins.“ Alþingismenn fjölluðu áfram um merkin á Alþingishúsinu, en sneiddu hjá því að minn- ast á fálkann – vildu lágmyndir af kóngum í stað þorsksins og danska ljónsins. En á með- an flaug fálkinn víðar en á Íslandi. Vestur- Íslendingar tóku hann upp á arma sína og ís- lenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn einnig. Um árabil sat fálkinn í fána Íslendinga, en þegar það flagg vék fyrir Hvítbláinn Einars Benediktssonar, þá flaug fálkinn til skjald- armerkisins. Þar settist hann svo með kon- ungsúrskurði 3. október 1903, þegar ákveðið var, að skjaldarmerki Íslands skyldi vera „hvítur íslenskur fálki á bláum grunni.“ Fálki Sigurðar Guðmundssonar var með þanda vængi, en sá á skjaldarmerkinu ekki. Hann sat þar þó ekki lengi, því 12. febrúar 1919 var breytt til og skjaldarmerki Íslands varð „krýndur skjöldur og á hann markaður fáni Íslands. Skjaldberar eru hinar alkunnu fjórar landvættir, þannig: dreki, gammur, uxi og risi.“ Höfundur skjaldarmerkisins var Rík- harður Jónsson myndhöggvari. Með endurreisn lýðveldisins 1944 féll kór- ónan burt úr skjaldarmerkinu og önnur atriði þess voru teiknuð upp, gerði það Tryggvi Magnússon listmálari. Agnar Klemens Jóns- sonsegir svo frá í endurminningum sínum: „Á útmánuðum 1944 kvaddi forsætisráð- herra okkur þrjá skrifstofustjóra í stjórn- arráðinu, Vigfús Einarsson, Birgi Thorlacius og mig til þess að gera tillögu um gerð skjaldarmerkis lýðveldisins og sem ráðunaut fengum við Matthías Þórðarson, þjóðminja- vörð, en hann var einskonar sérfræðingur í skjaldarmerkjafræði. Við héldum nokkra fundi um málið. Fyrst ræddum við um það, hvort taka ætti upp aftur fálkann í skjald- armerkið, eins og verið hafði á heimastjórn- artímabilinu 1904–1918 en niðurstaða okkar varð þó sú, að við skyldum leggja til að hug- myndin um landvættina í Ólafs sögu Tryggvasonar í Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar, sem notuð hafði verið 1918, væri svo góð, að sjálfsagt væri að halda henni. Þetta var borið undir forsætisráðherra og féllst hann á það sjónarmið að láta hugmyndina um landvættina sem skjaldbera haldast. Við fengum svo hinn ágæta listamann, Tryggva Magnússon, til þess að gera uppkast að nýju skjaldarmerki á þessum grundvelli og þar sem ekki var hægt að láta sjálfan skjöldinn og skjaldberana svífa í lausu lofti kom Tryggvi fram með þá hugmynd að láta „þessa aðila hvíla á stuðlabergshellu“ og það sam- þykktum við, enda fannst okkur fara vel á því. En enn var eftir að athuga eitt þýðing- armikið atriði og það var kórónan. Matthías Þórðarson sagði að frá heraldísku sjónarmiði væri ekkert því til fyrirstöðu að hafa kórónu í skjaldarmerki lýðveldisins. Vissulega eru kór- ónur mjög skrautlegar og sóma sér því vel í skjaldarmerkjum, en ekki gátum við samt hugsað okkur að nota kórónuna í skjald- armerki hins nýja lýðveldis, en hvað gat þá komið í hennar stað? Þá datt mér í hug hvort ekki mætti sveigja vængina á gamminum og drekanum upp yfir efri brúnina á skildinum og fannst meðnefndarmönnum mínum reyn- andi að athuga hvernig það tæki sig út. Tryggvi Magnússon teiknaði nú nýtt uppkast að skjaldarmerkinu og fannst okkur það geta gengið. Annars á Tryggvi alveg heiðurinn af útliti skjaldarmerkisins í þeirri mynd sem það end- anlega fékk og finnst mér hann hafa leyst sitt verk mjög vel af hendi. Ríkisstjórnin féllst einnig á þessa gerð skjaldarmerkisins og á fyrsta ríkisráðsfundi lýðveldisins á Þingvöll- um hinn 17. júní var gefinn út forsetaúr- skurður um þetta nýja skjaldarmerki.