Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 28.10.1970, Blaðsíða 31
Halldórsnafni í bændastétt. En i vitund manna er þó ekki til nema einn Halldór á Kirkjubóli í land- inu, þ.e. bóndinn í Bjarnardal í Önundarfirði, svo þefcktur er hann um landið þvert og endilangt. En hvernig stendur á því að Halldór er svona þekktur maður? Er það fyrir háa stöðu eða em- bætti, virðingarheiti eða heiðurs- merki? Ekki er því til að dreiifa. Og fleiri en hann reka myndarleg- an búskap, skrifa blaðagreinar, flytja ræður og yrfcja ljóð og eru þó ekfci svo þekktir sem hann. Ástæðan mun þó fyxst og fremst vera sú, að þegar hann skrifar blaða-grein og þegar hann flytur ræðu, þá gerir hann það með þeim hætti, að sérstaka athygli vefcur. Þegar hann skrifar, velur hann sér ekki nein hégómamál, heldur nauðsynjamál, alvörumál, vanda- mál, þjóðmál, en umfram allt sín hjartans mái. Og hann rökstyður sitt mál svo, að það er engum heiglum hent að hrekja röksemd- ir hans. Margir hafa reynt að vega að honum í rituðu máli, en eng- inn farið sigurglaður frá þeim leik. Um ræðumennsku Halldórs er að sjálfsögðu hið sama að segja. Þar er hann sterkur og fimur í senn og fer oft á kostum, sem fáir leika eftir. Haildór á Kirkjubóli sér betur en ýmsir aðrir, hver eru mikils- verðustu mál hvers tíma. Þau eru mörg, sem hann hefur tekið til meðferðar í ræðu og riti. Þau verða efcki talin hér, en nefna má landbúnaðarmál, samvinnumál, uppeldismál, efnahagsmál, bindind indismál og bófcmenntamál. Hann er skyggn á kjarnann í hverju máli og kryfur hann til mergjar. Þessir kostir Halldórs hafa gert hann að góðum málsvara hinna þýðingar- msstu mála. Halldór er hafsjór af fróðleife. Hann les svo margt og mikið, að þegar menn ræða við hann um blöð og bækur, reyndist hann öll- um hnútum kunnugur. Hann er eins og litfandi bókasafn. Halldór hefur lengi verið mikill framherji í sveit Framsóknar- rnanna. Vafasamt er að flokkurinn hafi nokfcru sinni átt rökfastari né einbeittari málsvara, hvort sem var við andstæðinga að etja, eða ekki. Honum er sönn ánægja að því að mæta andstæðingum í rökræðum. Gengur hann þá glaður og reifur tii leiks, einna iífcastur þeim, er halda til veizlufagnaðar. Hins veg- ar tekur hann lítinn þátt í venju- legum veizluhöldum, né nútíma- legum lystisemdum. Margir munu óska þess, að þjóð- in eigi jafnan sem flesta mann- dómsmenn, eins os Halldór á Kirfcjubóli. Sigurvin Einarsson. Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Ön- undaríirði, átti sextugsafmæli 2. okt. s.i. Hann er fæddur á Kirkju- bóli og hafur alltaf átt þar heima. Foreldrar hans voru þau hjónin Bessabe Halldórsdóttir og Kristján Guðmundsson. Halldór stundaði nám í Núpssfcóla á árunum 1928— 30. Að félagsmálum hefur Halldór unnið mjög mikið. Árum samam hefur hann átt sæti í skólanefnd MosvaTlaskólahverfis, svo og í skólanefnd héraðsskólans á Núpi. í sýslunefnd átti hann lengi sæti. Formaður Héraðssambands umg- mennafélaganna í Vestur-ísafjarð arsýslu var hann 1945—1958, og fór á vegum þessara samtaka i fyrirlestraferðir víða um land. Hann hefur unnið mikið starf á vegum