Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 27.07.1968, Blaðsíða 10
'fræga kvæði, að „fjöll sýna tor- sióttum gæðum að ná“. Á uppvaxtarárum Gísla var vor- hugur í þjóðinni og sterk þrá margra ungra manna til að fram- ast. Gísli var fljótt vel verki far- inn og lék flest í höndum hans. Sextán ára gamall hafði hann Iært söðlasmíði og bókband lærði hann einnig. Þegar til kom felldi Gísli sig ekki við slík innisetustörf, hitt var honum nær skapi, að verða bóndi og rækta jörð og búpening. Á unglingsárum Gísla var Helgi Kjartansson í Hruna, síðar bóndi í Hvammi nýlega kominn heim frá dvöl erlendis við landbúnaðarstörf eftir að hann hafði lokið búfræði- námi hér. Gerðist hann frumkvöð- ull í sveit sinni að túnrækt með plægingum og vann hjá bændum að slíkum störfum. Réðst Gísli til hans um tíma tif aðstoðar og fékk þá við kynningu af þeim mæta manni og peirri fræðslu er hann hlaut hjá honum áhuga á að fara á búnaðarskóla og beita'síðan hu.g og hönd að landbúnaðarstörf- um. Tvítugur að aldri settist hann í Búnaðarskólann á Hvanneyri' og lauk þar námi tveim árum síðar, 1931. Gekk hann þá að eiga heit- mey sína Katrínu Skúladóttur, Skúlasonar alþingismanns á Berg- hyl, Þorvarðssonar prests og Guð- rúnar Guðmundsdóttur bónda í Hörgsiholti, en þar ólst Katrín upp hjá Guðmundi bónda afa sínum og ömmu, Kairínu Bjarnadóttur, og var glæsileg stúlka. Gerðist Gísli nú ráðsmaður við fjósið á Vífils- staðabúinu og var þar í fjögur ár, en árið 1934 tóku þau hjón til á- búðar jörðina Þorleifskot í Hraun- gerðishreppi. Á búskaparárum sín- um þar átti Gísli hlut að stofnun félags um loðdýrabú og var það staðsett í Þorleifskoti. Var norsk- ur maður fenginn til að koma bú- inu af stað, en síðan gerðist Gísli forstöðumaður þe-ss. Árið 1945 keypti hann jörðina Læk í Hraungerðishreppi og hefur búið þar síðan með miklum mynd- arbrag. Er hann mikill ræktunar- maður og vandlátur við pau störf. Eru túnin á Læk nú hátt á fjórða tug hektara og grasgefin. Hann hef ur einnig byggt þar stórt fbúðar- hús, vandað að öllum frágangi, lausgöngufjós fyrir 60 kýr með til- heyrandi mjaltaklefa og mjólkur- húsi, votheysturn, fjárhús og hlöðu fyrir 120 ær. Vélákostur er góður, MINNING VIGDÍS G. BLÖNDAL og allt er vél hirt úti og inni svo að til fyrirmyndar er. Gísli varð fyrir þeirri miklu sorg að missa hina góðu konu sína árið 1959. Þeim hafði ekki orðið barna auðið, en fósturdóttur áttu þau, sem fyrir mörgum árum er gift og farin að heiman. Nokkru eftir að Gísli varð ekkjumaður féll honum það happ í skaut, að til búskapar með honum réðst Þorbjörg Guð- jónsdóttir frá Hrygg með tvo ttnga syni sína. Hefur hún með myndar- skap, frábærum áhuga og dugnaði eflt heimih þeirra og átt stóran þátt í framkvæmdum á Læk hin síðari ár. Þótt Gísli á Læk' sé mikill bú- sýslumaður og mjög heimilisræk- inn þá hefur hann ekki komizt hjá því að taka þátt í ýmsum trúnað- arstörfum á vettvangi félagsmála. Hann var urn skeið formaður lestr- arfélags í sveit sinni og í stjórn hrossaræktarfélags, en hann er á- hug'amaður um alla búfjárrækt eg á arðsaman búpening og góð reið- hross. Samvinnumaður er Gísli og tel- ur, að framtíð bændastéttarinnar og þjóðarinnar verði mjög að byggjast á því, að efla samvinnu- félögin. Vil hann að bændur Mánudaginn 24. júní var Vigdís Gísladóttir Blöndal borin til graf- ar í Fossvogskirkjugarði. Hún lézt í Landsspítalanum þriðjudaginn 18. júní. Vigdís var fædd 31. júní 1892 f Hvammi í Norðurárdal. Foreldr- ar hennar voru Vigdís Pálsdóttir og séra Gísli Einarsson. Móðir Vigdísar Pálsdóttur var Sigríður Samsonardóttir, ættuð úr Víðidal, en Páll Pálsson, faðir hennar, var bóndi og alþingismaður í Daeli, sonur Páls alþingismanns í Ár- kvörn. Séra Gísli Einarsson var albróðir Indriða Einarssonar , skálds, og móðir hans var Efemía Gísladóttir Konráðssonar hins fróða, og er sú ætt alkunn. Fað- ir séra Gísla var Einar Magnús- son, bóndi í Krossanesi í Skaga- firði. standi fast saman um félög sín og að þeir forðist að láta ímyndaða stundarhagsmuni verða til að veikja þau. Hann telur að unga fólkið þurfi að kynnast samvinnu- 6tarfinu með eigin þátttöku sem fyrst. Gísli hefur staðið fast að sínu kaupfélagi með traustum við- skiptum og um árabil notið þéss trúnaðar að vera í fulltrúaráði þess og Mjólkurbús Flóamanna. í hreppsnefnd átti hann sæti í 16 ár. Gísli er hreinlyndur og allharð- skeyttur þegar honum þykir við þurfa að sækja eða verja mál sitt, og hefur góð tök á að beita rök- um hvort heldur er munnlega eða með penna sínum. Hann hefur yndi af skáldskap, enda sjálfur mjög vel hagmæltur. Hefur hann margt les ið og víða heima í sögu og bók- menntum. Hann er fyrirmyndar bóndi og hin bezta stoð í sveit sinni. Vonandi á hann enn fyrir hönd- um, að gleðjast oft við sín uppá- halds störf, að breyta mýrum og móum í góða töðuvelli og sjá fríð- an búsmalann dreifa sér um græna haga. Óska ég honum og heimili hans allrar gæfu og gengis. Ágúst Þorvaldsson. 10 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.