“ Samkvæmt forsetaúrskurðinum er skjaldarmerki Íslands silfurlitur kross í heið- bláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Skjaldberar eru land- vættir og hvílir skjöldurinn á stuðlabergs- hellu. Fálkinn var tekinn upp í konungsfána 1921 og blakti á konungsskipinu, en eftir þá Ís- landsheimsókn hvarf hann og var ekki not- aður frekar. Fálkinn lifir þó áfram í Fálka- orðunni, þar sem hann lyftir vængjum til flugs, og mynd hans býr m.a. í flokksmerki Sjálfstæðisflokksins, sem Már Jóhannsson, fyrrverandi skrifstofustjóri, segir að Jóhann Hafstein hafi haft forgöngu um að gert yrði. Heimild: Birgir Thorlacius: Ágrip af sögu skjaldarmerkis Íslands. Forsætisráðuneytið 1991. Skýrsla fánanefndar 1913. Jón Jónsson: Saga íslenska fánamálsins. Fylgirit með skýrslu fánanefndar 1913. Pálmi Pálsson: Um merki Íslands. Andvari 1883. Agnar Klemens Jónsson: Endurminningar. Reykjavík 1994. Már Jóhannsson: Samtal 19. desember 2003. ÞAÐ SÆMILEGASTA MERKI FYRIR ÍSLAND Myndirnar eru fengnar úr Fáni Íslands, skjaldarmerki, þjóðsöngur, heiðursmerki, sem forsætisráðuneytið gaf út 1991. Efst til vinstri er skjaldarmerki fyrir 1262, þá innsigli frá 1593, sem líklegast hefur verið svipað eða eins og innsigli frá 1550. Þá kemur þorsk- merkið, sem vék fyrir fálkamerkinu 1903, og síðast koma landvættamerkin; skjaldarmerkið 1919-1944 og skjaldarmerki íslenzka lýðveldisins. Skjaldarmerki Íslands á sér miklum mun lengri sögu en þjóðfáninn. Það hefur líka tekið stórum breytingum – í aldanna rás; allt frá þverröndóttum skildi Gissurar jarls til landvættanna og lýðveldisfánans. FREYSTEINN JÓHANNSSON hefur tekið saman grein um skjaldarmerkin. freysteinn@mbl.is einstakra verkefna, frekar en til reksturs sam- felldrar starfsemi á ársgrundvelli, við getum nýtt okkur það í þessari stöðu sem við erum í núna, en að sjálfsögðu er möguleiki á því að ég finni áhugasama samstarfsaðila úr viðskipta- lífinu, eða þeir mig, einnig gætu framlög til myndlistarstarfsemi aukist, þá væri ekkert því til fyrirstöðu að opna Gallerí Hlemm á ný.“ Snýst ekki um að selja myndir á vegg „Myndlistin í dag snýst ekki um það að hengja myndir upp á vegg og selja þær, þótt það sé vissulega einn af möguleikum myndlist- arinnar, þetta er ekki svo einfalt. Það er mikið talað um það nú til dags að við Íslendingar þurfum að vera í takt við það sem best gerist erlendis, en þá þarf það að vera hluti af „pakk- anum“ að hlú vel að því sem er gert hér heima og búa myndlistinni sambærileg skilyrði og í þeim löndum sem við viljum vera í takt við. Við Íslendingar eigum óvenju breiðan hóp hæfi- leikaríkra og vel menntaðra myndlistarmanna sem þurfa hvatningu í formi möguleika á af- komu, möguleika á faglegu umhverfi og við- urkenningu. Mín skoðun er sú að það þurfi að tryggja að þessir möguleikar séu fyrir hendi fyrir þá sem virðast skara framúr hverju sinni. Við verðum að byrja á því að meta sjálf mynd- listina sem verðmæti, en það hlýtur að vera undirstaðan ef við viljum að velgengni ís- lenskrar myndlistar verði að veruleika hér heima sem úti í heimi. Það er sama lögmál með toppa í myndlist eins og með