Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 17
vöruútvegun fyrir þau Hann lézt 10. júlí 1950. — langt fyrir aldur fram — öllum harmdauði, er til hans þekktu. Hann var greindur og afburða traustur starfsmaður, enda tókst mikil vinátta milli hans og Sigurðar og Aðalsteins Krist- inssona og fjölskyldna þeirra. Sig- urður var einstakur bókamaður og hafði komið sér upp mjög stóru og vönduðu bókasafni er hann lézt. Þau hjónin bjuggu lengst af eða í rúrnlega 20 ár að Ingólfs- stræti 21C í Reykjavík Einkadótt- ir þeirra er Hulda, gift Stefáni JúMussyni rithöfundi og fram- kvæmdastjóra í Hafnarfirði. Eftir lát Sigurðar fluttist Björg tii þeirra og átti þar heimili til æviloka. Síðustu misser- in — eftir að heilsu henn- ar tók að hnigna — dvaldi hún að Sólvangi. Þannig er stutt æviágrip Bjargar, en með því er sagan ekki nema hálfsögð. Það vita allir þeir, sem henni kynnt- ust á lifsteiðinni. Björg Þórðardóttir skilur eftir sig spor, sem lengi verður minnzt af samtíðarmönnum hennar og niðjum þeirra, með þakklæti og virðingu. Þessi lágvaxna og granna kona átti hjartalag, höfðingslund og rausn, svo að með fádæmum var. Hún hirti lítt um eiginn hag, heldur hitt, hvernig hún gæti orð- ið frændgarði sínum, vinum og sveitungum að sem mestu liði. Hún lifði fyrir það að þjóna öðr- um og láta sem mest gott af sér leiða. Að upplagi var hún mikill dugnaðarforkur, fljóthuga, úr- ræðagóð, tilfinninganæm og gædd einstakri þjónustulund. Jafnframt var hún mikil og fyrirhyggjusöm húsmóðir. Heimili hennar og Sigurðar að Ingólfsstræti 21C, var einstæður rausnargarður í meir en tvo ára- tugi. Þar var alltaf fjöldi gesta: Frændfólkið, Þingeyingar, Rangæ- ingar og fólk víðs vegar af landinu því Sigurður kynntist mörgum í sambandi við störf sín hjá S.f.S. og þau voru bæði samhent í gest- risni og hvers konar fyrirgreiðslu. Þau lifðu xyrrlátu lifi og gerðu ekk ert til að vekja á sér athygli, en auðsýndu óllum góðvild og gest- risni. Það var segulMnn, sem dró fólk víðs vegar af landinu að þessu gláðværa og góða heimili, sem svo margir eiga dýrmætar endurminn- lngar um. Margir ungir menn ut- Áttræð: Kristín Kristinsdóttir fyrrum húsfreyja í Barnafelli Það er eitt af furðuverkum lífs- ins, hve mikill styrkur, þol og seigla býr stundum í smáu og veik •byggðu fólki. Engu er líkara en þetta fólk hafi fengið i vöggugjöf margfaldan skerf þessarar orku, og hún endist tvær eða þrjár venjulegar mannsævir, þó að sí- fellt og ótæpt sé af þeim brunni ausið í hörðustu lífsbaráttu aUa daga, en öðru fólki er þorrinn lífs mátturinn um miðjan aldur. Kristín Kristinsdóttir, fyrrum húsfreyja 1 Barnafelli og síðar í Landamótsseli I Ljósavatnshreppi, er ein af þessum merkilegu mann eskjum og vekur undrun mína í aðdáun í hvert sinn, sem mér verð an af landi höfðu þar fæði á náms- árum sínum og varð það þeirra annað heimili, sem þeir bundu tryggð og vináttu við. Aldrei heyrð ist annað hjá þeim hjónum en þetta væri alveg sjálfsagt. Aldrei voru þau ánægðari, en þegar gesta hópurinn var sem stærstur. Þeirra heimili var sem skáli um þjóð- braut þvera. Einn af vinúm fjölskyldunnar — Sigurður skáld á Arnarvatni — segir svo frá í blaðagrein, er hann minnist 60 ára afmælis Bjargar: „Ættmenn, æsku- og kynnisvin- ir hjónanna, hvors um sig eru í tveim landsfjórðungum. í húsi þeirra hafa löngum mætzt menn úr suðri og norðri. Það hefur stað ið öllum opið, sem liðsinnis hafa þarfnazt og fyrirgreiðslu, er þeir komu til höfuðstaðarins. Þar hafa menn notið gestrisni og höfðing- legrar hjálpsemi, svo að frábært má telja. Hefir heimil'ið allt verið samhent um slíkt, svo sem bezt má verða. Margir fátækir efnismenn, sem brotizt hafa fram menntaveginn hafa átt athvarf hjá þeim hjónum, notið þar margvísiegrar hjálpar og styrks, sem þeim hefur verið ó- metanlegur. Þau hafa venjulcga haft einhvern slíkan góðan og efni ur hugsað til hennar. Nú er hún áttræð orðin, en sjóður lifsorkunn ar virðist ekki þorrinn enn. Ég get ekki stillt mig um að senda henni smálega afmæliskveðju. Kristín er fædd 25. júlí 1888 í Fagranesi í Hörgárdal, koimin af góðu, fátæku fólki. Ættir hennar voru eips og gömlu, íslenzku tún- grösin, kynbætt af þúsund þraut- um. Faðir hennar var fjórðungs- frægur ferðamaður og hestamað- ur, sem átti einnig þennan marg- falda þreksjóð, sem entist honum fram í háa elli. Kristín var skírð í Bægisár- kirkju, en henni var þó ekki bú- in vist í Hörgárdal til langframa. legan nýgræðing í skjóli sínu — og stundum fle'lri saman“. Hér er einföld og sönn lýsing af rausnarheimili Bjargar og Sig- urðar. Og enn mætti margt nefna. Algengt var að vinir Bjargar sendu henni bréf og fólu henni að reka hin óMku-tu erindi fyrir sig í Reykjavík. Allt gerði hún þetta með ljúfu geði og taldi ekki eftir sig sporin, hvort sem var að kaupa saumnálar eða útvega verkafólk. Björg var í eðli sínu ákaflega fé- lagslynd. Hún tók Iengi virkan þátt í störfum Þingeyingafélagsins í Reykjavík og Félagi Framsóknar- kvenna í Reykjavík AHs staðar lagði hún fram mikið og óeigin- gjarnt starf og var ódeig að tak- ast á við verkefnin. Fórnfúst starf langrar ævi læt- ur sig ekki án vitnisburðar. Að leiðarlokum eiga margii þakkir að •gjalda, þeirri konu, sem svo mörg- um var sem bezta móðir. Heimili mitt naut þess ríkulega frá fyrstu tíð og þar til yfir lauk. Þannig munu margir geta mælt. Björgu skulu að lokum fluttar alúðarþakkir, sem ég veit að mikill fjöldi fólks víðí vegar um landið tekur undir. Hennar verður jafn- an minnzt, þegar góðrar konu er getið. Dan. Ágústínusson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.