Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.2004, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 31. JANÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Listasafn Íslands kl. 11 Réne Block, sýningarstjóri sýningarinnar Flúxus í Þýska- landi, verður með leiðsögn um sýninguna. Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16 Svava K. Egilson opnar myndlistarsýningu sína sem nefnist Sporferð. Listakonan vinnur með mismunandi áferð og blandar m.a. saman mál- verki og textíl. Verkin eru flest unnin á tímabilinu 2003– 2004. Svava hefur haldið einkasýningu í Deiglunni og tekið þátt í samsýningum. Í dag er Svava með opna vinnustofu í Brekkugötu 2, Hafnarfirði. Sjá www.gall- erygryla.nett.is. Sýningin stendur til 15. febrúar. Gallerí Tukt kl. 16 Óttar M. Norðfjörð opnar sýningu á málverkum. Hugmyndafræði þeirra felst í því að sóma sér vel á stofuveggjum landans. Sýningin stendur til 16. febr- úar. Opin virka daga frá kl. 13–18. Sunnudagur Langholtskirkja kl. 17 Opnunar- tónleikar Myrkra músíkdaga. Zukofsky snýr aftur – 30 ára afmælistón- leikar. Kamm- ersveit Reykjavíkur frumflytur verk eftir Hauk Tóm- asson: Sería fyrir 10 hljóðfæri og eftir Oliver Messiaen Trois Petites Liturgies de la Présence Divine fyrir kvennakór og hljómsveit. Um er að ræða frumflutning á Íslandi. Þriðjudagur Langholtskirkja kl. 20 Myrkir músíkdagar: Blás- arasveit Reykjavíkur og ein- leikararnir Steingrímur Þór- hallsson orgel og Víkingur Ólafsson píanó. Stjórnandi er Kjartan Óskarsson. Flutt verð- ur verk eftir Jónas Tómasson, Loft, fyrir orgel og blásara- sveit, (frumflutningur), Sonata nr. 14 fyrir tvo málmblás- arakóra eftir Tryggva M. Baldvinsson og Konsert fyrir píanó og blásara eftir Igor Stravinsky. Þá verður verk Jónasar endurflutt. Salurinn kl. 20 Hanna Dóra Sturludóttir sópran og Stein- unn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eft- ir Grieg, Jórunni Viðar, Wolf og Strauss auk þekktra ís- lenskra sönglaga, svo sem Draumalandið, Í fjarlægð o.fl. Jón Forseti, Aðalstræti 10 kl. 20 Skáldaspírukvöld: Flutt verða ljóð og lesið úr skáld- sögum. Flytjendur eru: Hall- grímur Helgason, Kristian Guttesen, Ágúst Borgþór Sverrisson. Þórunn Valdi- marsdóttir, Örk Guðmunds- dóttir og Birna Þórðardóttir. Miðvikudagur Salurinn kl. 20 Myrkir músíkdagar: Tréblásarar. Kristjana Helgadóttir, flauta, Ingólfur Vilhjálmsson, klarín- ett, Tinna Þorsteinsdóttir, pí- anó og Áki Ásgeirsson, tölva. Flutt verður Koh-Loh I og II fyr- ir flautu og klarínett eftir Giacinto Scelsi; Esprit rude/ espirit doux fyrir flautu og klarínett eftir Elliott Carter; ÷ fyrir flautu, klarínett og tölvu eftir Áka Ásgeirsson (frum- flutningur). Jadeln fyrir flautu og bassaklarínett eftir Fabio Nieder og Romanza fyrir flautu, klarínett og píanó eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Myrkir músíkdagar: Sinfóníu- hljómsveit Ís- lands undir stjórn Niklos Willén flytur Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur; Hljóm- sveitarverk VI (frumflutningur) eftir Finn Torfa Stefánsson; Endurskin úr norðri, op. 40 eftir Jón Leifs og Sinfonietta (frumflutningur) eftir Þórð Magnússon. Súfistinn, Laugavegi kl. 20 IBBY á Íslandi og Síung, áhugahópur barna- og ung- lingabókahöfunda, efna til Bókakaffis með pallborðs- umræðum. Fjallað verður um íslenskar barnabækur í dag og lestraráhuga barna og unglinga. Við pallborðið verða barnabókaverðirnir Sigríður Gunnarsdóttir, Sig- ríður Matthíasdóttir og Þor- björg Karlsdóttir ásamt Einari Fal Ingólfssyni ljósmyndara. Café Borg, Gjábakkanum í Kópavogi kl. 20 Sýning á ljóðum Unnar Sólrúnar Bragadóttur. Föstudagur Salurinn kl. 20 Myrkir músíkdagar: Raftónleikar – fjölvíðir tónleikar. Flutt verða verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Altra dimensione (hin víddin) fyrir tvær hljóðrásir; Flæði fyrir rafgítar eftir Ríkharð H. Friðriksson og Brons fyrir fjór- ar hljóðrásir; 7 tilbrigði í einu fyrir fjórar hljóðrásir eftir Kjartan Ólafsson, Ættir fyrir tölvu og hljóðband eftir Hilm- ar Örn Hilmarsson og Bitin eyru: Sononymus fyrir tromp- et og tölvu eftir Hilmar Þórð- arson. Í hléi verður innsetning eftir Ríkharð H. Friðriksson Umhverfi I. Ásmundarsafn Ásdís Sif Gunn- arsdóttir er fyrst þriggja listamanna sem verður með innsetn- ingu inn í sýninguna Nútímamað- urinn. Inn- setningin verður í „píramíd- anum“. Verkin verða hvert um sig tímabundnar innsetningar og miðast við rýmið. Sýningarstjóri er Hekla Dögg Jónsdóttir. Á eftir Ásdísi sýnir Erling Klingenberg og loks Guðný Rósa Ingimundar- dóttir. Paul Zukofsky Ásdís Sif Gunnarsdóttir Þuríður Jónsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Richard, Eydís, Valgerður, Signý og Hrólfur við nóturnar að hinni nýju tónlist. Fjarverandi voru Hrafnkell Orri og Pétur. Söngtónleikar verða íÝmi kl. 20 á mánu-dagskvöld á Myrk-um músíkdögum. Flutt verða fimm ný og ný- leg verk, eftir jafnmörg tónskáld. Flytjendur eru sópransöngkonan Signý Sæmundsdóttir og barí- tonsöngvarinn Hrólfur Sæ- mundsson, píanóleikararnir Richard Simm og Val- gerður Andr- ésdóttir, sellóleik- arinn Hrafnkell Orri Egilsson, slagverks- leikarinn Pétur Grétarsson og óbóleikarinn Eydís Franzdóttir. Hver var hugmyndin að þessari efnisskrá, Signý? „Upphaflega hugmyndin var sú að flytja verk sem ég hef annaðhvort frumflutt eða komið að flutningi á. Svo þróaðist hugmyndin þannig að við erum tveir söngvarar sem komum að þessum tónleikum ásamt hljóðfæraleikurunum. Þar verður víða komið við en þeir hefjast á stuttu verki eftir norska tónskáldið Geir Johnsson, Talking/singing, fyrir sólórödd við ljóð E.D. Cummings. Ég frumflutti þetta verk á Íslandi árið 1996 og reynir töluvert á leikræna tjáningu, inní það fléttast svo ýmis óhefð- bundin notkun raddar- innar. Þá flytjum við Psychomachia fyrir söng- rödd og selló sem Þorsteinn Hauksson samdi í Gauta- borg árið 1987 og var frum- flutt þar sama ár. Verkið er byggt á ljóði eftir Antoníus Prudentius. Textinn er sunginn á latínu en innihald hans lýsir baráttu fyrir mannssálinni. Næst kemur verk Hjálmars H. Ragn- arssonar, Yerma. Hann samdi þessa tónlist við sam- nefnt leikrit eftir Garcia Lorca og sýnt var í Þjóð- leikhúsinu árið 1987. Við flytjum hluta af þeirri heild, „vókalísu“ fyrir rödd og slagverk. Ég hef flutt verk- ið nokkrum sinnum og það hefur komið mjög vel út. Eftir hlé frumflytjum við verk eftir Óliver Kentish og Atla Heimi Sveinsson. Verk Ólivers heitir Innan úr tím- anum og er við ljóð Hann- esar Péturssonar, sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur Óliver. Þetta er kammer- verk sem ég pantaði sér- staklega fyrir þessa tón- leika og er fyrir sópran, selló, slagverk og píanó. Ljóðin eru fimm og falla einstaklega vel inn í tónvef- inn. Síðast á efnisskránni eru tvö verk eftir Atla Heimi, annars vegar við texta Sigfúsar Daðasonar og hins vegar við texta Heinrich Heine og Keith Waldrop. Hrólfur er þar í aðalhlutverki en ég kem þar aðeins við sögu.“ Er skemmtilegra að frumflytja verk eða koma aftur að þeim? „Það er svolítið sérstakt og spennandi að taka þátt í að flytja í fyrsta sinn tónlist sem er ný af nálinni, eins og að taka upp jólapakka. Maður eignar sér hana allt- af að einhverju leyti, ég tala nú ekki um ef verkin eru samin fyrir mann sérstak- lega. En það er líka skemmtilegt að koma að þeim aftur, þá koma gjarn- an upp einhverjir nýir flet- ir, sérstaklega í sambandi við túlkun. Þegar það hefur hvílt innra með manni í ein- hvern tíma mótast það og „þroskast“. Svo þegar kom- ið er að því aftur er það eins og að hitta gamlan kunn- ingja með nýtt andlit. Þessi tónlist er þó ekki þannig að hún verði „gömul lumma“ eftir flutning því hún er alltaf fersk.