toppa á pýra- mída, það verður að vera undirstaða undir toppnum. Verðugt að styðja frjálsa sköpun Þóra segist verða vör við mikla almenna vakningu og hugarfarsbreytingu, og telur að á allra næstu árum eigi aðstæður myndlistar- innar eftir að batna til muna, og uppskeru- tímabil fylgja í kjölfarið. Hún segir sýningu Listasafns Reykjavíkur á verkum Ólafs Elías- sonar hjálpa mikið til. „Slík sýning styður við þessa hugarfarsbreytingu. Allt í einu á þjóðin alþjóðlega myndlistastjörnu, áhugi hennar er vakinn og hún fyllist stolti og vill meira. Þarna kemur svo skýrt fram að myndlist kostar pen- inga og vinnu. Eftir að einstaklingur úr við- skiptalífinu, Björgólfur Thor Björgólfsson styrkti sýninguna sérstaklega, held ég að það verði hvetjandi fyrir aðra í hans geira að horfa í sömu átt. Það bætir ímynd manna og ímyndin er mikilvæg. Ég held að einstaklingar og fyr- irtæki séu í æ ríkari mæli að koma auga á þetta, að það séu fólgin ákveðin gæði í því að styrkja myndlist. Auðvitað skiptir máli hver styrktur er og hvernig. Ég held að það hljóti að vera glæsilegt fyrir einstakling eða fyrir- tæki að tengja nafn sitt listum, og verðugt og viðurkennt að styrkja frjálsa sköpun. Vert er að minnast á annan einstakling úr viðskiptalíf- inu Gunnar Dungal í Pennanum sem hefur undanfarin ár stutt myndarlega við unga myndlistarmenn með myndlistarverðlaunum í nafni Pennans og kaupum á verkum. Með því er hann að leggja vísi að samtímalistasafni í einkaeigu sem er frábært og til eftirbreytni. Hvað fyrirtæki varðar minnist ég samstarfs- samning Íslandsbanka við Nýlistasafnið á undangengnum árum og nýlegasta dæmið er samstarf Landsbankans við hið upprennandi og framsækna gallerí Kling og Bang. Þegar vel tekst til í slíku samstarfi, þá hagnast allir aðilar.“ Þóra segir að fyrstu merki þess að Íslend- ingar hafi selt sjálfum sér þá hugmynd að verðmæti séu fólgin í samtímalistinni séu að koma í ljós og eigi eftir að virka sem vítamín- sprauta inn í greinina. Fjárfesting í íslenskri samtímamyndlist Þóra telur að faglegt umhverfi í greininni sé undirstaða þess að hægt sé að markaðssetja og verðmeta samtímalist, því augljóslega verði þeir sem hyggjast fjárfesta á þessu sviði að hafa aðgang að faglegu mati verka og ráð- gjöfum innan greinarinnar eins og í öllum öðr- um viðskiptum. „Hvað sjálfa mig varðar lít ég ekki á framlag mitt með starfsemi Gallerí Hlemms sem tap á tíma og fjármunum, miklu heldur lít ég á að ég hafi sjálf valið að fjárfesta í reynslu og þekk- ingu á þessu sviði. Ef ég myndi vinna peninga í lottói þá hef ég skýrar hugmyndir hvernig ég myndi ávaxta þá, ég mundi fjárfesta í íslenskri samtímamyndlist, ekki bara af menningar- ástæðum, heldur tel ég mig hafa þá þekkingu núna að geta veðjað á hvaða verk hvaða mynd- listarmanna séu lykilverk eða komi til með að hækka í verði. Þá held ég að íslenskur mynd- listamarkaður eigi eftir að verða áhugaverður og öruggur fjárfestingarkostur á komandi ár- um, öruggur vegna þess að þótt listaverk hækki kannski ekki í verði, þá stendur það alltaf fyrir sínu, heldur áfram að vera til og er hluti af menningarsögu en eyðist ekki upp og verður að núlli. Ég er að átta mig á því núna, að ef ég get selt sjálfri mér þessa hugmynd þá geti ég selt hana fleirum.“ begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.