Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 25
þeirra og miannbætandi áhrifa- mætti. Hún dáði þau hjón til hinztu stundar. Haft var einnig eftir þeim hjónum, að Sigríður Sigurðardóttir væri í hópi allra gáfuðustu nemenda þeirra. Hinn 22. des. 1929 kvæntist Sigríður Sigurðardóttir eftir- lifandi manni sínum Stefáni Höskuldssyni fyrrv. útgerðar- manni og formanni á Norðfirði. Foreldrar Stefáns Höskuldssonar voru hreppstjórahjóniii á Krossi á Berufjarðarströnd, Höskuldur bóndi Gíslason og Jóhanna Stefáns- dóttir Ijósmóðir. Hjónunum Sigríði Sigurðar- dóttur Otg Stefáni Höskuldssyni varð tveggja barna auðið, dóttur og sonar. Jóhanna Stefánsdóttir, dóttir þeirra, er búsett á Akur eyri, gift Stefáni bæjarverkfræð- ingi þar Stefánssyni bónda og alþingismanns Stefánssonar frá Fagraskógi. Eiga þau fjögur börn. Sonurinn, Höskuldur Stefáns- son, gjaldkeri m.m., er búsettur í Neskaupstað. Kvæntur er hann Höllu Valgerði Stefánsdóttur vél- stjóra Péturssonar og konu hans Höllu Guðlaugsdóttur Brynjólfs- sonar fyrrv. útvegsbónda í Vest- mannaeyjum. Þau eiga einnig fjög ur börn. Við gátum þess, að Sigriður Sigurðardóttir bjó yfir miklum og fjölþættum gáfum. Hún var bók hneigð kona og víðiesin. Hún var sérstaklega ljóðelsk og gat sjálf gert velkveðnar visur, þegar hún vildi það við hafa, en hún mun l'ítið haft fyrir því að flí'ka þeirri list sinni. Helzt sent þann kveð- skap í bréfum til nánustu vina og vandamanna. Sigríður var söngvin kona og söngelsk. Um ánbil var hún félagi í kirkjukór Nes- kirkju á Norðfirði, og söng þar »11 árin, er Höskuldur sonur hennar var þar organisti. Þá var hún starfandi kraftur í leikfélagi þar í bænum og lét hlutverk, sem vöktu eftirtekt. Einnig var hún góður og áhugasamur félagi í Kvenfélaginu Nönnu í Neskaup- stað. Þar annaðist hún ritarastörf i 14 ár og vann þar að sínum hlut að menningar- og fram- faramálum í kaupstaðnum, svo sem vitað er. að það kvenfélag gerir, eins og öll önnur, þar sem þau eru starfandi. Við fráfall þessarar æskuvin Ingibjörg Kristjánsdóttir Fædd 26. desember 1891 Dáin 5. október 1970. Elsku amma mín! Nú, þegar lífssól þín er svo. snögglega til viðar hnigin, dimmir í húsi ofckar, sorgin gagntekur hugi okkar og tungutakið verður tregt. Ég minnist þín ávallt sem einn- ar þeirrar beztu konu, er ég hefi fyrirhitt á lífsleiðinn. Ég fæddist í hús þínu, húsi, sem var fullt af hjartahlýju og yl ykkar hjónanna, fullt af göfugmennsku og góðum siðum. Allt frá þeim tíma og til burtferðar þinnar, varst þú mér svo góð, sem móðir getur verið syni sínum. Svo var kærleikur þinn mikill og umhyggja. Ég veit raunar, að ég var ekki einn um að njóta umhyggju þinnar. Hennar nutu í ríkum mæli börnin þín og barnabörnin öll, og einnig hinir fjölmörgu frændur og vinir ykkar afa. Ykkar hús var öllum opið, öll- um þótti gott að koma til ykkar og vera með ykkur. Þú varst gæfusöm kona, amma mín. Ung varst þú gefin þeim manni, er þér unni hugástum og þú endurgalzt honum ástina.. Ham- ingjusamt hjónaband ykkar varð öllum, sem til þekktu efni mikill- ar aðdáunar. Afi á nú um sárt að binda, er hann kveður þig hinztu kveðju, en hetjulund hans, trúin á eilíran guð og hin ljúfa minning um hnmingjudagana verður hon- um no ;kur huggun harmi gegn. Þessi fátæklégu kveðjuorð mín eiga a '> færa þér hjartans þökk fyrir r - "eruna. Megi heillastjarn- an þí' skína í hjörtum okkar af- kome a þinna um ókomin æviár. Meg 'ilessun þess guðs. er þú konu o!; ;ar og frænku vottum við á'stvínúm hennar, vinum og öllu va.”tafólki dýpstu samúð og hlut- tel úngu. Fiessuð sé minning bessarar gó ' u konu. Inga og Þorsteinn. tilbaðst með lotningu tylgja þér yfir móðuna miklu. Rúnar. f Austur að Breiðabólsstað í Fljótshlíð var til moldar borin laugardaginn 10. ofct. Ingibjörg Kristjánsdóttir, húsfreyja í Hvols- velli, en hún andaðist að morgni 5. þessa mánaðar. Ingibjörg fædd- ist að Voðmúlastöðum í Austur- Landeyjahreppi 26. desember 1891. Foreldrar hennar voru merkis- hjónin Bóel Erlendsdóttir, Árna- sonar hreppstjóra að Hlíðarenda og Kristján F. Jónsson, Jónssonar frá Fljótsdal. Þau hjónin voru barnmörg og efnalítil og var Ingi- björg fóstruð frá fimm ára aldri og fram yfir fermingu að Snotru i Landeyjum hjá vandalausu, ’n góðu fólki. — Éftir að hún fór •$ vinna fyrir sér lá leiðin að H 1- geirsey í sömu sveit, þar sem i>á var tvibýli. ,og dvaldi hún þar v ð ÍSLENDINGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.