Góðtemplarareglunnar, skrifað fjölda greina um bimdind- ismál og f'lutt fyrirlestra á vegum reglunnar. í stjórnarskrárnefnd var Halldór 1945—51. í úthlutun- arnefnd listamannalauna frá 1961. Hann hefur lengi verið endurskoð andi Kaupfélags Önfirðinga. For- maður stjórnar Mjólfcursamlags ís firðinga hefur hann verið frá stofn un þess fyrirtækis. Snemma fór Halldór að hafa af- skipti af stjórnmálum og hefur síð an verið einn af dugmestu og hæf- ustu forsvarsmönnum Framsókn- arflokksins á Vestfjörðum. Hann var formaður Félags ungra Fram- sóknarmanna í V-ís. 1938—45. Hef ur síðan verið formaður Fram- sóknarfélagsins í sýslunmi. í mið- stjórn Framsóknarflokksins hef- ur hann verið frá 1956, og for- maður Kjördæmissambands Fram- sóknarmanna í Vestfjarðakjör- dæmi frá 1967. Hann var fyrst 1 framboði til alþingiskosninga í Vestur- ísafjarðarsýslu 1942, í tvennum kosningum sem fram fóru það ár. f Barðastrandarsýslu var hann í framboði 1946, og síð- an 1959 hefur hann alltaí verið á framboðslista Framsóknarflokks ins í Vestfjarðakjördæmi, í fjórða sæti listans, en skipar við næstu alþingiskosningar þriðja sætið. Hann hefur verið á öllurn flokks- þingum Framsóknarflokksins síð an 1937. Halldór hefur fengizt mikið við ritstörf og er maður prýðilega rit- fær. Hann var blaðamaður hjá Tímanum í Reykjavík og ritstjóri blaðsins í forföllum árin 1946—51. í áratug hefur hann, ásamt þeim sem þetta ritar, verið ritstjóri blaðsins ísfirðingur, og síðan skrif að langflesta leiðara blaðsins, aufc fjölda annarra greina. Eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum ljóð. Halldór samdi ævisögu Sig- tryggs Guðlaugssonar á Núpi og kom bókin út 1964. Hann hefur einnig þýtt nokkrar bækur sem út hafa verið gefnar, þar á meðal bókina „Vinir um veröld alla“ en hún var lesin í útvarpinu 1952. Alla þá gífurlega miklu vinnu og fyrirhöfn sem Halldór hefur lagt í afskipti af opinberum mál- um hefur hann látið i té málefn- anna vegna en ekki til að afla sjálfum sér fjár eða frama. Hann er í fremstu röð ræðumanna og mikill baráttumaður fyrir hverju því máli sem hann telur til heilla horfa fyrir land og lýð, og svo er hanm minnugur, fjölhæfur og fróð ur, að hann getur undirbúnings- laust flutt snjallar og athyglisverð ar ræður um hin margvislegustu málefni. Eiginkona Halldórs er Rebekka Eiríksdóttir frá Sandhaugum í Bárðardal. Er hún hin mætasta kona og hafa þau hjónin alið upp þrjú fósturbörn, einn pilt og tvær stúlkur, sem öll eru nú uppkomin. Það voru margir sem lögðu leið sína að Kirkjubóli 2. október til að óska afmælisbarninu og fjöl- skyldu hans heilla í tilefni afmæl- isins, og jafnframt til að þakka honum mikil og óeigingjörn störf Að sjálfsögðu ^ voru sveitungav hans og Vestur-ísfirðingar þar fj*’ mennastir, en margir komu víða’' að. Sýndi þetta ljóslega hvere trausts og virðingar Halldór nýtur Ég þakka Halldóri Kristjánssynj fyrri ágæt kynni og gott samstar* til margra ára, og ég og f jölskylda mín árnum honum og fjölskyld” hans allra heilla i tilefni sextues- afmælisins. Jón Á. Jóhannsson. iSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.