“ Hvernig er að syngja með mörgum hljóðfærum? „Það er mjög skemmti- legt. Hljóðheimurinn verð- ur fjölbreyttari og það er einfaldlega mjög gaman að vera ein rödd inni í þessum hljómi ólíkra hljóðfæra.“ Þú byrjaðir ung að flytja nýja tónlist. Hefur eitthvað breyst? „Áður en ég fór í fram- haldsnám fyrir um 20 ár- um, fékkst ég töluvert við flutning nútímatónlistar. Nú eru fleiri tækifæri í flutningi nýrrar tónlistar og fólk er opnara og til- búnara að viðurkenna þessa tónlist og hlusta. Hún höfðar kannski ekki til allra en hún er alltaf ný og á svo sannarlega erindi í tón- listarflóruna. Það er frá- bært að Myrkir músíkdagar skuli vera orðnir fastur lið- ur í tónlistarlífinu hér.“ Hún er alltaf ný STIKLA Söng- tónleikar í Ými helgag@mbl.is Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Fold, Rauðar- árstíg: Sigríður Guðný Sverrisdóttir. Harald (Harry) Bilson. Til 1. febr. Gallerí Kling og Bang: Ingo Fröhlich. Til 8. febr. Gallerí Skuggi: Sólveig Birna Stefánsdóttir og Hulda Vilhjálmsdóttir. Til 1. febr. Gallerí Veggur, Síðu- múla 22: Kjartan Guð- jónsson. Til 20. mars. Gerðuberg: Stefnumót við safnara. Til 29. febr. Hafnarborg: Minningar- sýning um Elías Hjörleifs- son. Til 14. mars. Hallgrímskirkja: Bragi Ásgeirsson. Til 25. febr. i8, Klapparstíg 33: Victor Boullet. Til 28. febr. Listasafn Akureyrar: Bjarni Sigurbjörnsson. Svava Björnsdóttir. Til 7. mars. Listasafn ASÍ, Freyju- götu: Rósa Gísladóttir. Gryfja: Margrét Norðdahl. Til 1. febr. Listasafn Borgarness: Axel Kristinsson. Til 25. febr. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið fyrir hópa eftir samkomulagi í janúar. Listasafn Íslands: Flúxus í Þýskalandi 1962–1994. Flúxtengsl – íslensk verk (1965–2001). Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Nútíma- maðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ólafur Elías- son. Til 14. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sigurjón Ólafsson í alfaraleið. Til 30. maí. Norræna húsið: Textílverk Jana Vyborna. Til 29. febr. Siri Gjesdal, textílverk. Til 7. mars. Nýlistasafnið: Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingi- marsdóttir. Til 8. febr. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýn- ing. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Breski listamaðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teikni- myndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Jón Sæmundur Auðarson og Særún Stefánsdóttir. Til 1. mars. Leiðsögn alla laug- ardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðar- listamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Helga Óskarsdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir og Ingi- björg Magnadóttir. Til 6. febr. Teits gallerí, Engihjalla 8: Jóhannes Dagsson. Til 12. febr. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðar- ins: Aldamótaskáldin Matt- hías Jochumsson, Ólöf frá Hlöðum, Steingrímur Thor- steinsson og Theodóra Thor- oddsen. Leiklist Þjóðleikhúsið: Jón Gabrí- el Borkmann, lau., fim. Dýr- in í Hálsaskógi, sun. Græna landið, lau., fim. Vegurinn brennur, lau., fim. Borgarleikhúsið: Chic- ago, sun., fös. Lína lang- sokkur, lau., sun. Öfugu megin uppí, lau. Sporvagn- inn Girnd, sun., fös. Erling, lau. Rauðu skórnir, sun. Grease, mið., fim. Iðnó: Tenórinn, lau. Loftkastalinn: Bless fress, fös. Eldað með Elvis, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta, lau., fös.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.