Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 1
ISLEXDINTGAÞÆTTIR Timans 15. TÖLUBL. — 3. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. OKT. 1970 NR. 47 ÁRNI PÁLSSON, YFIRVERKFRÆÐINGUR ÞritJjudaginm 13. þ.m. var til moldar borinn Árni Pálsson fyrr- verandi yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins. Árni fæddist á Geirseyri við Patreksfjörð hinn 4. janúar 1897. Foreldrar hans voru Páll Einars- son sýslumaður í Barðastrandar- sýslu, síðar borgarstjóri í Reykja- vík og hæstaréttardómari, og fyrri kona hans Sigriður fædd Thor- steinsson. Hann lauk stúdentsprófi frá Latínuskólanum í Reykjavík 1916 og hélt síðan utan til náms í verkfræði við Tækniháskólanm i Kaupmannahöfn. Á námsárunum i Kaupmannahöfn átti Árni við veikindi að stríða og varð af þeim sökum að hverfa frá námi um tveggja ára skeið. Prófi í bygginga verkfræði lauk hamn 1924 og kom þá þegar heim til starfa. í fyrstu vann Árni að ýmsum verkfræðilegum viðfangsefnum, sem til féllu, en árið 1925 réðst hann til Vegagerðar ríkisins. Fyrstu árin mun hann hafa starf- að jöfnum höndum að vegagerð og brúagerð, en fljótlega mun þó úhugi hans hafa beinzt sérstaklega að brúargerð og þeim tæknilegum Vandamálum, sem henni voru tengd. Enda varð sú raunin á, að honum voru mjög snemma falin hin stærstu og vandasömustu við- tangsefni á því sviði. Árið 1946 var hann svo skipaður yfirverk- fræðingur brúargerða og hafði eftir það umsjón með hönnun og smíði allra brúa á landinu, unz nann lét af störfum fyrir aTdurs sakir í árslok 1967. Starfsferill Árna Pálssonar í bágu samgöngumála landsins nær Þannig yfir 42 ár. Á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar í þessum efnum. svo miklar að vel má kalla byltingu, og á það ekki sízt við um brúagerðir. Er Árni réðst til starfa hjá Vegagerð ríkis- ins voru í notkun á l'andinu um 90 stærri brýr, en hann lét af embætti voru þæt um 760 tals- ins. Segir það þó ekki alla söguna, því að auk nýrra brúa höfðu marg- ar hinna elztu verið endur byggð- ar á þessu tímabili. Þá hefur verið byggður mikill fjöldi smærri brúa. Tölur þær, sem hér voru nefnd- ar, gefa nokkra hugmynd um hver stórvirki hafa verið unnin í brúa- gerð á þessum árum, og á Arni Pálsson þar stærstan hiut allra manna. Við margvísTega erfiðleika hefur þó verið að etja, einkum framan af, er verkfæri voru vart önnur en handverkfæri, flutning- ar á landi afar erfiðir og hinn fjárhagslegi stakkur að jafnaði mjög þröngt skorinn. Virðist það í dag lítt skiljanlegt, hvernig unnt var að koma í framkvæmd þeim mörgu og stóru mannvirkjum, sem reist voru við þessar aðstæð- ur. Það er ekki fyrr en með heims- styrjödlinni síðari, að stórvirkar vinnuvélar og flutningatæki fara að flytjast til landsins, og þar með opnuðust nýjar leiðir til að ráðast í enm stærri og vandasamari mannvirkjagerð en áður. Af þeim fjölmörgu brúm, er Árni Pálsson hannaði og hafði umsjón með, verða hér einungis örfáar taldar. Frá fyrstu árum hans má nefna brýrnar á Hvítá í Borgarfirði, Hofsá í Vopnafirði, Markarfljóti og Skjálfandafljóti í Köldukinn. Af brúm byggðum á síðari árum ber líklega hengi- brýrnar hæst, svo sem brýrnar á Ölfusá, Jökulsá á Fjöllum, Hvítá hjá Skálholti, JökuTsá á Breiða- merkursandi o.fl., en einnig mætti nefna brýr á Þjórsá, Hornafjarðar- fljóti og Lagarfljóti. Allar eiga þessar brýr það sameiginlegt. að þær eru meðal hinna myndarleg- ustu mannvirkja á landinu, og margar þeirra einnig meðal hinna fegurstu. Auk starfa sinna að brúargerð leysti Árni af hendi ymis önnur verkfræðileg verkefni. MeðaT þeirra var frumhönnun nokkurra virkjana, svo sem fyrstu virkjunar Laxár í Suður-Þingeyjasýslu og virkjunar Andakílsár. Er tekin var upp kennsla til lokaprófs í verk- fræði við Verkfræðideild háskóla- ns á styrjaldarárunum, annaðist Árni kennslu í nokkrum greinum. MINNING

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.