Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 5
og skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni 1929—1959. Bjami Bjarnason kenndi leik- fimi í Flensborgarskóla þann tíma, sem hann stundaði kennslu í Hafn- arfirði, og leiðbeindi um íþróttir i ýmsum íþróttafélögum þar. Hann rak bú í Straumi í Garða- lireppi 1918—1930, stjórnaði búi héraðsskólans á Laugarvatni 1935—1953, en rák þar eigið bú eftir það. Formaður Sambands ís- lenzkra barnakennara var hann frá stofnun þess 1921 til 1927 og í stjórn þess til 1931. Á Alþingi átti hann sæti á árunum 1934— 1942, sat á 13 þingum alls. Ilann var gæzlustjóri Búnaðarbankans 1933, átti sæti á Búnaðarþingi 1946—1966, var í stjórn Stéttar- sambands bænda 1953—1963 og jafnframt i framleiðsluráði land- búnaðarins, og hann átti sæti í tryggingaráöi 1959—1967. Ýmis trúnaðarstörf, sem hér verða eigi talin, voru honum falin í sveit hans og héraði í skólamálum, bún- aðarmálum og félagsskap sam- vinnumanna. Bjarni Bjarnason ólst upp við landbúnaðarstörf og sjósókn Hann hóf ungur þáttöku í íþrótt- U|n, varð sigursæll glímumaður, 'kennari ungra íþróttamanna og hvatamaður um líkamsrækt. Hann valdi sér kennslu að ævistarfi, og honum var um fertugsaldur falin torstaða nýrra menntastofnunar. Skólastjórn Bjarna á Laugarvatni var í föstutn skorðum. Ilann lét sér annt um nemendur sína, hvatti Þá til dáða og gerði til þeirra aröfur um ástundun og reglu- semi. Héraðskólinn á Laugarvatni V'arð vísir mikil menntaseturs á þeim stað. T’or r"is íþróttakennara- skóli, liúsmæðraskóli og loks menntaskóli. Bjarni á Laugarvatni átti mikinn iþátt í stofmun þessara skóla allra. Stofnun menntaskóla þar átti harðri andspyrnu að mæta, og þurfti mikla bjartsýni og harðfylgi til að leiða það mál til lykta. Bjarni Bjamason var athafna- og framfaramaður, og áhugamál hans voru mörg. Hann var búmað- ur, stjórnaði lengi stórbúi jafn- framt skólastjórn. Hann beitti sér fyrir því, að bændur landsins stoifnuðu stóttarsamtök, og bænti- ur völdu hann um langt skeið til margvíslegra trúnaðarstarfa. Ilann sat á Aliþingi tæpan áratug og beitti sér þar meðal annars fyrir umbótum í skólamálum og land- búnaðarmálum. Hann var raunsær hugsjónamaður og laginn mála- fylgjumaður. Ævistarfs hans sér víða stað, þó að hæst beri far- sæla stjórn hans á menntasetrinu á Laugarvatni. Síðustu æviárin vann hann ötullega að útgáfu mikils rits um menningar- og fram farasögu Suðurlandsundirlendis. f BJARNI SNÆBJÖRNSSON Bjarni Snæbjörnsson fæddist 8. marz 1889 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Snæbjörn múrari þar Jakobsson útvegsbónda í Lítla- Seli í Reykjavík Steihgrímssonar og kona hans, Málfríður Júlía Bjarnadóttir útvegsbónda i Bakka- koti á Seltjarnarnesi Kolbeins- sonar. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík ár- ið 1909 og læknisprófi við Há- skóla íslands 1914. Hann var sett- ur héraðslæknir á Vatneyri við Patróksfjörð 1914—1915, stundaði framhaldsnám í Danmörku 1915— 191.7, en var alla tíð síðan starf andi læknir í Hafnarfirði. Ilann var jafnframt yfirlæknir St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 1933 1956 og settur héraðslæknir í Hafnarfirði um skeið á árunum 1941—1942 og 1947. Bjarni Snæhjörnsson var kjör- inn til ýmissa trúnaðarstarfa. Hann átti sæti í bæjarstjórn Ilafnar- fjarðar á árunum 1923 1926, 1931—1938 og 1942 - 1947, var í stjórn Raiftækjaverksmiðjunnar í Hafnarfirði 1938—1969, formaður Rauðakrossdeildar Hafnafjarðar 1941—1943, formaður krabba- meinsfélags Hafnarfjarðar 1941— 1948, formaður Krabbameinsfé- lags íslands 1951-1968 og í stjórn Sparistjós Hafnar- fjarðar 1951—1968, formaður hennar 1958—1968. Ilann átti sæti á Alþingi 1931—1933 og 1937; 1942, sat á 12 þingum alls. í landsbankanefnd átti hann sæti árin 1942—1957. Bjarni Snæbjörnsson helgaði ævistarf sitt fyrst og fremst lækn- inga- og líknarmálum. Á öndverð um læknisárum hans i Ilafnar- friði reyndi mjög á dug hans og drengskap, er hin mannskæða Spánska veiki geisaði á þeim slóð- um. Er i minnum haft, hve vel hann reyndist þá sjúkum og sorg- mæddu.m Ilann hélt áfram lækn- isstörfum við miklar vinsældir fram á elliár. Árið 1968 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar ein- róma að gera hann að heiðurs- borgara Hafnarfjarðar og votta honum með því virðingu og þakk- læti fyrir fimmtiu ára læknisstörf i Hafnarfirði. Bjarni Snæbjörnsson var áhuga- samur og skoðanafastur í stjórn- málum, félagslyndur og skyldu- rækinn, prúðmenni og drengskap- ÍSLENDINGAÞÆTTIR S

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.