Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 4
Jeitar með ákalli tí’ kraftsins 1 sjálfum sér: „Hugur, lát þinn sumardraum með sólarijós og yl sefa mína kvöi.“ Og hann bjargaðiet upp í ljósið með sumardrauminn heilan og ó- skemmdan. Hann nélt áfram að yrkja vor- söngva. Kvæði hans eftir þrekraunirnar eru hlaðin sólskini sumardraums- ins. j Á grænum, mjúkum og gull- j bryddum skóm ■ gengur vorið um lönd. ! Litföla von með ljóma í augum J leiðir það sér við hönd. j Undan snýr og til fjalla fiýr I ihið feiga vetrarhjarn. j Vorsins slaglhörpu vötnin knýja. { Vaknaðu jarðarbarn, i og taktu undir við sumarsönginn j sól yfir tindum rís, j miidur er blærinn, moldin angar j — morgunn í Paradís. í Hann stóð seinni hluta ævinnar i stórum ættargarði, vakti þar og vann, elskaður og virtur af eigin- konu, börnum, tengdabörnum, bamabörnum og barnabarnabörn- ium. Hann lifði og hrærðist með störf um og velgengni vandamanna •sinna og líðan þeirra allri. Henmóður Guðmundsson, tengda sonur Steingríms — hinn umsvifa mikli athaínamaður, — sem búið hefur á móti honum í 27 ár, seg- ist alls ekki geta hugsað sér betra sambýli en við hann. — Dóttir Steingrims sagði við mig: „Það sprakk varla út rós hjá okkur dætrum hans, svo hann fylgdist ekki með því og gleddist með okk- ur.“ Hann kvað til konu sinnar: Ég man hvað mér fögur forðum i þótti • fannhvita smáa höndin þín. j Hve áköf löngun að sál mér sótti. ; Hve sárt ég bað, að hún yrði ! mín. Það atvik er skýrt í minniö mót- j að • sem merki í stein eða rós á blað. j Þvi haf3 ei ævinnar umsvif rót- að, ' meðan önd mín liílr ei gieymist það. Finnst mér ennþá hver flíkin vænni og fegri, ef gjörði höndin þín, sólin fegurri, grösin grænni — gleður það lika augu mín. Framundan ókunn eilífð. — Inn á hin duldu svið, — öruggur get ég gengið og glaður með þig við hlið. Hann rrti í vísnabók elztu dótt- ur sinnar: Að hækka, vaxa stöðugt sé hug- sjón æðsta þín, að handsama það gull, er á mannvitstindum skín. Leiðtogi þinn verði hinn lang- þolnasti kraftur, sem lælur ekki buigast en reynir jafnan aftur. í visu þessari kemur fram ein höfuðkenningin, sem hann flutti niðjum sínum með margvislegum hætti. Steingrímur Baldvinsson bjó í sveit, sem býr yfir sérstaklega f jöl- breyttri fegurð, o-g við ána, sem fræg er fyrir klið sinn og spegl- anir — auk íþróttatækifæra fyrir laxveiðimenn. En hvað er fegurð? Er hún ekki og skynjun hennar — eitt helzta viðfangsefni skáldgáfunnar í mann legu eðli? Sá er í raun og veru skáld, sem verður snortinn af feg- urð — og því meira skáld er hann, sem hann verður meira snortinn. Sem betur fer er allt fólk svo hamingjusamt að vera að þessu leyti skáldgefið, þó að það yrki ekki. Aðaldalur hefur átt mörg áber- andi skóld Varla er það tilvúlj- un. Fegurð sveitarinnar og and- stæðurnar í þeirri fegurð hafa lað- ■ að tiil skáldlegrar tjáningar. Mörg hafa skáldin ort um Laxá. Steingrimur var mikill vinur ár- innar. Hún hafði slegið strengi sína fyrir hann, — sungið fyrir hann — speglað honum himin- djúpin — og veitt honum mörg tækifæri til að þreyta glímu við fiska sína. Hann kvað til hennar marga fallega hendingu. Meðal annars orti hann mikið kvæði, sem lýsir ánni á björtu sum- arkvöldi, þegar hún speglar í lit- um og ljóma alla þá fegurð, sem hún nær til úr fjarlægð og ná- lægð. Þar er þetta erindi: Hvílík dásemd á láði og legi, litadýrð yíir sjónarhring. Áin heldur að entum degi alheims fegurstu skrautsýning. Maður heyrir hjartslátt skálds- ins í ljóðinu. Kvöldið 4. þ.m. var hér um slóð- ir bjart veður og fagurt. Steingrím ur hafði ]ok.ið dagsverki sínu. Gest ir báðu hann að skreppa með sér til árinnar, til að hjálpa sér við að losa færi úr botni, sem þeim hafði orðið þar fast með fiski á. Gg við éna, nálægt Skriðuflúð, stað, sem Steingrímur hafði mikl- ar mætur á, — hætti hjarta skálds- ins skyndilega að slá — meðan áin héit skrautsýningu. Sú dauðastund var samboðin átt- hagelskuðu góðskáldi. Þannig kvadtdi áin skáldið sitt. — Hér eru margir saman komnir í dag tál að kveðja þig, Steingrímur. Af þvi má marka, að þú áttir mikil ítök i s'álum samferðamanna þinna. Hjartans kveðja vandamanna þinna og ástvina umvefur þig hlýju dýrra minninga og saknaðar, sem er hafinn yfir orð. Sveit bín og hérað þakkar þér þegnskap og margvíslega þjón- ustu. Þingeysk menning þakkar þér framlag þitt til hennar. Land þitt þakkar þér sannan sonarhug. Eitt sinn sagði þú: „Þeir, sem vilja lifa áfram eftir dauðann, munu lifa, — og ég vil og ætla að lifa,“ — bættir þú við. Þannig var trú þín. Framundan er hin ókunna eilífð. Þangað gengur þú með þinn bjarta sumardraum. Guð blessd þér þann draum á- fram eins og hann gerði hér í lífi. Guðs friður veri með þér. Karl Kristjánson. f „Hér við Laxár hörpuslátt hanmi er létt að gleyma. Ég hef, finnst mér, aldrei átt annars staðar heima.“ Undir bröttum vesturvanga Hvammsheiðar, í skjóli hinna und- urfögru Neshvamma, við hörpu- slátt og seiðandi söng Laxár í Að- aldal, á þeim bletti í þessu unaðs- fagra umhverfi, þeim stað, er hon- 4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.